Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1981. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1981. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I) Nýr Jesse Owens í f rjáls- íþróttum í Bandaríkjunum - Carl Lewis hljóp 100 m á 10.00 sek. -200 m á20.73 sek. og stökk 8,25 metra í langstökki á tveimur klst. Bandaríkjamenn haf eignazt nýjan Jesse Owens i frjálsum iþróttum. HÍnum 19 ára Carl Lewls frá Houston í Texas er nú meira og meira likt við meistarann mikla sem á árunum 1933— 1936 var skærasta nafnlð i frjálsum iþróttum. Jesse Owens, svarti stúdent- Inn frá Ohio, var þá nær óslgrandl i spretthiaupum og iangstökkl. Há- markið hjá honum voru ólympiuleik- arnir I Berlin þegar hann sigraði i 100 m, 200 m, langstökki og var auk þess i sigursveit Bandarikjanna i 4x100 m boðhiaupi. En látum þetta nægja um Björgólfur formaður Blak- sambandsins? Aðaifundur Blaksambands íslands verður haidinn á Hótel Esju næsta laugardag. Hefst hann kl. 14. Guðmundur Arnaldsson, sem verið hefur formaður undanfarin ár, gefur ekki kost á sér tii endurkjörs. i stað hans þykir BJörgólfur Jóhannsson, sem mikið hefur starfað að blakmálum, Ifk- legaslur eftlrmaður en hann hefur ákveðið að gefa kost á sér. • KMU Jesse Owens, iþróttaunnendur þekkja sögu hans svo vel. Snúum okkur að Carl Lewis. Fyrir nokkrum dögum hijóp hann 100 m á 10,00 sek. Stökk 8,25 metra í lang- stökki og hijóp 200 metra á 20,73 sek. Rafmagnstimataka auðvitað og Lewls náði þessum frábæra árangri á tæpum tveimur Idukkustundum á móti i Dall- as. Þriðji bezti tfminn Árangur Carl Lewis á láglandsbraut- inni i Texas í 100 metra hlaupinu er af flestum sérfræðingum talinn bezti ár- angur sem náðst hefur í 100 m hlaupi. Að visu hafa tveir hlauparar náð betri tíma. Jim Hines, Bandarikjunum, hljóp á 9,95 sek. á ólympiuleikunum i Mexikó-borg 1968. Þunna loftið spilaði þar mikið inn í — Mexikó-borg er rúmlega 2.200 m yfír sjávarmáli. Þá hljóp Silvio Leonard frá Kúbu 100 m á 9,98 sek. á sömu braut 1 Mexikó 1977. Timi Carl Lewis, 10,00 sek., er bezti timi sem náðst hefur á láglandsbraut, raunverulega heimsmet á slikum braut- um. Bezta timann áður á slikri braut, það er rétt um eða yfir sjávarmál, átti James Sanford, Bandarikjunum. Hann hljóp á 10,02 sek. á móti f fyrra. Þessi Tveir leikir í 1. deild í kvöld Paul Breitner er tvfmælalaust maðurinn á bak við árangur Bayern f vetur. Stórbrotinn leikmaður. Tveir leikir verða i 1. deild tslands- mótsins i knattspymu i kvöld. Hefjast báðir Id. 20.00. A Akranesi leika ÍA og Fram en Valur og KA á Laugardals- velli, Fögruvöilum. Báðir leiklralr ættu að geta orðið skemmtilegir. Akurnes- ingar eru sigurstranglegri gegn bikar- melsturum Fram á Skipaskaga en þó kæml ekki á óvart þó Fram næði jafn- tefli. KA hefur unnið tvo siðustu leiki sina og ætti að geta geflð Valsmönnum góða keppni. MEISTARARNIR HEITA EKKI BAYERN - HELDUR BREITNER! sagði stórblaðið BILD eftir glæsilegan 7-2 sigur Bayem á Frankfurt í Bundesligunni um helgina Frá Hllmari Oddssyni, fréttamanni DB i Miinchen: Aldrel, held ég megi segja, hef ég séð aðra eins knattspyrnu og þá sem Bayern Munchen sýndi hér á ólympiuleikvanginum á laugardag gegn Eintracht Frankfurt. Eftir markalausan fyrri hálfleik fór allt i gang