Dagblaðið - 29.06.1981, Side 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ1981.
FÓLK
Náttúra módel 1972 árM 1981. Talið frá vinstri: Shady Owens, skur i fangi Karls Sighvatssonar, Ólafur Garðars-
son, Sigurður Árnason og Björgvin Gíslason. DB-myndir: Einar Ólason.
talin: Ólöf Harðardóttir, Reykjavik
Rythm Section, Grýlumar, Mezzo-
forte, Náttúra, Björgunarsveitin,
Combo Snorra Snorrasonar, Magnús
Eiriksson Blús Band, Gunnar Þórð-
arson, Karl Sighvatsson, Laufey Sig-
urðardóttir, Sigurður Rúnar Jóns-
son, Orghestarnir, Steinunn Ragnars-
dóttir, Egill Ólafsson og svo kannski
Pálmi Gunnarsson og Friðryk. Já,
fyrir utan heiðursgestinn Shady
Owens. En látum hana eiga loka-
orðin: ,,Ég vona að allir mætí og
skemmtið ykkur vel.”
-SA.
Rcett við heiðursgestinn á styrktarhljómleikunum í Þjóðleikhúsinu í kvöld:
„Fólk heldur að ég sé að
grínast þegar ég segi að
lag með mér hafi komið út
í S-Afiíku, ”
segir Shady Owens söngkona
, ,Kalli Sighvats hringdi í mig 1 lok
mai og spurði hvort ég væri til 1 að
koma og syngja með gömlu Náttúru
á þessum hljómleikum. Ég sagðist
vera þaö, framarlega sem allir kæmu.
Sfðan heyrði ég ekkert aftur i Kalla
fyrr en nú um miðjan mánuðinn að
hann hringdi og sagði að allt væri
klappað og klárt.” Það er söngkonan
Shady Owens sem hefur orðið en hún
er meðal þeirra tónlistarmanna sem
fram koma á styrktarhljómleikum
fyrir M.S. (Multiple Sclerosis) félag
íslands i Þjóðleikhúsinu i kvöld og
annað kvöld. Þeir hefjast kl. 20 bæði
kvöldin og er dagskrá þeirra mjög
fjölbreytt eða allt frá klassík upp i
rokk.
En það er Shady Owens sem ætlun-
in er að ræða við en hún kom hingað
gagngert frá London, þar sem hún er
búsett, til að syngja á hljómleikun-
um. Hvað er Shady að gera þessa
dagana?
Með breiðskffu
f maganum
„Slðastliðið vor og sumar söng ég
með Suzi Quatro en í byrjun vetrar
gerði ég lítíð þvi ég var að jafna mig
eftír uppskurð. Núna er ég að vinna
að stórri plðtu, sem kannski kemur út
i sumarlok. Ég hef verið að vinna í
henni í hjáverkum milli þess sem ég
hef verið að syngja bakraddir sem
session-söngkona. Lögin á plötunni
eru eftir þá Steve Voice og Pete
Yellowstone en þeir útsetja þau
einnig og spila á gitara. Aðrir tónlist-
armenn á plötunni verða stúdíó-
menn. Það er engin eiginleg hljóm-
sveit á bak við mig. Þetta er MOR-
tónlist, popp, en einnig bregður fyrir
diskói og rokki. Auðvitað er ég bjart-
sýn á plötuna og ef vel gengur verður
henni fylgt eftir með hljómleikum og
sjónvarps- og útvarpskynningum.”
Lftil plata f
Frakklandi....
„Ég hef starfaö með þeim Steve og
Pete i tvö ár og þeir sömdu m.a. fyrir
mig lagið Don’t go breaking my heart
now. Það var sett i samkeppnina um
Eurovision lag Englands i Eurovis-
ion-keppninni og komst 1 20 laga úr-
slit. Mér fannst það góður árangur
þvi um 500 lög voru með 1 upphafi.
