Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 2
2 Kvennaskólinn í Reykjavík Innritun fer fram í skólanum dagana 1.—5. júní kl. 9—14. 1. og 2. júní verður einnig innritað í Miðbæjarskólanum kl. 9—18. Við Kvennaskólann er starfrækt uppeldissvið og geta nemendur valið um 3 brautir: menntabraut sem leiðir til stúdentsprófs eftir 3—4 ár, fóstru- og þroskaþjálfabraut og félags- og íþróttabraut sem ljúka má á tveimur árum en einnig geta leitt til stúdentsprófs eftir 4 ár. Upplýsingar um uppeldissvið og starfrækslu þess fást í skólanum í síma 13819 og þar er tekið á móti umsóknum. Skólastjóri HÓTEL NORÐURLJÓS Við opnum aftur 4. júní. Bjóðum gistingu í eins og tveggja manna her- bergjum. Einnig svefnpokapláss. Barnaafsláttur. Veitingar allan daginn. Fyrsta flokks heimilismatur og grillréttir. Verið velkomin. HÓTEL IMORÐURLJÓS RAUFARHÖFN Smurbrauðstofan BJORNINN NjóSsgötu 49 - Sími 15105 FJÖLBRAUTASKÖLINN Á AKRANESI vill vekja athygli á því að umsóknarfrestur um skólavist skólaárið 1981-1982 er til 5. júní. í skólanum starfa þessi námssvið: HEILBRIGÐISSVIÐ: Heilsugæslubraut, (4 annir) bóklegt nám sjukraliða. Heilsugæslubraut, (8 annir) stúdentspróf. MATVÆLASVIÐ: Matvælatæknabraut, (4 annir) (verknámsbraut). Fiskvinnslubrautir, aðfararnám fiskiðnskóla ogfisktæknináms: LISTASVIÐ: Tónlislarbraul, (8 annir) stúdentspróf. RAUNGREINASVIÐ: Eðlisfræðibraut, (8 annir) stúdentspróf. Náttúrufræðabraut, (8 annir) stúdentspróf. Sjávarútvegsbraut, (4 annir). Sjávarútvegsbraut, (8 annir) stúdentspróf. Tæknibraut, (8 annir) stúdentspróf. SAM FÉLAGSSVIÐ: Félagsfræðabraut, (8 annir) stúdentspróf. Fjölmiðlabraut, (8 annir) stúdentspróf. Iþróttabraut, (4 annir). íþróttabraut, |8 annir) stúdentspróf. Málabraut, (8 annir) stúdentspróf. Uppeldisbraut, (4 annir) aðfararnám að ýmsuni sérskólum. Uppeldisbraut, (8 annir) stúdentspróf. TÆKNISVIÐ: Iðnbrautir, samningsbundið iðnnám. Verknámsbrautir. (ósamningsbundið iðnnám) málmiðn. rafiðn, tréiðn, hársnyrting. Verknámsbrautir, framhaldsdeildir i málmiðn, rafiðn og tréiðnum. Vélstjórnarbraut, l.stig. Vélstjórnarbraut, 2. stig. Athygli skal vakin á því að um þetta nám geta þeir sótt sem hafa lokið vélstjóraprófi I. stigi og þeir sem lokið hafa sveinsprófi i vélvirkjun. Skipstjórnarbraut, 1. stig verður starfrækt ef næg þátttaka fæst. Aðfararnám að tækniskóla. VIÐSKIPTASVIÐ: Verslunar- og skrifstofubraut, (4 annir) verslunarpróf. Viðskiptabraut, (8 annir) stúdentspróf. Sjá nánar námsvísi fjölbrautaskóla. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, sími 93-2544, virka dagakl. 