með marki Kraus á 54. minútu og hinir 55.000 áhorfendur, sem saman voru komnir á velllnum, upplifðu nokkuð sem vist er að ekki gerist aftur i bráð. Það var fyrirliðinn Paul Breitner, sem bókstaflega var alls staðar á vellinum. Auk þess að skora þrjú mörk lagði hann tvö önnur upp og sendi svo snilldarbolta út frá sér íallar áttir. Skriða Sem fyrr sagði var það Kraus, sem kom skriðinu af stað á 54. mlnútu. Ekki liðu nema 7 min. þar til Breitner bætti öðru markinu við úr vitaspymu eftir að honum hafði sjálfum verið brugðið. Á 65. minútu skoraði hann aftur og svo fékk Bayern vítaspyrnu á nýjan leik. Að þessu sinni var það Karl Heinz Rummenigge, sem „fékk” að taka spyrnuna og skoraði örugglega, 4—0. Á 79. mfn. kom svo fimmta markið. Rummenigge var þá aftur á ferðinni með glæsilegt mark. Frankfurt svarar Loks á 81. minútu tókst Frankfurt aö svara fyrir sig með marki Borchers en það tók Bayern ekki nema þrjár minútur að svara þvi. Og hvílíkt og annað eins mark! Breitner fékk þá knöttinn á eigin vitateig og tók á rás. Lék upp allan völl og á a.m.k. fjóra leikmenn Frankfurt og spyrnti síðan að marki. Áhorfendur héldu andanum niðri í sér á meðan boltinn sveif 1 loftinu. Hann small í markvinklinum og þeyttist þaðan i netið, 6—1, og allt varð bókstaf- lega brjálað á ólympíuleikvanginum. Rétt á eftir iagaöi Cha Bum stöðuna fyrir Frank- furt en lokaorðið átti Dieter Hoeness á 90. minútu er hann skoraði með léttum skalla af markteig. Sýningunni var lokið. Eftir þennan leik er aðeins kraftaverk, sem getur komiö í veg fyrir sigur Bayern i deildinni, annað árið í röð, þvi Hamborg tapaði dýrmætu stigi á útivelli gegn Karls- ruhe.Heimaliðið, dyggilega stutt af 46.000 áhorfendum — uppselt — náði forystunni á 54. mín. með marki Dittus. Það var svo ekki fyrr en 12 mín. fyrir leikslok að Ham- borg jafnaði er von Heesen sendi knöttinn i netið en hann hafði komið inn á sem vara- maður fyrir Hartwig á 64. mfnútu. Meö þessu glataða stigi má eiginlega segja að veikum vonum Hamborgaranna sé endan- lega öllum lokið. 7 hjá Gladbach Það voru fleiri en Bayem, sem skoruðu 7 mörk. Borussia Mönchengladbach fór á kostum gegn botnliði Uerdingen og áður en yftr lauk hafði tuðran faríð sjö sinnum f netþeirrasiðarnefndu. Eftir aðeins 19min. var staðan oröin 4—0. Þeir Bruns, Mathaus, Nickel og Hannes skoruðu. Nickel skoraði svo fimmta markið á 54. min. og slðan bætti Hannes sínu öðru við á 67. min. Eggeling svaraði fyrir Uerdingen áöur en Lienen tryggði sigur Gladbach end- anlega. Úrslit annarra leikja urðu þessi: Stuttgart— 1860Mttnchen 2—1 Dortmund — Köln 2—2 Schalke 04 — Núrnberg 1—1 Bielefeld — Duisburg 2—1 Leverkusen — Bochum 2—0 Dtisseldorf — Kaiserslautern 0—2 Bielefeld er á góðri leið með að bjarga sér frá falli eftir að hafa verið 1 botnsætinu lengst af 1 vetur. Það var snillingurinn Schock, sem skoraði bæði mörk Bielefeld úr vitaspyrnu en Gorers hafði komið gest- unum yfif. 1860 MUnchen tapaði fyrir Stuttgart eftir að Nastase hafði náð forystunni. Hatten- berger og Kelsch tryggðu Stuttgart sigurinn með tveimur mörkum i siðari hálfleiknum. Botnbaráttan er grímm og Schalke04 og NUrnberg, sem bæði eiga í vök að verjast, deildu stigunum. Heidenreich skoraði fyrst fyrir NUrnberg en Szymanek jafnaði