Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1981. 5 Spamaðarhugmyndir í sjónvarpsauglýsingu —mikil þátttaka í verölaunasamkeppni Útvegsbankans ,,Það hefur ekki beinlinis verið skemmtilegt að brýna sparnað og ráðdeildarsemi fyrir fólki á undan- förnum árum eins og ástandið hefur verið f peningamálum hér á landi. En nú er hægt að benda fólki á leið til að ávaxta peningana sina með því að leggja þá inn á hina nýju vaxtaauka- reikninga,” sagði Reynir Jónasson aðstoðarbankastjóri Útvegsbankans i hófi er verðlaunaveitingar fóru fram. Bankinn efndi til hugmynda- samkeppni um gerð sjónvarpsauglýs- ingar, er flytti sparnaðarboðskap. Mikil þátttaka var i samkeppninni og bárust sjötiu hugmyndir. — Fyrstu verðlaun, þrjú þúsund kr., fékk Ingi Gunnar Jóhannsson, tutt- ugu og tveggja ára, Sæviðarsundi 80. Hugmynd var „Veiðiferð” byggðist á frumsömdu lagi og texta. Ingi Gunnar er þekktur fyrir lög sin en hann er virkur liðsmaður Visnavina. önnur verðlaun, fimmtán hundruð kr. fengu þrjú systkini, Jóhanna átta ára, Eva fimm ára og Bragi tveggja ára Valsböm, Vesturbergi 118. Þeirra hugmynd hét „Baukur, gaukur, laukur”. Byggðist hún einnig á frum- sömdu lagi (faðir barnanna var laga- smiðurinn) og texta auk skýringa- myndar. Þriðju verðlaun, þúsund kr., fékk Hörður Sigurðsson ellefu ára. Hans hugmynd hét Hippó og smámynt. Var þetta myndskreytt leikrit, þar sem smámyntin fer með aöalhlutverk. Fjórir aðilar fengu sér- staka viðurkenningu dómnefndar: Hermann Auðunsson, 500 kr„ Magnús Waage, Álfaskeiði 100 og Garöar Pétursson Mosabarði 7, stóðu aö sömu hugmyndinni fengu 500 kr., og Stefán Jónsson, Sjónar- hóli, Stokkseyri fékk 500 kr. Dómnefndina skipuðu Reynir Jónasson, aöstoðarbankastjóri, Bjarni Grímsson auglýsingamaður, Bryndís Schram dagskrárgeröar- maður og Katla Maria söngvari. Rit- ari dómnefndar og trúnaðarmaður keppenda var Sigurður Sigurgeirsson deiidarstjóri sparisjóðsdeildar Út- ’ vegsbankans. A.BI. Skreiðar- samningar enní biðstöðu — bjartsýnir seljendur tryggja sérskip tilflutninganna Skreiðarsölusamningar við Nigeríumenn eru enn I biöstöðu. }s- lenzkir seljendur hafa ekki viljað hvika frá því verði, sem þeir settu upp eftir ftrekaðar samningaviö- ræður við nfgerlska kaupendur, $310,00 fyrir pakkann af þorski, keilu, löngu og ufsa, og $250,00 fyrir hausa. Teija að minnsta kosti einhverjir seljendur, að nígerískir kaupendur vilji greiða þetta verö. Viðskipta- ráðuneyti og Seðlabanki Nígerlu hafa hins vegar ekki leyft kaupendum að opna bankaábyrgðir miðað við það verð. Án slíkra trygginga eru samn- ingar ekki gerðir, þótt viss bjartsýni ríki um, að ofangreint verð fáist fyrir íslenzku skreiðina. Norömenn hafa selt nokkurt magn af skreiö fyrir $280,00 pakkann. Telja sumir íslenzkir skreiðarverk- endur það hrein undirboð. Norð- menn geta ekki fullnægt nema um þaö bil helmingi eftirspurnar Níger- íumanna. Telja einhverjir íslenzkir skreiöar- verkendur, að fremur sé um að kenna seinlæti og hægagangi i samninga- gerð af hálfu Nígeriumanna, en að þeir hafni í raun íslenzka skreiðar- veröinu. Séu viðunanlegir samningar jafnvel svo á næsta leiti að eðlilegt sé nú að tryggja flutning á skreið til Nigeriu. -BS. Dómnefnd ásamt meö verðlaunahöfunum. Frá vinstri: Sigurður Sigurgeirsson deildarstjóri, Valur Óskarsson, faðir barn- anna sem fengu 2. verðlaun, Jón Þór Hannesson, Ingi Gunnar Jóhannsson og fyrir framan hann Hörður Sigurðsson, Reynir Jónasson, Bjarni Grfmsson, Bryndfs Schram og fyrir framan þau Katla Maria. DB-mynd Einar Ólason. Áskrrftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHÚSBÓKIN I 11 \ ii 14 Smelltu panel á húslð Smellupanell er nýstárleg utanhússklæðning sem býður upp á ótrúlega fjölbreytni i útliti. * Auðveld og fljótleg uppsetning. — Hönnuð sérstaklega fyrir þá. sem vilja klaeða sjéllir. * Engir naglahausar til lýta. — Smellupanelnum er smellt é sérstakar uppistöður. * Loftraesting milli klaeðningar og veggjar. — Þurrkar gamla vegginn og stöðvar þvi alkaliskemmdir. * Láréttur eða löðréttur panell i S litum. — Báðar gerðir má nota saman. Skapar ótal útlitsmoguleika. * Efnið er saenskt gæðastál. galvaniserað með lakkhúð á inn- hlið. Niðsterk plasthúð á úthlið. * Allt i einum pakka: klæðning. horn. hurða- og dyrakarmar. — Glöggar og einfaldar leiðbeiningar á islensku. Hringið eða skrifið strax eftir nánari upplýsingum. Upplýsingasimi 75253 RKPflP /f Box 9140, Reykjavik f Einangraðar bílskúrshurðir úr valinni júru. Complett með hurðarjámum og lœsingum,frá kr. 3000,00 Drifbúnaður með og án fjarstýr- ingar fyrir allar gerðir hurða. Verð frú kr. 2600,00. Komið og skoðið uppsetta hurð hjá okkur. Verkstæðishurðir og skemmuhurðir úr stáli, Stærð 340 x 240 , Oeinangraðar kr. 3670,00 Verð compiett með járnum og læsingum. SÉRFRÆÐINGAR í HURÐABÚNAÐI Einangraðar kr. 6390,oo ASTRA Síðumúla 32 - Simi^£544. BENIDORNI9JIINI |!=1 FERDA.. IÍMI MIÐSTDDIN AÐALSTRÆTI9 S28133H Þriggja vikna ferð til Benidorm á suð-austurströnd Spánar. Góð hótel og íbúðir, með eða án fæðis. Islenskt leiguflug alla leið í sólna og sjóinn Þriggjg vikna gfslöppun

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.