Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1981 Pólitfk út í bláinn Hve margir skyldu þeir vera hér- lendis sem vilja ganga fram fyrir skjöldu og verja Sovétríkin, jafnvel borin saman við Bandaríkin? Hve margir ætli séu því ósammála að Sovétríkin og Bandaríkin séu tvö hernaðarrisaveldi? Hve margir vita það ekki að bæði þessi hernaðar- risaveldi skirrast ekki við að beita herjum sinum, eða leppríkja sinna, þegar þeim býður svo við að horfa? Skyldu þeir vera fáir sem fylgjast í ofvæni með atburðarásinni í Pól- landi og hve marga stuðningsmenn skyldi innrás Rússa í Pólland eiga hérlendis? Er stuðningur Rússa við herforingjana í Eþíópíu þokkalegri en stuðningur Bandarikjamanna við herforingjana i E1 Salvador? Er innrás Rússa og stríðsrekstur í Afganistan , .róttækari” aðgerð en stríðsrekstur Bandarikjanna í Indó- kína? Eru rússnesk stríðstól á sveimi Albert Bnarsson umhverfis fsland eingöngu vegna þess að hér á landi er NATO- herstöð? Það er kannski ofsagt hjá Eiði Guðnasyni að starfsemi SHA liði undir lok en á meðan stefnan er svona út i bláinn endar SHA sem klúbbur trúrra Rússadindla sem hjalar „ísland úr NATO — herinn burt” en vill hvorugt þvi þá er undan þeim kippt eina pólbíska lifibrauð- inu. Á fslandi eru hinsvet> ir Ijölmargir andstæðingur beggja risaveldanna sem ógjarnan vilja láta draga sig i dilk með dindlum annars þeirra. Þeir eru á móti herstöðvunum og vilja þær á brott en sjá slíka þá glóru að eitthvað verður að koma í staðinn. Þetta eitthvað í s*aðinn er vissulega mjög óljóst enda befur lilið yer ð rætt um valkosti vid erlendan her á fslandi. Það er svo líka til marks um trú SHA á starf sitt að alvarleg umræða hefur ekki farið fram um hvað taka skuli við er bandariski hcr- inn hverfur af landi brott. Albert Einarsson kennari svo að orði að allt hefði farið þarna fram eins og venjulega þegar hundar flaðra upp um húsbændur sína. „Sjaldan flotinu neitað" Aldrei fór það svo að hann hefði þó ekki einu sinni rétt fyrir sér, maðurinn sem sagði við komma: ,,Þið étið þetta, eins og allt annað.” Hann kann til verka, íslensk- ameríski kokkurinn.og vinnur aðeins eftir sinni amerísku uppskrift — en fær í magann og fer hamförum ef hann heyrir minnst á islenskan rétt. Nokkra athygli vakti hve alþýðu- bandalagsmenn tóku hraustlega til matar síns rétt fyrir þinglok. Sagt var að Ólafur Jóhannesson hefði ekki haft við að tína ofan í þá og hefði jafnvel átt erfitt með að átta sig á því hve ljúflega þetta allt saman rann niður uns honum hafði hugkvæmst að fara nokkrar hringferðir í kringum þá og um leið hefði hann uppgötvað þann sannleika að það voru fleiri en flokkur hans opnir í báða enda. Og þannig mun náttúran sjá fyrir því að ekki verði sagt um þá: „Af graut mun greyið sprungið hafa.” — En kannski gætu þeir sagt sem svo: „Aldrei höfum við flotinu neitað.” Svona endaði þá þessi leikþáttur Alþýðubandalagsins — að selja Ólafi Jóhannessyni sjálfdæmi í herstöðva- málinu. En auðvitað rökrétt fram- hald þess — að ganga hvað eftir annaö til stjórnarsamstarfs við her- námsflokkana og varpa herstöðva- málinu fyrirborð. Síðan á þetta að líta út eins og fórn til að bjarga þjóðarskútunni. — Ja, það var þá lika bjargvætturinn sem hún fékk, vesalingurinn. En svo er nú líka þetta, að varla getur það kallast fórn að varpa frá sér hugsjón eða stefnu, sem aldrei var annað en innantóm orð, og i öðru lagi eru sumir menn þannig gerðir að þeim veitist auðvelt að selja sannfær- ingu sína þó að minna sé í boði en ráðherrastólar. „Meira samþykkt aí ólö}>iim en nokkru sinni fvrr.” „Allir vellust þeir i opinn l'aöm Blöndunpa ...” I.I Stöndum saman, saumakonur Ég vil taka undir orð Sigríðar Skarphéðinsdóttur sem rituð voru í kjallaragrein DB fimmtudaginn 25. 