Dagblaðið - 30.05.1981, Síða 13

Dagblaðið - 30.05.1981, Síða 13
Sigurður Sverrisson Viltu verða brún(n)? 5. f lokkurinn af stað í vikunni: KR-ingar hóf u mótið með 10-0 sigri gegn ÍR íslandsmótið í 5. flokki hófst í vik- unni með heijarmiklum litum og þá fóru fram 11 leikir. Einum, leik Ármanns og Stjörnunnar, var ekki hægt að Ijúka þar sem Ármenningar tefla ekki fram neinum liðum i yngri fiokkunum í ár. Erfiðleikar hafa verið undanfarin ár hjá Ármenningum meo að smala saman i lið, svo miklir i ár að þeir hafa séð sig neydda til að hætta með yngri flokkana. Fimm leikir fóru fram í A-riðli 5. flokksins, en núverandi íslandsmeistar- ar þar eru Akurnesingar. Úrslitin urðu sem hérsegir: Akranes — Víkingur Leiknir — Fram Keflavík — Fylkir KR — ÍR Breiðablik — Valur 2—1 1—1 2—0 10—0 1—3 KR-ingar ku hafa einn leikmanna mikinn að burðum í sínum röðum og að sögn heimildarmanns okkar gerir hann mikinn mun, þó e.t.v. ekki út- slagið. KR-ingar hafa góðu liði á að skipa og það er vafalítið ár og dagur síðan ÍR hefur fengið slíka útreið í yngri flokkunum eftir frábært ungl- ingastarf undanfarin ár. Bergþór Berg- mundsson skoraði mark Fram gegn Leikni enjsað dugði ekki til sigurs. I B-riðlinum fóru sex leikir fram. Ur- slitin þar urðu sem hér segir: Týr-ÍK 1-5 Þór —Þróttur 1—3 Týr—Þróttur 1—1 Þór — ÍK 0—8 Haukar — Selfoss 8—1 Afturelding — FH 1—2 Vestmannaeyjaliðin fengu ljóta út- reið úr sínum leikjum og virðist vanta töluvert upp á að þau séu eins sterk og þau hafa verið. ÍK virðist hins vegar, rétt eins og ÍR, vera með öflugt ungl- ingastarf og byrjunin hjá þeim í sumar er geysilega góð. Þá kom stórsigur Hauka á Selfyssingum nokkuð á óvart en þeir fyrir austan fjall virðast oft eiga 1 erfiðleikum með yngri flokkana. - SSv. lætur gull sitt skína prýða fegurðardrottningu Islands í auglýsingatíma sjónvarpsins í kvöld. mun fást í flestum apótekum og snyrtivöruverslunum um land allt. fyrir sólarlandaferðina, fyrir sólar- lampann, fyrir sundlaugina, fyrir skíðaferðina, eitt sér. Naumur sigur KR-inga á Akranesi í fyrsta leik — sigurmarkið skorað snemma í síðari hálfleik en jaf ntefli hefði verið réttlátast KR-ingar unnu nauman sigur á Akumesingum er liðin mættust i 2. flokknum i vikunni. Gylfi Aðalsteins- son skoraði eina markið fyrir KR fljót- lega i siðari hálfleik. Skagamenn voru sizt lakari aðilinn og undir lokin gerðu þeir nokkuð harða hrið að marki KR án þess þó að skapa sér nein umtalsverð færi. í liðum beggja aðila eru nokkrir skemmtilegir leikmenn og sanngjörn- ustu úrslitin hefðu verið jafntefli. Þessi leikur var í A-riðlinum og í þeim riðli fóru einnig fram þrír aðrir leikir. Úrslit þeirra urðu sem hér segir: KA-Valur 2—1 Þróttur-Þór, Ak. 1—0 ÍBV-Fram 1—3 Framarar voru nokkuð heppnir til að byrja með i Eyjum en náðu síðan ágæt- is sóknarlotum. Það var hins vegar ÍBK leikur íNjarðvík Leikur ÍBK og Völsungs, sem átti að vera i Keflavik kl. 14 i dag, hefur verið færður á grasvöllinn f Njarðvik og hefst þar kl. 14. gamall Framari, Róbert Vilhjálmsson, sem skoraði eina mark Eyjamanna. Það dugði skammt gegn mörkum þeirra Valdimars Stefánssonar, Viðars Þorkelssonar, sem er reyndar þekktari sem landsliðsmaður í körfuknattleik, og Einars Björnssonar. Það voru þeir Haraldur Haraldsson og Ólafur Harðarson sem tryggðu KA sigur gegn Vai með tveimur mörkum sínum. í B-riðlinum voru aðeins tveir leikir af fjórum fyrirhuguðum leiknir. Vík- ingur vann Stjömuna 4—0 og Keflavík vann ÍR 5—1. Það voru þeir Óli Þór Guðmundsson, Sigurður ísleifsson, Ingvar Guðmundsson, Páll Þorkelsson úr vítí og Unnar Stefánsson, sem skor- uðu mörk Keflvíkinganna. Leik KS og Selfoss var frestað fram tíl 26. júní en leik Völsungs og Fylkis var frestað af öðrum ástæðum. Hús- víkingar telja sig ekki geta teflt fram 2. flokks liði í sumar þar sem margir leik- manna liðsins séu einnig í meistara- flokki. Slíkt sé of mikið álag. -SSv. Strax í upphafi vakti þetta framlag DB verðskuldaða athygli og naut mik- illar hylli hjá yngri kynslóðinni um land allt. Samstarf við forráðamenn félag- anna hefur verið mikilvægasti þáttur- inn í að koma þessum upplýsingum á framfæri og það er von undirritaðs að það megi verða gæfuríkt sem og áður. Við munum á hverjum laugardegi í sumar birta öll þau úrslit sem við höfum náð í hverju sinni. Miðað er við þá leiki sem lokið er á fimmtudags- kvöidi í viku hverri. Þannig mun á næstá laugardag verða sagt frá leikjum sem fóru fram frá og með deginum í gær og fram til fimmtudagskvölds í næstu viku. Það er stefna okkar hér á blaðinu að reyna að vera með nýja mynd úr yngri flokkunum á hverjum laugardegi og jafnvel fleiri en eina ef svo ber undir. Viljum við hvetja liðin úti á landi til að senda okkur myndir, sem þeim munu svo að sjálfsögðu verða endursendar á eftir. Við fengum sárafáar myndir í fyrra en það hljóta að vera ótal mynda- efni á landsbyggðinni-rétt eins og hér á höfuðborgarsvæðinu. Hér á síðunni í dag eru úrslit fyrstu 20 leikja sumarsins en einungis var leikið í 2. og 5. flokki í vikunni. Hinir flokkarnir fara í gang í næstu viku og að sjálfsögðu munum við fylgja þeim eftirlíka. - SSv. Kampakátir KR-ingar fagna sigri gegn Skagamönnum eftir að hafa „tekið hrínginn” að lcikslokum. DB-mynd SSv. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir DB með yngri flokkana í sumar — úrslit vikunnar birt á hverjum laugardegi Eins og tvö undanfarin sumur er Dagblaðið nú með laugardagssiðu fyrir yngri flokkana i knattspyrnu. í fyrra datt þessi fasti þáttur reyndar niður síð- ari hiuta surnars af óviðráðanlegum or- sökum en nú er ætlunin að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið af full- um krafti.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.