Dagblaðið - 15.10.1981, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15.0KTÓBER 1981.
Sö/uturn eða sjoppa
óskast til kaups á Stór-Re.ykjavíkursvæöinu. Lysthafendur
hringi til auglýsingaþjónustu DB í sima 27022 eftir kl. 12.
H—1001.
EIGNANAUST HF.
SKIPHOLTI5
SÍMAR 29555 0G 29558
OPIÐ KL. 1-5 LAUGARDAGA 0G SUNNUDAGA.
Hraunteigur
2— 3ja herb. kjallaraíbúð, 83 ferm. Lítið niðurgrafin. Mjög
snyrtileg íbúð. Verð 480 þús.
Krummahóiar
2ja herb. íbúð á 2. hæð, 40 ferm. Bílskýli. Verð 420 þús.
Guðrúnargata
2ja herb. kjallaraíbúð, ósamþykkt. Verð 380 þús.
Mosgerði
Einstaklingsíbúð, ca 30 ferm. Ósamþykkt. Verð 220 þús.
Lyngmóar
3ja herb. 80 ferm íbúð á 2. hæð. Bílskúr. Verð 580 þús.
Hjallavegur
3— 4ra herb. íbúð á jarðhæð, 75 ferm. Sér inngangur. Verð
530 þús.
Ásvaiiagata
3ja herb. kjallaraíbúð, 75 ferm. Verð 450 þús.
Hæðargarður
3ja herb. jarðhæð, lítið niðurgrafin, ca 70 ferm. Verð 480
*. þús.
Rauðaiækur
4— 5 herb. íbúð á 3. hæð, 115 ferm. Verð 880 þús.
Háaleitisbraut
4ra herb. íbúð á 4. hæð, 117 ferm. Bílskúr. Verðtilboð.
Lækjarkinn
5 herb. 120 ferm íbúð. Bílskúr. Verð 750 þús.
Fellsmúli
4—5 herb. íbúð á 1. hæð, fæst í skiptum fyrir góða 3ja
herb. íbúð.
Vorsabær
150 ferm einbýli á 1 hæð, 35 ferm bílskúr. Upplýsingar
aðeins gefnar á skrifstofunni.
Akranes
Verzlunarhúsnæði á 3 hæðum sem stendur við aðal verzl-
unargötu bæjarins. 60 ferm grunnflötur. Verð 600 þús.
Hveragerði
Raðhús tilbúið undir tréverk. 110 ferm. Bílskúr ca 50 ferm.
Verð480 þús.
Sandgerði
140 ferm. einbýlishús á 1. hæð. Bilskúr 50 ferm. Verð 850
þús.
Óskum eftir 3ja herbergja íbúð í Árbæjarhverfi.
Staðgreiðsla fyrir rétta eign.
SKOÐUM OG METUM ÍBÚÐIR
SAMDÆGURS.
GÓÐ 0G FUÓT ÞJÓNUSTA
ER KJÖRORÐ OKKAR.
AUGLÝSUM ÁVALLT í DAGBLAÐINU
Á ÞRIÐJUDÖGUM 0G FIMMTUDÖGUM.
EIGNANAUST,
Þ0RVALDUR LÚÐVÍKSSON HRL.
„Hvers vegna á aö byggja útvarpshús þegar talaö er um að það eigi að hverfa frá rikisrekstrí útvarps og sjðnvarps?” —
spyr Siggi flug. DB-mynd: Kristján Örn.
Þrjár nýjar byggingar
—og aukin byrði skattborgarans
Siggi flug, 7877—8083, skrifar:
í fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi
þ. 11. þ.m. voru okkur sýndar þrjár
byggingar, sem við, skattborgarar og
það neyzluþjóðfélag sem við
byggjum, verðum að borga næstu tvo
til fjóra áratugina eða svo. Ég á við
Hús verzlunarinnar, Borgarleikhúsið
og svo Utvarpshöllina, sem þegar er
farið að kalla nýja útvarps- og
sjónvarpshúsið, tilvonandi. Hvað
eiga nú þessi skrípalæti að þýða? Hús
verzlunarinnar er máski þess
megnugt að vera hús, sem stendur
undir sér sjálft, en það eru hin húsin
ekki.
Hvers vegna á að byggja út-
varpshús, þegar talað er um að það
eigi að hverfa frá ríkisrekstri útvarps
og sjónvarps? Frjálsræði í þeim
efnum er á næsta leiti eins og svo
margt annað.
Útvarpshúsið verður ekki byggt
fyrir neina aðra peninga en þá, sem
útvarps- og sjónvarpsnotendur greiða
með hækkuðum gjöldum. Þessi
rekstur er að verða frjáls í öðrum
löndum en við rjúkum upp til handa
og fóta og ætlum okkur að byggja
höll fyrir þessa starfsemi. Aður en
lýkur verða sjónvarpstungl hvers
manns „eign” og til þess að horfa á
stóran hluta þess sem sjónvarpað
verður þarf einfaldlega enga höll.
Útvarp og sjónvarp á íslandi er
lélegt en það getur svo sem vel verið
að þetta sé enn lélegra á hinum
Norðurlöndunum. Þeir um það.
Sjónvarpið er afþreying, og því ber
skylda til að sjónvarpa góðu efni, en
sízt af öllu sænsku klámi og hrotta-
fengnum myndum, sem búast má
við að sjónvarpað verði á næstunni
(Sbr. kaup á sænskum myndum fyrir
milljónir).
