Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. —MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1981 - 123. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Frískir og útiteknir Friöryksmenn undirbúa sumarið -sjáFÓLK á bls. 16 Kennedyog Reagan sameinast Agreiningurinn ámiiiiVarsjár ogMoskvu eykst — sjá erlendar fréttirbls. 6-7 Ljóstíágúst hver verður næstibiskup -útlitfyrirað séra Ólafurog séra Pétur eigi mestu fylgiaðfagna með þjóðinni og meðal þeirra er taka þátt í biskupskjöri Ljóst veröur fyrri hluta ágústmánaðar hver af sóknar- prestum landsins tekur viö biskupsembættinu af herra Sigurbirni Einarssyni. Biskupskjörið er hafið og liggja úrslit væntanlega fyrir i byrjun júlímánaðar. Þeir sem vel þekkja til mála telja litlar líkur á að nokkur prestanna fái hreinan meiri- hluta atkvæða eins og tilskiliö er. Verði því að kjósa i annað sinn 1 júli og þá milli þeirra þriggja presta er fiest atícvæði hlutu í fyrri umferðinni. Samkvæmt skoðanakönn- • un Dagblaösins njóta séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup á Akureyri og séra Ól- afur Skúlason dómprófastur í Reykjavik langmests fylgis al- mennings í landinu til aö gegna þessu elzta embætti landsins. Margt bendir lika til að þeir tveir fagni mestu fylgi meðal þeirra 148 manna er taka þátt í biskupskjörinu. - ARH — sjá nánar ábls. 11 / morgun afhenti Jón Baldvin Sigurðsson, einn íbúa / Garðabœ, bœjarfógetanum í Hafnarfirði, Einari Ingimundarsyni', lögbannsbeiðni frú íbúum Garðabœjar. Ibúarnir krefjast þess að stöðvaðar verðiframkvœmdir við Hafnarfjarðarveg. DB-mynd Einar Olason Frá næturlækni beint á sjúkrahús: Æðislegur hósti, eins ogégværí aó kafna —segir Steinunn Sigurgeirsdóttir sem veiktist af „Spánarveikinni” á Mallorka „Þetta hefur trúlega verið lengi að gerjast I mér en kom síðan sem skyndilegur verkur í bakið með æðis- legum hósta eins og ég væri að kafna,” sagði Steinunn Sigurgeirs- dóttir i morgun. Steinunn er nýlega komin heim frá Mallorka og virðist hafa veikzt af faraldri þeim sem nú herjar á Spán. Eins og fram kom f DB í gær hafa 2.500 manns tekið veikina og 21 látizt. „Næturlæknir var þegar pantaður en þaö dugði skammt,” sagði Stein- unn. „Mér var því komið á sjúkrahús og i súrefni. Þar var ég á þriðja sólar- hring og fékk aðeins að fara út vegna þess að flogið var heim daginn eftir. Það er heldur einmanalegt að liggja á spönskum spitala. Þetta er heldur leiðinlegur endir á sumarfrii. Eftir að ég kom heim fór ég i rannsókn á Borgarspítalanum. Þar voru teknar myndir og blóðsýni og á myndunum kemur fram bólga í berkjum. Ég er enn ekki orðin góð og með hita. Ég er óvinnufær og fer ekki út fyrir hússins dyr. Þá vil ég engan í heimsókn, þar sem maður veit ekki hvað þetta er. Þetta ástand er vægast sagt þreytandi.” - JH Ný skýrsla um 4 tlantshafsflugið: Ekki svartnætti í Atlantshafsfluginu segir Steingrímur Hermannsson, nýkominn fráLuxem- borgeftirviðræðurviðstjómvöldþar ,,Ég er þeirrar skoöunar, eftir að hafa séð þessa skýrslu og heyrt skýr- ingar á henni, að það hafi verið tvi- 'mælalaust rétt af okkur að láta Atiantshafsflugiö ekki falla niður,” sagði Steingrimur Hermannsson sam- gönguráðherra i viötali við DB. Hann kom hingað heim f gær frá Luxemburg. Þar var honum kynnt skýrsla bandarisks ráðgjafarfyrir- tækis i fiugrekstri, um stöðuna i Atiantshafsfiugi Flugieiða hf. Stein- grímur var á almennum fundi í gær- kvöldi og var mættur til móttöku i stjórnarráðuneytinu fyrir allar aldir i morgun. „Þaö er síður en svo aigert svart- nætti framundan i Atlantshafsfiug- inu eftir þessari skýrslu að dæma,” sagði Steingrimur. Hann kvað skýrsl- una og alla vinnu hennar og gerö mjög trúverðuga. 1 henni væru vissu- lega nokkur atriöi sem yrðu að skoð- ast sem trúnaðarmál af sinni hálfu gagnvart Fiugleiðum hf. og Luxair, sem hefðu kostað gerð hennar. „Samkvæmt spá ráðgjafarfyrir- tækisins, hverfa Bandarikjamenn frá itefnu sinni um frjálsa samkeppni, i fluginu, sem kennd hefur verið við Carter forseta. Batnandi timar eru framundan 1 Atiantshafsfluginu. Skilyrði fyrir aöild að því með góöum hagnaði eftir tvö ár er að nýjar breið- þotugerðir veröi settar á þessa flug- Idð strax ( byrjun næstu vertíðar, það er að segja þegar á næsta vori,” sagði Steingrlmur Hermannsson. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.