Dagblaðið - 07.09.1981, Síða 21

Dagblaðið - 07.09.1981, Síða 21
ÐAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1981. Iþróttir Keflvíkingar sigurvegarar í 2. deildinni —sigraðu Reyni í Sandgerði á föstudag 2. delld, Sandgerðit völlur, ReynlrrfBK. 0:2 (0:0) Keflviklngar slökktu seinasta vonar- neista Reynismanna um að vlnna 1. deildarsætlð með þvi aO slgra þá i SandgerOI í föstudagskvöldið meO tveimur mörkum gegn engu i mlklum baráttuleik og þar með voru ísflrðlngar orðnir öruggir um aO fyigja ÍBK eftir f úrvalshóp islenzkra knattspyrnullOa. Þrátt fyrir norðan storm og lágt hita- stig fjölmenntu Suðurnesjamenn á völl- inn, væddir lúðrum margir hverjir og sumir með einhverja brjóstbirtu til að hressa sig á i næðingnum. Reynismenn léku undan vindi fyrri hálfleikinn og sóttu oft fast að marki iBK — spiluöu kannski fulllangt inn i vítateiginn i stað þess að reyna lang- skot. Ómar Bjömsson var óheppinn að skora ekki þegar Þorsteinn Bjarnason markvörður missti knöttinn fyrir fætur hans á markteig, en skömmu áður haföi Ómar Ingvarsson, sem lék nú bakvarðarstöðuna, i stað Óskars Fær- seths, komið kollinum fyrir knöttinn á leið í Keflavikurmarkið. Keflvíkingar áttu í vök að verjast framan af seinni hálfleik og minnstu munaöi aö heimamönnum tækist að skora þegar markvörður ÍBK, Sigur- bjöm Garðarsson, sem kom inn á i staðinn fyrir Þorstein sem meiddist i fyrri hálfleik, misreiknaði knöttinn. Að öðru leyti stóð Sigurbjöm sig vel sem nýliði. Það var svo ekki fyrr en á 31. minútu að ÍBK tókst aö skora en þá voru marg- ir farnir að hallast á þá skoðun að leik- urinn yrði markalaust jafntefli eins og í fyrri viðureign þessa aðila. Gisli Torfa- son varpaöi knettinum inn á markteig á enni Óla Þórs Magnússonar, sem gat óáreittur stýrt knettinum i netið. Áður hafði Óli reyndar bjargað óviljandi á linu Reynismanna. Steinar Jóhannsson tryggði ÍBK sig- Selfoss í 3. deild Selfysslngar féllu niður i 3. deild er þeir töpuðu á heimavelli fyrir Skallagrimi á laugardag 1—3, eftir að staðan hafðl verið 1—1 i hálfleik. Selfyssingar voru sterkari i fyrri hálfleik en Borgnesingarnir i þeim siðari og gerðu þeir þá út um lelkinn. Kjartan Jónsson skoraði mark heima- manna en Bergþór Magnússon og Björn Jónsson tvö af mörkum Skallagrims. VS. urinn tveimur mlnútum siðar með marki, beint úr hornspymu. Knöttur- inn sveif i háum boga fyrir markið og féll með snúningi niður við marksúluna fjær, án þess að nokkur Reynismaður fengi rönd viö reist. Munurinn á liðunum var tæpast tvö mörk. Heimamenn vom óheppnir að skora ekki. Þeir léku fastan varnarleik og gættu vel skæðustu sóknarmanna ÍBK, þeirra Magnúsar Garðarssonar og Ragnars Margeirssonar. Lítill broddur var hins vegar i sóknaraðgeröum þeirra. Einna helzt var það Hjörtur Jóhannsson, bezti maður Reynisliðs- ins, sem kom spilinu i gang. Jón B.G. átti einnig góðan leik, gætti Ragnars mjög ákveðinn. Skúli Rósantsson er að verða einna virkasti maður ÍBK, duglegur og leik- inn. Gíslarnir i vöminni létu fáa knetti fram hjá sér fara. Ómar Ingvarsson kom mjög á óvart f bakvarðarstöðunni. emm. Einherji Í2. deild Einherji frá Vopnafirði tryggði sér sæti f 2. deild á laugardag með sigri yflr Grindavik, 2—1, á Vopnaflrði. Þetta var i fjórða sinn i röð sem Einherji kemst i úrslltakeppni 3. deUdar en hingað Ul hefur herzlumuninn aUtaf vantað. Annars er árangur Elnherja f 3. delld mjög athygUsverður. Átta ár eru siðan Uðið tók fyrst þátt f 3. deild og hefur það flmm slnnum alls komizt i úrslit. Það má þvi segja að langþráðu markmiði hafi nú verið náð. Til hamingju, Vopnfirðingar. Leikurinn fór fram viö afleitar aðstæður, norðan rok og hiti við frost- mark. Einherji lék undan vindi og náði þá forystu með marki Páls Björns- sonar. 