Dagblaðið - 15.10.1981, Síða 28

Dagblaðið - 15.10.1981, Síða 28
Þórir sigurvegari í kapp- hlaupi vísindamanna — hefur fundið sterkasta eituref nið, sem f ramkallar sykursýki, í matvælum 1 hálfa öld ætluðu læknavísindin að erfðir hefðu afgerandi áhrif á sykursýki. En fyrir rúmum áratug fóru að vakna efasemdir um þá kenningu á sama tima og menn fóru að telja að þættir í umhverfinu spiluðu þarna inn í. Síðan þá hafa vísindamenn verið í kapphlaupi um það hver yrði fyrslur til að finna um- hverfisþátt sem sykursýki mætti rekja til. Þórir Helgason, yfirlæknir á I.andspítalanum, virðist nú hafa unnið þetta kapphlaup. Þórir sagðist í samtali við Dag- blaðið í gær ekkert vilja tjá sig um uppgötvanir sínar fyrr en endanlegar niðurstöður dýratilraunanna í Bretlandi liggja fyrir. Þeirra er að vænta, eins og þegar hefur komið fram í DB, innan mánaðar. Þórir lét þess þó getið að ástæða væri til bjartsýni um að niður- stöðurnar yrðu jákvæðar. í frétt Dagblaðsins i gær gætti þess misskilnings að reyking myndaði nítrósamin úr nitrítum og nítrötum. Reyking matvæla hefur ekkert að segja um þessa efna- breytingu. Samkvæmt greininni, sem birtist í brezka læknatimaritinu The Lancet, 3. október sl., eftir Þóri og aðstoðar- mann hans, Magnús R. Jónasson lækni, eru það gerlar í matvælum, sem breytt (afoxað) geta nítrati í nítrít sem síðan geta gengið í lífræn köfnunarefnissambönd og myndað mismunandi N-nítrósó-sambönd, þar á meðal nitrósamín og nítrósamíð. Hefur Þórir komizt að því að nítrósamíð sé í raun ekkert annað en eiturefnið streptozotocin. Streptozotocin fannst fyrir um 20 árum. Hefur verið sannað með dýra- tilraunum að það sé sterkasta efnið sem framkallar sykursýki sem vitað er um í heiminum i dag. -KMU. NIÐURSTÖÐUR ÞORIS GÆTU HAFT ÁHRIF Á KJÖT-, BJÓR- OG ÁFENGISFRAMLEIÐSLU Mjög verður að telja liklegt að af- leiðingar uppgötvana Þóris Helga- sonar læknis verði þær að dregið verði stórlega úr eða jafnvel hætt notkun þeirra efna við matvæla- framleiðslu sem leitt geta til myndunar N-nitrósó-sambanda. Há- værar raddir hafa reyndar verið uppi um nokkurt skeið, að notkun nítríts og nítrats verði bönnuð, ekki aðeins hérlendis heldur einnig víða erlendis. En færi svo að þessi efni yrðu almennt bönnuð yrðu áhrifin geysivíðtæk. Fjölmargar fæðu- tegundir hafa í sér nitröt eða nítr- ít. Til að sýna hvað hér er um að ræða skulu nefnd fáein dæmi: Allt kjöt, sem eftir suðu er rautt, 70% svínakjöts í Bandaríkjunum, megnið af kjötútflutningsvörum Dana, íslenzkar ostategundir, bjór og sumar tegundir áfengis. Mesta magn sem fundizt hefur af N-nítósósamböndum í matvælum fannst í beikoni i Bretlandi. Var það fjórfalt meir en það mesta sem fannst í íslenzku hangikjötssýnunum, sem rannsökuð voru í Bandarikjunum. Rannsóknir á matvælum með því markmiði að finna N-nítrósó- sambönd eru mjög dýrar. Aðeins ör- fáar stofnanir í heiminum hafa aðstöðu til sliks. -KMU. Margir héldu að King Kong vœri mœttur í Lœkjargötuna í gær en að vinna að kvikmynd um hið skoplega í bœjarlífinu. Apinn notfærði við athugun kom í Ijós að svo var ekki. Krakkar úr klúbbi á vegum sér tœkifœrið í símaklefanum til að hringja áður en skrefatalningin Æskulýðsráðs