Dagblaðið - 29.08.1981, Side 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981.
eins og lærissneiðar í „neytenda-
pakkningum” eiga að vera, kosta
52,90 kr. kg. Eru heilum 8 kr. dýrari
hvert kg en lærið sem hægt er að fá
niðursagað í verzluninni. Það er þó
varla mjög vinsælt að koma á mesta
annatíma og biðja um slíka þjónustu
ogerþað skiljanlegt.
Tilbúið álegg er dýrt. Sérlega ef
það er pakkað í lofttæmdar umbúðir.
Mun ódýrara er að kaupa áleggið ,,í
heilu”. Ég hef því miður ekki hand-
bærar tölur um hvað það kostar. En
auðvitað er ódýrast að búa áleggið til
sjálfur en þá verður auðvitað að vera
tími til þess og aðstaða til þess að
geyma það.
Eins og bent hefur verið á hér á
neytendasíðunni áður er lítið vit í að
kaupa kindakjöt í heilum skrokkum
nema þvi aðeins að allt kjötið af
skrokknum sé notað, eins og t.d. til
áleggsgerðar, í kæfu og rúllupylsu.
Heilir skrokkar kosta 35,35 kr. hvert
kg Þannig er fljótt að koma ef mörg
kg faratil spillis.
S.H. minnist á óhentugleika við
margar búðarferðir. Þetta þekkjum
við einnig. Mér hefur reynzt ágætt
að skrifa niður á blað það sem vantar
og biðja síðan einhvern að fara i
búðina. Þá lendir maður sjálfur i
það minnsta ekki í freistingunni.
S.H. segir í bréfi sinu að matar-
kaupin séu jafnan látin ganga fyrir.
Það gera víst fleiri en S.H. Hún er
heldur ekki ein um að hafa þörf á
góðu ráði til þess að lækka matar-
kostnaðinn.
Það þurfa vist flestir. Við
auglýsum hér með eftir slíkum
ráðum. -A.Bj.
Er alltaf með þeim hæstu í heimilis-
bókhaldinu
Við þökkum S.H. kærlega fyrir
hennar góða bréf og þær ábendingar
sem þar koma fram.
Það er vissulega þarft að benda
fólki, bæöi ungum og öldnum
húsmæðrum, á hve miklu hag-
kvæmara er að kaupa læri og hryggi i
heilu og fá það niðursagað hddur en
að kaupa kjötið í „neytenda-
pakkningum”. Það er ekki nema í
einstaka verzlun sem hægt er að
treysta því að um ósvikna vöru sé að
ræðaípökkunum.
Verðmunur er nokkur á heilum
lærum og hryggjum og svo niðursög-
uðum. í verðskrá, sem gefin var út 1.
júní sl. og er enn í gildi (að því er bezt
er vitað, þegar þetta er skrifað),
kosta heil læri og hryggir 44,90 kr.
Niðursagaðar kótilettur kosta hins
vegar 48,40 kr. Munar þar 3,50 kr.á
hverju kg. „Sneiðar úr miðlæri”,
Neytendur geta farið fram á að fá læri eða hrygg skorinn að eigin ósk i stað þess
að kaupa það sem er búið að skera niður áður og pakka i svokailaðar neytenda-
pakkningar. Hins vegar er ekki sanngjarnt að fara fram á slfkt á mesta annatfma f
verzluninni.
DB-mynd Gunnar örn.
„Nöldrið” barárangur
— Mjólkin hefur stórbatnað
Mikið hefur verið ritað um
skemmda og vonda mjólk í vor og
sumar. Svo komu í ljós ýmsar
ástæöur fyrir því að mjólkin var ekki
nógu góð. M.a. var styttur sá tími
sem mátti dagsetja mjólkina fram í
tímann.
Þetta allt virðist hafa borið
árangur. í það minnsta er óhætt aö
opna mjólk allt að tveimur dögum
fram yfir síðasta söludag og hún er í
góðu lagi.
Loksins bar „nöldrið” í neytend-
um einhvem árangur.
Nú er bara að snúa sér að næsta
máli, — kartöflunum. -A.Bj.
—Gæti keypt ryksugu fyrir
mismuninn á eigin seðli og hjá
annarri fjöiskyldu
„Beztu þakkir fyrir allt gamalt og
gott. Ég vil gjarnan byrja á að þakka
ykkur fyrir heimilisdagbókina. Hún
gefur mun betri möguleika á að
skrifa niður allan kostnaö við rekstur
heimilisins en veggspjaldið gerði —
ég nota það núna þegar ég hreinskrifa
allan mánuöinn,” segir í bréfi frá
vinkonu okkar, S. H. í Mosfellssveit.
— Hún segir ennfremur:
,,Ég finn þó einn smágalla við
bókina, en hann er sá að hver vika
stendur frá miðvikudegi til þriðju-
dags á hverri blaðsíðu. Mér hefði
þótt þægilegra að hafa færri daga í
fyrstu vikunni þannig að dagsetning-
arnar yröu eftir röð á hverri síðu. Ég
vona að þið bætið úr þessu í næstu
dagbók.
Ég vona að ég gangi ekki alveg
fram af ykkur með matarreikningn-
um mínum núna. Minn seðill var
hæstur i júní og er ég engan veginn
ánægð með hversu miklu meira ég
virðist eyða í matvörur en fiestir aðrir
sem senda inn seðla. Ég myndi svo
sannarlega vilja nota mismuninn í
eitthvað annaö því alltaf vantar
mann nú ýmislegt. Til gamans reikn-
aði ég út mismuninn á mínum seðli
og meðaltali á Blönduósi, sem var
hæsta meðaltal miðað við fleiri en
einn innsendan seðil, og útkoman
slagaði hátt upp í ryksuguverð.
