Dagblaðið


Dagblaðið - 26.03.1981, Qupperneq 18

Dagblaðið - 26.03.1981, Qupperneq 18
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981. Veðrið Gert er ráö fyrir hvassri austanótt um allt land, stormur sunnanlands. Él verfla á Austur- og Norflausturlandi og á annesjum vestanlands. Einhver snjókoma sunnanlands. Klukkan 6 voru austan 8, slydda og 2 stig í Reykjavik, austan 8, skaf-1 ronningur og -1 stig á Gufuskálum, ' norflaustan 1, skýjað og 0 stig á Galt- arvita, suflaustan 2, skýjafl og -1 stig ó Akuroyri, austan 7, skýjafl og -2 stig á Raufarhöfn, suðaustan 3, snjóól og 0 stig ó Dalatanga, norflaustan 9,' snjókoma og -1 stig á Höfn og austan 12, rigning og 2 stig á Stórhöffla. I Þórshöfn var skýjafl og 4 stig, skýjafl og 1 stig í Osló, snjókoma og 1 stig í Stokkhólmi, skýjafl og 11 stig í London, skýjafl og 11 stig í Hamborg, skýjafl og 11 stig í París, lóttskýjað og 7 stig ( Madrid, þokumófla og 11 stig ( Lissabon og léttskýjafl og 3 stig í New York. Halldór Sigurjónsson flugvirki, sem lézt 6. marz sl., fæddist 4. desember 1917. Halldór nam flugvirkjun árin 1943—44 á Spartan school of aero- nautics í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkj- unum. Að námi loknu hóf hann störf hjá Loftleiðum og síðar hjá Flugleiðum þar sem hanr. larfaði allt til dauða- dags. Halldór ..r einn af stofnendum Flugvirkjafélags íslands, einnig kenndi hann á fjölmörgum námskeiðum innan Loftleiða. Magnea G. Ólafsdóttir, sem lézt 20. marz sl., fæddist 4. apríl 1895 á Ólafs- völlum á Skeiðum. Foreldrar hennar voru Guðrún Gísladóttir og Ólafur Árnason. Árið 1918 fluttist Magnea til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér, m.a. viðýmis þjónustustörf. Árið 1920 giftist hún Ferdinand Eirikssyni og áttu þau 7 börn. Magnea verður jarðsungin í dag, 26. marz, kl. 13.30 frá Hall- grímskirkju. Guðmundur Jónsson, Kríuhólum 4, áður Brimhólabraut 37 Vestmannaeyj- um, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 27. marz kl. 16.30. Guðrún Ingvarsdóttir frá Markar- skarði verður jarðsungin frá Breiðaból- staðarkirkju 1 Fljótshlíð laugardaginn 28. marz kl. 14. Guðmundur J. Jóhannesson, Miðbraut 32 Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. marz kl. 15. Sigríður Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 34, sem lézt 20. marz sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. marzkl. 10.30. Friðrik Guðmundur Jón Guðmunds- son múrarameistari, Hlaðbrekku 7' Kópavogi, verður jarðsunginn frá Að- ventkirkjunni föstudaginn 27. marz kl. 10.30. Bergsteinn S. Björnsson, Hafnarfirði, sem lézt 18. marz sl., fæddist 6. júlí 1912 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Guðbjörg Bergsteinsdóttir og Björn Bjarnason. Bergsteinn stundaði nám í Flensborg í einn vetur og lauk síðan prófi frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Framan af stundaði Bergsteinn ýmiss konar verkamannavinnu en rak síðan um hríð fiskbúð. Seinna gerðist hann viktarmaður á bryggjunni í Hafnarfirði og því starfi gegndi hann um árabil. Bergsteinn verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 26. marz, kl. 