Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 13
Hvers er unglinga- vandamálið? Enda þótt notað sé orðið unglinga- vandamál er ég efins um að það sé réttnefni. Gæti málið ekki verið allt eins að unglingar skapa vanda í þjóð- félagi sem gerir ekki ráð fyrir þeim nema á mjög ákveðnum'og afmörk- uðum stöðum, t.d. skólum. Skapa ekki fullorðnir sjálfir unglingavanda- mál með skorti á umburðarlyndi gagnvart athafnaþrá og tilraunastarfl unglinga? Þegar unglingar lenda alvarlega á kant við alla og sjálfa sig hvað mest, t.d. með því að sniffa, er nauðsynlegt að grípa inn í en slíkt má ekki verða með þeim hætti, sem oft er raunin, að gera þessa krakka að syndaselum. Lögregla og yfirvöld hafa lítið gott að gera á meðan nær ekkert trún- aðartraust ríkir á milli þeirra og ungl- inga. Að svo miklu leyti sem ég þekki til DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1981. væru að fást við í frístundum. Þar á meðal voru nokkrir krakkar sem átt höfðu sér stað að vera á í yfirgefnu húsi sem síðan var af þeim tekið. „Þetta var dýrlegur timi, þama sátum við á gólfinu og kjöftuðum langt fram á nætur.” Er það eitthvað svona sem þið viljið? ,,Já, þarna var enginn til að skipuleggja og segja okkur hvað við ættum að gera.” Eftir þetta spjall sat ég uppi með nokkrar spurningar sem mótast höfðu af orðum krakkanna og getur hver sem er svarað þeim fyrir sig. Hvers vegna þurfa allir alltaf að vita hvað þeir vilja? Því mega krakkar ekki vera ráðvilltir í friði? Hvers vegna er unglingum ekki gefið gott tækifæri til að ráða vilja sínum sjálfir? Það er sjálfsagt hægt að skilgreina ungling á þann veg að hann sé hvorki barn né fullorðinn. Samt er iðulega reynt að meðhöndla unglinga sem annaðhvort börn eða fullorðna. Þeir standa undir hvorugu. Þeir vilja ekki vera börn lengur og geta ekki staðið undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera fullorðinn, vegna skorts á reynslu og þroska. „Slfkir staðir koma venjulega spánskt fyrir sjónir; Hallærisplan, húsasund, kjallaraholur eða yfirgefm hús, biðstöðvar'og fleira i þessum dúr.” starfs útideildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar virðist mér sem þar sé að finna nokkuð sem vel mætti efia og útbreiða. Unglingar þurfa líka staði til að vera á án þess að þeim sé stjórnað og allt þaulskipulagt. Þeir þurfa að fá tækifæri til að sýna að þeir séu trausts verðir. Umrœða og frœðsla Timinn líður og sú kynslóð sem er unglingur í dag verður fullorðin á morgun og unglingavandamál hennar hverfa. Unglingar munu samt alltaf banka á dyrnar með vandamál sín og krefjast úrlausnar enda þótt kröf- urnar séu ekki betur mótaðar en svo að þær birtast sem ærsl, hangs á ólík- - legustu stöðum, sniff, fyllirí eða af- broL p]est þessaía vandamála eru af þeirri tegundinni að auðvelt er að leysa þau ef vilji er fyrir hendi. Það er hroðalegt að horfa upp á að efnilegir krakkar eyðileggi sjálfa sig og fram- tíð sina. Það væri stórsnjallt ef þeir sem reynslu hafa af unglingastarfi, t.d. útideildarfólk, létu öðrum hana i té. Það væri líka stórsnjallt ef ungl- ingar tækju sig til og létu i sér heyra um málefni sin og beittu til þess að- ferðum sem fullorðnir skilja, t.d. sendu blöðum línu. Fjölmiðlar þurfa líka að vera meira vakandi fyrir þess- um hópi þjóðfélagsins. Albert Einarsson kennari. Eintaf I fjarri vígaslóð Nú erum við Heimdallur báðir hlynntir þeim skyttuliðum sem einir vilja skylmast upp til heiða fjarri al- faraleið. En þessir ágætu lagsmenn okkar verða að gæta þess að koma ekki óvart lagi á Heimdall eða sjálfa sig í hita einteflis við umhverfið og íslandssöguna. Slíkar skeinur gróa bæði seint og illa á meðan atvinnu- menn hermangspressunnar spýta svörtu galli í sárin. En á meðan leysir þögnin mörg hundruð manns af hólmi á aðalfund- um vinar míns Heimdallar. Napóleon þrífst áfram i þögninni gegn einu mótatkvæði. En látum það liggja á milli hluta. Árni Sigfússon hlaut góða og verð- skuldaða kosningu og mun væntan- lega verða Heimdalli vini minum til sóma í sinni formannstið. Þessi kjall- ari fjallar um