Dagblaðið - 29.08.1981, Síða 10

Dagblaðið - 29.08.1981, Síða 10
10 fijálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaöið hf. ^ Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Aöstoðanitstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar. Jóhannes Reykdal. Iþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalstoinn Ingóifsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Ðragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Hu«d rlákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjornloifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sig,jröur Porrí Sigurösson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞorleHsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hal^ dórsson. DreHingarstjórí: Valgoröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífsÞifur: Þverholti 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Sotning og umbrot: Dagblaöið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugorö: Hilmir hf., Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverö á mánuöi kr. 80,00. Verð flausasöiu kr. BJ)0. Hressir gosmenn Heilmikið fjör hefur færzt í leik ís- /S lenzkra gosdrykkjaframleiðenda. Fyrir- tæki, sem áður var í skugga hinna tveggja stóru, hefur olnbogað sig fram í sviðsljósið og vakið þá hastarlega af værum svefni hins stöðuga markaðar. Með ýmissi þjónustu hefur Sanitas tekizt að ná á sitt band ýmsum mikilvægum smásölum, svo sem Valhöll á Þingvöllum og þjóðhátíð Vestmannaeyja. Hefur fyrirtækið nú verið kært fyrir einokun á gosdrykkjum þjóðhátíðarinnar. Slík einokun er að vísu ekki ný af nálinni. Hún tíðk- ast líka hjá hinum, sem kærðu. Þeir hafa einokun í bíóum, Húsafelli, kennaraháskólanum og meira að segja á hinu háa alþingi, sem þar með er orðið skemmtilegur málsaðili. Ljóst virðist, að þessi slagsmál hafi bætt hag ýmissa smásala, sem hafa séð sér hag í að gera einkasamninga við eitt af hinum þremur stóru fyrirtækjum. Og kannski lekur eitthvað af ávinningnum til sjálfra neyt- endanna. Um einokun er mjög erfítt að tala í þessum fjöruga leik. Neytendur, sem eru algerlega háðir einni tegund, geta til dæmis valið um verzlunarmannahelgi á Galta- læk, í Húsafelli og í Vestmannaeyjum. Hins vegar er gaman að sjá atvinnugrein, þar sem ekki ríkja samráð bak við tjöldin um sameiginlega ein- okun markaðsins, þar sem hins vegar ríkir fjörug sam- keppni með alls konar uppátækjum hins frjóa hug- myndaflugs. Þeir Sanitasmenn hafa gefíð gott fordæmi íslenzkum iðnaði, sem því aðeins mun ná góðum þroska, að ráða- menn fyrirtækjanna séu sívakandi, sívinnandi, síbreyt- andi og sífellt komandi á óvart. Þeir séu semsagt hressir eins og gosmenn. Óhress kerfismaöur Vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins hefur reynzt afar óánægður með, að Dagblaðið skuli hafa tekið undir gagnrýni séra Jóns Bjarman fangaprests á því, hvernig efnt var til rannsóknar á kæru út af meintu harðræði í Síðumúlafangelsi. Embættismaðurinn segir hvatir Dagblaðsins vera auðsæjar. En þetta eru hin sjálfvirku viðbrögð kerfís- manna, þegar amazt er við röngum vinnubrögðum í kerfinu. Slíku er alltaf haldið fram, ef einhver þorir að opna munninn. Embættismaðurinn segir, að blaðið og presturinn séu að reyna að vekja tortryggni á réttarfari i landinu. Þetta eru líka hin sjálfvirku viðbrögð kerfismanna, þegar amazt er við röngum vinnubrögðum í kerfinu. Hið háa kerfí hefur alltaf rétt fyrir sér. Þeir, sem eitthvað hafa við þennan stóra sannleika að athuga, eru alltaf stimplaðir sem illgjarnir æsingamenn, er séu að reyna að grafa undan þjóðfélaginu. Embættismaðurinn hefur í löngu máli reynt að út- skýra, að hann hafi gert sitt bezta í rannsókn málsins. En hann virðist ekki átta sig á vissum leikreglum um meðferð dómsmála í lýðræðisríki, að rannsóknarmenn skuli ekki vera tengdir þeim, sem rannsakaðir eru. Embættismaðurinn gerði auðvitað enga tilraun til að útskýra, hvers vegna hann tók að sér að athuga sakar- efni bæði yfirmanns síns og undirmanna. Og dóms- málaráðuneytið hefur ekki útskýrt, hvers vegna svona var staðið að málinu. Það er sorglegt, þegar kerfismenn skilja ekki sjálfar forsendur réttarríkis. