Dagblaðið - 29.08.1981, Side 5

Dagblaðið - 29.08.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981. 5 Valdimar Björnsson fyrrum fjármálaráðherra í Minnesota 75 ára: „Með gestabókinni geta menn sparað sér útgjöld” — segir Valdimar í spjalli um nýstárlega aðferð til að senda af mæliskveðjur í samráði við nokkra góðkunn- ingja í Reykjavík hafa verið í smíðum nokkur frekar einhliða viðtöl við Valdimar Bjömsson, sem verður 75 ára núna á höfuðdaginn, 29. ágúst. Fæddur var hann í Minneota, Minnesota á þeim degi áríð 1906 og í því fylki býr hann enn, að vísu nú í Minneapolis-borg. Valdimar ersonur hjónanna Gunnars Björnssonar rit- stjóra, sem fæddist 1 Másseli í Jökuls- árhlíð 17. ágúst 1872, og Ingibjargar Ágústínu Jónsdóttur Hördal, en hún var fædd á Hóli í Hörðudal 1878. Þau áttu sjö börn, sex er náðu þroskaárum. Hjálmar var elztur þeirra, en hann lézt árið 1958 eftir langan lasleika. Næstur í röðinni var Valdimar og svo Björn, sem hefur haldið sig aöallega við blaða- mennsku. Helga Sigríður er næst en hún er ekkja eftir mann af norskum ættum, frá Álasundi, Arne Brögger. Svo kemur Stefanía Aðalbjörg en hún er gift Carl Denbow kennara við Ohio University. Yngst bama þeirra er Jón Hinrik, hann giftist Matthildi Kvaran. Forláta gestabók Valdimar verður ekki hér á landi í dag, á þessu merkisafmæli sínu, en hins vegar liggur gestabók frammi í bandaríska sendiráðinu, þar sem vinir og kunningjar geta krotað nöfn sín í. Hvers vegna hefur Valdimar þennan háttinn á? Við gefum honum orðið. „Mér datt í hug að spara vinum mínum á íslandi meiriháttar útgjöld í sambandi við skeytasendingar og hef þess vegna komið gestabókinni fyrir í sendiráðinu við Laufásveg. Vinir geta litið inn á neðstu hæðina og skrífað nöfn sín 1 bókina. Hún er forláta gripur, eins og við mætti búazt, þar sem Hörður Bjamason skipulags- stjóri var við hana riðinn. Á bókin sjálf nú 35 ára afmæli, en hún var gefin mér á fertugsafmælinu út í Camp Knox í Skjólunum. Hún er vandlega innbundin af Ársæli Árna- syni með teikningum eftir Halldór Pétursson. Bókin má liggja frammi í sendiráðinu fram eftír svo að fólk megi „skrásig” eftír hentugleika.” 11 ára blaðamaður Sem bræður hans og faðir hefur Valdimar alla tíð veríð viöloðandi blaðamennsku og fjölmiðla. Hann lærði að setja stíl í prentsmiðju föður síns aðeins 11 ára aldri. Valdimar út- skrifaðist úr Minnesotaháskóla árið 1930 með próf í stjómfræðum og fluttist tíl tviburaborganna St. Paul og Minneapolis 1935 er honum bauðst staða við útvarpsstöðina KSTP. fyrsta sinn til íslands og við skulum láta hann aftur fá orðið. ,,Þá hófust sambönd mín við Dagblaðsnafnið. Nýja Dagblaðið kom þá út og þegar ég heimsótti ísland 1 fyrsta skiptið á ævinni, 27. júlí 1934, var þýzkt her- skip í höfninni í Reykjavík. Leipzig hét skipið og var af þeirri tegund sem kölluð var „vasaorrustuskip”. Þau skip lét Hitler smiða til að komast hjá reglugerðum Versala-samninganna. Max Keil var túlkur er við fórum á smábát um borð í herskipið. Mér var boðið með íslenzkum blaðamönnum, af Árna Óla við Morgunblaðið. Þá var Indriði Indriðason ættfræðingur og rithöfundur með sem starfsmaður við Nýja Dagblaðið. Vigfús