Dagblaðið - 24.06.1981, Síða 8

Dagblaðið - 24.06.1981, Síða 8
8 í DAGBLAÐIÐ. MIÐVDCUDAGUR 24. JÚNÍ1981. „Dagleg störí gersamlega úr öllum skoröum gengin" Af leiðingar læknadeilunnar: —segir dr. Stefán Haraldsson, yf irlæknir bæklunardeildar „Langur biðlisti, allt að 600—700 manns víðs vegar að af öllu landinu, liggur fyrir á Bæklunardeild Land- spítalans. Allt þetta fólk þarfnast meðferðar,” sagði dr. Stefán Har- aldsson dósent, yfirlæknir Bæklunar- deildar Landspítalans í viðtali við DB. „Hér eru 33 sjúkrarúm og vissu- lega voru hér biðlistar áður en þessi svonefnda læknadeila kom til sög- unnar. Nú er hér hins vegar allt stopp nema það, sem sinnt er í bráðatilvik- um, þar með talin slys,” sagði dr. Stefán. -' •» „Hér voru auk mín þrír sérfræð- ingar. Þeir hafa allir sagt upp störf- um. Tveir eru famir til útlanda en einn get ég ennþá kallað i. Þetta getur I raun ekki gengið lengur,” sagði yfirlæknirinn. Hann kvað venjulegan gang í dag- legum störfum beinllnis í rúst, þótt reynt sé að taka inn þau tilfelli sem bráðastrar lækningar þarfnast. „Það er erfitt að hugsa til þess hverjar þjáningar og raunir sjúkling- ar verða að þola vegna þessa ástands. Maður vonar bara að úr þessu rætist sem fyrst á viðunandi hátt,” sagði dr. Stefán Haraldsson yfirlæknir. -BS. „Þrátt fyrir margra mánaða biðlista eru mörg rúm auð" —segir dr. Gunnar Guðmundsson, yf irlæknir taugadeildarinnar „Hér á deildinni eru 23 sjúkrarúm. Það er vitanlega allt of lítið. Margra mánaða biðlisti sjúklinga er skráður til lækninga i þetta takmarkaða sjúkrarými. Þrátt fyrir þetta eru hér nú 9 rúm auð,” sagði dr. Gunnar Guðmundsson prófessor, yftrlæknir taugadeildar Landspítalans í viðtali við DB. „Þetta lýsir ástandinu nokkuð. Spurningin er um það hvaða úthald við höfum til að sinna störfum við þær kringumstæður sem nú ríkja,” sagði dr. Gunnar. Hann bætti við: „Þegar við mætum mesta álagi, sem deildin getur valdið, eru hér aukarúm á göngum, allt að átta. Fleiri rúmum er ekki unnt að koma hér inn fyrir dyr.” „Hér eru venjulega tveir aðstoðar- læknar. Nú er hér enginn. Einn sér- fræðingur, sem deildin hefur, er farinn til Bandaríkjanna. Við getum þó enn gripið til tveggja sérfræðinga í bráðatilvikum. Fækki þeim sem við getum gripið til er hér orðið full- komið neyðarástand,” sagði yfir- læknirinn. Hann kvaöst reyna að veita ráð- gjöf í síma vegna sjúklinga, sem bíða eftir plássi, og leiðbeiningar eftir megni. Hann kvað það einnig bjarga talsvert að á deildinni væri svo sér- hæfð þjónusta að hver gæti yfirleitt gripið inn í annars störf. Ástandið væri annars svo slæmt aö það gæti ekki gengið lengur. „Mér fmnst það mjög miður að Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra skuli ekki hafa haft tækifæri til að hafa afskipti af þessu máli,” sagði dr. Gunnar. „Hann hefur almennt traust. Mín skoöun er sú að deilan hefði aldrei nálgazt þá sjálfheldu, sem hún virðist í, ef hans hefði notið við í þessum vanda,” sagði dr. Gunnar Guðmundsson, prófessor. -BS. -------------------- Sjúkrarúmin allt of fá undir venju- legum kringumstæðum. Þrátt fyrir margra mánaða og hundruða manna biðlista standa rúmin nú auð þar sem ekki er hægt að sinna sjúklingum vegna geigvænlegrar manneklu á flestum deildum sjúkrahúsanna. Her- dis Helgadóttir, deildarhjúkrunar- fræðingur á taugadeild Landspital- ans, stendur hér milli auðra sjúkra- rúma. DB-mynd: GunnarÖrn. „UÓST AÐ KEFLVÍKINGAR FÁ SÍNA LYKT í SUMAR” r — segir Björn Dagbjartsson um stríð sem geisar um lykteyðingartækin í Fiskiðjunni s.f. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verða Keflvikingar að una við ólyktina úr Ftskiðjunni am eitt árið. Unnið var að gerð lykteyðingartækis fyrir verk- smiðjuna af isienzkum smiðum er ein- hver snuröa hljóp á þráðinn milli eig- enda verksmiðjunnar og framleiðenda tækjanna. Er nú hætt við smíði þeirra mengunarvarnatækja sem smiða átti á íslandi. Ekki Uggur ljóst fyrir, hvernig komið veröur í veg fyrir mengun i sumar. „Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins var beðin að gefa álit á aðferð en ekki búnaði,” sagði Björn Dagbjartsson í viðtali við DB vegna fréttar sem DB hafði eftir Víkurfréttum sl. Iaugardag. „Þar sem svona kerfi er hvergi í gangi, en líkist mjög DG 3 frá Brödrene Het- land í Noregi, skrifaði R.F. eftir upp- lýsingum,” sagði Björn. DB fékk afrit bréfs Rannsóknar- stofnunar til Fiskiðjunnar. f því segir m.a. svo:.....fræðilega séð á ekkert að vera því til fyrirstöðu, að fullkomin lykteyðing geti náðst með hinum fyrir- hugaða útbúnaði. Það liggur þó í augum uppi, að það tekur sinn tíma, eftir að búnaðurinn er kominn upp, að fá kerfið til að virka á fullnægjandi hátt, þvi það þarf að stilla saman hina einstöku þætti, sem í kerfinu eru. Við höfum trú á því, að þetta verði til mik- illa bóta og geti einnig orðið hvatning til landans, að hann framleiði sín hreinsitæki sjálfur. f þessu tilviki er um BNOC-MENN VÆNTANLEGIR „Seinni partinn í vikunni er von á fulltrúum brezka ríkisolíufyrirtækis-' ins BNOC hingað til viðræðna um það hvort samningar um olíukaup okkar verða framlengdir,” sagði Tómas Árnason viöskiptaráðherra í viðtali við DB. „Verðþátturinn virðist þýðingar- mesta atriðið nú eins og þróunin hefur orðið. öryggissjónarmiðin eru einnig ákaflega mikilvæg,” sagði ráðherrann. „Við reynum að fylgjast ákaflega vel með því sem er að gerast í olíu- málunum og leggjum i það mikla vinnu. Við höfum fyrir okkar leyti ekki séð ástæðu til að flýta þessum " viöræðum, þótt tímasetning þeirra sé í fullu samráði við BNOC. Af þessu er því ekkert að frétta eins og er,” sagði viðskiptaráðherra. Aðrar heimildir telja að klukkan gangi á BNOC í þessum samningum. Spurningin sé um það hvað BNOC ætlar að lækka verðið á gasolíunni mikið. Kúrfur milli framboðs og eftirspurnar, þar á meðal á Rotter- dammarkaði, fari naumast að skerast aftur fyrr en eftir 14—18 mánuði samkvæmt nýlegum spám. Eðlilegt sé aö búast við verulegri verðlækkun, ella verði samningar okkar naumast framlengdir nema um mjög lítið magn. Samkvæmt samningum okkar við BNOC falla þeir sjálfkrafa úr gildi verði ekki fyrir lok júnímánaðar sam- komulag um að framlengja þá. -BS. islenzka hönnun og að mestu islenzka smíð að ræða, þannig að við þurfum ekki að missa alla framleiðsluna til út- lendinga. Ljóst er, að í mörgum fiski- mjölsverksmiðjum verður að koma upp einhvers konar lykteyðingu á næstu árum.” í umsögninni er tekið fram að erfitt sé að dæma um kostnað en talið að hann verði sízt meiri en fyrir samsvarandi búnað keyptan erlendis. Björn Dagbjartsson tók fram að þó einhverjir aðkeyptir verkfræðingar telji að búnaðurinn, sem setja átti upp í Fiskiðjunni í Keflavik, sé gallaður þá hafi Rannsóknarstofnunin ennþá ekkert séð sem kalla mætti hönnunar- galla á umræddu kerfi og að það sé ónothæft. „Ef menn vilja heldur flytja inn mjög svipaðan búnað, heldur en reyna þessa innlendu smíði, þá er a.m.k. mjög langsótt að finna upp einhvern hönnunargalla sem Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins hafi blessað. En það er ljóst að Keflvíkingar og Njarðvíking- ar fá sína lykt í sumar,” sagði Björn Dagbjartsson. -A.St. Fiskiðjan: ólyktin vcrður eitt árið enn. DB-mynd: Árni Páll.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.