14. Hermann Hákonarson, Bólstaðarhlíð 36, lézt i Borgarspítalanum 24. marz sl. Unnar Brynjarsson, Eiðum, lézt 21. marz sl. AA-samtökin ! dag. I numuclag. verða fundir á vcgum AA-sam lakannu som hcr segir: Tjarnargata 3c kl. 21; Tjarnar gata 5b (Ungt lolk) kl. 21 og 14; Laugarneskirkja kl. 21; Kópavogskirkja kl. 21; Ólafsvik, Safnaðarhcimili. kl. 21; Sauödrkrókur. Aðalgata 3, kl. 21; Akureyri. Gcislagala 39. (s. 96-22373) kl. 21; Scyðisfjörður. Safnaðarlicimili. kl. 21; Vcstmannaeyjar. Hcimagata 24 (s. 98-1140). kl. 20.30; Sclfoss. Selfossvegi 9. kl. 21; Keflavik. Klapparstígur 7 (s. 92 1800). kl. 21; Patrcks fjörður kl. 21: Blöiuluóv Kvcnnaskóli. kl. 21: Dalvik kl. 21. Grundarfjörður kl. 21. I hádcginu .i m«»icíiii. IiMiuI.ii*. vcn\i fundir scm hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12; Tjarnargata 5b kl. 14; Akureyri. Geislagala 39 (s. 96-22372). kl. 12. Hafa kvennabókmenntir sórstöðu innan bókmennta- fræðinnar? Umraeðufundur um kvennabókmenntir verður hald- inn í stofu 301 Árnagarði í kvöld kl. 20.30. Fram- sögumenn verð: Helga Kress, ólafur Jónsson og Guðbergur Bergsson. Gengið verður út frá spurning- unni hvort kvennabókmenntir hafi sérstöðu innan bókmenntafræðinnar. Á eftir framsöguræðum verða almennar umræður. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta. Aðaifundir Aðalfundur í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur Aðalfundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur, haldinn 19. marz 1981 lýsir undrun sinni með óstöðugt og sí- hækkandi verðlag á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnvalda um herta verðstöðvun. Síauknar verðhækkanir á neyzluvörum og allri opinberri þjónustu eru komnar í þann farveg að full ástæöa er til þess að hvetja neytendur til þess að spyrna við fótum og taka höndum saman við það að gæta sinna eigin hagsmuna. Fundurinn hvetur til þess að fólk almennt gefi sér tíma til að bera saman verð og vörugæði og veita þannig nauðsynlegt aðhald. Þá hvetur fundurinn fólk sérstaklega til þess að aðgæta verðlag með hlið- sjón af myntbreytingunni, þar eð nú skiptir krónan máli. Aðalfundurinn tekur eindregið undir áskorun frá aðalfundi Ba ndalags kver.na í Reykjavík varðandi „skrefateljaramáliö” svonefnda. Fundurinn leggur sérstaka áherzlu á að gætt sé hagsmuna ellilífeyris- þega og öryrkja í því máli. Áskriftartónleikar hjá Sinfóníunni í kvöld Næstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er eftirfarandi: Brahms: Akademiski forleikurinn; Bartok: Píanókonsert nr. 2; Beethoven: Sinfónía nr. 3 (Eroica). Stjórnandi er Gilbert Levine. Einleikari er David Lively. Tónleikar að Hótel Borg í kvöld Hljómsveitin Mezzoforte ásamt Kristni Svavarssyni saxófónleikara heldur tónleika að Hótel Borg í kvöld, 26. marz. Einnig koma fram söngvararnir Haukur Morthens og Ellen Kristjánsdóttir. Ellen mun m.a. kynna efni af hljómplötu sinni, sem væntanleg er innant íðar. Stjórnmáfðfundir Árnesingar Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason verða til viðtals í félagsheimilinu Aratungu Biskupstungum í kvöld kl. 21. I GÆRKVÖLDI 4T I GÆRKVÖLDI „Vekjaraklukka Reykjavík — góðan dag!” Útvarp og sjónvarp má nota á ýmsa vegu. Það er hægt að gerast þræll þessara miðla eða velja og hafna. Dag- skrá dagsins í gær gerði fyrri kostinn óneitanlega freistandi. En þar sem þrælahald er ólöglegt var ekki hægt að leggja allt annað á hilluna og hlusta bara og horfa. Flestir gera reyndar hvorugt, þeir láta hendingu ráða. Þrennt í dagskrá dagsins í gær vakti svo athygli mína að ekki dugði að láta hendingu ráða heldur varð ég að hlusta og horfa markvisst. Ef ég hefði ekki gert það hefði ég misst af meistara-Vöku Björns Baldurssonar um leikmyndir. Vaka er oft góð, en svei mér þá, ef þetta var ekki sú besta. Öðru máli gegnir um fréttir. Ef satt er, sem sagt er, að íslendingar séu fréttasjúklingar, þá rækta þeir sjúkdóminn vel. Nær öruggt er að ef maður ætlar að gleyma fréttum er einhver nærri til að hafa vit fyrir manni. Fréttastofa útvarps hefur hlotið mikið lof á undanförnum árum og kvöldfréttirnar í gærkvöldi voru skóla- dæmi um það hvers vegna hún fær allt hrósið. Þær voru lifandi, áhuga- vekjandi og reglulega vel unnar. Nokkur innskot í Vettvang voru| góð. Sjónvarpsfréttum finnst mér alltaf slæmt að missa af og jafn slæmt 1 gær- kvöldi sem önnur kvöld. Það þriðja sem ég vil ekki missa af er bamaefnið. Útvarpssagan Á flótta með farandleikurum er orðin æsispennandi og maður hugsar með skelfingu til þess að missa af lestri. Barbapapi er kominn aftur — húrra! Merkilegt með veðurfréttirnar — ég hlustaði þrisvar á þær en heyrði aldrei. Það er kannski þess vegna sem miðvikudagssyrpa Svavars Gests kom manni í sumarskap. Áfangar voru faldir bak við gott sjónvarpsefni að vanda og illt að missa af þessum áfanga. Að lokum eitt: Útvarp er til margra hluta nytsamlegt, annarra en að miðla manni fróðleik og skemmtun. Það er fullkomin vekjaraklukka — ef maður skilur það eftir á að kvöldi. 6,55: Leiðinlegur tónn vekur mann. 7.00: veðurfréttir svæfa mann. 7.05: Fréttir vekja mann. 7.10: Bæn — hættumerki — klukkan er orðin svo margt! 7.15: Leikfimi, sem sættir mann næstum við leitina að týnda sokknum. Síðan Morgunpóstur og fréttir sem koma manni inn í vökuheiminn, og leiðara- lestur sem kemur mann út úr honum aftur. Annars hlusta ég oft á leiðarana — af illkvittni. Nýt þess að hneykslast á illa orðuðum málsgreinum og óskýrri hugsun. Þó er haft fyrir satt að leiðararnir séu þýddir á íslenzku á hverjum degi. Anna Björnsson. Hverjar eru horfur um sættir í Sjálfstæðisflokknum? Hvert stefnir í efnahags- málum? Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra flytur ræðu á almennum fundi að Seljabraut 54 í kvöld kl. 20.30. Fundarstjóri Kristján Guðbjartsson. Fundarritarar Dóra Gissurardóttir og Ásgeir Hannes Eiríksson. Fundurinn er öllum opinn. Ókeypis Pepsi Cola-veit- ingar á fundinum. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Almennur fundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í Skálanum. Svavar Gestsson, heilbrigðis- og félags- málaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, kemur og ræðir stjórnmálaviðhorFið. AUir velkomnir. Herstöðvaandstæðingar: Opið hús í kvöld kl. 20.30 flytur Bernharður Guðmundsson erindi um misskiptingu lífsgæða í þróunarlöndun- um. Húsið opnað kl. 20.00. Útivistarferðir Þórsmerkurferð um helgina. Fararstjóri Jón I. Bjarnason. Upplýsingar og farseðlar á skrif- stofunni. Lækjargötu 6 a, s. 14606.Gullfoss íklaka- böndum sunnudag kl. 10. Námskeið fyrir fjallgöngufólk Ferðafélag íslands heldur námskeið fyrir fjallgöngu- fólk nk. sunnudag, 29. marz. Leiðaval verður með tilliti til snjóflóðahættu og kennd verður notkun á ísöxi og göngubroddum. Leiðbeinendur verða Torfi Hjaltason og Helgi Benediktsson. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9 f.h. og gengið á Skarðs- heiðina, þar sem kennslan fer fram. Þátttakendur verða að vera vanir fjallgöngumenn og ennfremur að hafa þann útbúnað, sem að ofan getur. Verð kr. 70. Skemvntifundir Átthagafólag Snæfellinga og Hnappdæla heldur skemmtikvöld í Sjálfstæðishúsinu Ytri- Njarðvík laugardaginn 28. marz nk. Til skemmtunar verður spiluð félagsvist og stiginn dans og hefst skemmtunin kl. 20.30. Allir eru velkomnir. þ.e. KFUM og K í Reykjavík, Samband ísl. kristhi- boðsfélaga, Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag. Félög þessi eru öll leikmannahreyfingar innan islenzku þjóðkirkjunnar og stóðu þau haustið 1977 að svipaðri ráðstefnu sem fjallaði um nokkur grund- vallaratriði kristinnar trúar. Ráðstefna þessi er öllum opin en meginmarkmið hennar er að veita þátttakendum nokkra fræðslu um ýmis grundvallaratriði kristinnar trúar og siðfræði og vekja þá til umhugsunar um stöðu sína. Efni, sem tekin verða til meðferðar, eru m.a. hvað er kristileg siðfræði, helgi mannlegs lífs, fjölskyldan og hjónabandið, að vera kristinn í nútímaþjóðfélagi o.fl. Meöal ræðumanna eru sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sr. Karl Sigurbjörnsson, sr. Gísli Jónas- son, Gunnar J. Gunnarsson guðfræðingur, Kristin Sverrisdóttir kennari og Sigurður Pálsson náms- stjóri. Ráðstefnan hefst föstudagskvöld 27. marz kl. 20.30 og lýkur á sunnudagskvöld kl. 20.30 með sam- komu þar sem Ástráður Sigursteindórsson skóla- stjóri talar. Ráðstefnan fer fram í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg i Reykjavík og skal tilkynna þátt- töku þangað eigi siðar en föstudag 20. marz á skrif- stofutima. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu KFUM og K, s. 17536, eða hjá Gísla Jónassyni skólapresti s. 28710. Út er komið heftið Níu sönglög Ingunnar Bjarna- dóttur með píanóundirleik eftir Hallgrímn Helga- son. Útgefandi er útgáfufélagið Hraunteigur, Akra- nesi. í heftinu eru lög við ljóð eftir örn Arnarson, Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Böðvar Guðlaugsson, Garcia Lorca og höfundinn sjálfan. Um Ingunni Bjarnadóttur segir Hallgrimur Helgason á plötunni Amma raular í rökkrinu frá 1975: ,,Við fyrstu kynni mín af Ingunni sá ég fljót- lega að hún var gædd óvenjulegri gáfu, lagvisi sem vert var að örva með nauðsynlegri aðstoð, ekki sízt, þar sem hún hefur farið á mis við allt tónmenntalegt uppeldi. Hún bara söng eflir hjartans lögmáli, sem henni var meðfætt.” CPM-áætlanir — Framhaldsnámskeið Stjórnunarfélagið efnir til framhaldsnámskeiðs um CPM-áætlanir og verður það haldið í fyrirlestrasal félagsins að Síðumúla 23 dagana 26. og 27. marz kl. 14—19 og 28. marzkl. 