Reykjavíkur, undir stjórn Ketils Larsen leikara, voru skellur á um mánaðamótin. DB-mynd: Kristján Örn. Verðfall á loðnuaf urðum erlendis: 36% vantar é að loðnu- vinnslan beri kostnað Greiðslur úr ríkissjóði til að leysa vandann koma ekki til greina, sagði ráðherrann „Yfirstandandi loðnuveiðar eru hrikalegt fjárhagslegt dæmi því 36% vantar upp á að vinnslukostnaður fáist af 450 króna verði per tonn,” sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra á fundi sam- einaðs þings í gær. „Verðfall hefur orðið á loðnu- afurðunum þannig að verð á prótein einingu hefur fallið úr8,50 dollurumí 7 dollara,” sagði ráðherrann ,,og verð á lýsi hefur einnig lækkað mjög.” Steingrímur sagði að á hverju hausti undanfarin ár hefði átt sér stað verðhækkun. í von um hið sama nú hefði loðnuverðið verið ákveðið í haust. Það verð hefði aðeins verið ákveðið til bráðabirgða og auglýst sem slikt. Steingrímur kvaðst ræða þennan vanda á fundi með sjávarútvegs- nefndum Alþingis i dag. Leitin að lausn vandans væri að hefjast, bryddað hefði verið á hugmyndum en ekkert ráð væri enn fundið til að leysa þennan geysilega vanda. Steingrímur sagði að spurt hefði verið hvort rikissjóður gæti ekki brúað bilið með fjárgreiðslum. Hann kvaðst ekki geta mælt með þvi að ríkissjóður greiddi 60 milljónir til lausnar vandanum er. það væri umfang vandamálsins. -A.St. frjúlst, áháð daghlað FIMMTUDAGUR 15. OKT. 1981 Samningarum sfldarverðið: Nú veltur allt á verðlagsráði „Eftir fundi í gær og fyrradag með sjómönnum og síldarsaltendum ber ákaflega lítið á milli,” sagði Steingrímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra í samtali við Dagblaðið í morgun. „Það er hins vegar verðlagsráð sem verður að ákveða verð síldarinnar og boðaður hefur verið fundur hjá því í dag. Óski verðlagsráð eftir leyfi til enjlurskoðunar á verðlagningu sildar, í ljósi þess sem fram hefur komið, mun ég að sjálfsögðu veita það,” sagði ráðherra ennfremur. -SSv. Rækjustríðið á Bfldudal: Engirsátta- fundirboðaðir ,,Þeir eru a.m.k. komnir á staðinn,” sagði Smári Jónsson, for- vígismaður rækjusjómanna, við Dag- blaðið i morgun er hann var spurður hvort eitthvað miðaði í samkomulags- átt í deilu sjómanna við Rækjuver. Að sögn Smára hafa engir sáttafundir verið boðaðir í dag. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um stöðuna. -SSv. (7T 77) L <7 Q ö ig |VÍN IfsHN öE) í VIKU HVERRI IDAG ER SPURNINGIN: í hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er þessi smáauglýsing i blaðinu i dag? Vil kaupa notað pianó, má þarfn- ast lagfæringar. Helga Frímanns, simi 22985. Hver er auglýsingasimi Dagblaðsins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á FIMMTUDAG Vinningur vikunnar: Tíu gíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vinningur i þessari viku er 10 gíra Raleigh reiðhjól frú Fálkan- um, Suðurlandsbraut 8 I Reykja- vlk. 1 dag er birt á þessum stað I blaðinu spurning, tengd smáaug- lýsingum blaðsins, og nafn heppins áskrifanda dregið át og birt I smá- auglýsingadálkum á morgun. Fylg- izt vel með, áskrifendur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli ríkari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.