metin. BurgsmUller mefl 27 DUsseldorf átti aldrei möguleika gegn Kaiserslautern. Bongartz skoraði fyrst og siðan Hofedietz og þar með var björninn unninn. Leverkusen fjarlægðist hins vegar botnsvæðið með góðum sigri á Bochum. Klinke og Norðmaðurinn Lars Anre ökland skoruðu mörkin. Ökland hefur nú gert 15 mörk í Bundsligunni. Næstur á eftir Breitner sem er með 16. Rummenigge hefur gert 24 en efstur er Manfred BurgsmUller hjá Dortmund með 27. Honum tókst þó ekki að skora i 2—2 jafnteflinu gegn Köln. Knöppel skoraði fyrir Bayern áður en Geyer jafnaði. Aftur komst Köln yfir með marki WiUmer og rétt á eftir var Átli Eðvaldsson tekinn út af. Það var svo Miroslav Votava sem jafnaöi á 87. min. Dortmund á nú aðeins fjarlæga möguleika á að ná UEFA-sætinu. Er tveimur stigum á eftir Gladbach og aðeins tvær umferðir eftir. Bayem Hamborg Stuttgart Kaiserslautern Frankfurt Gladbach Dortmund Bochum Köln Duisburg Karslruhe Leverkusen Bielefeld DUsseldorf NUrnberg 1860MUnchen Schalke 04 Uerdingen Staðan 32 20 9 32 20 6 32 18 7 32 15 10 32 13 11 32 14 32 12 32 9 32 11 32 10 32 32 32 10 32 9 32 10 32 9 32 32 3 81—40 49 6 71—42 46 7 67—43 43 7 57—37 40 8 59—51 37 11 64—60 35 11 65—56 33' 9 51—42 32 11 51—52 32 13 43—52 29 11 46—61 28 14 47—50 27 16 46—62 26 16 53-61 25 17 44—56 25 17 47—60 24 17 42—84 23 18 47—72 22 Carl Lewls kemur i mark á 10,00 sek. á mótinu i Dallas, Texas, fyrlr nokkrum dögum. sami Sanford hljóp þá lika á 9,88 sek. en i of miklum meðvindi, svo sá árangur var ekki viðurkenndur sem heimsmet. Langstökksafrek Lewis Fyrir nokkru skýrðum við frá frá- bærum árangri Carl Lewis í langstðkki hér i opnunni. Hinn 10. mai siðast- liðinn stökk hann 8,63 metra og enginn i heiminum hefur stokkið lengra nema Bob Beamon, USA, 8,90 metra á ólympiuleikunum i Mexíkó-borg 1968. Vindhraði var 2 sekúndumetrar þegar Beamon vann afrek sitt. Carl Lewis fékk hins vegar sinn árangur ekki viðurkenndan þvl meðvindur var aðeins of mikill eða 2,02 sekúndu- metrar. Þessi munur á vindhraðanum er ekki merkjanlegur nema á nákvæm- ustu vindmælum. Segja má þvi aö árangur Bob Beamons og Carl Lewis sé unninn næstum við nákvæmlega sömu skilyrði. Einnig hafa alltaf verið uppi háværar raddir um þaö, að vind- St. Etienne meistari St. Etienne varð i gær franskur meistari i knattspyrau, þegar liðið sigraði Bordeaux 2—1 á heimavelll. Nantes varð i öðru sæti, gerði jafntefli 1—1 við Nlmes á helmavelli. Bordeaux varð i þriðja sæti og Monaco fjórða. Þessi þrjú llð leika i UEFA-keppninni næsta leiktimabil, St. Etienne i Evrópubikamum. hraðinn hafi verið meiri en hinir leyfi- legu tveir sekúndumetrar þegar Beam- on náði risastökki sínu 1968. En Carl Lewis, sem verður tvítugur 1. júli næstkomandi, á lítið lakari ár- angur við lögleg skilyrði. Hann hefur stokkið bezt innanhúss 8,49 metra og 8,48 metra en bezt, löglegt, utanhúss hjá honum er 8,46 metrar. Þarna er greinilega frábær iþróttamaður á ferð, sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. -hsím. Pólverjar ísjöundasæti Vestur-Þýzkaland sigraði England 68—58 á Evrópumeistaramótinu i körfuknattleik i Prag i gær. Það er f keppninni um sjöunda tii tólfta sæti. Litið skorað i fyrrl hálfleik. ÞJóðverjar 25 stlg en Englendingar 29. Mendel var stlgahæstur Þjóðverja með 23 stig en Tatham hjá Englandi með 16 stig. Þá sigraði Pólland Frakkland 102— 93 (54—39) og má segja að Pólverjar haft tryggt sér sjöunda sætið með þeim sigri. Mlynarski var stigahæstur Pól- verja með 33 stig en Dacoury og Beugnot hjá Frökkum með 17 stig hvor. Staðan I keppninni um 7.