Fyrir nokkrum vikum kom út lltil
plata meö þessu lagi meö okkur
Steve Voice i Frukklandi, en við
gáfum hana út sem dúett undir nafn-
inu Private Line. Hún er gefrn út á
Carriere merkinu, en stóra platan
mín á Pye. Nei, ég er ekki samnings-
bundin neinu útgáfufyrirtæki og hef
ekki verið. 700 eintök af plötunni
hafa verið send hingað og þangað um
heim til kynningar. Og vel má vera að
hún veröi einnig gefin út annars stað-
ar.”
... og önnur
í Suður-Afrfku
„Milli jóla og nýárs 1 vetur söng ég
síðan inn á plötu lag eftir hjón sem
léku á öll hljóöfærin. Það er diskólag
og heitir Shake your funky thing.
Nýlega kom það út 1 Suður-Afríku en
það land er stór markaður. Plötur
Suzi Quatro hafa til að mynda selzt
þar í milljóna upplögum. Fæstir vita
hins vegar af þessum markaði, halda
að ég sé að grínast þegar ég segi að
plata með mér hafi komið þar út. Ef
vel gengur þar verður lagið kannski
gefið út í fleiri löndum, e.t.v. Frakk-
landi og Spáni.”
Erfitt að vinna
sór sess
„Hér áður fyrr, þegar ég var að
byrja að syngja fannst mér svo lítið
mál að gefa út plötu. Bara að fara inn
í stúdlóið, syngja og gefa lagið síðan
út. Nú fyrst skil ég um hvað málið
snýst. Fyrst er að semja lagið og
síðan taka það upp. Þá hefst tauga-
stríðið hvort platan verði pressuð.
Síðan hvort hún verði gefin út, og
þegar hún er komin á markaðinn,
hvort hún verði leikin í útvarpi.
Útvarpsspilun er mikilvægt atriði i
Bretlandi. í hverri viku kemur út ara-
grúi af litlum plötum. Diskótekararn-
ir á hverri stöð halda fund einu sinni i
viku með forráðamönnum stöðvar-
innar og hlusta þá á þær plötur sem
út hafa komiö. Þeir hafa ekki tíma tíl
aö hlusta á hvert lag tíl enda, heldur
láta kannski fyrstu mlnútuna nægja.
Ef þeim líkar lagið velja þeir það til
spilunar þessa vikuna. Lögin sem eru
valin eru síðan leikin allan daginn og
þetta er góö auglýsing. Mest er um
vert að komast inn hjá BBC. Seljist
platan það vel aö hún nái inn á vin-
sældalistana og sé síðan að stökkva
upp listann viku eftir viku kemst
lagið i sjónvarpsþáttinn Top of the
Pops. Sá þáttur er einu sinni i viku og
þar eru leikin vinsælustu lögin hverju
sinni og þau lög sem taka mestu
stökkin. Það er bezta auglýsing sem
hægteraðfá.”
Stefni á
sóló-feril
„Þótt ég hafi sungið mikið bak-
raddir hjá öðrum söngvurum stefni
ég ekki að þvi að verða session söng-
kona. Stefnan hefur verið sett á sóló-
feril. Ég hef þegar gefið út fjórar litl-
ar plötur en þær hafa ekki gengið
nógu vel. Kannski gengur dæmið upp
núna, kannski ekki. Ég vinn mest í
Red Bus stúdióinu i London, en
Gunni Þórðar og Bjöggi Halldórs
hafa unnið þar. Eiginmaður minn,
Geoff Calvert, vinnur í Red Bus.
Þeir Steve og Pete eru færir náung-
ar, þeir sömdu m.a. lagið Feels Uke
I’m in love fyrir Kelly Marre. Það
komst i efsta sæti vinsældalista Bret-
lands í fyrra. Sjálf hef ég sungið
bakraddir með KeUy á hljómleikum f
klúbbum.”
