Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1981. 23 I Menning Menning Menning Menning D Lffafl með Lennon Eftir Cynthki Lennon Twtot / þýflandi: Stein- unn Þovaldsdóttir. Útg. FJÖtvaútgófan. KUjubrot, kr. 138,- m/eökisk. John sálugi Lennon hafði fullkom- lega rétt fyrir sér þegar hann sagði forðum að Bítlarnir væru vinsælli en Kristur. Jesús frá Nazaret varð í jarðnesku lífi sinu aldrei lfkt því eins „vinsæll” og Bitlarnir voru á síðasta áratug. Engu að siður eru viðbrögð fólks úti um víða veröld — einkum þó á svokölluðu Biblíusvæði (Bible Belt) í sunnanverðum Bandarikjunum — aö vissu leyti skiijanleg frá sjónar- miði þess fólks sem telur allar lík- ingar aumra dauöiegra vera við lausnarann guðlast eitt og helgispjöll. Vinsældir fjórmenninganna frá Liverpool voru með ólíkindum. Áhrif þeirra á samtíð sína verða lík- lega seint metin til fulls þótt það hafi oft verið reynt og margar bækur um þá skrifaðar. Sjáifir hafa Bítlarnir á margan hátt i blaðaviötölum reynt að varpa ljósi á sjálfa sig sem fyrirbæri og tónlistarmenn og trúlegast hefur John Lennon verið þeirra iðnaðstur viðþað. Fyrirbærið róði Bók fyrri eiginkonu hans, Cynthiu Powell, sem síðar hét Lennon og heitir nú Twist, varpar enn frekara ljósi á Bítlana — og þá ekki síður Cynthiu sjálfa og John Lennon á þeirra yngri árum um það leyti sem Bitlarnir urðu til og sigurför þeirra um heiminn hófst. Cynthia lýsir fyrstu kynnum sínum af Bítlaforingj- anum, fyrstu skrefum Bitlanna, upp- hafi Bítlaæðisins og tryllingi þess og loks hvernig veröld hennar tók að hrynja til grunna þegar þau hjónin fjarlægðust hvort annað og svo endanlega þegar Yoko Ono kom til sögunnar. Bókin er líflega skrifuð og skemmtileg aflestrar. 1 henni er að visu fátt, sem gallharðir Bítlaaðdá- endur hafa ekki vitað um áður, nema ef væri svipmyndir úr heimilislífi Lennon-hjónanna sem hefur verið erfitt fyrir óbreytta alþýðustúlku og á stundum líkara lygasögu en sann- leika. Cynthia lýsir vel hvernig blóð- sugurnar og afæturnar festu sig utan i Bítlaveldið, hvernig fjórmenning- arnir réðu sjálfir minna og minna yfir Bók rnenntir árdaga þegarallt lék í lyndi: John ogCynlhia l.ennon meösyninum Julian. ber, að Mimi frænka hans, sem ól hann að verulegu leyti upp, bjó nefni- lega í tiltöluiega finu hverfi í Liver- pool og þar fékk pilturinn alla þá um- önnun sem börn betri borgara fengu. John Lennon var því aldrei raunveru- leg „Working Class Hero”, eins og hann kallaði sig sjálfur siðar. „Svo drums... " En þótt óhætt sé að mæla með þessari bók sem ágætri lesningu hvort heldur er fyrir aðdáendur Lennons eða aðra þá spillir slöpp þýðing og heldur hroðvirknislegt málfar nokkuð ánægjunni. Frumút- gáfuna hef ég að visu ekki lesið en sumt í íslenzku útgáfunni kemur manni ærið undarlega fyrir sjónir, eins og til dæmis á bls. 83 þar sem segir um Pete Best.fyrsta trommu- leikara Bítlanna: „Það fór í taug- arnar á strákunum og spillti fyrir glaðværum heildarsvip þeirra á svið- inu, hvað hann var alltaf drums.” Eða á bls. 98 þar sem segir frá brúð- kaupi þeirra Johns og Cynthiu: ,,Ég hafði nóg af því notaða og ég var í mjög „bláu” skapi. Eða á bls. 109: „Ástríku endurfundirnir, þegar ég var búin um morguninn að taka úr mér rúllumar, urðu ekkert ástríkir.” Og — enn af handahófi úr bókinni — á bls. 180: „Fiskisagan var fljót I fömm. Útvarpsstöðvar rufu fastar útsendingar til að tilkynna að við væmm að Ieggja undir okkur allt Kyrrahafið. . . ”Hvaðeru fastarút- sendingar? Skyldi vera átt við reglu- bundnar? Hvað er að vera drums eins og Pete Best? Hvað er blátt skap? Skyldi það vera eitthvað í líkingu við „feeling blue”, þ.e. einmana og niðurdreginn? Ofmælt Það segir á bókarkápu, að „Lifað með Lennon” sé „hreinskilnasta og opinskáasta lýsingin á lifi Bítlanna”. Ekki er nú alveg vist að sú staðhæf- ing standist nákvæma skoðun. Hvað á til dæmis að kalla Rolling Stone- viðtölin sem Fjölvi mun væntanlega gefa út síðar á árinu? Þar er að finna lýsingar Lennons sjálfs á Bítlunum og Bítlaæðinu — og maðurinn sá var ekki þekktur fyrir að skafa af hlutunum. -ÓV. GÆCZTINN UM ELDHÚSGLUGGA Á BÍTLABÆ sjálfum sér og lífshlaupi > sinu, hvernig fyrirbærið „Beatles” réð öllu, ekki einstakiingamir sem mynd- uðu hljómsveitina. Working Class Hero? Óekki Eins og við er að búast var Lennon höfuðpaur Bítlanna I augum eigin- konu hans. Fátt það hefur komið fram sem bendir til hins gagnstæða. í upphafi óttaðist Cynthia Powell þennan ósnyrtilega uppreisnarsegg sem kennararnir þoldu ekki. (Þeir vissu mætavel að hann var góðum gáfum gæddur en fáir gátu liðið framkomu hans og fas, eitraða kimnigáfu og yfirgang). Síðar breytt- ist sá ótti I takmarkalausa ást og að- dáun. Ef til vill hefur uppeldið átt sinn þátt í mótun Lennons — þ.e. brotthlaup föðurins og síðan dauðs- fall móðurinnar. Cynthia gerir þó vel grein fyrir þeirri upplognu goðsögn um John Lennon að hann hafi verið uppalinn I fátækrahverfi og verið hálfgerður einstæðingur. Stað- reyndin er sú, eins og vel hefur komið fram eftir morðið á Lennon i desem- diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FUÖSKU Sanitas interRent car rental Bíialeiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr. 14 - S 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615. 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis FILMUR DG VÉLAR S.F. Einangraðar bílskúrshurðir úr valinni Júru FYRIRLIGGJANDI: StærO:breidd2,70m, hœð2,20 m. Complett með hurðarjárnum og læsingumkr. 3400,00. Drifbúnaður með og ún fiarstýr- ingar fyrir allar gerðir hurða. Verð frú kr. 2600,00. Komið og skoðið uppsetta hurð hjú okkur. Afgreiðslufrestur 6—8 vikur. Dæmium verð: Óeinangraðar kr. 12.500 Stærð: breidd 5 m, hæð 4,30 m. Einangraðar kr. 19.700 Verð complett með járnum, læsmgum og þéttiköntum SERFRÆÐINGARI HURÐABÚNAÐI ASTRA Siðumúla 32 - Simi 86544. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI 20235.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.