9.00—15.00. Skólameistari. Frá hjólreiðadeginum i Rvik sl. sunnudag. DB-mynd Sig. Þorri. Hjólreiðadagurinn íReykjavík: Vel heppnuð og góð skemmtun full ástæða til að gera hann að árlegum viðburði í höfuðborginni Faðir hringdi. Mig langar til að iáta f ljós ánægju mína með vel heppnaðan hjólreiða- dag i Reykjavik sl. sunnudag. Þarna var verið að vekja athygli á og safna fyrir þarft málefni. Styrktarfélag lamaöra og fatlaðra stóð fyrir þessum hjólreiðadegi og mættu fleiri félög taka sér þetta til fyrirmyndar. SI. sunnudag kom það í Ijós að menn eiga til þolinmæði ef þeir bara vilja sýna hana. Þyrfti sá andi sem ríkti á götum borgarinnar sl. sunnu- dag að rikja þar oftar. Þessi hjólreiðadagur var sá fyrsti sinnar tegundar. Og þar sem hann heppnaðist svona vel er full ástæða til að gera hann a.m.k. að árlegum viðburði í höfuðborginni. Sjónvarpspáll er ekki rétt hrifinn af austur-þýzku myndinni um Stfnu. Sjónvarp—Stína Hvers eigum við að gjalda? - er útvarpsráð að gera sjónvarpið að andlegu pyndingartæki? Sjónvarpspáll skrlfar: Og það var þá helzt þörf á þvi! Að sýna okkur íslendingum, sem erum á hægri en öruggri leið til sósíalisma, segjum frekar kommúnisma Austur- Þýzkalands, þessa grútfúlu og niður- drepandi kvikmynd, ef kvikmynd skyldi kalla, um „alþýöustúlkuna og piitinn af góðu ættunum” i Austur- Þýzkalandi. Myndin var svo ömurleg og laus við að vekja hinn minnsta áhuga, að fyrir það eitt að sjá hversu langt er hægt að ganga i þessum efnum, var fróðlegt að halda það út og horfa á myndina til enda. Þótt myndin ætti að gerast i Þýzkalandi síðari hluta 19. aldar mátti glöggt greina ömurleikann í gegnum leikinn sjálfan. Það var eins og leikararnir væru þvingaðir til þess að leika þær persónur sem þeir voru skipaðir í hlutverk fyrir, jafnvel í atriðum, sem áttu að vera í glaðvær- ari stílnum kom fram, hversu leikar- arnir voru þvingaðir. Og efnið sjálft. Það hefur auðvitað verið ritskoðað eins og annað sem framleitt er á bókmenntasviðinu i þessuhrjáða landi. Ungi pilturinn vildi losna undan þrúgandi andrúmslofti heimahag- anna, hann vildi fara tii Amerfku og taka unnustu sína með. En fyrir þá sök, að hann er látinn hugsa svo hátt, að vilja fara úr landi, er hann látinn fremja sjálfsmorð i lokin. Fólki á að hefnast fyrir að hugsa til brottflutnings í Austur- Þýzkalandi nútímans. Unnustan var hins vegar grandvör og undirgefin sínum heimahögum. Hún neitaði að fara til Ameríku! Og hún hélt líka áfram að vinna í ullar- verksmiðjunni sinni.Húnvar þjóðholl og góð stúlka, sem var k>Tr í Austur- Þýzkalandi! — Svona myndum eigum við íslendingar að læra af! Verum staðföst, veljum sósíalism- ann! Húrra fyrir útvarps-ráði! Það valdi mynd, þar sem hlutur konunnar kom vel fram! Það er nú eitthvað annað en í Dallas-þáttunum! Og þökk sé út- varps-ráði enn og aftur fyrir að „velja” fyrir okkur. Aldrei gætum við sjálf valið eins vel myndefni fyrir sjónvarp og ráðið. Felum því allt okkar „ráð” i hendur útvarps-ráði og megi það ráða ráðum sínum, gagnstætt öllum mannlegum iöngun- um um margnefnt afþreyingarefni. En í fullri alvöru. Er útvarpsráð að gera sjónvarpið að andlegu pynding- artæki? Raddir lesenda V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.