Dagblaðið - 30.05.1981, Page 14

Dagblaðið - 30.05.1981, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981. Andlát Árni Jónatansson trésmiður frá Akur- eyri, Kötlufelli 3 Reykjavík, sem lézt 22. maí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júní kl. 13.30. Fuiuiir AA-samtökin í dag, laugardag, veröa fundir á vegum AA-samtak- anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010), grænahúsið, kl. 14 og 16 (sporafundur)Tjamargata 3 (91-16373), rauða húsið, kl. 21, Langholtskirkja kl. 13, ölduselsskóli Breiðholti kl. 16. Akureyri (96-22373) Geislagata 39, kvennadeild, kl. 14.00 Akureyri (96-22373) Geislagata 39, kl. 16.00. Höfn Hornafirði, Miðtún 21, kl. 17.00. Staðarfell Dalasýslu (93-4290), Staðarfell, kl. 19.00. Tálknafjörður, Þinghóll, kl. 13.00. Vestmannaeyjar (98-1140), Heimagata 24, opinn, kl. 17.00. Á morgun, sunnudag, verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 5, græna húsið, kl. 11, 14, 16 (spora- fundur) og 21 (framsögumaður). Tjarnargata 3, rauða húsið, kl. 21. Akureyri (96-22373), Geislagata 39, kl. 11.00. ísafjöröur, Gúttó við Sólgötu, kl. 14.00. Keflavík (92-1800), Klapparsíg7, kl. 11.00. Keflavík, ensk spor, kl. 21.00. Grindavik, barnaskólinn, kl. 14.00. Grundarfjörður, safnaðarheimili, kl. 17.00. Egilsstaðir, Furuvellir 10, kl. 17.00. Fáskrúðsfjörður, félagsheimilið Skrúður, kl. 11.00. Reyðarfjörður, kaupfélágshúsið, kl. 11.00. Selfoss (99-1787), Selfoss^ egur 9, kl. 11.00. Staðarfell, Dalasýsla (93-4290j, Staðarfell, kl. 21.00. Vopnafjörður, Heimabyggð4, kl. 16.00. Fundur um hlutverk bókasafnsstjórna Vorfundur um málefni almenningsbókasafna verður haldinn í Reykjavík 10.—12. júní nk. Aðalefni fundarins verður HLUTVERK BÓKA- SAFNSSTJÓRNA og verða framsögumenn úr röðum bókavarða, bókasafnsstjórnarmanna og sveitarstjórnarmanna. Flutt verða erindi um þátt bókasafnanna í menningarlín þjóðarinnar, sveitar- stjórnarmál og bókasöfn, bókasafnalög og bóka- safnsstjórnir. Fjallað veröur að mestu um islenzkar aöstæður en þó veröur einnig umræða um tilhögun mála á Norðurlöndum: Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjóð. Eru það bókafulltrúar þessara landa sem hafa framsögu um það efni en þeir veröa staddir hér á landi og halda árlegan fund sinn 9. júni hér i Reykjavik. Bókafulltrúi Norðmanna, Else Gran- heim, er nú forseti alþjóðasamtaka bókasafna. Með bókafulltrúunum kemur norskur bókasafns- fræðingur, Lis Byberg, sem hefur sérhæft sig í bóka- safnsþjónustu við börn á sjúkrahúsum, og mun hún halda almennan fyrirlestur um það efni og sýna skuggamyndir á vegum Norræna hússins og islenzkrar deildar úr Nordiska föreningen för sjuka barns behov. Fyrirlesturinn verður í Norræna hús- inu9. júníkl. 20.30. Bókavaröafélag íslands og Deild starfsfólks i al- menningsbókasöfnum gangast fyrir fræðslu- og skemmtikvöldi fyrir þátttakendur vorfundarins og aðra sem áhuga hafa á málefninu börn og bókasöfn. Verður það haldið 11. júní og hefst klukkan 20 að Borgartúni 6. Föstudagskvöldið 12. júní verður svo haldið af stað í árlega skemmtiferð Bókavarðafélags íslands og er ferðinni að þessu sinni heitið til ýmissa merkis- staða i Skagafirði. Ferðinni lýkur aö kvöldi sunnu- dags. Að vorfundinum standa