Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JULI1981. 7 Ungur Mosfellingur sem ætlaöi I Kjörval að verzla siðdegis gerði nokkrar tilraunir til að komast gegnum VR-vörðinn. Honum var ýtt frá — og meira en það. Hér sést er Bergur Adolphsson keyrir hann niður yfir reiðhjól sem stóð við búðar- vegginn. Fjöldi fólks horfði á þetta ofbeldi. DB-myndir Jóhannes Reykdal. frjálst inn að ganga. Varðstöðunni I búðardyrum stjórnuðu Elís Adolphson og Helgi E. Guðbrandsson, báðir starfsmenn VR. VR-menn, sem komið höfðu í leigu- bílum i Mosfellssveitina þennan sól- bjarta dag, stigu í bilana sem beðið höfðu þeirra og gáfu þá skýringu að komið væri matarhlé. Þeir ætluðu í Grillið til áts. Verzlaði nú hver sem vildi næstu rúma tvo tima. Stimpingar f dyragœtt Þá kom sveitin aftur og eftir nokkra stund og fund með lðgfræðingi sínum tóku þeir sér aftur stöðu til að meina fólki inngöngu. Fólk kom, sumt hvarf frá vonsvikið, en aðrir biðu. Ungan mann bar að garði, sem ætlaði að verzla. Hann var ekki á því að láta meina sér inngöngu. Gerði hann ítrekaðar tilraunir til að komast inn. VR-menn gengu fyrir hann, hrintu honum frá, hentu honum t.d. á reið- hjól sem stóð við búðarvegginn. Einn VR-manna-aftarlega í dyragættinni sló til hans og hitti lausu höggi I andlit hans. Þann VR-mann hafði ungi maðurinn ekki snert. Er kominn var hópur ungra manna aö búðardyrum sem gerði sig liklegan til inngöngu gengu VR-menn skyndi- lega frá búðinni. Hún var opin og öllum frjáls. Þeir funduðu um stund á bilaplaninu áður en þeir hurfu á brott. Virtist ekki einhugur í þeirra hópi að leggja svo fljótt niður mótmæUn. Áður höfðu heyrzt raddir í þeirra hópi að rétt væri að taka vörur af fólki sem inni var er vakt þeirra hófst. Ekki var ráðizt í slikt ofbeldi og eignaupptöku. Fengu orð í eyra Margir sem að KjörvaU komu lýstu andúð sinni á aðgerð VR-manna. Töldu sumir að VR beitti hér rangri að- ferð sem bitnaði á viðskiptavinum. Væru þeir að halda fram rétti samninga VR bæri þeim að ræða við og kannski meina þeim VR-félögum er i verzluninni störfuðu að vinna en ekki láta aögerðirnar bitna á saklausu fólki. Einn kvað þá vinna (þágu eigenda stór- verzlana i Reykjavík, sem vildu ráða þvi hvar fólk verzlaði og hvenær það verzlaði. Einn sagði að nútímaþjóð- félag krefðist annars konar verzlunar en VR væri að berjast fyrir. VR-menn héldu fram að rétt væri aö VR-fólk ætti fri á laugardögunum, eins og margir aðrir og þeir töldu að VR-fólk þyrði ekki annað en vinna á laugar- dögum ef húsbóndi þess æskti, þvi ella missti það vinnuna. Fram hefur komið að I KjörvaU er ýmist um vaktavinnu að ræða eða annað fólk afgreiðir um kvöld og helgar en afgreiðir þar á „löglegum” verzlunartíma á virkum dögum. Verzla má óhindrað á sunnudögum Eins og i upphafi segir er .verzlun Kjörvals opin á sunnudögum kl. 10—4. VR-menn viðurkenndu að við því gætu þeir ekkert gert, því ekki væri minnst á vinnubann á sunnudögum í samning- um heldur aðeins á laugardögum. Þaö var þvi verzlað í friði í Mosfellssveit- inni i gær. Raddir heyrðust um aö stofna yrði nýtt félag verzlunarfólks i Mosfells- sveit, sem fengi samningsrétt og aðild að Landssambandi verzlunarmanna. Má liklegt telja að aðgerðir verði boðaðar i þá átt, ef fram fer eftir þvi sem mælt var á laugardag. -A.St Hér á kona, sem vildi verzla, orðaskipti við fyrirliða varðmanna VR, Elís Adolphsson. Hún var ómyrk I máli. Félagar Elisar, 8—10 að tölu, standa að baki honum. FYRIR DÖMUR OG HERRA Madrid Roma Ziirich Boston Arizona gefuryður ótal möguleika til notkunar, eru góðarfyrir heilsu yðar, þœr má nota heirna, í sundlaugunum, í gufubaði, í garðinum, á ströndinni o.s.frv. Töfflurnar eru léttar og laga sig eftir fœtinum, örva blóðrásina og auka vellíðan, þola olíur og fitú, auðvelt að þrífa þær. — Fáanlegar í þrem litum. PÓSTSENDUM ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR Sr 95

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.