allt aðra og dapurlegri hluti. Napóleon og þögnin Við Heimdallur höfum stundpm sungið við raust á þingum ungra sjálfstæðismanna um landið og þá hvor með sinu nefi. Báðir þekkjum við vel sönginn um Napóleon keisara með mörg hundruð menn en texti þeirrar vísu er ekki öllu lengri en að framan greinir. Einu orði er svo sleppt aftan úr ljóðlinunni við hverja endurtekningu unz söngfólkið segir aðeins orðið Napóleon í lokin. Síðan þegir það restina af visunni eða hummar hana í barm sér. Okkur Heimdalli þótti jafnan gaman að kyrja þennan ágæta slagara. Aðalfundur Heimdallar var leikinn með sama hljómfalli og félagi Napó- leon er sunginn. Fundurinn byrjaði með mörg hundruð menn en síðan saxaðist á limina og þögnin hljóp i skarðið. Loks var svo komið málum aðalfundarins að eftir hímdu fáein sóknarbörn flokkseigendafélagsins með leiftur fyrir augum ásamt okkur Heimdalli og nýkjörnum formanni. Dóttir undirritaðs var hins vegar hlaupin sína leið að skoppa gjörð. Þegar hér var komið sögu þögðu fundarmenn skipulega í hljómfalli fundarins og ráku öðru hvoru upp hrópið Napóleon. Síðan þagði þing- heimur áfram með galopinn munn. Á sliku andartaki er hægðarleikur fyrir næstum hvaða Napóleon Sjálf- stæðisfiokksins sem er að láta sam- þykkja allt á milli himins og jarðar gegn einu mótatkvæði. Á slíkri stundu samþykktu Rómverjar jafn- vel reiðhesta sína inn á löggjafarþing- in til forna og mótatkvæðalaust. Enda fóru svo leikar að þessar fá- mennustu eftirstöðvar af þinghaldi í sögu vinar míns Heimdallar sam- þykktu vantraust á sjálfstæðismenn í rfkisstjórn með lausnarorðinu Napó- leon og langri þögn í barm sér. Um samþykkt þessa þarf ekki fleiri orð að sinni því báðir höfum við Heim- dallur verið misnotaðir á okkar smánarskeiðum. En sól og máni halda áfram að koma upp við yztu sjónarrönd þrátt fyrir að heimsmynd- in mælist flöt í Bolholtinu. Hún snýst núsamt. Breytingartillaga við fslandssöguna Nú er það oft með ólikindum hvað mannkynssagan á erfitt uppdráttar þegar sagnfræðingar og söguskoð- unarmenn standa yfir höfuðsvörðum hennar með breytingartillögur á lofti. Þetta fengum við Heimdallur að reyna strax eftir aðalfundinn okkar og Napóleons í þögninni. Þá sögðu blekiðjumenn leiftursóknar frá því kinnroðalaust í hermangspressunni að vantraustið og Napóleon væri bein niðurstaða af sex hundruð manna fundi okkar Heimdallar. Og það þrátt fyrir að eingöngu um þrjá- tiu venzlamenn leiftursóknar hafi samþykkt tillöguna i galsa undir fundarlokin með galopinn munn. Síðan-er þessi breytingartillaga við ís- landssöguna þulin áfram í síbylju með sinu lagi í hermangspressunni eins og um væri að ræða sjálfa mann- kynssöguna frá fyrstu hendi. Við Heimdallur greyið fáum varla borið hönd fyrir höfuð okkar í þessum jötunmóð öllum. Og Napóleon keis- ari þrífst áfram í þögninni gegn einu mótatkvæði. En nú er þetta því miður ekki í fyrsta skipti sem höfð eru endaskipti á íslandssögunni í nafni vinar míns Heimdallar. Árið 1977 létu Napó- leonar jafnfámenna rest á aðalfundi félagsins hafna tillögu sem laut að stuðningi við vegagerð varnarliðsins hér á landi. Nokkrum mánuðum síðar fékkst svo niðurstaða í skoð- anakönnun samfara prófkjöri til Al- þingis þar sem 7254 kjósendur Sjálf- stæðisfiokksins í Reykjavík lýstu sig fylgjandi efni þessarar tillögu en aðeins 1510 voru á móti. Þarna slitu Napóleonar vin minn Heimdall illa úr samhengi við annað sjálfstæðisfólk og það að ósekju. Sveiattan! Dagblaðið kannaði hug lands- manna með skoðanakönnun á sama tíma og aðalfundi Heimdallar lauk í þögninni. Niðurstöður hennar stað- festu að Napóleonar eru aftur komnir með Heimdall vin minn á villigötur. Það er ekki fallega gert. Þúsundir félagsmanna kunna Napó- leonum litlar þakkir fyrir slíkt feigðarfian. „Þrátt fyrir að um sex hundruð manns hafi sótt síðasta aðalfund Heimdallar var vantraust á sjálfstæðismenn í ríkisstjórn aðeins samþykkt af þrjátíu manna eftir- stöðvum I fundarlokin,” segir greinarhöfundur. Ásgeir Hannes Elriksson verzlunarmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.