—12. sæti er þannig: Pólland 4 4 0 361—317 8 Frakkland 4 3 1 324—309 7 V-Þýzkaland 3 2 1 202—190 5 England 3 1 2 1 88—205 4 Grikkland 3 0 3 221—239 3 Tyrkland 3 0 3 186—222 3 EIGNAST SVÍAR STANGAR- STÖKKVARA í HEMSKLASSA? —Miro Zalar stökk 5,50 m í Bandaríkjunum ívetur Þegar Sigurður T. Slgurðsson, KR, fyrrum tslandsmeistari i fimleikum, stökk yflr fimm metra i stangarstökki f siðustu viku, vann hann merkt afrek i islenzkri frjáisfþróttasögu. Rauf fimm- metra múrinn og það þarf ekki að efa að eftlrleikurinn verður léttari hjá honum. Stór afrek framundan hjá þessum geðfellda fþróttamanni. Árangur Sigurðar verður til þess að við förum að fylgjast betur með erlendum stangarstökkvurum. Fimm metrar eru að visu ekld mikill árangur á alþjóð- legan mælikvarða, lika aðeins áfangi hjá Sigurðl. Hann hefur nú bætt íslandsmet Valbjarnar Þorlákssonar frá 1961 um hálfan metra. Valbjöra stökk 4,50 metra á stáistöng — afrek, sem likja má að minnsta kosti við 5,50 metra á trefjastöng. Sviar eiga stangarstökkvara, Miro Zalar að nafni, sem hefur stokkið 5,50 metra og þeir reikna með að i sumar komist Zalar i hóp fárra útvaldra af- reksmanna i stangarstökki. Búast við 5,70 metrum hjá honum i sumar, jafn- vel enn meiri hæðum. Bezti heimsár- angurinn i ár er 5,71 metri. Bjartsýni Svia á frábæran árangur hins 24ra ára Miro Zalar er skiljan- leg. Síðustu þrjú árin hefur hann bætt árangur sinn frá innanhússmótum um 20 sentimetra þegar komið hefur að útimótunum. Og i vetur stökk Zalai 5,50 metra innanhúss á móti i Los Angeles i Bandarikjunum. Hann var þar við nám í vetur en er fyrir nokkru kominn heim á ný. Bezti árangur hans utanhúss er 5,50metrar, sem hann náði i fyrra. Hann keppti á einu móti utan- húss i Bandarikjunum 1 vor. Stökk þá 5,30 m. Sigurvegarinn, Anthony Curran, USA, stökk 5,50 m. Eftir keppnina bað Zalar um að fá að reyna aukastökk. Ráin var sett á 5,45 metra og Sviinn stökk þá hæð mjög léttilega. „Ég er viss um að stóru hæðirnar koma i sumar,” sagði Zalar nýlega i viðtali i Dagens Nyheder. Hann er fjölhæfur íþróttamaður. Hefur hlaupið 100 m á 11,2 sek. Eftir rúman mánuð verður stórmót í Sviþjóð, 7.—8. júli,- og þar verður stangarstökkið ein af aðalgreinunum. Sviar hafa fengið ýmsa af beztu stangarstökkvurum heims til að keppa við sinn mann. Þar veröur heimsmet- hafinn Kozakiewicz — heimsmet hans er 5,78 metrar, sett á ólympíuleikunum í Moskvu i fyrra — og einnig Frakk- arnir Vignenon, Houvion, Bellon og Abada, allt stangarstökkvarar, sem hafa sveiflað sér yfir 5,70 metra eða hærra. -hsim. Miro Zalar, Svíþjóö, — stefnlr á 5,70 metra i stangarstökidnu i sumar. Uppskeruhátíð Keflvíkinga Iþróttafélag Keflavikur heldur eins konar uppskeruhátið á hverju árl, þar sem leikmönnum eru veittar viðurkenn- ingar fyrir framfarir i körfuknattleiks- iþróttinni og fyrir bezta vitahittni. t ár fór afhendingin fram i Tjamarlundi um helgina þar sem Skúli Skúlason, formaður, afhenti verðlaunin, fagra