Náttúra
árgerð 1972
„Ég hugsa að það veröi gaman að
syngja með Náttúru 1 Þjóðleikhús-
inu, þótt ég myndi ekki gera það
nema svona einu sinni. Þessi hug-
mynd, að endurstofna Náttúru fyrir
eina hljómleika, hefur áður skotið
upp kolUnum en ekki orðið aö veru-
leika fyrr en nú. Náttúra verður
skipuð þeim sömu og voru í henni er
platan Magic Key kom út 1972: KaUi
á orgeUð, Bjöggi Gísla á gitar, Óli á
trommur og Siggi á bassa. Við spilum
nokkur lög sem við vorum þá með á
prógramminu, þó ekki lög af plöt-
Shady Owens: Með stóra plötu i
vinnslu og tvser Htiar nýkomnar út
unni, og svo einhver ný,” sagði
Shady Owens.
Sem fyrr getur hefjast hljómleik-
arnir klukkan 20 og er forsala að-
göngumiða í Karnabæ. Miðaverð er
100 krónur. Dagskráratriði eru eftir-
fleira ,
F0LK
Dr. Gunnar
og bróður-
betrungarnir
Kommissarinn Sverrir Hermanns-
son alþingismaður og Höskuldur
Ólafsson bankastjóri Verzlunarbank-
ans eru á öndverðum meiði við dr.
Gunnar Thoroddsen forsætisráö-
herra á mörgum sviðum og einkum
eftir stjórnarmyndun dr. Gunnars.
Aftur á móti eru þeir Halldór Her-
mannsson útgerðarmaður á ísafirði,
bróðir Sverris, og svo Jónas Ólafs-
son á Þingeyri, bróðir Höskulds,
mikhr stuðningsmenn dr. Gunnars i
póUtíkinni. Þessi skipting bræðranna
i tvö horn barst í tal á fundi með for-
sætísráðherra fyrir skömmu. Dr.
Gunnar brosti við og sagöi: Þeir
HaUdór og Jónas eru miklir bróður-
betrungar, blessaðir!
Ávarp til Islendinga
Ólafur Jóhann
ífiríðum flokki
„íslenzka þjóðin verður að snúast
gegn áfengi svo sem öörum fikniefn-
um. Bæði er þörf viðhorfsbreytingar
einstakUnga og aðgerða af hálf u sam-
félagsins. öllum ber að leggja sitt af
mörkum.
Við hvetjum fólk til að endurskoða
áfengisvenjur sínar og viðhorf til vín-
neyzlu, draga úr eða hafna henni al-
gerlega.” Svo segir í Ávarpi tíl ís-
lendinga sem birtist í Morgunblaðinu
fyrir stuttu. Undir hana rituðu nöfn
sín forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttír, biskup íslands, herra Sigur-
bjöm Einarsson, 49 þingmenn og svo
Ólafur Jóhann Sigurðsson, rit-
höfundur. Það er ekki amalegt fyrir
Ólaf Jóhann að vera jafnað saman
við helztu fyrirmenn þjóðarinnar,
forseta Iýðveldisins og biskupinn.
Plat-Presley
á þjóðhátíð
Mikið verður um dýrðir á þjóð-
hátíðinni í Vestmannaeyjum að þessu
sinni og ekkert til sparað til að gera
hátíðina sem glæsilegasta.
Meðal þeirra, sem troða upp á
hátíðinni að þessu sinni, er banda-
ríski skemmtikrafturinn Jack Elton,
en sá þykir ótrúlega líkur Elvis sáluga
Presley og á það jafnt við um útlit,
hreyfingar og söngrödd. Elton þessi
hefur komið víða fram og hermt eftir
rokkstjömunni og oftast við góðan
orðstír. Á þjóðhátíðinni mun hann
njóta aðstoðar Brimklóar en ekki er
vitað hvort Elli prestsins verður
honum innan handar.
Fleira ,
F0LK