Ég hugga mig þó við að lítið sem
ekkert sleppur framhjá i bókhaldinu
hjá mér og ég fæ nær aldrei ókeypis
matvörur, eins og t.d. fisk, en báðar
þessar ástæður geta lækkað skráðan
kostnað.
Stórinnkaup
einu sinni í mánuöi
Mér finnst ég fylgjast nokkuð vel
með verðlaginu á algengustu
nauðsynjum. Tek eftir þegar þær
hækka og veit yfirleitt i hvorri
verzluninni hér viðkomandi vara er
ódýrari. Fisk kaupi ég eftir hendinni
og kjötvörur einnig aö mestu leyti, þó
ekki niðursagað kindakjöt í svoköll-
uðum neytendapakkningum. Þaðeru
vörur sem mér finnst óskiljanlegt hve
mikið er keypt af. Um það bil einu
sinni í mánuði kaupi ég í Hagkaupi
þær vörur sem ég nota mikið af og
mér finnst teljandi verðmunur á.
Mér fyndist það verðugt verkefni
neytendasíðunnar að benda fólki á
hvað það er t.d. ódýrara að láta saga
niður fyrir sig heilan hrygg i kóti-
lettur en að kaupa nokkrar í
pökkum. Einnig virðast oft vera i
svoköUuðum lærissneiðapökkum
bitar sem engan veginn teljast til
lærissneiða þótt þeir séu úr lærinu.
Þess vegna er einnig mun hagstæðara
að láta saga niður fyrir sig læri heldur
en að kaupa slíka bita sem læris-
sneiðar í pökkum.
Ég er viss um að margar ungar
húsmæður vita ekki af þessu. Sjálf
var ég búin að búa í 4—5 ár þegar ég
vissi fyrst af því að þetta væri hægt.
Nokkur atriði
til hœkkunar
Ég get nefnt nokkur atriði sem ég
tel geta átt hlut að máU hvað varðar
háan matarkostnað í mínu tilfelli. En
ég er varla ein um að kaupa þessar
vörur auk þess sem ég finn lítið fyrir
lækkun þótt ég dragi úr kaupum á
þeim:
Ég kaupi talsvert mikið af áleggi
þar sem fjölskyldan fer með smurt
nesti tU vinnu, i leikskóia og skóla.
P.S.
Við getum huggað S.H. með þvi að
hún er ekki lengur með hæsta meðal-
talið. Nú hefur borízt seðill úr Kópa-
vogi sem slær Mosfellssveitarseðlana
alveg út. -A.Bj.
Loksins bar það einhvern árangur að neytendur voru nógu þolinmóðir að kvarta
yfir lélegri mjólk. Bæði Neytendasamtökin og heilbrigðiseftirlitið létu málið til sin
taka og það virðist hafa borið góðan árangur. DB-mynd Bjarnlcifur.
Það getur verið dýrt spaug að fara oft f búðina til þess að verzla lítið i einu. Maður fellur oft í freistni og kaupir og kaupir, oft
á tfðum eitthvað sem engin not eru fyrir. Myndin sýnir fólk að verzla.
Ég baka of sjaldan kaffibrauð en
venjulega er aUtaf til eitthvað slíkt á
heimUinu — þá úr búðinni. Þetta
getur verið anzi dýr liður. Mér þykir
fróðlegt að sjá hvort ágústmánuður
verður lægri en t.d. júní (júlí er
afbrigðilegur vegna sumarleyfa), þar
sem ég bakaði heilmikið um daginn
og á von á að það dugi út mánuðinn.
Kakómjóík, floridana, tropicana og
svipaðar vörur eru mjög handhægar i
nestistöskuna hjá börnunum en eru
anzi dýrar, t.d. talsvert dýrari en gos-
drykkir sem þykja þó ekki gefnir.
Jógúrt er kjörinn snarlmatur með
öðru en er óheyrUega dýr, t.d.
samanborið við skyr og súrmjólk.
Það veitir ekkert af tveimur Utlum
dósum í mál fyrir hvem fjölskyldu-
meðlim.
Ég er ekki nógu dugleg að nýta
matarafganga.
Matvörurnar
ganga fyrir öðru
Eitt finnst mér mjög slæmt og það
er þegar ég fer of oft út í búð.
Einhvern veginn virðist ég oft verzla
mun meira en ég taldi mig þurfa áður
enégfóraf stað.
Matvömr tU heimUisins ganga yfir-
leitt alltaf fyrir öðrum innkaupum og
reikningum. Mér hefur stundum
dottið í hug að prófa að snúa þessu
við og athuga hvort með því móti
megi lækka matarkostnaðinn, en
ekki komið þvi í framkvæmd
Mér hefur lika dottið í hug að
prófa að skammta sjálfri mér
peninga sem eiga að duga fyrir mat-
vörum i einn mánuð. Ekkert hefur
heldur orðið úr þeim framkvæmd-
um.
En eitt er víst. Ég hef greinUega
þörf fyrir góð ráð til þess að lækka
.matarkostnaðinn. Vonast tU að sjá
einhver slík á síðunni hjá ykkur fljót-
lega. Meðkveðju, S.H.”
ÓHENTUGT AÐ FARA OFT í BÚÐINA
— Þá getur maður fallið í f reistni og kaupir kannski bannsettan óþarfa