Dagblaðið - 29.06.1981, Qupperneq 27
„Fatlað fólk, eða þeir sem vinna
fyrir fatlaða, sér um allt efni í þættin-
um,” sagði Sigurður Magnússon,
framkvæmdastjóri Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra, um útvarpsþátt
í kvöld. Þátturinn nefnist íþróttir
fatlaðraog hefst klukkan 22.35.
„Þorbjörn Sigurðsson tækni-
maður hjá útvarpinu er kynnir og
stjórnandi upptöku. Að öðru leyti
eru fatlaðir sjálfir flytjendur
eingöngu. Þannig verður t.d. á milli
atriða leikin tónlist eftir Gunnar
Guðmundsson, af honum sjálfum.
Gunnar er alblindur og einhentur.
f þættinum kemur fram um tugur
manns, bæði börn og fullorðnir. Við
reyndum að byggja þáttinn þannig
upp að sem mestrar fjölbreytni gætti
og segja þeir mér hjá útvarpinu að
það haft bara tekizt vel. Eins og
nafnið bendir til eru íþróttirnar aðal-
efnið.
Þátturinn er unnin að tilstuðlan
Alfa nefndarinnar svonefndu. Ég var
beðinn að vera umsjónarmaður og
skoraðist að sjálfsögðu ekki undan
því,” sagði Sigurður.
Ástæða er til þess að hvetja fóik til
þess að hvíla sig um stund á sjón-
varpsleikritinu og setjast heldur niður
og hlusta á þáttinn. Fatlaðir hafa
nefnilega fengið það orð á sig að sýna
óvenju mikið af því sem kallaður er
heilbrigður íþróttaandi. í þeirra
augum er ekki aðalatriðið að vinna
heldur hitt að vera með.
-DS.
Fatlaðir hafa náð ótrúlegum árangri I íþróttum. Hverjum hefði t.d. dottið í hug að blindir gætu stokkið hástökk. tlún svnir
þó þessi stúlka svo ekki verður um villzt að allt er hægt þegar viljinn cr fyrir hendi. Innfellda m.vndin er af Sigurði
Magnússyni.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JÚNf 1981.
Sjónvarp
ÍÞRÓTTIR - sjónvarp kl. 20,45:
SÍDASTIÍÞRÓTTAÞÁTTUR
SJÓNVARPS FYRIR SUMARFRÍ
—sundmót fatlaðra og sitt lítið af hverju
Sverrir Friðþjófsson sagðist ætla
að sýna mynd frá íþróttamiðstöðinni
áSelfossi.
— „Þar fer fram íþróttanámskeið
fyrir krakka úr nágrenninu” —
sagði Sverrir — ,,og siðan geta hópar
komið og dvalið þarna nokkurn tíma
því aðstaðan er mjög fullkomin.
Meðal annars er mötuneyti sem sér
umallar máltiðir”.
Sverrir átti eftir að fara austur,
þegar blaðamaður DB spjallaði við
hann, og átti því einnig eftir að kynna
sér fyrirhugað rekstrarfyrirkomulag
og starfsemi.fþróttamiðstöðvarinnar.
Um annað liklegt efni þessa síðasta
íþróttaþáttar sjónvarpsins fyrir
sumarfrí sagði Sverrir:
„Ef veður leyfir ætla ég að fara til
Vestmannaeyja því að þar v.erður
haldið Norðurlandasundmót fatlaðra
og ég hef mikinn áhuga á að geta
greint frá því.
Að öðru leyti mun ég reyna að nýta
þennan síðasta þátt til þess að greina
frá fyrirhuguðum íþróttaviðburðum,
m.a. verður haldið hestamannamót á
Hellu fyrstu helgina í júlí og annað í
Eyjaftrði síðar í mánuðinum. Fleira
Z ég nú ekki með á döfinni sem
^^iiuor en mun reyna að grípa upp
þaðhelzta”.
-FG.
Sverrir Friðþjófsson, umsjónar-
maður iþróttaþáttar sjónvarpsins.
VIDEO
— Tæki — Fiimur
Leiga — Saia — Skiptí
Kvikmyndamarkaðurinn — í>imi 15480.
Skólavörðustíg 19 (Klapparatigsmegin).
KVIKMYNDIR
/A JÉ\
Göngum
ávallt vinstra
megin
á móti akandi:
umferð..
||U^FERÐAR
Önnumst kaup og sölu allra almennra
veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla.
Getum ávallt bœtt við kaupendum á við-
skiptaskrá okkar.
Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin.
Vcnlliréfci -
tliarluiiliiriiiii
Nýja húsinu JBBBk
v/Lækjartorg. * “ “ “ “
IÞROTTIR
FATLAÐRA —
útvarpíkvöld
kl. 22,35:
FATLAÐIR SJA UM
AÐ FLYTJA EFNIÐ
GUÁI
Lyngási 8 Garðabæ
SÍMI
53822
Sorppokagrindur
1
Fástí ýmsum litum
UPPLYSINGAR
0GAÐST0Ð
1