Dagblaðið - 24.06.1981, Síða 4

Dagblaðið - 24.06.1981, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1981. DB á ne ytendamarkaðí /5 Sl Oóra Stefánsdóttir* Eggjaskortur til næsta vors s Nokkurs skorts á eggjum hefur gaett viða á landinu í vor, mest fyrir norðan. Jónas Haildórsson í Svein- bjarnargerði á Svalbarðsströnd sagði* 1 2 3 nýlega i viðtali við Dag á Akureyri að búast mætti við að þessi skortur yrði viðloðandi fram undir næsta vor. Ástæðurnar sagði hann vera lágt verð á eggjum og fóðurbætisskatt. Vegna þessara ástæðna endurnýjuðu bændur ekki hænur sínar sem skyldi og væru þær orðnar gamlar og hálf- geldar. Þó menn bregði hart við núna og endurnýi hænsnin tekur alltaf nokkurn tima að koma öllu i gagn aftur og á meðan skortir egg á borð neytenda. -DS. „Könnun verð- lagsstofnunar alls ekki marktæk” segja umboðsmenn verðlista Vegna verðkönnunar Verðlags- stofnunar, sem birtist í blaðinu í gær, hafa tveir umboðsmenn erlendra verðlista sent okkur eftirfarandi athugasemdir: ,,í verðkynningu Verðlagsstofn- unar, serr send var fjölmiðlum nú um helgina, ej leitazt við að svara spurningunni: „Er hagkvæmt fyrir neytendur að kaupa vörur gegnum póstverzlun?” Athugað var sérstak- lega hvernig fatnaður kæmi út i þessari könnun enda væri hann u.þ.b. 90 af sölu verðlistanna. í til- efni af þvi viljum við undirritaöir, forsvarsmenn tveggja verðlista i könnuninni, taka fram eftirfarandi: 1. í verðsamanburðinum voru verð á 32 tegundum fatnaðar athuguð. Þar af voru hvorki meira né minna en 19 brjóstahöid, nær öll sömu gerðar. Þ.e. brjóstahaldarar vógu 60% í verðkönnuninni, þrátt fyrir að þeir séu innan við 1 % af vöruúrvali verðlistanna. 2. í flestum tilfellum má fá keyptar sambærilegar vörur og eru teknar f könnuninni á mun lægra verði í verðlistunum. 3. Af hagkvæmnis- og hagræðingar- ástæðum fyrir viðskiptavini okkar hefur sú leið verið farin að sama álagningarprósenta gildi fyrir allan fatnað óháð þvi hve há aðflutningsgjöld eru. Nær allur sá fatnaður sem valinn var í könnun- inni bar lægstu hugsanlegu aðflutningsgjöld, sem kemur óhagstæðar út fyrir verðlista- verðið. t. 1 könnuninni er enginn sá fatnaður sem langmest er keyptur og er í mestu úrvali i verðlistun- um, svo sem kjólar, jakkar, kápur, skyrtur, blússur o.fl. o.fl. 5. Ávallt er tekið hæsta verð úr verð- lista, þótt sama vara sé til á mis- munandi verði, en meðalverð i verzlunum. 6. Verðið, sem gefið er upp sem „verð i verðlistum”, er reiknaö út frá gengi krónunnar þann 1. júni sl. eða skömmu eftir gengis- fellingu. Áhrif gengisbreytingar- innar koma að fullu fram í verðlistaverði en ekki í verzlunar- veröi. Ef reiknað væri út frá sama gengi væri t.d. hagkvæmara að kaupa skófatnað úr verðlista. Af framansögðu má ljóst vera að könnunin er alls ekki marktæk sem heildarkönnun á hagkvæmni verzl- unar gegnum verðlista. f verðkönnunum sem þessum kemur oft fram mikill og illa útskýranlegur verðmunur á einstökum vörutegund- um og verður það sérstaklega kannað í þessu tilfelli. Að lokum viljum við hvetja viðskiptavini okkar til að fara eftir ráðleggingum Verðlagsstofnunar og gera sjálfir verðsamanburð. NEYTENDASAMTÖKIN KOMIN í ÞJÓÐLEK) —Opna skrifstofu í Austurstræti 6 Gamlar og hálfgeldar, ha? Hver segir þad? DB-mynd R.Th. Þessa dagana eru Neytendasamtök in að flytja búferlum. Hafa þau fengið húsnæði sem er í mun meiri þjóðleið heldur en þau hafa verið i hingað til. Samtökin hafa fengið inni á annarri hæð i Austurstræti 6. Þau hafa verið sl. 10 ár til húsa á Baldurs- götunni. Síma- og afgreiðslutími er daglega frá kl. 3—5. „Þetta breytist kannski eitthvað eftir að við erum fluttir,” sagði Reynir Ármannsson, formaður sam- takanna, er hann kom við hjá neytendasíðunni. Hann kynnti nýjan starfsmann samtakanna fyrir umsjónarmönnum neytendasfðunnar. Það er Guðsteinn Guðmundsson, sem tekið hefur við störfum Arnar Bjarnasonar sem Reynlr Ármannsson, formaflur Neyt- endasamtakanna, og nýl starfs- maflurlnn, Guflsteinn Guðmundsson. DB-mynd Gunnar örn. starfað hefur fyrir Neytendasamtök- in f nokkur ár. „Það hefur orðið gjörbreyting í öllum neytendamálum nú sfðastliðin ár. Það gerist nú æ oftar að verzlanir benda óánægðum viðskiptavinum á samtökin og segjast munu beygja sig undir úrskurð þeirra, ef upp kemur vandamái milli viðskiptavina og verzlana,” sagði Reynir. Guðsteinn, sem nýlega er tekinn til starfa, minntist á vandamál sém upp kæmu eftir fermingarnar. Fólk vill fá að skila aftur ýmsu því er barnið fékk í fermingargjöf og fá það greitt ( peningum. Viðskiptavinirnir eiga erfitt með að sætta sig við ef kaup- maðurinn vill ekki umyrðalaust greiða vöruna til baka út í hönd. — Samkvæmt lögum eru kaupmenn alls ekki skyldugir til þess að greiða ógallaða vöru til baka með peningum. Annað er hvað þeir gera ef þeir eru sérlega liðlegir. Þá minnt- ist Reynir á að fyrir nokkrum árum kom Karnabær sér upp eigin kvörtunarþjónustu og leysir þannig öll vandamál sem upp koma milli verzlunar og viðskiptamanna. Tðlu- vert ber á því að kvartanir koma upp vegna fatnaðar sem keyptur er hjá tízkuverzlunum. Ofter mjög erfitt að skera úr i slfkum málum. -A.BJ. til samanburöar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamiega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamjölun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda i i i I .1 í 1 I i I I Sími I------------------------ I I Fjöldi heimilisfólks. Heimili I Kostnaður í maíroánuði 1981 'i ____________________________ Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. W I ffíiV

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.