Dagblaðið - 29.06.1981, Page 13

Dagblaðið - 29.06.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ1981. Kjallarinn Nokkrar spurningar í framhaldi af þessu langar mig til þess aö varpa fram nokkrum spurningum til viðeigandi aðila, sem geta, ef þeir vilja, svarað. 1. Hvernig er að mjólkursöfnun staðið. 2. Hversu oft er safnað frá hverjum framleiðanda. 3. Hversu oft eru tekin sýni af framleiðslu (mjólk) hvers framleiðanda. 4. Eru. tekin sýni, og hversu oft af hverjum tankbíl. 5. Er mjólk úr tankbílum blandað saman án niðurstöðu rannsókna. 6. Er geymsluþol mjólkur rannsakað fyrir átöppun. 7. Eru dagsetningarstimplanir eftir lögum eða af niðurstöðum rann- sókna. 8. Hversu lengi á mjólk að vera neysluhæf umfram síðasta dag- stimpil, miðað við eðlilega með- ferö neytenda. 9. Skila mjólkurbúin mjólkinni til kaupmanna á, eða undir því hita- stigi sem æskilegt gæti talist? 10. Halda kæligeymslur kaupmanna, mjólk, undir þvi hitastigi sem æskilegt er talið. 11. Hvað kom út úr rannsókn rann- sóknarstofu Mjólkursamsölunnar i Reykjavík þegar mjólkin skemmdist um páskana þann 20. aprO eins og alkunnugt er. Hvar eru Neyt- endasamtökin? /"'■..... Hvar erum við neytendur? Hvernig er farið með okkur? Loksins kom að því að okkur (neytendum) er kennt um það sem illa fer. Fyrir þó nokkru fengu mjólkursamlögin heimild til að dagstimpla mjólk fram í tímann, lengur en áður tíðkaðist, en þó sér- staklega um hátíðar. Nú er því þannig farið að neytend- ur mjólkurafurða eru börn og unglingar, í meirihluta, sem ekki hafa neina talsmenn. Oft á tíðum þarf þetta smáfólk að liða fyrir gjörðir mjólkurbúanna þar sem að foreldrar þeirra hafa allt of mikiö andvaraleysi gagnvart mjólkurbúunum, og kaupa mjólk fram i tímann sem er þó stimpluð dagsetningu síðasta sölu- dags. En allt of oft er hún orðin súr áður en hún er opnuð, jafnvel sama dag og hún er dagsett, og jafnvel fyrr. Hver kannast ekki við aö þurfa að hella niður lítra eða litrum af súrri mjólk, (eða baka pönnukökur sem fyrst). Hver ber sök? Þá vaknar sú spurning hverjum er það að kenna að mjólkin er súr á síðasta söludegi eða jafnvel fyrr. 1. Eru það lélegir bithagar? 2. Eru það slæmar kýr? 3. Er það slæm umhirða kúa? 4. Er það slæm umhirða mjaltatækja? 5. Er það slæmur rekstur mjólkurbúa? 6. Er það slæm meðferð neytenda? Við getum gefið okkur það að bit- hagar séu góðir og kýrnar ágætar. Þá kemur að þessum mannlega þætti sem fjarlægir mjólkina úr kúnum og kemur henni yflr á borð neytandans. Augljóst er að það er þessi mannlegi þáttur á framleiðslunni sem er valdur að öllum þeim göllum sem i mjólkur- afurðum finnast og koma á borð neytandans. Nú undanfarnar vikur virðist það koma fram í áróðri frá ákveðinni nefnd að neytendur séu sjálfir valdir að því að mjólkin þeirra súmi. Hvemig eru þeir valdir að því? 1. Hver hefur ekki séð nýju umbúðirnar sem benda neytend- unum á að þeirra mjólk er yfirleitt skiUn eftir í þrjár klukkustundir við stofuhita áður en henni er stungið i kæliskápinn? Þaö minnkar geymsluþol mjólkur- innar verulega. 2. Nú virðist sama nefnd álíta að fsskápar íslendinga gangi of heitir, og viU þvi selja þeim hita- „Hver kannast ekki við að þurfa að hella niður lítra eða lítrum af súrri mjólk?” Er mjólkin góó? „Oft súr áöur en hún er opnuð, jafnvcl sama dag og hún er dagsett,” segir greinarhöfundur. Með ósk um að fólk almennt láti heyra í sér um þessi mál og greinar- góð svör frá viðeigandi aðilum. Sigmundur Valgeirsson tölvufræflingur. Sigmundur Valgeirsson mæla, (kuldamæla) til þess að fylgjast með því að mjólkin þeirra súmi ekki. Það er ekki laust við að þegar við heymm og lesum svona áróður þá læðist að okkur sá grunur að sökinni sé verið að varpa yfir á neytendur. Það sem er súrast í þessum áróðri er að hitamæiarnir eru niðurgreiddir af þvi opinbera. aldrei hvikað frá þeim undirstöðu- atriðum sem allar sósialiskar byltingar hafa sett sér. Það hefur aldrei verið ætlun byltingarmanna að hefja einkaeignarformið til vegs á ný. Það hefur aldrei verið ætlunin að dreifa þjóðfélagslegu valdi í sam- ræmi við auðmagnseign einstaklinga. Það hefur aldrei verið ætlunin að takmarka lýðræði við borgaralegt þingræðisform. Sósíalismi a la Kreml Óvinur óvinar míns hlýtur að vera vinur minn. Þannig virðast sumir pennariddarar til hægri hugsa þegar þeir þrýsta pólsku