Guð- mundsson, Fúsi vert á Hreðavatni, var líka við Nýja Dagblaðið þá og um langt bil seinna við Tímann. Gunnar Möller á Vísi var með í herskipa- skoðuninni. Það var vist um þetta leyti að Þjóð- verjar fóru fram á flugvélalendingar- réttindi á Íslandi og Hermann Jónas- son forsætísráðherra sagði NEI við Hitler fyrstur meðal þjóðhöfðingja á þeim tíma. Hann sagði satt eins og var að Ísland væri búið að gefa Pan American Airlines lendingarréttindi, samkvæmt beiðni Charles Lind- bergh, flughetjunnar, árið 1933. Ég man að á Eskifirði fékk ég næturvist hjá Magnúsi Gíslasyni sýslumanni og svaf í sama rúmi og Lindbergh og kona hans Anne Morrow Lindbergh sváfu í er þau gistu hjá Magnús einu nóttina sem þauvoruáfslandi.” Fjármálaráðherra Um svipað leyti og Valdimar var ráðinn til útvarpsins fór hann aftur að fást við blaðamennsku og nú í Minneapolis. Árið 1942 gekk hann i herinn og var þá fjögur ár á íslandi sem blaðafulltrúi. Hann losnaði þaðan 1946 og hóf þá aftur störf við blaðamennsku. Valdimar hneigðist snemma að stjórnmálum og hann hætti störfum við blaðamennsku og útvarp árið 1950 og sneri sér alfarið að pólitík- inni. Þá var hann kjörinn fjármála- ráðherra Minnesotafylkis. Hann var endurkosinn 1952 en tapaði tveimur árum síðar fyrir Ubert Humphrey í kosningum til bandarisku öldunga- deildarinnar. Tók Valdimar þá aftur til viö blaðamennsku. Árið 1956 sigraði hann enn á ný í kosningum til fjármálaráðherra og því starfi gegndi hann óslitið til 1974 erhannfóráellilaun. Valdimar er giftur Guðrúnu Jóns- dóttur Hróbjartssonar frá ísafirði, en séra Sigurgeir Sigurðsson biskup gaf þau saman 1946. Séra Sigurgeir var áður prestur á ísafirði og fermdi þá Guðrúnu. Þau Valdimar eiga fimm böm.þrjárdæturogtvosyni. -SA. Árið áður hafði Valdimar komið 1 Valdimar Björnsson með gestabókina góðu. „Sovétið” á Neskaupstað að verki? Allt steypuefnið tekið frá fyrir Síldarvinnsluna — sem er undir stjóm alþýðubandalagsmanna — lokað fyrir malarsölu til einu steypustöðvar bæjarins sem er í eigu sjálf stæðismanna Bilar Steypusölunnar eru nú verkefnalausir þar sem búið er að lofa Sildarvinnslunni öllu steypuefni f Neskaupstað. DB-myndir: Skúli Hjaltason. Malarhaugur einn í Neskaupstað hefur orðið tilefni til þrætu þar í bæ. Fullyrt er að bæjarpólitíkin sé með í spilinu. Bæjaryfirvöld hafa að sögn sett Steypusöluna sf., sem er eitt stærsta einkafyrirtækið í Neskaupstað, í vem- lega klípu með því að selja þann hluta malarhaugsins sem ætlaður er í steypu til Síldarvinnslunnar hf. Fær Steypu- salan, eina steypustöð bæjarins, þvi ekkert efni úr haugnum til sinna þarfa lengur. Gylfi Gunnarsson, eigandi Steypu- sölunnar og bæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna í Neskaupstað, sagði 1 samtaU við DB að Steypusalan hefði af þessum sökum ekki getað afgreitt steypu til við- skiptavina sinna. Sagðist hann vera að hugsa sín mál og kanna hvaða leiðir væru heppilegastar til efnisöflunar. Líklegast taldi hann að á endanum yrði að sækja efni i Héraðsflóann en það sagði hann að þýddi 200—250 króna hækkun á steypurúmmetranum eða um 30% dýrari steypu. Hafnarsjóður er eigandi malarhaugs- ins umrædda. Mölin er upphaflega komin