6 sl. þar sem hún segir: „Verum vel á verði gagnvart útlendum þrælakerf- um. Sættið ykkur ekki við að vinna með svipuna yfir ykkur og fá nánast ekkert í aðra hönd.” í sambandi við þessi orð Sigríðar langar mig að spyrja hvort það sé satt að Japani, sem var á Álafossi, hafi stigið ofan á tærnar á saumakonunum, um leið og þær voru að sauma, til að sýna þeim að þær ættu að stiga fastar svo þær næðu meiri hraða og gætu þannig afkastað meiru? Getur þetta virkilega verið satt? Láta konur i saumaiðnaði bjóða sér upp á slíkt mótmælalaust? Ef svo er sem virðist vera þá er ekkert skrítið að kaupið hjá okkur sé lægsta borgaða kaupið í landinu. í sambandi við ullariðnaðinn þá er alveg fáránlegt að ætla að setja bónuskerfi þar sem saumaður er ullarsaumur því það er helmingi erftðara að sauma ullarsaum en að sauma úr föstum efnum og þar af leiðandi ekki sambærilegt. Tökum sem dæmi konurnar hjá Akraprjóni sem hafa verið búnar að vinna hjá fyrirtækinu í mörg ár og haldið því þar af leiðandi uppi. Þær hafa ekki einu sinni náð bónus eða unnið fyrir þessu skítakaupi sem þær hafa á mánuði. Og vörurnar sem unnar hafa verið í öllum hamaganginum hafa verið endursendar frá gæðaeftirlitinu hjá útflutningsfyrirtækinu. Flíkurnar hafa verið illa sniðnar og illa saumaðar. Enda neituðu konurnar hjá Akraprjóni að vinna eftir þessu kerfi þar sem það hentar alls ekki saumi á prjónavoð vegna þess að það er engan veginn sambærilegt að sauma úr prjónavoð og föstum efnum. Konur sem sauma úr prjóna- voð eiga að vera á alveg sértöxtum og þar á enginn bónus að koma nærri. Sjónvarpið sýndi framhaldsmynd sem heitir Á bláþræði og fjallar um líf og störf kvenna sem vinna á Kjallarinn Bjamey Ólafsdóttir saumastofu. Þessi mynd á að hafa gerzt fyrir tugum ára og er sorglegt að sjá hvað þessi iðngrein hefur staðið í stað, að minnsta kosti gagn- vart saumakonunum. Til dæmis má nefna lokunina á saumastofunni. Ég veit ekki betur en það sé svona enn þann dag í dag að saumastofur séu lokaðar í vissan tíma á sumrin. Ég veit um margar einstæðar mæður sem ekki hafa efni á því að fara í sumarfrí og er ég ein af þeim. En það þýðir ekki að segja neitt, við verðum að fara i frí samt. Ég vona að Davíð Scheving for- maður iðnrekenda og Ingjaldur Hannibalsson hafi horft á þessa framhaldsþætti svo þeir geti sjálfir gert samanburð. Við skulum taka undir með Herdísi Ólafsdóttur ög Sigríði Skarphéðinsdóttur og standa allar saman sem ein manneskja. Látum ekki troða á okkur. Og við sem vinnum við saum á ullarvoð, afneitum öllum bónus og förum fram á kauphækkun sem við verðskuldum á annan hátt. Bjarney Ólafsdóttir saumakona. Traðkað á róttinum Nú eru alþingismenn farnir að spranga út um land og funda þar eins og sagt er. — Ja, „þar spretta laukar og þar gala gaukar”. Ekki trúi ég öðru en þeir muni hugga bændur eða landsbyggðar- menn sem segja að það leysi ekki þeirra vanda i símamálum þó að þeir geti hringt í stjórnsýslustofnanir í Reykjavík, sér að kostnaðarlausu, því að þeir