Dagblaðið - 22.10.1981, Síða 2
2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
Trésmiðir óskast
Fæði á staðnum. Uppl. í síma 36015 eða 34310 á
skrifstofutíma og 23398 á kvöldin.
RAFVIRKJAR
Við óskum að ráða rafvirkja til starfa nú þegar. Af sér-
stöðum ástæðum þarf hann að vera búsettur í Hafnarfirði.
Umsóknum um starfið skal skilað á sérstökum eyðublöð-
um til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um
starfið.
Rafveita Hafnarfjarðar.
EIGNANAUST HF.
SKIPHOLTI5
SÍMAR 29555 0G 29558
OPIÐ KL 1-5 LAUGARDAGA 0G SUNNUDAGA.
Hjal/avegur
3— 4ra herb. íbúð á jarðhæð, 75 ferm. Sér inngangur. Verð
530 þús.
Hæðargarður
3ja herb. jarðhæð, lítið niðurgrafin, ca 70 ferm. Verð 480
þús.
Guðrúnargata
2ja herb. kjallaraíbúð, ósamþykkt. Verð 380 þús.
Rauðálœkur
4— 5 herb. íbúð á 3. hæð, 115 ferm. Verð 880 þús.
Lyngmóar
3ja herb. 80 ferm. ibúð á 2. hæð. Bílskúr. Verð 600 þús.
Háalertísbraut
4ra herb. íbúð á 4. hæð, 117 ferm. Bílskúr. Verðtilboð.
Fellsmúli
4—5 herb. íbúð á 1. hæð, fæst i skiptum fyrir góða 3ja
herb. íbúð.
Jörvabakki
4ra herb. 110 ferm íbúð á annarri hæð. Verð 680 þús.
Bergþórugata
2ja herb. íbúð á jarðhæð. Verð tilboð.
Laufásvegur
2ja herb. ca 60 ferm íbúð á fyrstu hæð í steinhúsi. Verð
480 þús.
Lækjarkinn
5 herb. 120 ferm íbúð. Bílskúr. Verð 750 þús.
Ásvattagata
3ja herb. kjallaraíbúð, 75 ferm. Verð 450 þús.
Krummahóiar
2ja herb. ibúð á 2. hæð, 40 ferm. Bílskýli. Verð 420 þús.
Hveragerði
Raðhús tilbúið undir tréverk. 110 ferm. Bílskúr ca 50 ferm.
Verð 480 þús.
Sandgerði
140 ferm. einbýlishús á 1, hæð. Bílskúr 50 ferm. Verð 850
þús.
Akranes
Verzlunarhúsnæði á 3 hæðum sem stendur við aðal verzl-
unargötu bæjarins. 60 ferm grunnflötur. Verð 600 þús.
Óskum eftir 3ja herbergja íbúð í Árbæjarhverfi.
Staðgreiðsla fyrir rétta eign.
SKOÐUM OG METUM ÍBÚÐIR
SAMDÆGURS.
GÓÐ OG FLJÚT ÞJÖNUSTA
ER KJÖR0RÐ 0KKAR.
AUGLÝSUM ÁVALLT í DAGBLAÐINU
Á ÞRIÐJUDÚGUM OG FIMMTUDÚGUM.
EIGNANAUST,
ÞORVALDUR LÚÐVlKSSON HRL.
r
Mlkill kurr er nú I menntaskólanemum vegna nýrra reglna um starfshætti áfangaskóla. Mynd þessi er frá einum af mörgum
• fundum þeirra um málió. DB-mynd: Kristján örn.
VIÐ BERJUMST FYRIR
SJÁLFSÖGDUM RÉTTI
—segja reiðir menntaskólanemar
Karlaklósettsborð Menntaskólans i
Hamrahiið skrifar:
Ágætu lesendur,
Svo hræðilegt er að koma fyrir
skóla vorn að við getum vart mælt og
tökum okkur því penna í hönd í von
um að það beri einhvern árangur.
Við, og flestir aðrir hér, völdum
M. H. vegnaþess kerfis sem þar ríkir.
1 15 ár hefur áfangakerfi M.H.
gengið prýöilega og fyrirrennarar
okkar jafnvel fengiö hinum ýmsu
bótum framgengt. M. H. er skóli sem
fylgir þróun og nýjum kennslu-
háttum. Hann er skóli framfara en
ekki afturfara.
Það er því óskiljanlegt með öllu
aö nú, 1981, skuli gerð reglugerö, á
vegum þeirra, er þykjast bera hag
okkar fyrir brjósti, sem stuðlar að
algjörum afturförum.
Þeir, er standa að samningu þess-
arar reglugerðar, eru 4 yfirmenn
framhaldsskóla í landinu, í ráðum
var enginn kennari og enginn fulltrúi
frá nemendum. Hvar er lýðræðið?
Hvers vegna eru „okkar hags-
munamál” ekki borin undir okkur
áður en þau eru gerð að lögum? Nei,
ef reglugerð Ingvars og kó verður
samþykkt er 15 ára starf unnið fyrir'
gýg og barátta gamalla stúdenta og
það sem meira er, er að M.H. verður
þá ekki skólinn okkar, skólinn sem
við völdum umfram aðra og sækj-
umst eftir að bæta en ekki það gagn-
stæöa.