Sjónvarpið er ekkert einkafyrir-
tæki og því ber að sýna fólki myndir
sem einhver afþreying er í en ekki
sænskt né norskt klám sem er sýnt í
skjóli þess að um samnorræna
menningu sé að ræða. Hvað er
annars samnorræn menning? Ég vil
a.m.k. vera laus við þá sænsku.
íslendingar eiga einir og óstuddir
að vera nokkurskonar útvörður í
vestri, gegn áhrifum úr þeirri átt, en
Norðurlöndin geta margt lært af
vestrænum þjóðum, svo sem tækni
og margt annað.
Við eigum svo von á því að borga
með útsvari okkar í kannski 50 ár
eða svó nýtt Borgarleikhús. Til
hvers?
Eftir svo sem 2 ár á Leikfélag
Reykjavíkur 90 ára afmæli/og gert er
ráð fyrir því að hið nýja leikhús verði
fokhelt þá. Hvað skyldu liða mörg ár
þangað til það verður tilbúið?
Gamla Iðnó er búið að duga i
mörg ár og á fjölum gamla Iðnó hafa
okkar færustu leikarar í Þjóðleik-
húsinu stigið sín fyrstu spor.
í gegnum árin hefur gamla Iðnó
öðlazt sál eins og brezkur leikhús-
maður sagði, er hann steig upp á
sviðið í Iðnó. Hann sagði: „Þetta hús
hefur sál.” Hann fann lyktina af
gömlu sminki, hann fann
myglulyktina og hann fann að allt
andrúmsloftið var þrungið áratuga
gömlum leiksýningum, sem þar
höfðu farið fram.
Nú á að hefja leiklist eftir kannski
50 ár á nýjum fjölum Borgar-
leikhússins, í sálarlausu húsi, þar sem
mun taka a.m.k. 100 ár að koma á
því andrúmslofti sem gamla Iðnó
hefur í dag.
Það er hægt að breyta Iðnó
gamla, munum það, og gerum það,
og endurnýjum og framlengjum
sálina þar.
Mér datt þetta (svona) í hug.
Útigallinn hækkaði um
100 krónur á 3 dögum
— „Byggt á misskilningi” segir talsmaður Mæðrabúðarinnar
Margrét Haraldsdóttir hringdi:
Ég vildi gjarnan segja ykkur
dálitla sögur»sem snýst um sérstaka
verzlunarhætti. Þannig er mál með
vexti að ég á tveggja mánaða gamalt
barn og eins og gengur og gerist hef
ég fengið talsvert af fatagjöfum og
þ.á m. 4 útigalla. Mér fannst það nú
e.t.v. einum of mikið að vera með þá
alla í notkun í einu svo ég ákvað að
skila einum þeirra, sem keyptur var i
Mæðrabúðinni.
Ég tók mér því ferð á hendur og
vildi skila gallanum. Var það
tiltölulega auðsótt en þegar af-
greiðslukonan sagði mér að hann
kostaði ekki nema 115 krónur varð ég
hvumsa. Eftir nokkurt þjark féllst ég
þó á að það gæti verið rétt en þarna
var t.d. til innigalli úrvelúrefni á 147
krónur.
Það sem gerist svo er að ég segi
sem svo við sjálfa mig að ég geti alveg
eins átt þennan útigalla og gerði mér
því aðra ferð í verzlunina. Þetta var
á laugardegi en ég skilaði gallanum á
miðvikudegi.
Þennan umrædda laugardag var
önnur kona við afgreiðslu og þegar
ég sagðist ætla að kaupa þenna
útigalla (þann sem ég hafði skilað)
tjáði hún mér að hann kostaði 215
krónur. Hann hafði sumsé hækkað
um 100 krónur á 3 dögum. Ég benti
henni þá á að ég hefði komið með
hann nokkrum dögum áður og fengið
greiddar 115 krónur fyrir hann. Það
var eins og við manninn mælt — hún
seldi mér hann á 115 krónur. Hefði
hins vegar einhver annar orðið á und-
an mér efast ég ekki um að 215
krónur hefðu verið endanlegt verð.
Ég vil að þetta komi fram þvi þetta
er ekki eina dæmið, sem ég veit um
frá þessari verzlun.
Árni hringdi:
Ég hef undanfarið reynt-að ná til
háls- nef- og eyrnalæknis, en ekkert
gengið.
Nú hef ég t.d.reynt að hringja i
heilan klukkutíma, án þess svo mikið
sem að ná sambandi við þennan
lækni, sem að auki hefur ekki síma-
tíma nema tvisvar í viku.
Læknarnir eru nýbúnir að fá
launahækkun svo hvernig væri að við
Svar.
Dagblaðið hafði samband við
Mæðrabúðina og viðmælandi okkar
þar kvað þetta allt á misskilningi
byggt. Uppgefið verð hefði verið
rangt í öndverðu. Það hefði allan
tímann átt að vera kr. 215, en úr því
svona hefði legið í málinu hefði verið
talið eðlilegt að hún fengi flíkina fyrir
sama verð og henni var borgað fyrir
hann í fyrstunni.
-SSv.
almenningur fengjum aukna
þjónustu í staðinn?
Ég beini þeirri hugmynd til
Svavars Gestssonar, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, að hann hvetji
unga lækna til þess að velja sér fá-
mennar sérgreinar fram yfir aðar.
Sérfræðingarnir eru of margir á
sumum sviðum, en of fái'r á öðrum,
og hjá þeim síðari er svo til
ómögulegt að komast að.
Erfittaðnáíháls-
nef- og eyrnalækni
— of margir í sumum sérgreinum, of fáir í öðrum
*
h