Dagblaðið - 26.03.1981, Side 3

Dagblaðið - 26.03.1981, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981. 3 Um ófarir íslenzka landsliðsins í Frakklandi: ALMENNINGIKEMUR ÞETTA EKKERT VIÐ! — Menn læra ekki af mistökum með því að þegja þau í hel —f urðuleg afstaða handknattleiksforystunnar Handknattleiksáhugamaðurskrifar: Meðan á B-heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik stóð talaði meiri- hluti íslenzku þjóðarinnar ekki um annað meira en ófarir íslenzka lands- liðsins þar. Sú spurning var á hvers manns vörum, hvað hefði eiginlega gerzt? Það er raunar ekkert undar- legt. Handknattleikurinn er þjóðar- íþrótt íslendinga og því gleðst þjóðin þegar vel gengur en menn eru miður sín og geta ekki á heilum sér tekið þegar íslenzka landsliðið fær slíka útreið eins og í þessari keppni. Menn biðu því komu landsliðsins, handknattleiksforystunnar og íþróttafréttamanna, biðu þess að fá a.m.k. að heyra, hvað gerzt hefði. En skýringin kom aldrei. íþrótta- • fréttamenn höfðu enga skýringu á óförunum og handknattleiksforyst- an, sem trúlega veit þó meira, vill greinilega ekkert um málið segja. í margumtöluðu viðtali íþróttablaðs- ins við Júlíus Hafstein, formann HSÍ, er helzt á formanninum að skilja, að fólki komi þetta ekkert við. „Agabrotin” svonefndu séu einka- málHSÍ. Þetta verður að teljast furðuleg af- staða. Það er leitað til almennings með fjárstuðning fyrir svona keppnir og yfirleitt bregst fólk vel við. Það vill gera sitt til að árangurinn verði sem beztur og raunar mætti gera miklu meira að því að gefa fólki kost á að sýna stuðning sinn í verki á einn eða annan hátt. En þegar allt fer í handskolum og byrjendur í íþróttinni eins og ísraelsmenn eru taka lið okkar í kennslustund, þá fær fólk Raddir lesenda Oþolandi ósiður klerks Tveir samdóma kirkjugestir skrifa: Við höfum lengi staðið í þeirri trú, að altarið væri helgasti staður hvers musteris, og því bæri að sýna óbrigð- ula virðingu. Þess vegna sárnar okkur að horfa upp á það ótrúlega fyrirbæri, sem lengi hefir blasað við sjónum, en við ekki getað trúað að fullu fyrr en við nú í fyrri viku sann- færðumst, þegar þetta átti sér stað í sjónvarpinu frammi fyrir alþjóð. Einn þekktasti orðhákurinn í prestastétt landsins — þjónandi sóknarprestur hér í Reykjavík — lét sig sem sagí hafa það að liggja upp við altarið í kirkju sinni, svona rétt eins og þegar kjaftatarnirnar voru teknar á krambúðarborðunum hér í gamla daga. Og þetta hefur verið við- tekinn siður þessa manns. Okkur undrar langlundargeð safnaðarins. Ekki er að sjá á göngulagi viðkom- andi prests, að fótfúi hrjái hann. Qg þó svo væri ætti hann þá ekki heldur að verða sér úti um sérbyggða stoð sér til uppihalds og stuðnings? Fram- ferði hans er óþolandi, að okkar dómi, því það ber svo augljósan vott siðleysis og skorts á háttvisi. Engum leikmanni myndi líðast slíkt taktleysi, og hvað þá innvígðum Drottins þjóni. bara að heyra það, að ófarirnar séu innahússmál HSÍ. í löndum þar sem íþrótta- hreyfingin tekur hlutverk sitt alvar- lega væru þeir leikmenn semfrömdu hin óskilgreindu „agabrot” settir í keppnisbann auðvitað eftir því, hve alvarleg brótin væru. Auðvitað ætti það sama að eiga sér stað hér. Menm verða að reyna að læra af mis- tökunum og það verður ekki bezt gert með því að þegja þau í hel. Að lokum vil ég aðeins segja það þegar menn halda því fram að árangur Jóhanns Inga með landsliðið á sínum tíma hafi verið slakur, þá verða menn að hafa það í huga að Jóhann sagðist alltaf líta á þá leiki sem liðið lék undir hans stjórn sem æfingu undir B-keppnina. Hann miðaði allt við hana. Árangurinn þar væri sá eini sem skipti máli. Þeir er tóku við liðinu af honum hafa e.t.v. litið öðruvísi á málin án þess að um það sé hægt að fullyrða. A.m.k. náði liðið aðeins góðum árangri í æfinga- leikjum en ekki i þeirri keppni, sem máli skipti. En við höfum heyrt svörin. Fólki kemur þetta einfaldlega ekki við. Slík afstaða hlýtur að vera dauðadómur yfir islenzkum hand- knattleik. Fundað um ófarir íslenzka landsliðsins i Frakklandi. i DB-mynd S. PAImi Sverrir Steinþór Jónas Haraldur FÉLAG SJÁLFSTÆÐISMANNA í HLÍÐA-OG HOLTAHVERFI Boðað er til almenns stjórnmála- fundar um VIRKJUN- ARMÁL í Valhöll við Háaleitisbraut fimmtudaginn 26. marz kl. 20.30. 1. Ræður framsögumanna (um 1 klst.). 2. Fyrirspurnir og umræður. Framsögumenn: Pálmi Jónsson landbún- aðarráðherra, Steinþór Gestsson og Sverrir Hermannsson alþingismenn og Jónas Elías- son prófessor Fundarstjóri Haraldur Blöndal. Landsmálafélagið Vörður, Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi. Spurning dagsins Finnst þór að Ríkisút- varpið eigi að styðja Sinfóníuhljómsveit ís- lands? Guðni Ólafsson, vélstjóri: Nei, mér finnst eðlilegt að hljómsveitin standi undir sér sjálf. Páll Valgeirsson, fisktæknir: A meðan Ríkisútvarpið þarf að skera niður í dag- skrá, þá þykir mér óeðlilegt að það styðji Sinfóníuna. Herdís Valdimarsdóttir, húsmóðir: Mér finnst það vera alveg sjálfsagt. Sesselja Magnúsdóttir, húsmóðir: Já, alveg tvímælalaust. Kjartan Sigtryggsson, lögreglumaður: Ekki meðan það getur ekki haldið úti cðlilegri dagskrá. Hallgrimur Ottósson, sjómaður: Helzt ekki.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.