Dagblaðið - 29.06.1981, Síða 1

Dagblaðið - 29.06.1981, Síða 1
N/ f •> 'r'ý' fríálst, áháð daghlað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSlMI 27022. Friðrik og Jón L. efstir Friðrik Ólafsson og Jón L. Árnason urðu efstir og jafnir, með fimm vinninga af sex mögu- legum, á 10. helgarskákmótinu sem fram fór í Grímsey og lauk í gær. Peningaverðlaun eru veitt og fengu þeir hvor i sinn hlut 2500 krónur. Fjórir menn skiptu á milli sín þriöju verðlaununum, þeir Helgi Ólafsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Pálmarsson og Guð- mundur Sigurjónsson, allir með 4 1/2 vinning. Hlutskörpust kvenna varð Ólöf Þráinsdóttir með þrjá vinninga. Helgi Ólafsson vann aukaverð- laun, 10.000 kr., fyrir bezta árangur á síðustu fimm helgar- skákmótum. -KMU. Tværnauðganir á Suðurnesjum Tvær nauðganir voru í rann-. sókn á Suðurnesjum yfir helgina. Annar nauðgarinn hefur játað sekt sina, en hinn stendur fast á því að samfarir hafi átt sér stað með fullum vilja stúlkunnar sem kærði. Fyrri nauðgunin átti sér stað aðfararnótt laugardags. Sextán ára stúlka kærði 22 ára mann fyrir nauðgun, sem hún kvað hafa átt sér stað i bifreið á Mið- nesheiði milli Sandgerðis og Keflavikur. Eftir atburðinn ók maðurinn stúlkunni til Kefla- víkur. Maðurinn var handtekinn um morguninn og hefur staðið fast á því að samfarir hafl átt sér stað með fullum vilja stúlkunnar. Við það situr nu i þessu máii. Aðfaranótt sunnudags kærði 58 ára gömul kona 28 ára gamlan mann fyrir að hafa nauðgað sér á heimili hennar i Sandgerði. Konan og maðurinn hittust í húsi skammt frá húsi konunnar. Þau þekktust m.a. vegna þess að konan hafði verið matráðskona á vinnustað mannsins. Hann var ölvaöur og kvartaði yfir matar- leysi. Hún aumkaðist yfir hann, bauð honum heim og gaf honum að boröa. Siðan kom aö nauðg- uninni. Þessi maður hefur játaö verkn- aðinn. Mikö verksummerki sáust í ibúðinni um átök, en konan hafði reynt að verja sig eftir mætti. Rannsóknarlögregia Suður- nesja hafði bæði málin til með- ferðar. -A.St. Á ttasíðna blaöaukium íþróttin'dag! 7. ÁRG. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 1981 — 142. TBL. Grœnlenzki drengurinn Kristian Eric Larsen fluttur úrflugvélinni ú Reykjavíkurflugvelli Isjúkrabll. DB-mynd: S. Sjúkraflug til Grænlands: Fékk hvellettuf lís í augað Helgi Jónsson flugmaður sótti í gær- morgun 13 ára Grænlending Jil Meistaravikur. Drengurinn hafði verið að leika sér meö hvellhettu sem hafði sprungið og hann fengið flis i augað. Drengurinn á heima i Skoresbysundi og var sóttur þangað i þyrlu og farið með hann til Meistaravíkur þangaö sem Helgi náði siðan I hann, eins og fyrr sagði. Flugið gekk mjög vel og var drengurinn fluttur á Landakot er til íslands kom. -DS. Lögreglan stöðvaði laugardagsafgreiðslu verzlana: Hartað mega ekki hafa opiö" „Okki1' flnnst það hart að á sama tíma og bensinstöðvar og blómabúöir mega selja þessar vörur megum við það ekki,” sagði Óli Barðdal, annar eigandi Seglagerðarinnar Ægis í Reykjavík. Verzlun Seglagerðarinnar var ein af þeim 20—30 verzlunum sem lokað var með lögregluvaldi á laugardagsmorgun. „Þeir komu þarna og bönnuðu fólki að fara inn 1 búðina. Við vorum ekkert að „ströggla” við þá, þetta voru aðeins menn að vinna sfn verk,” sagði Óli um heimsókn lögreglunnar. „Við höfum aðeins opið 3 mánuði á ári og höfum alltaf haft opið á laugardagsmorgnum og við eig- endurnir unnið sjálfir án aðstoðar fólks úr Verzlunarmannafélaginu. í rauninni erþettaaðeinsafgreiðslustöð á þeim vörum sem við erum að fram- leiða og okkur finnst ekki réttlátt að mega ekki hafa opið,” sagði Ólil. -DS. ( —Sjábaksíöu ] Hyggjuvit stúlkunnar hjálpaöi sporhundinum —skildi sokk sinn eftirí vörðu þannig að hundurinn gat rakið slóð hennar

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.