Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1981. Vorrall Bifreiðaíþróttafélags Borg- arfjarðar og Hótel Borgarness þótti takast í alla staði vel. Alls þurftu ökumenn að fara um 350 kílómetra. Mál manna var að leiðirnar hafi verið mátulega grófar til að á hæfn- inareyndi. Fyrsti ökumaðurinn var ræstur frá Borgarnesi klukkan átta á laugar- dagsmorgun. Keppninni lauk á sama stað á sjötta tímanum. Alls lögðu 24 bilar af stað. Átta urðu fyrir ýmiss konar skakkaföllum og luku þvi ekki keppni. Nokkrir þeirra sem komust í mark voru þó ekki meira en svo öku- færir. Það þótti til dæmis gott afrek hjá Hafsteini Haukssyni að ljúka keppni og ná fjórða sæti með aðeins fyrsta og fjóröa gír i lagi. Þriðji gir- inn gaf sig skömmu fyrir hádegi og annar nokkru eftir hádegi. En Haf- steinn göslaðist samt áfram og tókst að hala sér inn tiu stig i fslandsmeist- arakeppninni. Eggert Sveinbjörnsson varð að aka fjórtán kilómetra á sér- leið með sprunginn hjólbaröa sem var orðinn æöi framlágur þegar komið var á leiöarenda. Vorrall Borgfirðinganna var hið fyrsta af fjórum sem gefa stig til fs- iandsmeistaralitils. Hin eru Húsavikurrallið (4. júlf), Alþjóðarall Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykjavikur (19.—23. ágúst) og Haustrall BÍKR (17.—18. október). Húsavfkurralliö verður um það bil 500 kilómetra langt, Alþjóöarallið tæplega þrjú þúsund kílómetrar og Haustralliö um það bil 700 kllómetra langt. Tfu efstu ökumenn fá stig fyrir árangurinn. Sá stigahæsti að loknum öllum röllunum fjórum hlýtur fs- landsmeistaratitilinn. Stigagjöfln í Borgarfjaröarrallinu um sföustu helgi var þessi: Fyrir fyrsta sæti eru gefin 20 stig; annað sætið fær 15 stig; þriðja fær tólf stig; fjórða tiu; fimmta átta; sjötta sex; sjöunda fjögur; áttunda þrjú; níunda tvö stig og sá sem hafn- ar í tfunda sæti fær eitt stig. Þessi stigatafla er notuð f Evrópu- og heimsmeistarakeppnum. Ef þátt- takendur eru mjög fáir fá færri stig og fleiri ef þátttakendur eru mjög margir. ASGEIR TÓMASSON Rallað á voriíBorgarfírói: Þar með er Islandsmeistara- mót rallökumanna hafíð istakeppni veröurái Röð þeirra ökumanna sem luku keppni í Vorralli BÍB og Hótel Borgarness varð þessi: Sœti 1. ökumaður 2. ökumaður Tegund Refsistig 1. Ómar Ragnarsson Jón Ragnarsson Renault 5 11.36 2. Eggert Sveinbjörnsson Magnús Jónasson Mazda Rx7 13.44 3. Birgir Bragason Birgir Halldórsson Datsun 1800 15.42 4. Hafsteinn Hauksson Bjami Sigurgeirsson Escort 2000 16.21 S. Gunnlaugur Bjamason Ragnar Bjarnason Escort 2000 16.42 6. úm Stefánsson Sigmar Gíslason Toyota Celica 17.59 7. Einar Finnsson Öskar Gunnarsson Fiat 131 20.56 8. Birgir Vagnsson Hreinn Vagnsson Cortina 1600 28.15 9. Eirikur Friðriksson Kóri Gunnarsson Datsun 160J 31.01 10. Ævar Sigdórsson Halldór Sigdórsson Saab 96 35.35 11. Jón Bragason Bjami Haraldsson Lada 1600 46.49 12. öm Ingólfsson Jónas Sigurgeirsson Fiesta 1300 51.08 13. Guðmundur Sveinsson Ólafur Sveinsson Escort1600 51.29 14. Magnús Sveinsson Indriði Þorkelsson Toyota 1200 51.30 15. Jón Bragason Bjami Haraldsson Lada 1600 53.43 16. Sigurjón Harðarson Matthias Sverrisson Skoda Pardus 51.30 Ýmiss konar óhöpp hentu þá sem tveimur. Þá sauð á hjá einum þátt- gátu af þeim sökum ekki haldið ekki tókst að ljúka keppni. Hjá takanda auk þess sem bensínsia gaf áfram keppni. tveimur gáfu sig gfrkassar og drif hjá sig. Jafnframt ultu nokkrir bilar og -Áml/ÁT. Eggert Sveinbjörnsson og Magnús Jónasson skrapa vegarkant Þeir keppa é sportbii afgerðinni Mazda Rx7. Sigurvegararnir, Ómar og Jón Ragnarssynir, rétta af úr beygju á Renault Aipine bifreið þeirri sem þeir hafa keppt á síðustu ár. DB-myndir: Árni Bjarnason. Eini sórsmíðaði rallbillinn hór á landi, Skoda 130 RX, fóii úr keppn- inni á síðustu sórleiðinni er drrfið gaf sig. Jóhann Hlöðversson ók bíinum. Hann hafði hingað til keppt á Escort.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.