Dagblaðið - 07.09.1981, Page 12

Dagblaðið - 07.09.1981, Page 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1981. MMiBIAÐIÐ frjálst, úháé dagblað Utgofandi: DagblaöM hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Krístjónsson. Aðstoðarritstjórí: Haukur Heigason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, AtJi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Krístjón Mór U nnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir. BjamloHur Bjamlorfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Siguröur Þorri Sigurðsson og Svelnn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn Þorieifsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Halldórs- son. DreHingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Rítstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 Knur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverö ó mónuöi kr. 85,00. Verð I lausasölu kr. 8,00. Vitístað fálms ,,Fimm ára börnin læra að þekkja ' stafina og hljóðin. Þegar þau eru orðin árinu eldri, geta þau lesið nokkuð þunga texta og byrja að nota vinnu- bækur. í sjö og átta ára bekk geta þau farið að glíma við alls konar stórverk- efni, sem ekki eru unnin í öðrum skólum. Áhugi sex ára barna er mikill. Þau eru næm og fljót að tileinka sér námið. Foreldrarnir segja, að þau hlakki til að fara i skólann, þeim fínnist námið svo skemmtilegt.” Þetta sagði Anton Sigurðsson, skóla- stjóri ísaksskóla, í viðtali við Dagblaðið fyrir helgina. ísaksskóli er dæmi um tegund af stofnun, sem öll börn á fímm og sex ára aldri ættu að hafa aðgang að. Á þessum aldri eru börn sérstaklega næm á ýmsum sviðum, til dæmis í lestri. En því miður segir skóla- kerfíð pass. Um nokkurt árabil hafa marklitlar sex ára deildir verið reknar við marga skóla. í rauninni eru það leik- skólar með óvenju stuttum skólatíma, tveimur klukku- stundum á dag. Og lestrarkennslan er þar sérdeilis hægfara. Sumir skólamenn eru haldnir þeirri firru, að of þungt sé fyrir börn á þessum aldrei að læra. En dæmið úr ísaksskóla sýnir, að fimm og sex ára börn hafa gaman af að læra og að skólaganga þarf ekki að vera fálm út í loftið. Augljóslega hafa þau börn mikið forskot í lífinu, sem kunna að lesa, þegar þau koma í sjö ára bekk, og þeim mun betra, sem þau kunna meira. Allt frekara nám verður þeim miklu léttara en hinum, sem fara hina hefðbundnu leið. Skólakerfi, sem telur eðlilegt, að þrjú ár, frá sjö til níu ára aldurs, fari í að læra að lesa og skrifa, auk einföldustu samlagningar og frádráttar, er greinilega fremur ætlað sem geymslustofnun en eiginlegur skóli. Ofan á þessa hörmung bætist svo árátta skólakerfis- ins, að allir nemendur skuli í framtíðinni verða jafnaðarmenn í hægu embætti. í kerfinu er ekkert pláss fyrir verðandi uppfinningamenn, skipstjóra braskara, vísindamenn og aðra slíka hornsteina þjóð- félags á framabraut. Bragi Jósepsson lektor hefur barizt fyrir þvi, að Reykjavíkurborg taki upp alvörukennslu í sex ára deildum. Meirihluti fræðsluráðs hefur samþykkt þetta með atkvæðum Braga og sjálfstæðismanna og stuðn- ingi kennarafulltrúa, en framsóknar- og alþýðubanda- lagsmenn sátu hjá. Málið er engan veginn komið í höfn, því að það felur meðal annars í sér viðræður milli borgar og ríkis um peninga. Það kostar auðvitað töluvert fé að auka skólatíma sex ára barna upp í hið sama og hjá sjö ára