úr Mjóafirði en árið 1979 hóf Björgun hf., fyrir tilstuðlan Neskaup- staðarbæjar með styrk úr Byggðasjóði, efnisöflun þar. Fékkst með þessu ódýrara efni en löngum hefur skort heppilegt byggingarefni i Norðfirði og reyndar flestum fjörðum fyrir austan. Hafði efni áður verið sótt alla leið í Héraðsflóa. ÖUum aðilum í Neskaupstað hefur staðið tU boða að kaupa efni úr haugn- um af hafnarsjóði. Hefur Steypusalan verið einn stærsti kaupandinn og fengið efni eftir þörfum þar til fyrir nokkrum dögum. Dagblaðið hafði vegna þessa máls samband við Loga Kristjánsson, bæjar- stjóra í Neskaupstað. Logi er jafnframt hafnarstjóri. Hann sagði að fram- kvæmdastjóra Steypusölunnar hefði í vor verið boðið að kaupa upp þann haug sem í var perluefni. Því hefði hins vegar verið hafnað. Sagði Logi að SUdarvinnslan hefði síðan óskað eftir þessu efni vegna byggingar frystihúss. Hefði verið ákveðið að selja henni efnið. „Það er rangt að mér hafi verið boðið að kaupa hauginn í vor,” sagði Gylfi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Steypusölunnar, hins vegar um fullyrð- ingu bæjarstjórans: „í fyrrahaust bauð bæjarstjórinn mér að taka efni upp í viðskiptaskuld bæjarins við mig vegna greiðsluerfiðleika bæjarsjóðs. Annað hefur mér ekki verið boðið.” Gylfi sagðist hafa gengið út frá því sem vísu að geta fengið efni úr malar- haug hafnarsjóðs þar sem Steypusalan væri eini þjónustuaðUinn við bæjarbúa á þessu sviði. Hann hefði ekkert verið varaður við þvi að tU stæði aö selja SUdarvinnslunni hauginn. Skrúfað hefði verið fyrir efnissölu tíl Steypusöl- unnar einn daginn án nokkurs fyrir- vara. Jóhann K. Sigurðsson, formaður hafnarnefndar, sagði að ekki væri verið aö níðast á neinum 1 þessu máli. Sagði hann að búið væri að lofa Síldar- vinnslunni því efni sem hún þyrfti til sinna framkvæmda. Auk þess væru engir samningar sem skikkuðu hafnar- sjóð til að sjá Steypusölunni fyrir efni. Aðspurður kvað Jóhann að ekki væri búið að ákveða það verð sem Síldar- vinnslan yrði látin greiða fyrir steypu- efnið. Þess má geta að Jóhann K. Sigurðs- son er, auk þess að vera formaður hafnarnefndar, útgerðarstjóri Síldar- vinnslunnar og bæjarfuUtrúi Alþýð- bandalagsins. -KMU. TOYOTA- SAIURINN Toyota Carina Grand Lux árg. ’80. Ekinn 11.000. Gullsanseraður. Verð 100.000 kr. Skipti möguleg i ódýrari Toyotu. Toyota Corona Mark II árg. ’76. Ekinn 83.000. Litur blásanseraður. '(Nýttlakk. Verð 60.000 kr. Toyota Carina DL árg. ’8U. sjau- skiptur. Ekinn 22.000. Rauður. Verð 95.000 kr. 'Toyota Carina Grand Lux árg. ’78. Ekinn 49.000. Grásanseraður. Verð 78.000 kr. Toyota Carina DL, sjálfskiptur, árg. ’Kl. Drapplitaður. Vcrð 102.000 kr. Bein sala. Toyota Carina DL árg. ’79. Ekinn 24.000. Rauður. Verð 80.000 kr. Siisalistar. Útvarp. Grjótgrind. 'Toyota Starlet DL árg. ’78. Ekinn 32.000. Rauður. Verð 62.000 kr. Toyota Cressida HT. irg. ’78. Ekinn 45.000. Drapplitaður. Verð 84.000 kr. Toyota Corolla árg. ’77. Ekinn 70.000. Blámetalic. Verð 58.000 kr. Toyota Corolla station árg. ’78. Ekinn 68.000. Grænn. Verð 68.000 TOYOTA- SALURINN SlMI 44144 Nýbýlavegi 8 (bakhús) Opið laugardaga kl. 13—17

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.