Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent D ísrael: DEILTUM UPPGRÖFT Fremstu fornleifafræðingar ísraels hafa leitað til dómstóla til að fá ógilda ráðuneytisskipun sem stöðvað hefur fornleifauppgröft í Jerúsalem. Mál þetta hefur valdið miklum deilum 1 hinni nýju samsteypustjórn Menachem Begins. Þaö var menntamálaráðherrann, Zevulun Hammer, sem gaf úr skipun um að stöðva skyldi frekar gröft eftir að klerkar höfðu lýst þvi yfir að svæðið sem uppgröfturinn fer fram á væri forn kirkjugarður. En samkvæmt gyðinga- trú eru kirkjugarðar heilög og friöhelg svæði. Deilur þessar hafa valdið miklu sundurlyndi í samsteypustjóminni og talsmenn frjálslyndra hafa varað við að það geti orðið stjórninni að falli ef ekki næst samkomulag um uppgröft þennan. Fornleifafræðingar segja að svæöið, sem er i borg Davíös, hafi aldrei verið kirkjugarður en klerkar sitja við sinn keip og eru alls ekki til viðtals um mála- miðlun. Hæstiréttur hefur í bili ógilt skipun- ina og fornleifafræðingarnir halda uppgreftri áfram undir lögregluvernd vegna hótana ofstækismanna um að stöðva vinnu þeirra. Susan St. James: Er hún tilvonandi eiginkona Teds Kennedys? NÝÁSTÍ LÍFITEDS „í þetta skipti er það raunveruleg ást,” segja vinir Ted Kennedys, eftir að þingmaöurinn haföi sézt á siglingu meö splunkunýrri kærustu. Konan reyndist vera kvikmyndaleik- konan og ljósmyndafyrirstæan Susan St. James. Og víst er hér alvara á ferðum því Ted er þegar búinn að kynna hana fyrir móður sinni, Rose, sem nú er orðin níræö. Susan St. James á aö baki sér tvö hjónabönd og ótal stormasöm ástar- ævintýri. Þegar Ted kom i spilið var hún trúlofuð kvikmyndaleikaranum Bruce Lewis og hafði brúðkaups- dagurinn þegar verið ákveðinn. Metverö fyrirbók um Elvis Brezkt bókaforlag hefur greitt metverð fyrir útgáfuréttinn á ævisögu söngvarans Elvis Presleys. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Penguin Books. Forlagið fullyrðir að aldrei hafi veriö greitt svo hátt verð á brezkum markaði fyrir nokkurn útgáfurétt, eöa á milli 2 og 3 milljónir kr. Höfundurinn er bandaríski rit- höfundurinn Albert Goldman. Hann segir bókina gagnrýnandi en réttláta og gefur hann bitra mynd af sföustu mánuðunum i lifi Presleys. Á þessu tímabili átti söngvarinn í stöðugri baráttu við offitu og var háður eiturlyfjum. Gagnasöfnun til bókar þessarar tók rithöfundinn þrjú ár. Móðir krýpur hjá Uki sonar sfns, en hann er aðeins einn af fjölda fórnarlamba hryðjuverkanna í E1 Saivador. El Salvador: PÓUTÍSK HRYDJUVERK H» DAGLEGA BRAUÐ Ekkert lát er á ofbeldisverkum í E1 Salvador. Saklausir borgarar eru dregnir út af heimilum sínum og finnast hálshöggnir á götum úti um land allt. ÁUtið er að hægrisinnaðir „dauðavarðflokkar” standi að baki hryðjuverkunum. Erkibiskup landsins, Arfturo Rivera y Damnas, hefur sagt að kirkjan geti ekki tekið slíkum giæpum með hlutleysi. Hann hefur og fordæmt það sem hann kallar sadisma hægrisinnaðra og visaö á bug þeirri fuUyrðingu hinnar rikjandi herforingjakliku að nýjar kosningar gætu bundið enda á borgarastríðið í landinu. Mannréttindasamtök kaþólsku kirkjunnar hefur ákært herinn og hægrisinna fyrir að standa aö baki 80% pólitískra morða í E1 Salvador, en á síðustu mánuðum hafa 22000 látið lífið vegna pólitiskra hryðjuverka. Eftú tæplega tveggja ára stjórnar- tið herforingjakiíkunnar er ástandið nú þannig að landið einangrast stöðugt meir og meú frá umheúninum og stöðugar árású uppreisnarmanna lama aUa efnahags- þróun. Kosningar eru áætlaðar i marz nk. en útlitið verður stöðugi svartara. Ekkert lát er á póUtískum ofbeldis- verkum og vinstrisinnaðir skæruliðar njóta vaxandi samúðar annarra rUcja. Símon Spies sextugur: Sælgæti í stað Spánarferðar Nýlega hélt danski ferðaskrifstofu- kóngurinn, Súnon Spies, upp á sextugs- afmæUð sitt i Kaupmannahöfn og var mikið um dýrðir. Spies auglýsti i tilefni dagsins hræódýrar Spánarferðú, eða á sama verði og þær voru seldar fyrú 25 árum. Einnig hét hann viðskiptavinun- um veitingum. Þetta varð tU þess að hundruð manna þustu á söluskrifstofur hans á afmælisdaginn en því miður hafði láðst að skýra frá því að tala þess- ara ódýru ferða var afar takmörkuð. Flestú urðu því að láta sér nægja súkkulaöimola i staðinn og þóttu það U1 skipti. Kaupmannahafnarbúar fagna Spies á sextugsafmælinu. Met i mjólk- urframleiðslu Frú Sonja Berg frá Malmö, sem sést hér á myndinni, hefur slegið öll met i framleiðslu á móðurmjólk. Á siSustu 17 árum hefur hún selt mæðrum, sem af einhverjum á- stæðum geta ekki mjólkað börnum sinum sjálfar, 6000 lítra af móðurmjólk. Þessi framleiösla samsvarar 240 kössum af mjólkur- hyrnum eða sama magni og kemst í tvo stóra mjólkurflutningabUa.Sonja á sjálf 7 börn.Meðalverðiðsem Sonja fær fyrú lítrann er 25 skr. Læknar setja þessa óhemju framleiðslu í samband við starfsemi heiladingulsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.