Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1981. 1 Erlent Erlent Erlent Erlent & Yoko Ono virtist ákaflega taugaóstyrk er hún tók vió verðlaununum fyrir hönd manns sins. Kania f lokksf ormaður gerist harðorður: Ágreiningurínn á milli Varsjár og Moskvu eykst Managua ef hún hætti þátttöku sinni i alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi”. Dagbiaðið Washington Post, sem fyrst varð til að birta fréttir þess efnis að sovézkir skriðdrekar væru í Nicaragua, hafði það i gær eftir Daniel Ortega, leiðtoga byltingarstjórnarinn- ar i Managua, að ekki væru neinir sovézkir skriðdrekar í landinu né heldur væri von á þeim. Það sama gilti um sovézkar herþotur. Ágreiningur ráðamanna í Varsjá og Moskvu hefur aukizt mjög að undanförnu ef marka má fréttaflutn- ing í hinum opinberu fjölmiðlum þessara þjóða. í gær fordæmdi framkvæmda- stjórn pólska Kommúnistaflokksins sterklega þá afstöðu sem kom fram i deild Kommúnistaflökksins i Kato- wice-héraði. Harðlínuafstaða deildarinnar í Katowice hefur sýni- lega fallið ráðamönnum i Moskvu mjög vel enda hefur hennar Itarlega verið getiö i sovézkunt fjölmiðlum. í Katowice-deildinni var því haldið fram aö ráðanienn pólska Kommún- Kania flokksformaður. istaflokksins væru að missa stjórnina úr höndum sér tii endurskoðunar- sinna og ekki væru lengur fylgt marx- iskri og lenfnskri stefnu. Kania, formaöur pólska Kommún- istaflokksins, fordæmdi skoðanir Katowice-deildarinnar harðlega f gær. Um leið er hann auðvitað að mótmæla skoðunum ráðamanna i Moskvu. Landsfundur pólska Kommúnista- flokksins verður haldinn i næsta mánuði og er sýnilegt að hann er þegar farinn að hafa áhrif á umræð- unaf landinu. Eru sovézkir skríð- drekar f Nicaragua? — „Við höf um upplýsingar um það,” segir talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins Talsmenn bandaríska utanríkisráðu- neytisins skýrðu frá þvi í gær að óstað- festar skýrslur leyniþjónustunnar sýndu að sovézkum skriðdrekum hefði verið skipað á land i Nicaragua og fleiri slíkir kynnu að vera á leið þangað frá Kúbu. Dean Fischer, talsmaður utanrikis- ráðuneytisins, sagði að ef þetta reyndist rétt þá mundi það koma í veg fyrir að Bandarikjastjórn léti hinni vinstri sinn- uðu stjórn í Managua nokkra aöstoð í té. Reagan-stjórnin lét af allri aðstoð við Nicaragua 1. apríl slðastliðinn og gaf þá skýringu að stjómin í Nicaragua útvegaði skæruliöum vinstri manna i E1 Salvador vopn. ,,Við höfum upplýsingar um að nokkrir sovézkir skriðdrekar kunni þegar að vera komnir til Nicaragua og aðrir séu á leið þangaö frá Kúbu,” sagði Fischer. Hann kvaðst ekki geta svarað því hversu nýjar skýrslurnar væru sem sýndu þetta. Þeir skriðdrekar sem hér um ræðir eiga að vera af gerðinni T-55. Fischer sagði að Bandarikjastjórn tæki upp samvinnu við stjórnina í ILMANDIDAGBLAÐ Francois Mitterrand, nýkjörinn Frakklandsforseti, þykir eiga allgóða möguleika á að fá kjörinn meirihluta vinstri manna i þingkosningunum sem framundan eru i Frakklandi. Slíkur sigur er forsetanum líka nauðsynlegur ef hann á að koma stefnu sinni i gegnum þingið. Viðræður standa nú á milli sósialista og kommúnista um kosningabandaiag i þingkosningunum. Að sjálfsögðu urðu margir til að fagna sigri Mitterrands i forseta- kosningunum. Meðal þeirra sem það gerðu var dagblaðið Liberation sem fagnaði sigrinum með því aö gefa út blað sem ilmaði af rósalykt. Það að