börnum. Bragi hefur skrifað nokkrar kjallaragreinar i Dag- blaðið um þetta mál og önnur skyld nauðsynjamál skólakerfisins. Hann hefur m.a. bent á, að við höfum dregizt aftur úr nálægum ríkjum í kennslu barna undir sjöáraaldri. Þetta er mun mikilvægara en að halda öllum unglingum í skólum löngu eftir að sumir þeirra eru orðnir uppgefnir og vilja komast út i raunveruleikann, á sjóinn eða í aðrar greinar atvinnulífsins. Hugmyndir þær, sem orðið hafa ofan á í fræðslu- ráði Reykjavíkur að undirlagi Braga Jósepssonar stefna í rauninni að því, að öll börn fái aðgng að lyfti- stöng á borð við ísaksskóla, fyrst sex ára börn og von- andi síðar fimm ára einnig. f Ljónið Vilmundur, blaðið og flokkunnn í kosningunum . -1978 gerðist undrið: Alþýðuflokkurinn fékk 14 þingmenn. Þeir sem höfðu talaðmeð yfirlæti um pínulitla flokkinn vökn- uðu við það eftir kosninganóttina, að sá pinulitli var orðinn stór. En hvemig skeði undrið? Kraftaverkamaðurinn var Vil- m'undur Gylfason, sem fór hamför- um S kosningabardaganum, boðaði nýjan krataflokk gegn pólitískri spill- ingu. Vilmundur er ljón (stjörnumerki). Ljón eru kröftugir persónuleikar með forystuhæfileika og góða skipulags- gáfu, skapmiklir en ekki langræknir, hreinskilnir, metnaðargjamir og búa yfir talsverðri hugkvæmni. Sumir eru þó óöruggir, ráðríkir, gefnir fyrir munaö og veraldlegar lystisemdir og eiga auðvelt með að slá ryki í augu fólks. Fræg ljón: Napóleon, Fidel Castro og Mussolini. Vilmundur kratakappi varð maður fólksins. Hann varð „móðurskip” nokkurra framagjarnra ungkrata inn á þing. í þeirri fylkingu voru m.a. Sighvatur, Árni og Eiður. Líka „verkalýðsforingjarnir” Karvel og Karl Steinar. Ræður þeirra bera oft nokkum keim af oflæti og belgingi. Er þó sýndarmennska þeirra e.t.v. ekki meiri en þingmanna annarra flokka. Vilja láta „ljós” sitt skína í fjölmiðlum. Einn þeirra, Reyk- víkingur, lætur illa á bökkum Blöndu og heimtar eignarnám á löndum bænda. Segir aö virkjun með minni landskemmdum sé „margfalt dýrari” en aðrir kostir. Einhverjar , krónur skipta einar máli hjá þessum þingkrata sem fjasar um margfaldan kostnað án raka (öngvar tölur nefndar). Bægslagangurinn stafar af því, að kratar sendu manninn í fram- boð nyröra og Vilmundaraldan fleytti honum inn eins og fleirum. — Sumarritstjórnin Næst er þar til að taka, að Vil- mundur gerðist „sumarritstjóri” Alþbl. 31. júli segir Bjarni P. Magnússon, form. blaðstjórnar: „Vilmundur hefur lengi verið stoð og stytta blaðsins, unnið mikið og gott ólaunað starf og alltaf hlaupið undir bagga með starfsmönnum þegar þörf er á.” Þetta sagði Bjarni þessi i byrjun krataslagsins mikla, en nú er kominn þurrafúi i flokkinn ennþá einu sinni, sem og hina gömlu flokkana. fhaldið þarf ekki að nefna. Fram- sókn er lika orðinn skikkanlegasti íhaldsflokkur siðan Möðruvalla- drengir hlupu í aðra vist, þar sem draumarnir rættust. í krataflokki nr. 2 (Alþbandal.) er kyrrt að kalla á yfirborðinu. Broddborgarar eru þar margir og góðir með sig, en „hinn al- menni verkamaður” er lítt hrifinn af flokki „verkalýðs og sósíalisma” í nánu bandalagi við atvinnurekendur um lágt kaup (sbr. m.a. Kjartan rit- stjóra og Þorstein Pálsson). í húsi krata hafa menn haft ljótt i munninum hver við annan, allt útaf Vilmundi hinum sigursæla, sem þó vann mikið og gott starf fyrir Flokkinn án launa, sem er annars ekki krötum