andófsöflunum að brjósti sér og kvaka um samúð og stuðning. Nýlega ritaði Pétur Guðjónsson kjallara í DB um málefni Póllands. Ekki hélt ég að Pétur og hans nótar væru svona miklir fylgjendur alþýðu i uppreisnarhug og aUra síst þegar þessi uppreisnaralþýða er að berjast fyrir þjóðfélagskerfi sem stangast á við allt sem er borgaralega þenkjandi mönnum heUagt. Það eina sem er Pétri og pólskri al- þýðu sameiginlegt er að vera á móti Rússum. En Pétur er á móti Rússum af því að hann trúir Brésnef og Co þegar þeir segja sósíalisma vera i Sovétríkjunum og austantjalds, en pólsk alþýða er á móti Rússum af þvi að hún veit að það er ekki sósíaUsmi i Sovétríkjunum og annarstaðar austantjalds, en hún vill sósialisma i Kjallarinn Albert Ðnarsson Póllandi. Það væri athugandi fyrir Pétur og fleiri að fara að dæmi Pól- verja og athuga hvað Brésnef kaUar sósíaUsma, áður en honum er trúað. Lech Walesa talar um að hreyfing þeirra, Samstaða, sé sósíalísk og lætur gjarnan fylgja með að þeirra sósíalismi sé ekkert skyldur þeim sem herrarnir skreyta sig með. Við gætum, fyrst þeir báðir, Walesa og Brésnef, nota orðið sósial- ismi getið okkur tU um það hvor sé að biekkja. Ég haUast að því að Brésnef sé að blekkja og aö Walesa meini sósíaUsma þegar hann notar orðið sósíaUsmi. Ég fæ ekki betur seð en að „sósíaUsmi” að hætti Kremlar sé það sem áður var kallað fasismi af verstu tegund. Ég fagna því, þess vegna, að Pétur og hans vinir til hægri vilji styðja baráttu gegn sovéska fasismanum -í Póllandi og annars staðar. Ég harma það á hinn bóginn ef þeir skorast undan merkjum þegar um er að ræða fasisma og yfirgang þeirra sem skreyta sig með öðrum flöggum en „sósiaUsma" að hætti Kremlar. Pólland er púðurtunna Kjallaragrein sína kallar Pétur „Pólland er púðurtunnan i Evrópu”. Hvenær sem er getur blossað upp bál og hvað gerist þá. Um þetta erum við mjög sammála. Við erum líka sam- mála um að Sovétríkin séu hinn mesti fjandi núna, enda þótt við séum ósammála um söguna að þessari stöðu. Pólska byltingin er ákaflega merki- leg fyrir margra hluta sakir. Hún er fyrsta kjaftshöggið á sovét-fas- ismann. Hún er mjög merkileg byltingartilraun þar sem milljónir manna eru virkjaðar í friðsamlegri byltingu. Hún er, vegna þess að hún er sósíalisk, staðföst ábending um að kerfi það sem Kreml og Co kallar sósíalisma er alls enginn sósíalismi. Hún er virkUega þörf ábending tU alþýðu alls heimsins um að láta ekki deigan síga þótt naprir vindar blási á móti og fjandinn sé öflugur. Það er e.t.v. ekki síst vegnaþess að pólska byltingin hefur þetta alþýð- lega, sósialíska, innihald að PóUand er púðurtunnan í Evrópu þessa stundina. Það er nefnilega ekki bara hrammur rússneska bjarnarins sem ógnar. Pólsk alþýða litur það ekki síður hornauga að risaveldið í vestri og NATO skerpa vígtennurnar. Byltinginer pólsk Pétur minntist á það i kjallaragrein ^ „Þaö hefur aldrei veriö ætlun byltingar- manna aö hefja einkaeignaformið til vegs á ný.” sinni að um aldir hafi Pólland verið klemmt á miUi tveggja óvina, Rússa í austri og Þjóðverja í vestri. í sög- unni hefur þetta verið kallað „pan- slavismi” og „pan-germanismi” og bitnað á Pólverjum ásamt Tékkum og Slóvökum, sem hafa orðið að þola yfirgang þessara ásælnisstefna til skiptis. Það ætti því ekki að koma á óvart að Pólverjar séu vakandi fyrir ásælni að vestan, sem og þeir eru nú vakandi fyrir hverjum leik þeirra Kremlverja í stríðinu um völdin og framtíð Póllands. Það hefur lfka þrá- faldlega komið fram að forystuafl byltingarinnar í Póllandi, Samstaða, lætur ekki stýra sér frá útlandinu. Samstaða hefur samt hvatt erlenda til að styðja með ráðum og dáð baráttu hreyfmgarinnar, en hafnar öllum stuðningi sem bundinn er skilyrðum. Byltingin er pólsk og stjórnað og gerð af Pólverjum. Það er því ekki að vænta mikils stuðnings frá Pentagon eða Brussel, þar sem slíkra aðila hugur er ekki hjá stríðandi alþýðu, heldur við skákborö risaveldanna. Fyrir þeim er pólsk alþýða ekkert annað en peð, sem þeir reyna að nota til að skáka kónginum í Kreml. Eða er það hugsanlegt Pétur, aö vænta megi stuðnings frá NATO við baráttu Samstöðu og pólskrar alþýðu? Eru Pétur og hans sinnar tilbúnir til aðstyðja baráttu Samstöðu á enda, án þess að setja skilyrði? Albert Einarsson kennari.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.