Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.10.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið - 15.10.1981, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981. I Iþróftir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ATTA MARKA SIGUR FH VAR ALLT OF STÓR — eftir f yrri hálfleik týndi HK áttunum um tíma og missti leikinn úr höndum sér D Þóll FH-ingar hafi unnið átta marka sigur á HK aö Varmá í gær- kvöld, 30—22, geta þeir á engan hátt verið ánægðir með frammistöðu sína því það var miklu nær að mistök á mis- tök ofan hjá HK, samfara fádæma óheppni, færðu Hafnarfjarðarliðinu svo stóran sigur. F.ftir jafnan fyrri hálf- leik, 13—13, áttu menn von á svipuðu framhaldi í þeim síðari og sú varð reyndar raunin framan af, en siðan sprakk HK-blaðran. Leikmenn gerðu sig seka um alls kyns vitlcysur og lánið lék heldur ekki við þá. FH gerði út um leikinn á skömmum tima og komst 10 mörkum yfir þegar bezt lét. HK náði HM íknattspyrnu: Danir gerðu Grikkjum grikk Danir gerðu Grikkjum grikk með því að vinna þá 3—2 í Saloniki í undankeppni HM. Þar með eru Grikkir úr leik og Júgóslavía og ítalia fara í úr- slitin nema einhver undur og stórmerki gerist. Danir voru mjög ógnandi í byrjun og strax á 8. mín. óð Sören Lerby í gegnum grísku vörnina og skoraði. Frank Arnesen bætti öðru tnarki við beint úr aukaspyrnu á 28. mín., 0—2. Grikkir minnkuðu muninn á 60. mín. er Anastopoulos skoraði með skalla eftir aukaspyrnu. Preben Elkjær kom Dönum í 1—3 aðeins fimm minútum síðar en Kostikos náði að minnka muninn á 85. mín. með skoti af stuttu færi. Lið Dana var þannig skipað: Quist, Rasmussen, Nielsen, Röntved, Lerby, Bertelsen, Olsen, Arnesen, (Ziegler), Simonsen, Bastrup, Elkjær. Staðan í 5. riðli: Júgóslavia 5 4 0 1 14—5 8 ítalia 5 4 0 1 9—3 8 DSnmörk 8 4 0 4 14—11 8 Grikkland 6 3 0 3 8—10 6 Luxemburg 6 0 0 6 1 —17 0 Leikir sem eftir eru: 17. október: Júgóslavía-Ítalía. 14. nóvember: ítalia- Grikkland. 21. nóvember: Júgóslavía- Luxemburg. 29. nóvember: Grikkland- Júgóslavia. 12. desember: Ítalía- Luxemburg. -VS. aöeins að laga stöðuna undir lokin. Strax í upphafi virtist svo sem FH myndi vinna auðveldan sigur þvi þeir komust í 4—1 og síðan 7—3. Með harðfylgi tókst HK að jafna metin á stuttum tíma, jafnvel þótt liðið brenndi af vítakasti. Á þessum tima og reyndar alveg þar til undir lok leiksins var alvcg nóg að hitta markrammann hjá FH — allt hafnaði í netinu. Eftir að HK hafði tekizt að jafna, 7—7, skiptust liðin á um að skora út hálf- leikinn — FH þóalltaf á undan. í upphaft síðari hálfleiksins náði Magnús Guðfinnsson, bezti maður HK, að færa liði sínu forystu í fyrsta og eina skiptið. FH svaraði með þremur mörkum í röð en í sundur skildi þó ekki almennilega fyrr en 6 mín. voru til leiksloka. Staðan var þá 24—19, er Einar Þorvarðarson varði vítakast Sveins Bragasonar. FH náði hins vegar knettinum strax aftur eftir slæm mistök og Þorgils Óttas Mathiesen skoraði 25. markið. í kjölfarið fylgdu svo 5 mörk FH í röð og burst var orðið ljóst. Þrátt fyrir að HK ætti tvö síðustu mörkin varð skellurinn ekki umflúinn. Það er hægt að tína til ótal atvik þar sem klaufaskapur og óheppni í biand fór illa með HK. Dómgæzlan var þeim heldur ekki hagstæð án þess að hér sé verið að saka dómarana, þá Árna Tómasson og Óla Olsen — sem dæmdu reyndar ágætlega — um hlutdrægni. Mistök þeirra bitnuðu einfaldlega meira á Kópavogsliðinu. FH-liðið var afar slakt í þessum leik Körfubolti: Stórsigur Laugdæla Tveir leikir fóru fram á íslands- mótinu í körfuknattleik í gærkvöldi. Úrslit urðu þessi: 1. deild kvenna Laugdælir—Njarðvík 90—21 2. dcild karla Breiðablik—Bræður 51—48 Alli Arason, fyrrutn leikmaður Ár- manns, skoraöi 29 stig fyrir Breiðablik en var