Menntamálaráðuneytið, Samband isienzkra sveitarfélaga, Bókavarðafélag íslands og Deild starfsfólks í almenningsbókasöfn- um. Ferðalög Kvenfólagiö Fjallkonurnar Farið verður í ferðalag laugardaginn 30. maí. Þátt- taka tilkynnist fyrir 26. maí. Upplýsingar eru veittar í síma 74897, Ágústa; Brynhildur, s. 73240, og Hildigunnur, s. 72002. Ferðafólag fslands Dagsferðir sunnudaginn 31. maí: 1. kl. 09: Frá Vala- hnjúk meðfram ströndinni til Staöarhverfís v/Grindavik (löng ganga). Verð kr. 70. 2. kl. 13: Þorbjarnarfell (230 m). Verð kr. 50. Farið frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farm. v/bíl. Ferðir um hvítasunnu: 5.—8. júní kl. 20: Þórsmörk — Eyjafjallajökull. 6.-8. júní kl. 08: Skaftafell — Kirkjubæjarklaustur. 6.-8. júní kl. 08: Snæfellsnes — Snæfellsjökull. Allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Kvenfólag Óháða safnaðarins Kvöldferðalagið verður nk. mánudagskvöld 1. júní. Mæting við kirkjuna kl. 20. Farið verður í Hvera- gerði, kaffi veitt 1 Kirkjúbæ á eftir. Safnaðarfólk og gestir velkomnir. Iþróttir Lokadagur norrænu lands- keppninnar í trimmi fatlaðra Framkvæmdanefnd trimmkeppni fatlaðra í Hafnar- fírði hvetur alla Hafnfirðinga til að mæta á lokadegi trimmkeppninnar á morgun. Lagt verður af stað frá Lækjarskóla kl. 11. Gerum hlut íslands sem stærstan í þessari keppni og mætum öll. íslandsmótiö í knattspyrnu 1981 Laugardagur 30. mai Kópavogsvöllur UBK — ÍA, 1. deild, kl. 16. Melavöllur Fram — Þór, 1. deild, kl. 14. Vestmannaeyjavöllur ÍBV — KR, 1. deild, ki. 14. Borgarnesvöllur Skallagrímur — Haukar, 2. deild, kl. 14. Keflavikurvöllur ÍBK — Völsungur, 2. deild, kl. 14. Neskaupstaðarvöllur Þróttur N — ÍBÍ, 2. deild, kl. 14. Sunnudagur 31. maí Melavöllur Vikingur — Valur, 1. deild, kl. 20. Sývtingar Keramfk íLangbrók í gær, föstudag, opnuðu nokkrir nýútskrifaðir nem- endur úr Myndlista- og handíðaskólanum sýninguá keramík i Galleri Langbrók við Amtíhantfsstíg 1. Þetta eru þær Ragna Ingimundardóttir, Rósa Gisla- dóttir og Sóley Eiríksdóttir. Sýna þær ilát, skúlptúra, platta og fleira sem þær hafa gert á undanförnu ári. Sýningin stendur til 12. júní og veröur opin alla virka daga frá kl. 12—18 og um helgar frá 14—18. DB-mynd Slg. Þorri. Myndlistarklúbbur Hvassaleitis A uppstigningardag, 28. mai, opnaði Myndlistar- klúbbur Hvassalcitis sýningu á 136 myndum i Hvassaleitisskóla en þar hefur klúbburínn haft aö- stööu fyrir starfsemi sina þau þrjú ár sem hann hefur starfað. Klúbbfélagar eru um 25 talsins, áhugafólk sem hittist vikulega yfír vetrarmánuðina til starfs og fræðslu. Sýningin verður opin daglcga frá kl. 15—22 til sunnudagsins 31. maí. DB-mynd Sig. Þorri. Ásgrímssafn Árleg sumarsýning Ásgrimssafns verður opnuð á morgun, sunnudaginn 31. mai. Á sýningunni eru verk frá ýmsum tímabilum á list- ferli Ásgríms Jónssonar. Á neðri hæð Ásgrimssafns, þar sem heimili Á.J. var, eru nær eingöngu sýndar vatnslitamyndir, þ.