Dagblaðið - 30.05.1981, Page 24
Flugkeppni yf ir Atlantskaf ið hefst í næstu viku:
4 annaö hundrað smá-
flugvéla til íslands
— veldur Flugmálastjóm verulegu hugarangri
Alþjóðleg flugkeppni, sem fram
mun fara dagana 6.—13. júní næst-
komandi, veldur nú flugmála-
stjórnarmönnum verulegu hugar-
angri. Þá daga munu á annað
hundrað einkaflugvélar fljúga frá
París til New York með viðkomu á
íslandi og siðan sömu leið til baka.
Það sem veldur mönnum áhyggj-
um er að um helmingur þessara véla
er einshreyfils flugvélar og flugmenn-
irnir eru einkaflugmenn, flestir
reynslulausir í Atlantshafsflugi. Flug-
vélarnar eru flestar hægfleygar og
flugþol þeirra eftir því.
Einn viðmælenda Dagblaðsins
sagði að slík keppni væri hið mesta
glæfraspil. Væri ákaflega varasamt
að einshreyfilsflugvélar flygju úthafs-
flug, auk þess sem flug um Island og
Grænland væri ekki á færi hvers sem
er.
Forráðamenn þessarar keppni voru
nýlega staddir hér á landi og ræddu
þá við starfsmenn Flugmálastjórnar
um móttöku flugvélanna. Flugmála-
stjórn mun hafa sett nokkur skilyrði
áður en hún leyfði flug smáflugvél-
anna um ísland, meðal annars um
lágmarkskröfur um flugleiðsögutæki
í vélunum.
Auk þess hyggst Flugmálastjórn
bæta við mannafla á vaktir við flug-
umferðarstjórn meðan á þessari
keppni stendur. Verður meðal annars
fjölgað í flugturninum í Vestmanna-
eyjum.
-KMU
,Frá
DB-mynd Sigurður Þorri,
leitarmiðstöðinni í flugturninum i Reykjavfk.
Leitað án árangurs í þrjá daga að TF-ROM:
VEÐUR HAMLAÐILEIT
ÚR FLUGVÉLUM í GÆR
— athyglin bein-
istað svæðinu
f rá Öxnadals-
heiði að
Hofsjökli
Umfangsmikil leit að týndu flugvél-
inni með mönnunum fjórum bar engan
árangur í gær. Um 300 manns leituðu
þá á landi á svæðinu frá Austur-Húna-
vatnssýslu til Skagafjarðar. Munu fleiri
bætast í þann hóp í dag.
Vonir um að þoku sem lá yfir
svæðinu létti brugðust.
Leitin í dag mun beinast fyrst og
fremst að svæðinu frá öxnadalsheiði
að Hofsjökli, sérstaklega syðsta hluta
hins hrikalega Eyjafjarðarhálendis.
Þar er Nýjabæjarfjall en frá því flug-
vélin týndist hefur ekkert verið hægt að
leita á þvf, hvorki úr lofti né af landi,
vegna svartaþoku.
Leitarsvæðið sem athyglin beinist að
er erfitt yfirferðar vegna gilja og mis-
hæða. Þar er göngufæri heldur ekki
eins og bezt verður á kosið vegna snjó-
skaflaogbleytu.
-KMU
Gengisbreyt-
ingin auðveld
aráætlana-
gerðí
fiskiðnaði:
Líkara því að
standa á þurru
— en að vera í grænum sjó, segir Árni Benediktsson
framkvæmdastjóri
„Gagnvart okkur, sem erum að
reyna að verðleggja hráefni, er þessi
gerþreyting talsverð nýjung. Við vit-
um nú fyrirfram hvað verður í stað
þess að fá ekkert um það að vita fyrr
en eftir á. Þetta er líkara því að
standa á þurru landi en að vera í
grænum sjó,” sagði Árni Benedikts-
son, framkvæmdastjóri Framleiðni
sf., í viðtali við DB. Fréttamaður
spurði hann álits á gengisbreyting-
unni, sem tilkynnt var formlega í
gærmorgun, með tilliti til fisk-
iðnaðarins.
„Það skiptir afar miklu máli að
vita hvernig þessi mál verða, að
minnsta kosti um nokkurt skeið,”
sagði Árni. „Það auðveldar mjög
alla áætlanagerð. Við það opnast
möguleikinn á allt öðrum og væn-
legri vinnubrögðum.
Ég hygg nú samt að svo varlega
hafi verið farið f breytingar á genginu
að ekki verði kannski allir ánægðir.
Það er kannski bezt að enginn sé
alveg ánægður með allt — menn
verða þá ekki værukærir og andvara-
lausir. Fátt er jafnvarhugavert.”
„Það er þó, eins og ég sagði, allt
annað að hafa einhverja viðmiðun
fyrirfram en að byggja ákvarðanir á
vafasömum eða jafnvel skökkum
forsendum og reyna síðan að fá eitt-
hvert vit í hlutina eftir á. Að vissu
marki, að minnsta kosti, er nú hægt
að byrja á byrjurúnni,” sagði Árni
Benediktsson framkvæmdastjóri.
-BS
Norræn landskeppni
fatlaðra:
Lokatrimmið
á morgun
— með viðeigandi
hátíðarstuði
Norrænu trimmlandskeppni fatlaðra
lýkur á morgun. í tilefni þess verður
efnt til hópgöngu, sunds og hjólreiða
kl. 17 á morgun við Hátún 12. Þá
verður öllum boðið upp á pylsur og
kók og annað kvöld verður dansað f
diskóteki sem komið verður upp í
Hátúni.
Allir eru hvattir til að mæta I loka-
sprettinn til að gera þennan dag sem
eftirminnilegastan um leið og lokastig-
in í keppninni eru unnin.
Þátttaka í keppninni hefur verið ein-
staklega góð á flestum stöðum á land-
inu. Er því ekkert eftir nema að sigra.
-ELA
Óbreyttstaðaí
læknadeilunni
„Það hefur ekkert nýtt gerzt í lækna-
deilunni, engir fundir hafa verið né
heldur boðaðir. Læknaþjónustan sf.
mun starfa áfram næstu daga eins og
hún hefur gert eða þangað til einhverj-
ar ákvarðanir verða tekíiar,” sagði
Sigurður Hektorsson framkvæmda-
stjóri Læknaþjónustunnar í samtali við
DB í gærkvöldi. -ELA.
FramogÞórleika
ágrasi
Fyrsti grasleikurinn í Reykjavik á ís-
landsmótinu í knattspyrnu fer fram í
dag. Þá mæíast Fram og Þór frá Akur-
eyri og verður leikið á Valbjarnarvelli í
Laugardal. Hefst viðureign liðanna kl.
14.
Leikur Breiðabliks og Akraness í dag
verður sömuleiðis leikinn ágrasi. Liðin
mætast á grasvellinum í Kópavogi kl.
16. -KMU.
Gr M Q NIN e m
IVIKU HVERRI
Vinningur
vikunnarlOgíra
reiðhjól
Vinningur í þessari viku er tíu
gíra rciöhjól af gerðinni DBS frú
Fúlkanum, Suðurlandsbraut 8 i
Reykjavlk. í vikunni verður birt ú
þessum stað I blaðinu spurning,
tengd smáauglýsingum blaðsins,
og nafn heppins áskrifanda dregið
út og birt I smáauglýsingadálkum.
Fylgist vel með, áskrifendur, fyrir
nœstu helgi verður einn ykkar
glœsilegu reiðhjóli ríkari.
c ískalt
Seven up.
hressir betur.