líkt. A „Sú var tíö aö Jón skólameistari vandaði ^ alþýðuflokksmönnum ekki kveðjurnar. En „Út við grænan Austurvöll / sem angar lengi á vorin / stendur væn og vegleg höll / vonin mænir þangað öll.” Koma í veg fyrir þjóðarmorð í El Salvador í tímariti Máls og menningar, 2. hefti 1981, sem kom út nú í sumar, birtist grein um réttarhöld sem voru haldin i febrúar sl. frammi fyrir Fastadómstól þjóðanna í máli Mannréttindanefndar E1 Salvador gegn núverandi samstjórn her- foringja og kristilegra demókrata. Fastadómstóll þjóðanna er beinn arftaki Bertrand Russell-dómstólsins og er helgaður því að Mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóöanna sé hvarvetna í heiðri höfð. Dómstóllinn fjallar um mál sem oftsóttir aðilar kæra til hans. Hann fellir úrskurð sinn á grundvelli vitnisburðar ákærenda, hinna ákæröu og annarra sem hlut eiga að máli. Að sjálfsögðu hefur hann ekkert vald til að beita refsingum. Ofsótt mann- róttindanefnd Mannréttindanefnd E1 Salvador er samtök nokkurra salvadorskra ríkisborgara. Hún var stofnuð 1978 og vinnur að því að safna nákvæm- um upplýsingum um mannréttinda- brot í E1 Salvador. Hún hefur sætt miklum ofsóknum af hálfu stjóm- arinnar í Ei Salvador. Nefndin vinnur í nánum tengslum við marga aðra hópa i E1 Salvador, svo sem Lögfræðiaðstoð erkibiskupsdæmis E1 Salvador. Ég ætla ekki að eyða hér rúmí i að telja upp meðlimi dómstólsins eða þau vitni sem voru tilkvödd, en vísa til greinarinnar í TMM varðandi það og aðrar nánari upplýsingar. Kjallarinm Einar Ólafsson En það sem kom fram i þessum réttarhöldum var vægast sagt hrottalegt. Við skulum fyrst líta á niðurstöður dómstólsins um eðli og fylgi ríkisstjórnar E1 Salvador. Að baki stjórninni standa ríkjandi öfi innan yfirstéttarinnar, þau sem standa lengst til hægri. öllu valdi í E1 Salvador er miðstýrt innan hersins og annarra opinberra kúgunartækja. Kristilegi demókrataflokkurinn hefur reynt að veita herforingjastjóminni þá lýðræðislegu réttlætingu sem hún þarfnast, en sú tilraun hefur mistekist vegna þess hve flokkurinn nýtur lítils fylgis. Flestir félagar flokksins, m.a. margir af stofnendum hans, hafa fengið í lið með andstöðuöflunum. Meiri hluti þjóðarinnar er andstæður herforingjastjórninni. í pólitískri samfylkingu gegn henni, Lýðræðislegu byltingarfylkingunni (róR), er að finna pólkitíska hópa af öllu tagi, allt frá kristilegum demókrötum yfir til kommúnista. Sama er að segja um Þjóðfrelsis- fylkingu Farabundo Martí (FMLN), en hún stjórnar og samræmir hina vopnuðu baráttu. Það vakti sérstaka athygli dómstólsins hversu virkir kristilegir hópar hafa verið í frelsis- baráttu alþýöunnar. 800 líflátnir á tœpu ári Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að um kerfisbundna ógn- arstjóm væri að ræða í E1 Salvador. Skv. skýrslu frá Lögfræðiaðstoð erkibiskupsdæmisins voru ríflega 8000 manns liflátnir á timabilinu 1. jan. til 15. des. 1980 og þá er ekki talið með það fólk sem lét lífið í bar- dögum eða fjöldamorðum svo sem þegar 600 smábændur og land- búnaðarverkafólk vom pynduð og drepin i Rió Sampul 14. og 15. mai 1980. Aftökumar koma gjarnan í kjölfar pyndinga. Meöal algengustu pyndingaraðferða eru þessar: Gelding þar sem kynfærin em skilin eftir i munni fórnarlambsins, nauðgun og afmyndun líkama kvenna, pyndingar á bömum og

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.