á m. myndir frá Þingvöllum og Hornafiröi. I vinnustofunni á efri hæðinni eru til sýnis olíu- og vatnslitamyndir, fíestar landslags- myndir frá ýmsum stööum á landinu, en einnig upp- stillingar. Þá eru líka nokkrar þjóðsagnamyndir á sýningunni. Nýlega kom út veggspjald með teikningu úr sög- unni af Búkollu og fæst þaö í safninu. Lítið upplýs- ingarit með æviágripi Á.J. á ensku, dönsku, þýzku og íslenzku er látið gestum safnsins í té endurgjaids- laust. Ásgrimssafn, Bergstaöastræti 74, verður opið alla daga nema laugardaga I júní, júlí og ágúst kl. 1.30— 4.00. Aðgangur er ókeypis. Bjarni Jónsson með mól- verkasýningu á Eskifirði Bjarni Jónsson listmálarí opnaði málverkasýningu i gær, uppstigningardag, í Barnaskólanum á Eski- firði. Þar sýnir hann 122 verk; olíumálverk, vatns- litamyndir, blýantsteikningar, pastelmyndir og túss- teikningar. Sýningin stendur yfir í fjóra daga, til sunnu- dagsins 31. mai. Er hún opin frá kl. 14 til 22 alla dagana. Bjarni Jónsson hefur haldiö fjöldann allan af einkasýniogum, bæöi hérlendis sem erlendis. Ungmennabúðir hjá USAH Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur undanfarin ár staðið fyrir ungmennabúðum að Húnavöllum. Búðirnar hafa alla tíð verið vel sóttar og kornust t.d. í fyrra færri að en vildu. Nú í ár verða búðirnar starfræktar dagana 3 .— 13. júní og er ætlunin að hámarksfjöldi þátttakenda miöist við 40 að þessu sinni. Aldurstakmörk eru 9 til 12 ár, þó þannig að möguleiki er á frávikum 1 báða enda. Dagskrá búðanna verður svipuð og undanfarin sumur: sundkennsla, frjálsar íþróttir, knattleikir, trampolínstökk, áhaldaleikfimi, glíma, leiksund, fjallganga, leikir, frjálsir tímar niður við Svínavatn (prammasmíði o.fl.), helgistundir, kvöldvökur, dans o.fl. Auk þess verður farið í eins dags kynningar- og skemmtiferð um hvitasunnuna að öllum líkindum að Sólborg við Akureyri. Kostnaður vegna dvalarinnar fyrir þátttakanda er kr. 850. Systkin fá 10% afslátt. Hver þátttakandi þarf að hafa meðferðis rúmföt eða svefnpoka, 3—4 handklæði, snyrtiáhöld, íþróttafatnað, tvenna æfingaskó, vaöstígvél, tvenna ullarsokka, hlýja vettlinga, hlýjan útifatnað og regn- kápu. öll föt þurfa að vera rækilega merkt. Leiðbeinendur ungmennabúðanna veröa séra Hjálmur Jónsson, Svava Svavarsdóttir og Karl Lúð- víksson íþróttakennari sem einnig annast innritun í síma 95-4416 eða 95-4643. Eyjaprent f nýtt húsnæði Eyjaprent í Vestmannaeyjum, sem hóf rekstur sinn i október 1973 að Bárugötu 9 í tæplega 60 fermetra húsnæði, hefur nú flutt í eigið húsnæði að Strand- vegi47, 2. hæð. Þegar fyrirtækið var stofnað, var vélakostur þess smár, en á þeim árum sem liðin eru hefur nýjum vél- um verið bætt við, þannig að nýjustu tækni er beitt við prentunina. Texti er tölvusettur og síðan offset- prentaður, þó er prentað enn með gömlu blýaðferð- inni. Eyjaprent gefur út vikublaðið Fréttir sem kemur út hvem fimmtudag og flytur lesendum bæjarfréttir. Blaðinu er dreift ókeypis 1 rúmlega tvö þúsund ein- tökum í allflestar verzlanir bæjarins og er það snar þáttur i lifi bæjarbúa. Eyjaprent hefur teygt arma sína til fastalandsins og prentar t.d. bæjarblað fyrir Þorlákshafnarbúa, auk margvislegra prentverka víða út um landið. Nýja húsnæðið er tæplega tvö hundruð fermetrar aö flatarmáli og er vinnuaðstaða mjög góð. Á myndinni eru Guðlaugur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri til hægri og Elvar Skarphéðinsson til vinstri. Tllkyimingar Nefnd kanni stöðu æskulýðsmála Menntamálaráðherra Ingvar Gíslason skipaði nýlega nefnd til þess að kanna