Við berjumst fyrir sjálfsögðum
rétti og eigum heimtingu á að tekið sé
tillit til okkar.
Kapphlaupið íkringum
gullkálfinn magnast
—skrífar svartsýnn lesandi
Halldór Vigfússon, Bústaðabletti 10,
skrifar:
Það eru ófagrar lýsingar, sem
hafðar eru uppi, um stjórnarfarið í
þessu landi,. Samanber hrossakaup
þingmanna í kríngum kjötkatlana
eða hvernig forsvarsmenn einstakra
stofnana hamast ef einhver gagn-
rýnir þeirra fjármálastjóm á opinber-
um sjóðum almennings.
Burtséð frá ferðastyrkjum, ýmissa
opinberra starfsmanna, sem ekki eru
skornir við trog (hálaunahópa í
þjóðfélaginu). Þá magnast kapp-
hlaupið í kringum gullkálfinn, sem
þýðir að rotnunin eykst frá degi til
dags, í stjórnkerfi þessa litla lands.
Hvernær ætlar verkalýður landsins
að átta sig?
Það ætlar allt vitlaust að verða hjá
sjálfstjórnar eigendum þessarar
þjóðar, ef kaup á að hækka um fimm
krónur, til ykkar sem haldið uppi
þjóðarskútunni með vinnu sem fram-
lögð er hörðum höndum. Skattpíning
er orðin slik að helzt má líkja því við
herveldi. Samanber fasteignaskatta,
fyrst er greitt af launum og efni til
ibúða. Þvi næst er fbúðin skattlögð
á hverju ári, það er að ríkið hirðir
húsnæöið á fimmtíu ára fresti og
heldur betur með siauknum hraða
skattiagningar.
Einn ferlegasti verðbólgudraugur i
þessu þjóðfélagi er Fasteignamat
rikisins, þar eru bara búnar til þær
tölur, sem henta þykir hverju sinni,
án tillits til þess hver kostnaður var
við viðkomandi húsnæöi. Hvenær
verður þessi stofnun lögð niður?
Er ekki tími til kominn að fólk geri
sér grein fyrir hvert stefnir í þessu
þjóðfélagi og afbiðji sér forustu
slfkra manna? Manna sem vaða um
Iandið og þjóðfélagið eins og gráðug-
ir úlfar. Eða er þetta það þjóðfélag
sem þið hafið hugsað ykkur að búa
til í framtíðinni? Svari hver fyrir
sig, og látið ekki máta ykkur á lyg-
inni í þjóðmálum. Það er meir en nóg
komið af slíkum óheilindum.
Svo ætla ég að biðja menn að
íhuga, að fátæku fólki hefur fjölgað
svo hrikaiega nú siðastliðið ár, aö
hver sem skoðar ætti að hræðast þá
þjóðfélagsgerð sem við blasir í fram-
tíðinni, ef ekki verða hækkuð laun
sem endast ekki yfir helgina. íslend-
ingar hafa ekki efni á að hér risi aftur
eymd fyrri alda, þó að fram kæmi
með öðrum hætti í dag.
Klerkaráðið í íran er að skjóta
Umferðarmenningin:
Elisabet Heigadóttir hringdi:
Ég var á leið heim i strætisvagnin-
um, þegar inn í vagninn kom kunn-
ingjakona mín á áttræðisaldri og
benti ég henni að setjast hjá mér.
Ég sá að hún var hrufluð í andliti
og spurði hvort hún hefði meitt sig.
„Já”, sagði hún. Það hefði ekki
byrjaö vel hjá sér að mæta hjólunum
á gangstéttunum.
„Það skeði 1. október í vesturbæn-
um að tveir unglingar hjóluðu utan í
þjóð sinni aftur á steinöld. Það
kraumar í kötlum Austurlanda.
Þjóöir Evrópu standa ráðþrota gagn-
vart nifteindasprengju Reagans
Bandaríkjaforseta. Friðarhreyfingar
kallar kanslari Vestur-Þjóðverja
styrjöld við fiokkinn. Kannast
einhver við líkinguna?
Hér heima á litla íslandi telja
sumir, að menn ættu að gleðjast
vegna þess að ríkisstjórn íslands
hefur samþykkt aukin hernaðarum-
svif í Vestur-Evrópu. Hafi einhver
verið að spyrja á hvaða vegi mann-
kynið er statt, þá er rétt að upplýsa
það. Lifsbrautin sú heitir Helvegur-
inn; fimm hundruð milljónir svelta
heilu eða hálfu hungri. Sér nokkur
ástæðu til að þessu verði snúið við?
mig og skelltu mér upp að grjót-
vegg”, hélt hún áfram.
Sagðist hún einnig vera öll marin á
handlegg og síðu og taldi sig heppna
að hafa ekki brotnað. Sagðist hún
hafa sagt við drengina: „Gáið þið að
ykkur”. Svarið var: „Haltu kjafti,
við eigum réttinn”. Þar með hjóluðu
þeir burt.
Þeir eru bjartsýnir, sem leggja líf
og heilsu fólks undir tillitssemi og
kurteisi unglinganna í dag, þótt þetta
eigiekkivið þáalla.
„Haltu kjafti,
við eigum réttinn”
I
r
/.