samt ekki stigahæsti maður vallarins. Árni skoraði 30 stig fyrir Bræðurna. í hálfleik var staðan 24—22 Breiöablik í vil. -VS. HM í knattspyrnu: Vestur-Þjóðverjar komnir í úrslitin —Austurríki og Búlgaría berjast um annaðsætið Tveir leikir voru í 1. riðli undankeppni HM í gærkvöldi. Vestur- Þjóðverjar tryggðu sér sæti í lokakeppninni með því að sigra Auslurríki í Vín 1—3. í Tirana í Albaniu léku Albanir og Búlgarir og sigruðu Búlgarir 2—0. Baráttan um annað sætið stendur því á milli Austur- ríkis og Búlgariu. Austurríki náði forystunni í Vín, 70.000 áhorfendum til mikillar ánægju, á 15. mín. Walter Schachner fékk knötinn við miðju, stakk varnarmenn' Vestur-Þjóðverja af og sendi knöttinn fram hjá Toni Schumacher. Ánægjan stóð ekki lengi. Tveimur mínútum síðar jafnaði Pierre Littbarski eftir sendingu frá Karl-Heinz Rummenigge. Og aðeins þrjár mínútur i viðbót liðu þar til Vestur-Þjóðverjar höfðu náð forystunni, Felix Magath skoraði með þrumuskalla. Austurríkismenn sóttu linnulítið í siðari hálfleik en Vestur- Þjóðverjar skoruðu, Littbarski sitt annað á 77. mín. Lið Vestur-Þjóðverja var þannig skipað: Tony Schumacher, Manfred Kaltz, Uli Stielike, Karl-Heinz Förster, Hans-Peter Briegel, Wolfgang Dremmler, Paul Breitner, Felix Magath, Pierre Littbarski, Klaus Fischer, Karl-Heinz Rummenigge. Albanía var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum gegn Búlgaríu, en tókst ekki að skora. Slavkov náði forystunni yrir Búlgari á 49. mín. og eftir það réðu þeir gangi leiksins. Mladenov skoraði síðara markið á 84. min. Staðan í 1. riðli: Vestur-Þýzkaland 6 6 0 0 21—3 12 Austurríki 7 5 0 2 16—6 10 Búlgaría 6 4 0 2 11—6 8 Albanía 7 10 6 4—14 2 Finnland 8 10 7 4—27 2; Leikir sem eftir eru: 11. nóvember: Búlgaría-Austurríki. 18. nóvember: Vestur-Þýzkaland-Albanía. 22. nóvember: Vestur-Þýzkaland-Búlgaría. ,-VS. og sannast sagna skaraði enginn leikmanna fram úr. Ungu mennirnir Kristján Arason, Sveinn Bragason, Pálmi Jónsson og Óttar Mathiesen allir sterkir og Sæmundur góður framan af. Hjá HK var Magnús . G^ðfinnsson sterkastur, Bergsveinn hættulegur í hægra horninu, Ragnar og Kristinn sterkir í vörninni og Þór Ásgeirsson, nýliði ógnandi. Að baki vörninni varði Einar Þorvarðarson prýðilega, m.a. tvö víti. Gunnar Eiriksson var sprækur í fyrri hálfleik en var lítt áberandi í þeim síðari. Mörkin. FH: Kristján Arason 6/2, Sveinn Bragason 5/3, Pálmi Jónsson 5, Þorgils Óttar Mathisen 5, Sæmundur Stefánsson 5, Guðmundur Magnússon 3 og Hans Guðmundsson 1. HK: Gunnar Eiríksson 5, Magnús Guðfinnsson 5, Bergsveinn Þórarins- son 4, Kristinn Ólafsson 3, Þór Ásgeirsson 2, Ragnar Ólafsson 2 og Einar Þorvarðarson (yfir endilangan völl) 1. FH fékk 7 víti — nýtti 5. Einar varði einu sinni frá Kristjáni og einu sinni frá Sveini. HK fékk 2 víti — nýtti hvorugt. Ragnar skaut í stöng og Hafliði Halldórsson, sem kom aðeins inn á til að taka þetta eina víti, brenndi sinu af. Þremur úr HK var vísað af leikvelli, Þór tvívegis, og Einari einu sinni. Einar fékk reisupassann fyrir að mótmæla dómi og Þór einnig í annað sinnið. FH missti tvo menn út af, Hans og Valgarð. -SSv. Johan Neeskens lék á lendmgumog átti stóran gegn Belgum. ný með Hol- þátt isigrinum HM íknattspyrnu: Þrjú lönd eiga ennþá möguleika í 2. riðli — írland, Holland og Frakkland berjast um Spánarförina Spennan er nú komin í hámark i 2. riðli undankeppni HM. Þrjú lönd eiga möguleika á að fylgja Belgíu í úrslita- keppnina, írland, Holland og Frakkland. írar unnu góðan sigur yfir Frökkum í Dublin i gærkvöld, 3—2, en verða að treysta á jafntefli Frakka og Hollendinga til að ná öðru sætinu. Holland vann Belgíu 3—0 í Rotterdam og lagaði stöðu sína nokkuð. Frakkar færðu Irum forystuna á silfurfati eftir 5 