09—12 og 14.—18. Tilgangur námskeiðsins er að kynna frekari notkunarmöguleika CPM-áætlana við gerð fram- kvæmdaáætlana, m.a. varðandi kostnaðar- og. framkvæmdaeftirlit. Fjallað verður um: — Upprifjun á CPM-áætlanagerð frá fyrra nám- skeiði, örvarit, timaútreikninga, kostnaðarmat. — Presidence örvarit. — Kostnaðareftirlit og greiðsluáætlanir. — Lykilatriði 1 framkvæmdaeftirliti. — Raunverkefni og tölvuvinnslu. Námskeiðið er ætlað stjórnendum, skipuleggj- endum og eftirlitsmönnum meiriháttar verka. Undirstöðuþekking í CPM-áætlanagerð er nauðsyn- leg. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Tryggvi Sigurbjarnason raforkuverkfræðingur og Eiríkur Briem rekstrarhagfræðingur. Þátttaka tilkynnist til Stjómunarfélagsins, sími 82930. Vestmannaeyjar: Þórarar lágu fyrirTýrurum Týr varð Vestmannaeyjameistari i meistaraflokki karla í handknattleik í gærkvöldi með stórum sigri yfir Þórur- um, 23—13. Eins og tölurnar gefa til kynna var Týr sterkari aðilinn en Þórarar léku illa og áttu aldrei glætu. Markahæstir hjá Tý í leiknum i gær- kvöld voru Kári Þorleifsson, 7 mörk, Magnús Þorsteinsson, 5 mörk. Marka- hæstur i liði Þórs var Andrés Bridde, sem skoraði sex mörk. Jens Einarsson markvörður var hetja liðsins og varði stórvel. Vestmannaeyjamót yngri flokkanna er nú langt komið og stendur Þór þar mun betur að vígi. -FÓV.Vestm. Borgfirðingafélagið Félagið heldur basar til ágóða fyrir Borgarsel að Hallveigarstöðum laugardaginn 28. marz nk. kl. 14. Tekið verður á móti kökum og munum á sama stað frá kl. 11 þann 28. marz. Uppl. eru veittar 1 símum 41979,43060 og 86663. Hvað er Bahaí-trúin? Opið hús öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30. Allir velkomnir. Stórbingó Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, heldur stórbingó í Sigtúni í kvöld. Líf ítrú Síðustu helgina í marz verður haldin í Reykjavik ráðstefna um nokkur atriði kristinnar siðfræði og ber hún yfirskriftina ,,Líf í trú”. Að ráðstefnu þess- ari standa aðildarfélög Starfsráðs kristilegra félaga, GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna- Nr. 59 - 25. marz 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 6,488 6,506 7,157 1 Steriingspund 14,689 14,730 16,203 1 Kanadadollar 5,481 5,496 6,046 1 Dönskkróna 0.9880 0,9907 1,0898 1 Norsk króna 1,2079 1,2112 1,3323 1 Sœnsk króna 1,4190 1,4229 1,5652 1 Finnsktmark 1,8107 1,6152 1,7767 1 Franskur franki 1,3190 1,3228 1,4549 1 Belg. franki 0,1895 0,1901 0,2091 1 Svissn. f ranki 3,4102 3,4197 3,7617 1 Hollanzk florina 2,8060 2,8138 3,0952 1 V.-þýzkt mark 3,1065 3,1152 3,4267 1 ítölsk l(ra 0,00623 0,00625 0,00688 1 Austurr. Sch. 0,4391 0,4403 0,4843 1 Portug. Escudo 0,1150 0,1154 0,1269 1 Spánskur pesoti 0,0765 0,0767 0,0844 1 Japansktyen 0,03107 0,03115 0,03426 1 Irskt Dund 11,325 11,356 12,492 SDR (sérstök dráttarróttindí) 8/1 8,0110 8,0332 - * Breyting frá síðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.