sveitakarlarnir þurfi nú líka einstaka sinnum að hringja í kerlingar sínar þegar þær en af flækjast eitthvað suður i Rv- sbt grein í Mbl. 19. mars). Og sem sagi, það var meira en gjaldþol þeirra leyfði. Þess vegna urðu aðrir að borga — og þá auðvitað þeir sömu sem borguðu fyrir þá ljós og hita o.s.frv. Og nú skyldi það reyndar verða meira en aðeins fjárútlát heldur líka niðurskurður mannréttinda sem siðlausir pólitíkusar, gjörspilltir af valdahroka og allskonar annarlegum sjónarmiðum, höfðu stöðugt verið að höggva í. — Það var ekki lengur nóg að 5 atkv. i Rvk þyrfti til að jafngilda 1 atkv. úti á landi heldur skyldu Reykvíkingar einnig sviptir málfrelsi. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum á aumkunarverðan hugsunar- hátt þess fólks sem alltaf vill láta aðra borga fyrir sig, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, aðeins eftir því i hvaða landshluta þeir búa. Og minni skömm væri fyrir þetta fólk að fara hingað til Reykjavíkur allsherjar betliferðir — gar.ga fyrir hvers manns dyr o&biðja að gefa sér — heldur en spila sí og æ á ófyrirleitna stjórn- málamenn sem láta stg þjóðarhag og réttlæti engu skipta. En flokkspóli- tísk sjónarmið og atkvæðaveiðar ráða ferðinni. En hversu lengi skyldu Reykvíking- ar sætta sig við þetta ástand? Hvenær skyldu þeir átta sig á þvi að þessir fáu fulltrúar þeirra á Alþingi vinna ekki að þeirra hagsmunamálum heldur níðast á þeim til að geta þjónað sínum annarlegu sjónarmiðum? — Hvenær skyldu augu þeirra opnast fyrir því að þetta þjóðfélag er orðið óhugnanlegt skrimsli sem stöðugt traðkar á rétti þeirran Þó að stjórnmál imennirnir séu .----vj farnjr aa sj4 j)Vag þejr jjafa ; ■ 1 fnvel viðurke.ma að þróunin v..„.n ískyggileg munu þeir aldrei lyfta.sinum minnsta fingri til að snúa henni við. Eða er hægt að búast við því að þeir sem um langtskeið hafa verið að afskræma þjóðfélagið með sínum óheilbrigðu sjónarmiðum fari allt í einu að snúa við þegar þeim hefur tekist að keyra allt fast í einn, óhugnanlegan, óleysanlegan hnút — þar sem alls konar spilling veður á súðum? Þar sem hrokafullir kerfis- karlar ráðskast með ríkisfyrirtæki eins og þau væru þeirra einkaeign og koma í veg fyrir að þau gegni hlut- verki sínu á heilbrigðan og eðlilegan hátt. — Er ekki Póstur og sítni þar nærtækt dæmi? Er eðliiegt að sima- málastjóri geti útilokað sjónvarpið frá að nýta þá tækniþjónustu sem jarðstöðin býður upp á? Eru þetta ekki hvort tveggja ríkisstofnanir? Reyndar kallaði símamálastjóri Póst og síma sína stofnun í viðtali í sjón- varpi ekki alls fyrir löngu. Og ekki var hægt að heyra annað en hann einn réði þar öllum málum. Var það ekki líka hér á árum áður að núverandi fjármálaráðherra kallaði stofnun hans ríkið í ríkinu — ■og í þeirri tóntegund að ýmsum mun hafa komið það nokkuð á óvart hvernig sá góði maður vann að síma- málum síðar sem samgönguráðherra. Er hann stóð að þeim óvinsælu fjár- öflunarleiðum sem nú eiga brátt að komast í framkvæmd og auka þar með veldi þessarar stofnunar til mik- illa muna. Til þess að átta sig á slíku yrði fólk að þekkja vel hinar ótrúleg- ustu og ómerkilegustu krókaleiðir stjórnmálamanna. En nú ætti svo sannarlega hinn æruverði rikisstjóri að geta sagt eins og annað mikilmenni mannkynssög- unnar sagði á sinum tíma: „Ríkið, þaðerég.” Aðalheiður Jónsdóttir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.