mínútur þegar Mahut skoraði sjálfsmark. Þremur mínútum síðar skoraði nýliðinn Bruno Bellone jöfnunarmark Frakka en miðherjarnir verðmætu, Frank Stapleton og Mike Robinson.komu írum í 3—1 fyrir hálf- leik. Mjög dofnaði yfir írum í siðari hálfleik en Frakkár náðu ekki að skora fyrr en á 83. mín., Michel Platini, og eftir það sóttu þeir látlaust að marki íranna án árangurs. Lið írlands: Jim McDonagh; David Langan, David O’Leary, Kevin Moran, Chris Hughton, Ron Whelan, Mick Martin, Mark Lawrenson, - Liam Brady; Frank Stapleton, Mike Robinson. Lið Frakklands: Jean Castemeda, Gerard Janvion, Maxime Bossis, Philippe Mahut, Didier Christophe, Christian Lopez, Rene Girard, Jean Francois Larios, Michel Platini, Alain Couriol, Bruno Bellone. Johan Neeskens lék nú að nýju með hollenzka landsliðinu og átti stórleik gegn Belgum. Hollendingar sóttu nær látlaust frá fyrstu mínútu og hefðu get- að unnið stærri sigur. Johnny Metgod skoraði strax á 6. mín. og Kees van Kooten jók forystuna á 26. mín. Frank Stapleton skoraði fyrir íra gegn Frökkum. Skömmu fyrir hálfleik var Belganum Walter Meeuws vikið af leikvelli fyrir brot á Metgod og Belgar áttu enga möguleika eftir það. Ruud Geels bætti Reykjavíkurmótið íblaki: Þróttur meistari Þróttur varð í gærkvöldi Reykja- víkurmeistari í blaki karla er liðið vann Stúdenta 3—1. ÍS tókst aðeins að vinna fyrstu hrinu leiksins 15—13, en næstu þrjár unnu Þróttarar 15—6, 15—8 og 15—13. í kvennaflokki varð það hins vegar ÍS sem bar sigur af hólmi í mótinu. Liðið vann Þrótt 3—1. Um þriðja sætið hjá körlunum börðust Víkingur og Þróttur II og varð fyrrnefnda liðið ofan á, vann 3—0. -KMU. þriðja markinu við á 54. mín. Holland þarf nú að sigra Frakkland á útivelli til að komast í úrslitin. Lið Hollands; Van Breukelen, Van de Korput, Krol, Metgod, Hovenkamp, Thijssen, Neeskens, Muhren, La Ling, Van Kooten, (Geels), Rep. Lið Belgíu: Pfaff, Gerets, Luc Millecamps, Meeuws, Renquin, Marc Millecamps, Vandereycken, Ver- cauteren, Voordeckers, (Cluytens), Snelders, (Plessers), Czerniatinsky. Staðan í 2. riðli: Belgía 8 5 12 12—9 Irland Holland Frakkland Kýpur 8 4 2 2 17—11 7 4 12 11—5 6 3 0 3 14—8 7 0 0 7 4—25 11 10 9 6 0 Leikir sem eftir eru: 18. nóvember: Frakkland-Holland. 5. desember: Frakkland-Kýpur. -VS. Víkingurfékk Atl. Madrid — en ÞrótturogFH létta mótherja 1 gær var dregið til 2. umferðar í Evrópumótunum í handknattleik. íslandsmeistarar Víkings mæta Atletico Madrid, Spáni, í keppni meist- araliða. Víkingur á fyrri leikinn heima. Spánska liðið er talið mjög sterkt nú, nánast með landsliðsmenn spænska í öllum stöðum. í keppninni 1979 lék Valur við Atletico og sló spænska liðið út sem frægt er. í Evrópukeppni bikarkeppa drógst Þróttur gegn hollenzka liðinu Cittardia. Þróttur á heimaleikinn á undan og ætti að hafa alla möguleika á að komast í 3. umferð, það er átta-liða úrslit. Í IHF-keppninni hinni nýju, leika FH-ingar við ítalska liðið Forest Brixen og það getur ekki verið erfiður mótherji fyrir hafnfirzka liðið. HM íknattspyrnu: Ungverjar nánast öruggir Ungverjar hafa nú nánast tryggt sér sæti í úrslitum HM á Spáni. Þeir sigruðu Sviss í Búdapest i gærkvöldi 3—0 og þurfa nú aðeins að sigra Norðmenn á heimavelli til að tryggja sæti sitt. Nilyasi náði forystunni fyrir Ung- verja á 17. mín. og bætti síðan öðru marki við á 49. mín. Tíu mínútum síðar skoraði Fazekas þriðja mark Ungverja og sigurinn var í höfn. Staðan í 4. riðli: Ungverjaland 6 3 2 1 9—6 8 England 7 3 13 12—"8 7 Rúmenía 7 2 3 2 5—5 7 Sviss Noregur 7 2 2 3 9—12 6 7 2 2 3 7—11 6 Leikir sem eftir eru: 31. október: Ungverjaland-Noregur. 11. nóvember: Sviss-Rúmenía. 18. nóvember: England-Ungverjaland. -VS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.