Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1981. „Verzlunarstríðið” nær nú til Mosf ellssveitar: Stimpingar í Mosfellssveit er VR-menn vildu loka Kjörvali —Tvívegis meinaði sveit f rá VR f ólki inngöngu en hvarf f rá er mönnum tók að hitna í hamsi utan dyra Til tíðinda dró við verzlunina Kjör- val i Mosfellssveit á laugardaginn. Þessi verzlun hefur um árabil verið opin til kl. 8 á hverju kvöldi, laugar- daga sem aðra daga og á sunnudögum frá 10—4. Ekki er vitað til að amazt hafi verið við þessum afgreiðslutima fyrr en nú, að menn, sem bera merki VR í barmi og segjast vera félagar í Verzlunarmannafélagi Reykjavlkur, hafa hindrað Mosfellinga og aðra I þvi að ganga inn um dyr verzlunarinnar tvo síðastliöna laugardaga. Hindruðu fólk að ganga inn Tvívegis á laugardaginn tók þessi sveit VR til þess bragðs, að skiþan lög- fræðings félagsins, Arnar Clausen, að hindra viöskiptavini aö ganga inn I verzlunina. Stóðu þá liðsmenn engan veginn kyrrir I dyragætt, er fólk vildi komast inn, heldur gengu sitt á hvað i veg fyrir fólk og hrintu þvl frá með handafli. Komu þeir fyrst fyrir hádegi, biðu átekta alllengi og lokuðu verzluninni um stund, en hurfu sfðan frá og biðu lögfræðings síns. Eftir að hann kom röðuðu þeir sér I dyr verzlunarinnar og neituðu öllum inngöngu. Gripu þeir til hrindinga ef með þurfti og sýnilegt var að þeir ætluðu sér að beita hreinu of- beldi ef á hefði þurft aö halda. Einn maður fékk, með leyfi þessara manna, að ganga inn en hann kvaðst þurfa að kaupa mjólk handa mjólkur- vana barni. Út kom hann með 3—4 lltra af mjólk. Gægöust VR-mennirnir I poka hans til aö athuga hvort hann hefði keypt aðrar vörur. Ekki var leitað ámanninum. Lögfræðingar funda Lögregla var á staðnum um tíma um morguninn. Á vettvang kom lögfræð- ingur verzlunarinnar, Jón Oddsson. Þangað kom einnig Finnbogi Alexandersson, fulltrúi sýslumanns i Hafnarfirði. Sat hann alllangan fund með lögfræðingunum en lögfræðingur VR tUkynnti þar að sveit VR, sem með honum væri, myndi loka verzluninni. Stóð hann við þá skipun og lögreglan hafðist ekki að. Á staðnum voru einnig Bjarni Snæ- björn Jónsson, sveitarstjóri Mosfells- hrepps, og Salóme Þorkelsdóttir, odd- viti og alþingismaður. Bjarni Snæbjörn brauzt með afli gegnum vakt VR og verzlaöi f búðinni. Bæði hann og Salóme bentu sveit VR á að það væri með samþykkt Mosfellshrepps að verzlun þessi væri opin og mótmæltu þau framkomu VR-manna. Samþykkt VR sú eina rótta Liðsmenn VR — allir búsettir utan MosfeUssveitar — töldu að eina sam- þykktin sem bæri að fara eftir væri sú að VR bannaði sínum félagsmönnum að vinna á laugardögum þrjá mánuði sumarsins. Töldu þeir svæði VR ná að Botnsá i Kjós. Inni 1 verzluninni væru VR-félagar, sem væru að brjóta gerða samninga, og því yrði að hefta við- Kennarar — Kennarar Lausar eru nokkrar almennar kennarastöður við Grunnskóla Akra- ncss. Æskilegar kennslugreinar: stærðfræði, 7., 8. og 9. bckkur, enska, samfélagsfræði, liffræði, islenzka i 7. og 8. bckk og sérkcnnsla. Umsókn- arfrestur er til 20. júli. Uppl. gefa Hörður Á. Helgason, formaður skóla- ncfndar, simi 93-2326 i hádegi og á kvöldin, Guðbjartur Hannesson, simi 93-2723 á kvöldin, og Ingi Steinar Gunnlaugsson i sfma 93-1193 á kvöldin. Skólanefnd. DAGHEIMIUÐ L YNGÁS SKÓLAB YGGING Tilboð óskast í innanhússfrágang við dagheim- ilið Lyngás við Safamýri í Reykjavík. Húsið er að flatarmáli 1280 m2. Kennsluað- staða — 300 m2 — skal vera tilbúin 15. des. 1981 en verkinu að fullu lokið 1. júní 1982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. júlíkl. 11.30. Hér reynir ungi Mosfellingurinn að komast inn. Hann fékk óblíðar viðtökur — og einn gerði tilraun til að kýla liann i andlitið. skipti í verzluninni með tiltækum ráð- um. Töldu þeir samþykktir hrepps- nefndar um afgreiðslutlma einskisvirði I þessum efnum. VR-menn verða ' hræddir Að búðinni barst æ fleira fólk. Spurðist að i þeim hópi væri m.a. Guöjón I Markholti, sem er svo ramm- ur að afli að inn færi hann með dyra- karma á öxlunum, ef hann ætlaði sér, sögðu menn. Hreysti þessa manns barst að eyrum lögfræðings VR. Lét hann menn slna vita „að ætlaöi þessi maður sér inn skyldu þeir hleypa honum inn, þvi engin ástæða væri til að stofna til blóðsúthellinga.” Guðjón í Markholti lýsti furðu sinni á verknaði VR-manna, en lyfti ekki hendi til aö ryöja sér braut inn. Var nú orðið svo margt utan dyra að VR-menn voru komnir I mikinn minnihluta.Eftir handabendingu frá lögfræðingi VR og Sigfínni Sigurðssyni hagfræöingi, sem var í sveit VR, gengu vaktmenn frá dyrum og öllum var Sveit VR gengur hér frá búðinni i citt af þeim þremur skiptum er þeir röðuðu sér upp við verzlunardyrnar og meinuðu fólki inngöngu með valdi. Hér eru menn að ræða málin. En orö höfðu engin áhrif á gcrðir VR-manna. Lengst t.v. er Sigfinnur Sigurðsson, einn af framámönnum I varðliðasveit VR. Á miðri mynd sér i hnakka Finnboga Alexanderssonar fulltrúa sýslumanns. Þarna er Salóme oddviti og alþm., Örn Clausen, lögfræðingur VR, og lögreglumenn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.