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981. Friðarhreyfingarnar á meginlandi Evrópu hafa látíð mjög tíl sin taka i sumar og friðargöngur þeirra og samkomur hafa vakið mikla athygli. Miklar umræður um hermál íVestur-Þýzkalandi: STEFNA V-ÞÝZKU STJÓRN- ARINNAR MÆTIR ANDSTÖÐU Helmut Schmidt kanslari á í vök að verjast innan f lokks síns vegna afstöðunnar til nifteindasprengjunnar Miklar umræður um hermál hafa átt sér stað í Vestur-Þýzkalandi að undanförnu. Sú ákvörðun Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, að láta hefja framleiðslu nifteindasprengju, hefur að sjálfsögðu ekki orðið til að draga úr þeim umræðum. Samsteypustjómin í Bonn heldur fast við þá skoðun sína að meðal- drægar eldflaugar af geröinni Pershing II, langdrægar flaugar og nifteindavopn séu nauðsynleg til að viðhalda valdajafnvæginu á milli austurs og vesturs. Andstaðan gegn þessari stefnu stjómarinnar hefur farið vaxandi að undanförnu. Meginsjónarmið ríkisstjórnarinnar er að semja verði við Sovétríkin um gagnkvæma afvopnun og að einhliða stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins sé „fráleit” og „andstæð rökrænni hugsun” eins og Lothar Rilhl, tals- maður ríkisstjórnarinnar, sagði. Riihl telur að nifteindasprengjunni megi á margan hátt líkja við sýkla- vopn þau sem ráðamenn Atlantshafs- bandalagsins eru næstum vissir um að Varsjárbandalagið myndi nota i hugsanlegri árás á Vestur-Evrópu. „Nifteindasprengjunni er eins og sýklavopnunum beint gegn hermönn- um og óbreyttum borgurum. Bæði vopnin eru við þaö miðuð að hægl verði að koma inn á viðkomand: svæði fljótlega á eftir,” sagði Rilhl Þess vegna verður að semja um nift- eindavopnin um leið og sýklavopnin. í flokki sóslaldemókrata er and- staðan gegn nifteindasprengjunni svc sterk aö Helmut Schmidt kanslari hefur ekki mikla möguleika á að fá stefnu sína i málinu samþykkta á þingi flokksins næsta vor. Þar óttast menn að nifteinda- sprengjan muni gera mögulegt tak- markað kjamorkustrið sem kynni að verða bundið við Evrópu, þannig að Vestur-Þýzkaland yrði til dæmis lagt í eyði en Bandaríkin, sem ákveða hvar sprengjan verður notuð, myndu sleppa ósköðuð. Andstaðan er því sterk gegn vlg- búnaðinum í V-Þýzkalandi núna. Næstum milljón undirskriftum hefur verið safnað gegn hinum nýju meðal- drægu vopnum. Innan þýzku mót- mælendakirkjunnar hefur einnig verið háð mjög öflug barátta gegn vígbúnaðinum og kirkjan á að sjálf- sögðu talsvert sterk itök innan SPD (Sósialdemókrataflokksins). Þá hefur hafizt borgaraleg barátta undir kjörorðunum „friöur í frelsi”. Þeir er að baki þessari baráttu standa vilja fyrst og fremst stuðla að því að viðræðum stórveldanna um tak- mörkun vígbúnaðar verði fram haldið. Loks er þess að geta að margir þekktir og mikils metnir menn úr flokki sósíaldemókrata hafa hafiö baráttu gegn nifteindasprengjunni. Meðal þeirra er til dæmis Hans Koschnitk, borgarstjóri í Bremen. Eftir helgina mun vestur-þýzka verkamannasambandið hefja baráttu gegn vígbúnaði i austri og vestri. Þeir er standa fyrir þeirri baráttu gera sér vonir um að hafa safnað tveimur milljónum undirskrifta fyrir jól. Aðeins hinir íhaldssömu vestur- þýzku flokkar, CDU og CSU, veita Reagan Bandaríkjaforseta stuðning í þeirri stefnu hans að í samningavið- ræðum um takmörkun vígbúnaðar þýði ekki að eiga við Sovétmenn nema út frá sterkri hernaðarlegri stöðu. Lothar Ruhl, blaöafulitrúi vcstur- þýzku ríkisstjórnarinnar: Semja á um nifteindasprengjuna og sýkiavopn um leið. Hvað sem öðru líður er ljóst að Helmut Schmidt á nú í miklum erfið- ieikum innan flokks síns og mætir vaxandi andstöðu vegna afstöðu sinnar til vígbúnaðarspumingarinn- ar. Einn þeirra sem beitt hefur sér gegn nifteindasprengjunni er Egon Bahr, fyrrum framkvæmdastjóri SPD. Hann er mjög andsnúinn sprengjunni og heldur því fram að hún sé ekki lengur nauðsynleg til að hefta hugsanlega skriðdrekainnrás Sovétmanna i Evrópu. (Poiitiken). r LAXVEIBAR í SIÓ góðar endurheimtur hefðu fengist úr þessum tilraunum væri hægt að fallast á tilgátu Árna, en raunin sýn- ir, að á báðum þessum stöðum hafa endurheimtur orðið miklu lélegri en búist var við. Fyrir norðan og norðaustan má búast við, að laxagengd verði víða 40—60% lélegri en eðlilegt má telj- ast. Rannsöknir íra Mjög ítarlegar rannsóknir, sem írar hafa gert á áhrifum laxveiða í sjó við V-Grænland, sýna, að írskur lax er um 18% af laxi veiddum við Grænland og að þetta veldur því, að fyrir hver 100 tonn, sem veidd eru við Grænland, tapa þeir 43 tonnum í heimaveiðum á írlandi. Sömuleiðis sýna kanadískar rannsóknir að um 50% af veiddum laxi við Grænland er V ■ ■ Veiðimenn og veiðiréttareigendur á Norður- og Norðausturlandi höfðu gert sér vonr um, að lítil laxveiði og léleg laxagengd í fyrra væri að kenna slæmu árferði og uppbót fengist á það í sumar með meiri laxagengd. Kalt vor og sumar fyrir norðan hélt við þessari von fram eftir sumri, en það er nú að verða flestum ljóst, að orsakanna er að leita annars staðar eníslæmu árferði. Tilgáta Árna ísakssonar um mikinn seiðadauða 1979 fær heldur ekki staðist. Á síðustu árum hafa farið fram hafbeitartilraunir á tveim stöðum norðaustanlands, í Lóni í Kelduhverfi og Eiðisvatni á Langa- nesi. Mjög vandvirknislega hefur verið staðið að seiðasleppingum á báðum stöðunum, svo að fullyrða má, að sleppingar í báðum stöðvun- um hafa verið árangursríkar. Ef Kjallarinn Eyjótfur Fríðgeirsson

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.