stöðu æskulýðsmála í land- inu. Skal nefndin fjalla um skipulag æskulýðsmála og starf að þeim málum, svo og hlutverk félags- hreyfinga, sveitarfélaga, skóla og annarra aðila á þeim vettvangi. Þá er nefndinni einnig ætlað að. fjalla um kostnað viö æskulýðsstarf og fjáröflunar- leiðir, um félagsstörf i skólum og félagsmála- og leiöbeinendamenntun. í nefnd þessa skipaði ráðherrann eftirtalda menn: Reyni G. Karlsson æskulýðsfulltrúa og er hann jafn- framt formaöur nefndarinnar, Guðmund Guð- mundsson fræðslufulltrúa, Amfinn Jónsson skóla- stjóra, Kristján Valdimarsson skrifstofumann, Arnald Bjamason sveitarstjóra. Af hálfu Sambands islenzkra sveitarfélaga eiga sæti i nefndinni þeir Unnar Stefánsson ritstjóri og ómar Einarsson fram- kvæmdastjóri varamaður hans. Nefndin hefur þegar hafið störf og er gert ráð fyrir því að hún leggi álitsgerð sina fyrir mennta- málaráðherra eigi síðar en 1. sept. 1982. Ráöstefna um öldrunarfræði Dagana 30.5—2.6. '81 stendur yfir ráðstefna i Reykjavík um öldrunarfræði. Að ráðstefnunni standa öldrunarfræðafélag íslands 1 samvinnu við samtök öldunarfræðafélaga á Norðurlöndum sem nefnasig „Nordisk Gerontologisk Förening”. öldrunarfræöin (eða Gerontologian) er fræði- grein sem spannar yfir þær margvíslegu breytingar sem verða á lífi og háttum einstaklingsins á efri árum ævinnar, likamlegar, sálrænar og félagslegar, og viðbrögð einstaklingsins svo og þjóðfélagsins við þessum breytingum. Á ráðstefnunni verða flutt u.þ.b. 56 erindi, sem skiptast í allmarga flokka, svo sem öldrunarlækn- ingar, endurhæfingu aldraðra, geðræn vandamál og heilasjúkdóma, félagslega aðstöðu og aðbúnað aldr- aðra í nútíma þjóðfélagi, svo og öldrunarþjónustu bæöi á heimilum og á stofnunum. Góðgjöftil Krabbameinsfálags íslands Kvenfélagiö Hringurinn, Vinahjálp (handavinnu- klúbburinn) og Kiwanisklúbburinn Elliði í Reykja- vík söfnuðu fé til að kaupa tæki sem auöveldar greiningu á brjóstakrabbameini. Þessir þrir aðilar gáfu Krabbameinsfélagi íslands eitt slikt tæki, ,,dia- phanoscope”, sem staösett er í Leitarstöð félagsins við Suðurgötu, og er þegar byrjað að nota það. Tækið samanstendur af Ijósgjafa sem beint er að brjóstinu í myrkvuðu herbergi og myndavél sem tekur mynd á mjög Ijósnæma infra-rauða filmu. Sé um að ræða illkynja breytingar koma þær fram sem dökkur, brúnleitur skuggi á myndinni og þannig er hægt að greina lítil æxli, sem ekki verða fundin með þreifingu. Stjóm félagsins hefur rætt þann möguleika að boða vissa aldursflokka kvenna til slíkra brjósta- rannsókna, ef árangur reynist góður af þessum fyrstu tilraunum. Aðalfundir Aðalfundur Fólags dráttar- brauta og skipasmiðja Aðalfundur Félags dráttarbrauta og skipasmiöja var haldinn í Reykjavík laugardaginn 23. mai sl. Á fund- inum var ályktað um fjölmörg atriði varðandi hags- munamál íslenzks skipaiðnaöar. Á fundinum var vísað á bug þeim málfiutningi vissra aðila þess efnis, að innlendar skipasmíða- stöðvar stæðust ekki samkeppni við erlenda keppi- nauta um verð og gæði skipaiðnaðarþjónustunnar, þ.e. viðgerðir, breytingar og nýsmíðar skipa. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja hefur löngum bent á nauðsyn þess, að innlendum stöðvum verði gert kleift að raðsmíða skip. Ef slíkt yrði heimilað, yrði unnt að stytta smíðatímann, stórspara hönnun- arkostnað, skipuleggja starfsemi stöðvanna ásamt innkaupum betur, og auka likur á verkaskiptingu stöövanna í formi hlutasmíði. Allt þetta hefur að sjálfsögðu i för með sér mikla lækkun á verði skip- anna. Á fundinum kom t.d. fram, að hönnunar- kostnaður skuttogara væri 250—300 milljónir gkr. Hingaö til hefðu islenzkar stöðvar nánast orðið að hanna ný skip algjörlega frá kili og upp úr með hverjum nýjum smiðasamningi. Á tímum óðaverð- bólgu skiptir og miklu að stytta verktímann sem mest, og má ætla, að fyrir hvern mánuð, sem smíða- tíminn styttist, megi spara tugmilljónir gkr. í fjár- magnskostnað. Varðandi óðumefnt samstarfsverk- efni var samþykkt á fundinum, að fagna ákvörðun rikisstjórnarinnar um sérstakan stuðning við rað- smiöi fiskibáta, sem felst i setningu reglna um 5% viðbótarlán vegna nýsmiði báta innanlands, er falla undir samstarfsverkefnið. Stjórn Félags dráttarbrauta og skipasmiðja var endurkjörin, en hana skipa, Jón Sveinsson, for- maður, Gunnar Ragnars, varaformaður og með- stjórnendur þeir Guðmundur Marselíusson, Þórar- inn Sveinsson og Þorgeir Jósepsson. Ými$iegl Kvenfólag Garöabœjar heldur sína árlegu blómasölu laugardaginn 30. mai í Garðaskóla. Blómasalan verður opnuð kl. 14. Tónleíkar Þeyr og fleiri í Hafnarbíói Hljómsveitin Þeyr gengst fyrir hljómleikum í Hafnarbiói við Skúlagötu á laugardagskvöld. Þar hyggst hljómsveitin með ljúfum leik sínum gera til- raun til aö seiöa til jarðar eldvagn Elía spámanns, eins og segir i frétt frá aðstandendum konsertsins. Auk Þeys koma fram þrjár ungar hljómsveitir. Þær eru Clitoris, Tóti tikarspeni og Bruni B.B. Þá mun fjöllistamaðurinn Rúnar Guðbrandsson stýra fjöldaritúali. Tónleikarnir hefjast klukkan 8.30. Grýlarkistuð ó Vestfjörðum Hljómsveitirnar Aria og Grýlumar sækja Vestfirð- inga heim um þessa helgi. Hljómsveitirnar skemmta í Bolungarvik í kvöld og á Suðureyri á morgun, laugardag. — Hljómsveitin Aría er löngu þekkt vestra sem og víðar eftir dansleikjahald sitt. Grýl- urnar er tiltölulega nýstofnuð hljómsveit sem ein- göngu er skipuð konum. I fararbroddi þar er hin landskunna söngkona Ragnhildur Gisladóttir. Grýlurnar og Aría verða aftur á ferðinni á Vest- fjörðum í júní. Þá skemmta hljómsveitirnar dagana 12., 13. og 14. júní. Lúðrablástur í Breiðholtsskóla Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts heldur tón- leika i Breiðholtsskóla laugardaginn 30. mai kl. 14 og kl. 17. Kemur yngri deild sveitarinnar nú fram í fyrsta sinn og leikur nokkur lög. Stjórnandi er ólafur L. Kristjánsson. Á milli tónleikanna sér for- eldrafélag hljómsveitarinnar um kaffisölu i anddyri skólans. Hljómsveitin er nú á förum til Noregs og tekur þar þátt í móti með 40 norskum skólalúðra- sveitum. Allur ágóði af tónleikunum og kaffisölunni rennur i ferðasjóð hljómsveitarinnar en svona ferö er að sjálfsögðu mjög kostnaðarsöm. T.v.: Guðmundur Jóhanncsson yflrlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands, Sigriður Johnson for- maður Kvenfél. Hringsins, Sæmundur Sæmundsson forseti Kiwanlsklúbbsins EUlða og Doris Briem formaður Vinahjftlpar, handavinnuklúbbsins.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.