1 síðari hálfleik sóttu Grindvík- ingar öUu meira undan vindinum, en það vom Einherjar sem skomðu aftur, Pál sitt annað mark I leiknum eftir sendingu utan af kanti. Grindvikingar gáfust ekki upp, áttu meðal annars skot í slá áður en Kristinn Jóhannsson minnkaði muninn i 2—1 10 mín. fyrir leikslok. Þeir áttu möguleika á að jafna eftir það en tókst ekki. Jafntefli hefði sennilega verið sanngjörnustu úrslitin í þessum baráttuleik tveggja iiða sem bæði myndu áreiðanlega standa fyrir sinu í 2. deild. Einherji fær nú tækifæri til að sýna það en Grindvíkingar verða að reyna einu sinni enn. -VS. Þróttur Neskaupstað áframí2. deildinni Þróttur Neskaupstað tryggði sér áframhaldandl sæti I 2. deildlnnl er bann náði öðru stiglnu i viðurelgn slnni við Reykjavikur-Þrótt á Neskaup- staðarvelli á laugardag. Lokatölurnar 1—1 og þar sem bæðl Selfoss og Haukar töpuðu, geta austanmenn nú andað léttar og horft fram á vlð tll sins sjötta árs i röð i 2. deildinni. Ekki er hægt að segja aö aðstæður og veðurguðir hafi verið leikmönnum og áhorfendum til mikillar ánægju í þessum leik. Völlurinn mjög þungur, auk þess er 6-7 vindstiga strekkingur sá til þess að erfitt var að hemja knött- inn. Það vom gestimir sem voru fyrri til að skora, að visu með dyggilegri aðstoð fyrirliða austanmanna, Þórhails Jónassonar, sem skallaði i eigið mark á 30. min. Sunnanmenn höfðu vindinn i fangið i fyrri hálfleik, og náöu þá oft ágætis samieik en sköpuðu sér fá færi. Upphlaup heimamanna vom ætfð hættuleg en jöfnunarmarkið lé tá sér standa. í síðari hálfleik var nokkuð jafnræöi með liðunum. Hvorki gekk þó né rak fyrr en 8 min. fyrir leikslok þegar unglingalandsliösmaöurinn Mark Duf- field jafnaði eftir þvögu og reyndist það mark þýðingarmikiö, þvi auk þess sem þaö tryggði Neskaupstaðar-Þrótti annaö stigið i leiknum, gulltryggði þaö áframhaldandi sæti i deildinni. -VS. Síðustu leikir í 3. deild Siöustu lelkir I. riðils i úrslitakeppni 3. delldar fóru fram um helgina. Úrsllt voru þegar ráðin, NJarðviklngar komnlr upp, svo nánast var um forms- atriði að ræða. Á Hornaflrði sldldu Slndri og Njarðvfk Jöfn 1—1. Jón Halldórsson skoraðl fyrir Njarðvik i fyrri háifleik en Ragnar Bogason jafnaði úr viti i þeim sfðari. Leikurinn var þófkenndur og Jafn, engln spenna, enda að engu að keppa lengur. Á Akranesi gerðu HV og HSÞ-b einnlg jafntefli, 0—0. Lokastaðan i riðUnum varð þessi: Njarðvik 6 4 2 0 10—3 10 HV 6 2 2 2 5—5 6 HSÞ-b 6 2 1 3 5—6 5 Sindri 6 114 3—9 3 -VS. Opið á laugardögum i\aaio Allt til hljómflutnings fyrir: HEIMIUÐ - BÍUNN OG DISKÖTEKIO ARMULA 38 'Selnutla mecjitv 105 REVKJAVIK SIMAR 31133 83177 POSTHOLF 1366 Kraftmagnarar, hátalarar og segu/bönd / miklu úrvali ísetning af fagmönnum og góð þjónusta er okkar kjörorð. C988segulband, með hraðspólum í báðar áttir. Kostaraðeins kr. 1057,00 Amp 600kraftmagnari 2x30 wött Kostar aðeins kr. 1025,00 60b* 25öh* 1kh* 35kh/ tOklv # A&OVCK Það bítu a Barkar Meö þakplötur úr Barkar-stáli þarftu ekki aö hafa miklaráhyggjuraf íslenska vetrarveörinu - jafnvel þegar þaö er virkilega í essinu sínu. Þykkar þakplötur úr fyrsta flokks stáli, galvaníseruöu og húöuöu meö plastisol eöa silikon polyester, tryggja þéreinstakt veðrunarþol og frábæra endingu. Hringið eða skrifið eftir íslenskum bæklingi HJALLAHRAUNI 2 • SIMI 537SS • POSTHOLF 239 • 220 HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.