Dagblaðið - 11.09.1981, Page 5

Dagblaðið - 11.09.1981, Page 5
5 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981. Símtöl inná sjónvarpinu - í miðri bíómynd hlusta Snæfellingar á símtöl milli Stykkishólms og Reykjavíkur Ástand í sjónvarpsmálum á utan- verðu Snæfellsnesi hefur verið það slæmt síðan sjónvarp hófst á ný eftir frí að íbúarnir hugleiða nú að vera ekkert að flýta sér að greiða afnota- gjöldin. Ástandið var búið að vera slæmt í áraraðir. Mikið var um það að heilar erlendar dagskrár kæmu á skjá manna. í fyrra var komið á örbylgju- kerfi í sjónvarpsdreifingunni og lag- aðist ástandið þá mikið. En í sumar fór það aftur að versna og eftir sjón- varpsfríið er algengt að sjónvarpi slái út. Hefur það til dæmis gerzt tvo undanfarna laugardaga einmitt þegar bíómyndin var sem mest spennandi. Hljóðtruflanir hafa einnig verið miklar, stundum svo að ekki hefur verið hægt að hafa hljóðið á. Algengt er að símtöl komi inn á hljóðkerfið og geta menn þá setið, horft á frétt- irnar og hlustað á meðan á samtöl manna í Stykkishólmi við Reykjavík. Ástæðan fyrir þessu er að sögn starfsmanna við mælaborð Lands- símans sú að nýja örbylgjan er biluð. Landssíminn tekur sem kunnugt er að sér að dreifa sjónvarpsefninu og er mönnum á Nesinu vísað á mæla- borðið með kvartanir. Sjónvarps- menn segjast hreinlega ekki fá upp- lýsingar um það hvað er að og hvað er við því gert. Finnst mönnum á Nesinu að með öllum þeim mikla mannafla sem Landssíminn hefur í sinni þjónustu og öllu því fé sem sagt er að sjónvarpið borgi fyrir dreifing- una sé engin goðgá aðætlast til að gert sé við þessa bilun á nokkrum dögum í stað þess að liði á annan mánuð áður en byrjað er. -DS/Hafstcinn, Hellissandi. Ibúamir skipta sjálfir um hita- lögn i götunni ------------\ Reykjahlíð við Mývatn: - íbúar við Lynghraun í Reykjahlíðar- hverfi við Mývatn Iáta ekki bíða eftir sér þegar ákveðið er að gera eitthvað. Undarfarin misseri hefur hitaveituæðin í götunni hjá þeim verið stöðugt að þrengjast og versna og því tóku þeir sig til í gærmorgun og byrjuðu að skipta um æð. Verkstjórar frá hreppnum fylgdust með verkinu og stjórnuðu því. Um kaffileytið siðdegis í gær voru íbúarnir í húsunum tíu um það bil hálfnaðir með gröftinn og var hver með sína skóflu. Enn voru nokkrir íbúa við götuna í vinnu þannig að von var á að verkið gengi enn betur þegar tóm gæf- ist fyrir fleiri. Gera menn sér vonir um að verkinu verði lokið um helgina. En fleira er að gera í Mývatnsssveit. Göngur standa sem hæst og verður réttað á laugardag. Áætlað er að slátr- un hefjist á þriðjudaginn, 15. septem- ber, sem er nokkuð fyrr en annars staðar á landinu. Þá eru garðeigendur í Bjarnarflagi önnum kafnir við að taka upp kart- öflur sínar, rófur og kálmeti. Uppskera hefur verið góð, svipuð og í fyrra, en ein kartöflutegund — b'nté — hefur verið áberandi góð, skilað allt að 17-faldri uppskeru. -ÓV/FB, Reykjahlíð. Vængjasláttur fiðrildisins vakti íbúana Þegar Erna Björk Markúsdóttir, Eyrarvegi 3 Grundarfirði, vaknaði morgun einn fyrir stuttu heyrði hún mikinn hávaða frammi í forstofu húss- ins. Þar sem annað heimafólk heyrði líka lætin gat ekki verið um ímyndun hjá Ernu Björk að ræða og hún trítlaði þvi fram í forstofu til að athuga hver hávaðavaldurinn væri. í ljós kom að fiðrildi eitt litfagurt bar ábyrgð á þessum látum, en fiðrildið hafði lokazt inni i húsinu og fann ekki útgöngu- leiðina þrátt fyrir mikla leit. Erna Björk náði að veiða fiðrildið stóra og reyndist það vera af árníals-tegund, en þau fiðrildi verða allt að þrír cm að stærð. Vænghaf þessa fiðrildis reyndist vera 5 cm. -SA/BC, Grundarfirði. 'Hraustasta önd á tslandl? Dúi Björnsson ásamt öndlnni sem mink- urinn réðst á i húsagarði á Akureyri. , Ljósm.: GK, Degi. Ovæntur end- irá ójöfnum bardaga Akureyrskar endur eru hraust- leikaskepnur ef mið má taka af önd sem á heima i garðinum að Eyrar- landsvegi 29 þar í bæ. Hún lifði af árás illskeytts minks og er óðum að ná sér, nokkuð skelkuð að visu. Húseigandinn, Dúi Björnsson, vaknaði viö það eina nóttina fyrir skemmstu að mikill gauragangur barst úr húsagarðinum, þar sem Dúi og kona hans hafa verið með tvær endur sér til skemmtunar. Þegar hús- bóndinn fór að athuga málið sá hann sér til hrellingar að minkur hafði náð annarri öndinni i kjaftinn og var nokkuð augljóst hvað fyrir varginum vakti. Dúi hljóp út og að minknum, sem hélt bráö sinni sem fastast, en sneri svo við og náði sér í hrifu. önd- in gargaði og skrækti og þá lét Dúi hrifuna vaða af öllu afli í minkinn, sem sleppti og forðaði sér inn í runna. Síðan hefur ekki til hans spurzt, að sögn Akureyrarblaösins Dags. Talsvert sá á öndinni en nú er hún á batavegi. -ÓV. Samvinna kommúnista ogkrata? Opinn fundur á mánudag Geta kommúnistar og kratar unnið saman á íslandi? Kommúnistasam- tökin leita svara við þeirri spurningu á opnum umræðufundi sem veröur á mánudagskvöld á Hótel Borg. Þetta er i framhaldi viðræðna nokkurra alþýðuflokksmanna, undir forystu Vilmundar Gyifasonar alþingis- manns, við þennan smáflokk. Kommúnistasamtökin hafa boðið til fundarins ræðumönnum frá Alþýðu- flokki og Nýju landi, málgagni Vil- mundar, auk Alþýðubandalags og Fylkingarinnar. -HH. Áskriftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHUSBOKIN L’rfv jiiuotu 14 FjÖlritum| sam- dsegurs Opið ALLAN 4 É m HREVF/LL 5 S I FJOLRITUN rJP I LJÓSRITUN VÉLRITUN STENSILL ÓÐINSGÖTU 4 • REYKJAVÍK - SIMI24250 STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^ cc /

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.