Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1981. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 f miklu úrvali 5—6 manna tjöld kr. 1.410,00 4ra manna tjöld með himni kr. 1.795,00 3ja manna tjöld kr. 910,00 Cnnfremur úrval af: Sóltjöldum, sólstólum, tjalddýnum, beddum, kæliboxum, svefnpokum, útigrill- um og „match light" grillkolunum nýju, sem ekki þurfa olíu. Þessi kol eru ný á markaðrv um hér. — Komið og skoðið úrvalið. Póstsendum SEGLA GERÐIN ÆGIR .Eyjagötu 7, örfirisey — Reykjavík. Símar 14093 — 13320 V TORFUSAMTOKIN HAFASVUOÐ — Eru samtökin orðin heimaskítsmát á skákborði fjandmanna húsfriðunar? Reiflur búsfrlflunarslnnl skrifar: í tilefni af jarðraski þvi sem nú stendur yfir á Bemhöftstorfu i Reykjavik langar mig að koma eftir- farandi á framfasri. 1. Sagt er að jarðraskið sé ge'rt* með fullu samþykki Torfusamtak- anna. Nú er það vitað að eitt höfuð- atriðii málflutningi húsfriðunarsinna hefur verið að upprunalegan heildar- svip húsa, húsasamstæða og um- hverfis þeirra beri að varðveita eftir föngum og að ekki beri að spilla honum með nýtízku aðskotahlutum. Einmitt þetta atriði vó þungt á met- unum 1 röksemdum þeim sem Torfu- samtökin beittu til að sýna fram á að varðveita þyrfti Bernhöftstorfuna 1 heild. Hvernig stendur á þvi að Torfusamtökin hafa nú fallizt á framkvæmdir sem brjóta 1 bága við eitt helzta grundvallaratriðið i stefnu þeirra? 2. Áður en núverandi borgar- stjórnarmeirihluti komst til valda var jafnan rekið upp ramakvein i hvert sinn sem þáverandi íhaldsmeirihluti ákvað að skerða um hársbreidd svo- kölluð græn svæði i borginni. Nú stendur þessi sami aðili að þvi að leggja undir steinsteypu eitt þeirra fáu grænu svæða sem eftir eru í mið- borg Reykjavíkur og það sjálfa Bern- höftstorfuna. Hver er ástæðan fyrir þessari skyndilegu stefnubreytingu? Finnst viðkomandi aðiium skákborð- ið á Lækjartorgi ekki nógu eyðileg mistök? I þeim tveimur atriðum sem ég hef nefnt fæ ég ekki i fljótu bragði séð heila brú á framferði viðkomandi aðila. Með þvi að ljá samþykki sitt þessum framkvæmdum hafa Torfu- samtökin fyrirgert siðferðilegum rétti sfnum til þess að andmæla t.a.m. ný- byggingum í Grjótaþorpi og hafa þvi svikið máistað íbúasamtaka Grjóta- þorps, sem þó er þeirra eigin mál- staður. Hvað borgaryfirvöldum við- vikur hafa þau sýnt og sannað að þau eru enn hatrammari fjendur húsfrið- unar og umhverfisvemdar en fyrir- rennarar beirra að bvi leyti að þau hafa i frammi blekkingarieik og ginna menn til að ljá þeim atkvæði sitt á fölskum forsendum. Formanni Torfusamtakanna ber að standa fyrir máli sinu og fulltrúum núverandi borgarstiórnarmeirihluta einnig. Stórvirkar vinnuvélar hafa rótað upp grænu torfunum eins og naut í flagi, allt I þágu skákgyðjunnar. En eftir sitja Torfusamtökin heimaskítsmát á skákborðinu. DB-mynd: Gunnar Örn. N nýtt og betra bragð rr*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.