Dagblaðið - 29.08.1981, Side 1

Dagblaðið - 29.08.1981, Side 1
 I I ) 7. ÁRG. — LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST1981. — 194. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ÍI.-AÐALSÍMI 27022. STAL SIMAUNUIFJOLBYLIS- HÚSI í TVO SÓLARHRINGA —gat hringt að vild á kostnað annars og möguleikar á símahlerunum voru miklir Þeir sem búa í blokkum eða öðrum fjölbýlishúsum geta varla kallast öruggir með símatæki sín. Víða hagar svo tQ að greinidósir fyrir síma- leiðslur eru inni í íbúðum og þar er unnt að ná til símavíra sem liggja um efri hæðir. Engin reglugerðarákvæði tryggja frágang símadósa og eru þær lagðar að miklu leyti eftir hentisemi þess sem teiknar rafmagnsleiðslur í viðkomandi hús. Fyrir nokkru kom það fyrir í nýlega byggðu fjölbýlishúsi í Hafnar- firði, sem hefur þrjá stigaganga og 7—8 íbúðir við hvern, að símalínur eins símahafa „dóu” skyndilega og vissi enginn hvað hafði skeð. Þetta var í upphafi stórrar helgarhátíðar og því ekki unnt að fá viðgerðarmann. Handhafi símans mátti una því að vera án síma alla helgina. Á fyrsta virka degi eftir helgina komu símamenn í húsið og þá stóðu þeir að verki íbúa neðar í húsinu, sem opnað hafði greinidós fyrir síma- lagnir og tengt viðtæki við línur, sem lágu til sambýlismannsins ofar í húsinu. Þannig hafði verið hægt að hringja að vild — til útlanda sem annað — á kostnað hins rétta sím- hafa. Sá sem fyrir áfallinu varð bar sig upp við Neytendasamtökin, en þau gátu lítið að gert. Þegar mun hærri símareikningar bárust fyrir umrætt tímabil en símhafi hafði áður þekkt, bar hann sig upp við símayfirvöld, en fékk litla áheyrn. Siminn bauð að lækka reikninginn í þá upphæð sem rukkuð hafði verið fyrir næsta tíma- bil á undan. Við það vildi símhafi ekki una, en varð að láta í minni pok- ann þegar loka átti síma hans vegna vangreiðslu. Kerfið sigraði lítilmagn- ann auðveldlega. Þar sem svona hagar til í húsum, að greinidósir eru inni í íbúðum annarra, eru símahafar „galopnir” fyrir hlerunum, svo ekki sé taiað um línustuld og notkun símalínu án greiðslu. Það vakti athygli í þessu máli, að síminn kærði ekki viðkomandi „símalínuþjóf”. Þótti bæjarsímstjór- anum í Reykjavík það furðulegt, en ekki hefur náðst í viðkomandi umdæmisstjóra, sem bæjarsímstjór- inn vísaði á varðandi þetta mál. -A.St. Bærilegt helgarveður — segirTrausti „Útlit er fyrir suðlæga átt um allt land á morgun og bærilegt veður. Minniháttar skúrir á Suður- og Vesturlandi,” sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í samtali við DB í gærkvöldi. ,,Á sunnudag má hins vegar búast við rigningu á Suður- og Vesturlandi en þurrt fyrir norðan og austan. Ætli hitastigið verði ekki þetta 8—-12 stig,” sagði Trausti. -ELA. Mótherj- inn þrá- skákaði — og Jón L þurfti að sætta sig við Jafntefli Jón L. Ámason gerði jafntefli við enska skákmeistarann Hebden i fjórðu umferð alþjóðlega skákmóts- ins í London í gær. Hebden kaus að þráskáka og náði þannig jafntefli gegn Jóni sem var peði yflr. Skák Margeirs Péturssonar við Englendinginn Cummings fór í bið. Er staða Margeirs heldur lakari. Jón L. hefur nú 3,5 vinninga af fjórum mögulegum en Margeir hefur 1,5 og biðskákina. Jón L. hefur farið mjög vel af stað i þessu móti en teflt er eftir Monrad- kerfi. Jón er með efstu mönnum á mótinu og fær hann því væntanlega sterkan mótherja í næstu umferð. Keppendur á mótinu eru um hundrað. -KMU. Utangarðs- mennnú söngvara- lausir — sjá baksíðu Sumarstúlka Dagblaösins? Nei, sumarmynd Hringaná í hringnum skammtfrá hringtorgi vestur við sjó... Þessi Höfundur þessarar myndar er Vigfús Sigurðsson, Hamraborg 14, mynd er ein af ótölulegum fjölda mynda sem borizt hafa í Sumar- Kópavogi. myndakeppni Dagblaðsins. Skilafrestur í keppnina rennur út á --m ' t\—m~'-- >---------- mánudagskvöld. Við birtum fleiri myndir í opnu blaðsins í dag. — sja fieiri sumarmyndir i opnu 54ra manna samninganefnd ASÍfundará mánudag: Kröfumar mótaöar og vinnubrögð rædd Stóra samninganefndin innan málin verða rædd. .kjaramálin. brögðin þegar til samninga kemur. Alþýðusambands íslands, 54ra Björn Björnsson starfsmaður ASÍ Er talið líklegt að umræður á Gert er ráð fyrir að 54ra manna manna nefndin, kemur saman til tjáði DB að á fundinum myndu þessum nefndarfundi muni að ein- nefndin ljúki þessum fundi sínum á fundar á mánudaginn klukkan tvö. nefndarmenn gera grein fyrir umræð- hverju leyti móta kröfur ASÍ í kom- mánudaginn. Ekki er tim sérstaka fundardagskrá um þeim sem fram hafa farið i félög- andi samningaviðræðum. Á fundin- -A.St. aðræðaaðöðruleytienþvíaðkjara- unum vítt og breytt um landið um um verður einnig rætt um vinnu-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.