rósailmur varð fyrir valinu er ekki nein tilviljun. Rósin er tákn Sósfalista- flokksins. Yoko tók við verðlaununum — í f yrsta skipti sem hún kemur f ram opinberlega eftir dauða Johns Lennon Yoko Ono, ekkja Bitilsins Johns Lennon, kom fyrir fáeinum dögum fram opinberlega í fyrsta skipti síðan maður hennar var myrtur í desember- mánuði siðastliðnum. Fyrir hönd hins látna manns sfns tók hún við æðstu menningarverðlaunum New York-borgar. Mjög miklar öryggisráðstafanir voru viðhafðar við City Hall i New York þar sem verðlaunaafhendingin fór fram. Hópur aðdáenda beið fyrir framan húsið, nokkrir þeirra héldu á rósavönd- um. Þeir fengu þó ekki að sjá Yoko því að hún laumaðist út bakdyramegin. Stutt fréttamynd af verðlaunaaf- hendingunni var sýnd í sjónvarpi og var greinilegt að Yoko var mjög tauga- óstyrk. Hún hélt stutta ræðu og flutti hana með svo lágri röddu að viðstaddir heyrðu tæpast hvað hún sagði. „Tákk fyrir þennan heiður. John var aldrei mikið gefinn fyrir verðlaun og viðurkenningar. En ég veit samt sem áður aö hann hefði glaðzt yfir þessu. Honum þótti ákaflega vænt um þennan stað sem honum fannst mikið til koma. REUTER Ég er mjög ánægð yfir að fá þessi verð- laun. Þakka ykkur fyrir,” sagði Yoko. Ed Koch borgarstjóri sagði við at- höfnina að minningin um Lennon, svo og tónlist hans, myndi lifa um alla tíma. Kínverjar ásaka Víetnama Kinverjar sökuðu Víetnama i gær um að hafa gert sprengjuárás á þýðingarmikla járnbrautarstöð á landamærum þjóðanna. Sú járnbrautarstöð sem hér um ræðir er i borginni Pingxiang. Um þessa stöð fóru hjálpargögn frá Kína til Víetnam á tímum Víetnam-striðsins þegar vinátta var enn með þessum nágranna- þjóðum. Dagblað alþýðunnar sagði að þrir óbreyttir borgarar og einn hermaður hefðu særzt í árásinni. ERKIBISKUPINN AF KANT- ARABORG GAGNRYNIR HINA HETTUKLÆDDU A ÍRLANDI —Miklar öryggisráðstafanir f Belfast vegna heimsóknar Alexöndru prinsessu og erkibiskupsins af Kantaraborg Dr. Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg og leiðtogi ensku biskupakirkjunnar, gagnrýndi hina „hettuklæddu ofbeldissinna” á Norður írlandi. Mjög strangar öryggisráðstafanir voru viðhafðar við komu erki- biskupsins og Alexöndru prinsessu til Norður Irlands. í predikun sem erkibiskupinn flutti i Belfast i gærkvöldi sagði dr. Runcie meðal annars: „Sumir talsmenn hinna hettuklæddu tala eins og ofbeldi sé eins konar skurðhnifur sem skurðlæknir beitir til aðfjarlægjahina sjúku hluta þjóðfélagsins og komi líkamanum þannig til heilsu á ný. Raunin er hins vegar sú að verkfærið, skurðhnifurinn, er sjúkdómurinn sjálfur. Hann breiðir sýkinguna út um líkamann og hefur áhrif á þá sem beitahonum.” Dr. Runcie er í fjögurra daga heim- sókn á Norður-írlandi og írska lýðveldinu. Hann mun ræða við írska kirkjuleiötoga, þeirra á meðal Tomas O’Fiaich kardinála. Einnig mun hann hitta írska forsetann, Patrick Hillery, og Charles Haughley forsætisráð- herra í Dublin. Liðsauki hermanna var fluttur til Belfast í gær áður en guðsþjónustan hófst i dómkirkju heilagrar önnu sem er aðeins nokkur hundruð metra frá götuvígjum lýðveldissinna. Dr. Robert Runcie erkibiskup af Kantaraborg var nýverið i heimsókn f lowa i Bandarfkjunum. Þar var honum færður þessi myndarlegi grfs að gjöf en erki- biskupinn er mikill áhugamaður um svínarækt og rekur sjálfur svinabú.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.