bikara, ásamt þvf að leikmenn og gestir fengju gosdrykkl, kaffi og kökur. Að lokum ávarpaði Garðar Oddgeirsson, form. ÍBK, fundarmenn og rómaði mjög starf ÍK, sem hefur verið til mik- iilar fyrirmyndar f alla staði. Framfara- verðlaunin hlutu: mfl. Jón Kr. Gisla- son, 2. fl. Öskar Nlkulásson, 3. fl. Freyr Sverrisson, 4. fl. Már Hermanns- son, minni bolti Egill Viðarsson og Gunnar Grétarsson, 3. fl. kvenna Krist- rún Ásgeirsdóttir, 1. fl. Jón Ó. Hauks- son, bezta vftaskyttan Björn V. Skúla- son — og eru þau á myndinni að ofan. - emm. Islandsmeistarar FH á sterkt mót á Spáni —FH-stúlkumar héldu utan í morgun „Við munum lelka þrjá leikl f ferð- inni og það hefur verið talað um, að við leikum vlð meistara Spánar, Júgóslaviu og Póllands f mótinu,” sagði Kristjana Aradóttlr, fyrlrliði Íslandsmeistara FH i kvenna-handknattleiknum. FH-stúik- uraar héldu til Spánar f morgun og taka þátt i móti, sem hefst f Valencla á föstudag. FH sigraði með yfírburðum á islandsmótinu i vetur en keppnin á Spáni verður erfið fyrir stúlkurnar ef það verða meistaralið Júgóslavlu, Pól- lands og Spánar, sem leika þar ásamt FH. Það var ekki komið á hreint í gær. Sigur Dana Danmörk sigraði Ítaliu 2—0 i gær I kaupmannahöfn i landsleik i knatt- spyrau, leikmenn 21 árs og yngri. Mlchael Jensen skoraði bæði mörk Dana úr vftaspymum. Bjöm Borg íundanúrslitin „Þetta er jafnasti leikur minn hingað til á mótinu, mlldl barátta um stigin og oft munaði lltlu. Ég er ánægður með leiklnn,” sagðl Björn Borg eftlr að hann hafðl sigrað Ungverjann Baiazs 6- 3, 6-3 og 6-2 á franska meistaramótinu i tennls i Paris i gær. Victor Pecci, Paraguay, sigraði unga Frakkann Yannick Noah 3-6, 6-4, 6-4 og 6-4 i gær. 1 undanúrslitum á fimmtudag leika þeir Björn Borg og Pecci. Bandarikjamennirnir Jimmy Connors og John McEnroe leika við Jose Luis Clerc, Argentinu, og Ivan Lendl, Tékkóslóvakiu, i dag. Meiri likur eru á að þeir bandarisku sigri i leikjum sinum. Ef svo fer leika þeir i hinum leiknum i undanúrslitum. Tékkar unnu Tékkar sigruðu ttali 100—83 (53— 35) á Evrópumótlnu i körfuknattleik i Prag i gær. Það var f keppnlnnl um 1.—6. sæti. Brabenec var stigahæstur Tékka með 38 stlg en Vlllalta hjá itölum með 20 stig. Mótinu á Spáni lýkur á þriðjudag, 9. júní. Eftir það halda FH-stúlkumar til Ibiza í 2ja vikna sumarfri. Nær allar heztu handknattleiksstúlkur FH taka þátt i förinni, tólf að tölu. FH- hópurinn telur 15 manns og verður Kristján Arason fararstjóri. -hsim. Frá meistaramótinu i gær. Guðrún fremst, þá Laufey. DB-mynd S. GUÐRUN 0G SVEIT FH MEISTARAR Guðrún Karlsdóttir, UBK, varð íslandsmelstari i 3000 m hlaupl á MÍ, sem hófst á Laugardaisvelli i gær. Hljóp á 10:46.3 min. Laufey Kristjáns- dóttlr, HSÞ, varð önnur á 10:57:5. Linda B. Loftsdóttir, FH, þriðja á 11:38.3, Kristin Lelfsdóttir, ÍR, fjórða, 'á 11:40.3 og Rakel Gylfadóttir, FH, flmmta á 12:24.4 min. i 4 x 800 m boðhlaupi varð sveit FH íslandsmelstari á 8:25.2 min. i sveltinni hlupu bræðurnir Slgurður og Magnús Haraldssynlr, Viggó Þórisson og Róbert McKee. Svelt ÍR varð önnur á 8:37.9 min. en nokkrir þekktir hiauparar ÍR gátu ekki keppt. Svelt UBK varð þriðja á 8:40.3 mfn. og sveit HSKfjórðaá 8:53.6 mín. -hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.