Dagblaðið - 30.05.1981, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981.
Fyrsti vinningshaf inn í áskrif endaleik DB:
Brátt baöar hann sig í sól-
argeislum Miðjarðarhafsins
— Einar Ingvarsson og kona hans hyggja á Mallorca-ferð í lok júlí
Fyrsti vinningshafinn í áskrifenda-
leik Dagblaðsins, „DB-vinningur i
viku hverri”, Einar Ingvarsson, vél-
stjóri á togaranum Bjarna Herjólfs-
syni, hlaut, eins og lesendum er ef-
laust kunnugt, ferðavinning til Lign-
ano á Ítalíu með ferðaskrifstofunni
Útsýn.
Einar reyndist vera sá heppni
áskrifandi sem fékk kost á að svara
léttri spurningu úr smáauglýsingum
Dagblaðsins í siðustu viku. Nafn
hans birlist undir dálkinum ,,At-
vinnuhúsnæðt” i'siðu 24 fimmtudag-
inn 21. maí sl. Strákurinn sem ber út
Dagblaðið í hverfinu lét Einar vita af
því að hann væri sá heppni um leið
og hann afhenti blaðið. Skömmu
síðar hafði Einar tryggt sér utan-
landsferð að verðmæti 8.000 krónur.
Einar og kona hans, Borghild
Steingrímsdóttir, stefna að því að
notfæra sér vinninginn í lok júlí. Þau
hyggjast skipta á Lignano-ferðinni og
fara til Mallorca og dvelja þar í þrjár
vikur.
Einar hefur áður komið bæði til
Mallorca og Ítalíu. Segist hann
kunna betur við Miðjarðarhafseyj-
una enda hefur hann komið þangað
þrisvar áður.
„Það eru komin fimm ár síðan ég
fór síðast út þannig að það er kominn
tími til að fara aftur. Ég var ekkert
farinn að ákveða sumarleyfið en
þessi vinningur gerði'útslagið,” sagði
Einar.
Hann hefur verið áksrifandi að
Dagblaðinu í þrjú ár en keypti það
alltaf áður í lausasölu. Hann býr nú á
Seltjarnarnesi en er fæddur og uppal-
inn í Reykjavík.
-KMU.
Rögnvaldur Ólafsson, aðalgjaldkeri
Útsýnar (t.v.), afhendir Einari
Ingvarssyni ávísun á sólarlandaferð
að vcrðmæti 8.000 krónur. Borghild
Steingrímsdóttir, ciginkona Einars,
er með þeim.
Bruninn íhús-
næði Sjafnar
á Akureyri:
Eitraðan reyk lagði yfir
forvitna áhorfendur
Eldsvoði varð í svampgerð Efna-
verksmiðjunnar Sjafnar í Kaupvangs-
gili á Akureyri á miðvikudaginn um kl.
18.30.
Svampgerðin er rétt ofan við hús
KEA sem brann fyrir nokkrum dögum,
aöeins eitt hús aðskilur þau.
Mikill reykur gaus upp af brennandi
svampinum og stórskemmdist húsið af
sóti, það varð allt kolsvart að innan á
öllum hæðum þrátt fyrir að eldurinn
væri á einni hæð hússins. Blíðskapar-
veður var þegar bruninn varð og hóp-
aðist fjöldi fólks á staðinn til að fylgj-
ast með slökkvistarfinu. Var hálfgert
umferðaröngþveiti í Kaupvangsgili á
tímabili og varð einn árekstur þar.
Reykinn lagði um stund vfir fólkið
og kallaði slökkviliðið aðvaranir í gjall-
arhorn um að hann væri eitraður og
fólk varað við að anda honum að sér.
Þrátt fyrir það stóð fólkið sem fastast
en slökkviliðsmenn notuðu sérstakar
reykgrímur við slökkvistarfið með yfir-
þrýstingi til að koma í veg fyrir reyk-
eitrun. Það tók slökkviliðið rúmlega
þrjá stundarfjórðunga að ráða niður-
lögum eldsins.
Fyrir skömmu var samþykkt í bæjar-
stjórn Akureyrar tillaga frá Tómasi
Búa Böðvarssyni sem fjallaði um teng-
ingu aðvörunarkerfa við slökkvistöð-
ina. í þeim húsum sem brunnu í Kaup-
vangsgili voru ekki slík aðvörunarkerfi
og var haft eftir slökkviliðsstjóra að ef
þau hefðu verið væru mjög miklar
líkur á að það hefði komið í veg fyrir
það tjón sem varð. Það hefði jafnvel
verið hægt að uppgötva eldinn svo
fljótt að unnt hefði verið að slökkva
hann með handslökkvitækjum.
-GM, Akureyri.
Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri var á
staðnum og fylgdist með slökkvistarfinu.
Hér sést hann ásamt tveimur slökkviliðs-
mönnum.
DB-mynd G.Sv.
Fjöldi manns kom til að fylgjast með slökkvistarfinu þegar svampgcrð Efnaverksmiðjunnar Sjafnar á Akureyri brann.
DB-mynd GM
Þrír nýir
prestar vígðir
á morgun
Þrír nýir prestar taka vígslu í Dóm-
kirkjunni í fyrramálið. Þar vígir
biskup íslands guðfræðikandidatana
Döllu Þórðardóttur, Torfa Stefáns-
son Hjaltalfn og Ólaf Þór Hallgríms-
son til prestþjónustu.
Vígsluvottar verða séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir, séra Bernharður
Guðmundsson, séra Lárus Þ. Guð-
mundsson prófastur og dr. Kjell Ove
Nilsson frá norrænu kirkjustofnun-
inni í Sigtuna í Sviþjóð, auk séra
Þóris Stephensens dómkirkjuprests
sem þjónar fyrir altari. Fylgt verður
prestvígsluformi hinnar nýju hand-
bókar.
Dalla Þórðardóttir vígist til Bíldu-
dalsprestakalls. Hún er 23 ára gömul
og lauk guðfræðiprófi sl. föstudag.
Foreldrar hennar eru Þórður örn
Sigurðsson og séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttirí Þykkvabæ.
Torfi Stefánsson Hjaltalín vígist til
Þingeyrarprestakalls. Hann er 28 ára
Reykvíkingur, sonur Stefáns Hjalta-
líns Illugasonar og Marsibilar Bern-
harðsdóttur. Hann lauk guðfræði-
prófi í fyrravor.
Ólafur Þór Hallgrímsson er 42 ára
Austfirðingur, sonur Laufeyjar
Ólafsdóttur og Hallgríms Helgasonar
að Droplaugarstöðum 1 Fljótsdal.
Olafur lauk guðfræðiprófi nú í vor
og vigist til Bólstaðarhlíðarpresta-
kalls.
-ÓV