Dagblaðið - 24.06.1981, Síða 6

Dagblaðið - 24.06.1981, Síða 6
6. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1981. Brlent Erlent Erlent Erlent Ný ríkisstjórn mynduð í Frakklandi: Kommar fengu fjóra af nýju ráðherrastólunum Kommúnistar fengu fjögur sæti I hinni nýju rikisstjórn Francois Mitt- errand Frakklandsforseta er endan- lega var gengið frá skipan stjómar- innar f gær. Þá höfðu sósialistar og kommúnistar gert meö sér samkomu- lag um innanrfkis- og utanrikismál. Ráðherrarnir fjórir eru fyrstu kommúnistarnir sem fá sæti f ríkis- stjórn einhvers hinna stærri vestrænu rfkja eftir lok sfðari heimsstyrjaldar- innar. Samtals verða ráðherrarnir 44 i hinni nýju ríkisstjórn Frakklands og auk sósialista og kommúnista eiga vinstri radikalar aðild aö stjórninni. Sósialistar, sem fengu hreinan meirihluta á þingi í nýafstöðnum þingkosningum, halda sjálfir öllum helztu ráðherraembættunum svo sem utanrikis- og innanríkismálum, fjár- málum og varnarmálum. Pierre Mauroy, forsætisráðherra f stjóm Mitterrands, sagði i gær að hann sæi enga ástæðu til þess að skipan kommúnista 1 fjögur ráð- herraembætti ætti eftir að valda áhyggjum utan Frakklands. Helmut Schmidt, kanslari V- Þýzkalands, sagðist i gærkvöldi ekki telja að skipan kommúnistanna þyrfti að hafa erfiðleika í för með sér George Marchals. Plerre Mauroy. fyrir Efnahagsbandalag Evrópu eða samskipti Evrópulanda við Bandarik- in. Mauroy sagði að skipan kommún- istanna i stjórnina væri eðlilegasta leiðin til að heiðra þá sem átt hefðu þátt i sigri Mitterrands og sósfalista. Georges Marchais, leiðtogi komm- únista, sagði í sjónvarpsviðtali í gær- kvöldi að kommúnistar og sósfalistar hefðu ólfkar forsendur I Afganistan- málinu en franskir kommúnistar hafa sem kunnugt er fylgt þar Moskvu-lín- unni. Varðandi Pólland, Miðausturlönd og eldflaugabúnað Sovétmanna i Evrópu var i samkomulagi flokkanna notað orðalag sem túlka mátti á ýmsa vegu og virtust kommúnistar ekki, í samkomulaginu, hafa skuldbundið sig til að láta af stuðningi sínum við ráðamenn f Kreml. Alcxandcr Haig, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, hefur verið mjög á faraldsfæti að I hvor öðrum hina mestu kurteisi enda fór ákaflega vel á með þeim að sögn og Banda-. undanförnu. Myndin er tekin við heimsókn hans til Kfna fyrir skömmu er hann hitti rfkjamenn hafa nú aflýst vopnasölubanni á Kfnverja við afskaplega litinn fögnuð Bo Yibo aðstoðarutanrfkisráðherra Kfnverja að máli. Ráðherrarnir áttu erfitt með' Sovétmanna. að koma sér saman um hvor þeirra ætti að setjast á undan. Þannig viídu þeir sýna | TÖKUM AÐ OKKUR AÐ SLÁ LÖÐIR Uppl. í síma 45773 og 10348 eftir kl. 18. VARAHUm SMURSTÓP bílagler málun NÝKOMIÐ: Kílgúmmí, verkstæðis- tjakkar ásamastaö Laugawegi 118-Sími 22240 ILL VILHJÁLMSSON HE Nýja hjartað gengur illa —Átján ára gömul sænsk stúlka berst við dauðann eftir að hafa fengið nýtt hjarta íLondon Átján ára gömul sænsk stúlka, Lotta Wangström, berst nú við dauðann eftir að hafa gengizt undir skurðaðgerð f London þar sem skipt var um hjarta í henni. Fyrst f stað voru læknarnir mjög bjart- sýnir eftir aðgerðina sem þótti takast mjög vel. Lotta fékk hjarta úr 28 ára gömlum manni sem látizt hafði af völdum um- ferðarslyss. Þegar Lotta vaknaði nokkrum klukku- stundum eftir aðgerðina var hún glöð í bragði og hress: ,,Ég vildi helzt fara fram úr og hlaupa. Mér líður prýðilega. Ég er bara hungruð og gæti hugsað mér að fá kjötbollur.” Um það bU sem foreldrar Lottu áttu að fá að heimsækja dóttur sína hætti hjarta hennar að slá og stöðvaðist siðan hvað eftir annað. Læknum tókst aðeins að halda þvf gangandi með þvi að gefa Lottu rafstuð. Aðgerðin fór fram á Harfield sjúkrahús- inu og þar höfðu áður farið fram nitján hliðstæðar skurðaðgerðir og læknarnir þar hafa áður ráðið við vandamál svipuð þessu. Talið er að það ráðist á aUra næstu dögum hvort Lotta komi tU með að hafa not af hinu nýja hjarta. Lotta i lelð i Harfield-sjúkra- húslð. Elnl Iffsmögulelkl hennar var fólginn i þvt að fi nýtt hjarta. Sakharov heiðurs- doktorí Noregi Sovézki vísindamaðurinn og andófs- maðurinn Andrej D. Sakharov verður gerður að heiðursdoktor við háskólann 2. september næstkomandi í tengslum við árshátið skólans. Sakharov hefur ekki verið frjáls ferða sinna í Sovétríkj- unum undanfarin ár vegna mannrétt- indabaráttu sinnar. Hann verður gerður að heiðursdoktor I eðlisfræði. „Tarsan” reynirað yngja sig Hinn 77 ára gamU bandaríski kvik- myndaleikari Johnny WeissmilUer er ekki of hrifrnn af því hvað hann er tek- inn aö gamlast. WeismúUer öðlaðist á sinum tfma heimsfrægð fyrir leik sinn í Tarsan-kvikmyndunum en það hlut- verk hlotnaðist honum ekki sízt fyrir mikinn og glæsUegan vöxt sinn. WeismúHer er nú í Mexíkó þar sem hann gengst undir meðferð með Gero- vital-töflum, sem bannaðar eru í Bandarfkjunum. Því er haldiö fram að töflur þessar eigi að halda mönnum ungum. Hann er nú þegar mikið betri, segir Marfa, kona hans. Sonja prinsessa fótbrotn- aði Sonja, krónprinsessa þeirra Norð- manna, fótbrotnaði um daginn. Af þeim sökum hefur hún orðið að aflýsa opinberum móttökum og öðrum skyldustörfum sinum að undanförnu. Mál Williams fyrirrann- sóknarrétt Dómari kvað f gær upp þann úr- skurð að nægUegar ástæður lægju tU þess að rannsóknarréttur kannaði hvort ákæra bæri ljósmyndarann Wayne WiUiams fyrir morðiö á einu hinna 28 fórnarlamba Atlanta-morð- anna svonefndu. WUUams var handtek- inn sfðastUðinn sunnudag í sambandi við morðið á síðasta fórnarlambinu, Nathaniel Carter. Bush rœðir við Mitterrand Bush, varaforseti Bandarfkjanna, er kominn tU Frakklands og mun 1 dag eiga viðræður við hinn nýja Frakk- landsforseta, Francois Mitterrand. Tal- ið er að skipan fjögurra kommúnista f stjóm Frakklands kunni að varpa nokkrum skugga á viðræður þeirra.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.