Dagblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
|
Þrífíð upp eftir hundana ykkar
—það er lágmarkskurteisi
Vogabúl hringdi:
Eg hringi vegna lesandabréfs um
stóran, svartan hund í Vogahverfi.
Einhvem timann í síðustu viku voru
tvær unglingsstúlkur á sprangi í
Hlunnavogi með stóran svartan
hund, líklega Labrador, sem þær
kölluðu Cesar.
Ég sá Cesar tylla sér niður á skraut-
vegg og skilja þar eftir þó nokkurn
dröngul, siðan færði hann sig spöl-
korn og endurtók athöfnina. Ég
stoppaði því þessar stúlkur og sagði
þeim að þrífa þetta upp, sem þær
sögðust ætla að gera, en tóku þá til
fótanna og sinntu þessu alls ekki.
Hvernig væri aö eigendur Cesars
færu að taka sig eitthvað á áður en
verra hlýzt af? Þeir ættu þó að sýna
samborgurum sinum þá lúgmarks- ekki sizt með hliðsjón af þvi, að
kurteisi að hreinsa upp eftir hundinn, hundahald er bannað i Reyk javik.
TRU MIN A
LÍFIÐ HEFUR
MARGFAIDAZT
. , mitt við fjölskylduna hefur aldrei
— segir ffélagl | Samhygð venð betra og trú mín á lífið hefur
margfaldazt.
Augu mín hafa opnazt fyrir því, að
það er fleira til en mitt nánasta um-
hverfi og að hin raunverulegu vanda-
mál fólks, alls staðar í heiminum,
verða aldrei leyst nema við skiljum að
allir einstaklingar, hvar sem þeir eru,
af hvaða kynþætti sem er og hverjar
sem trúar- og stjórnmálaskoðanir
þeirra kunna að vera, verða að vinna
skipulega að því að kalla fram sína
beztu eiginleika.
Þjóðirnar, sem byggja þennan
heim, eru svo nátengdar í dag að hin
miklu vandamál ofbeldis og ein-
angrunar verða ekki leyst nema við
sameinumst um hugsjón, sem nær út
fyrir okkur sjálf og þann þrönga
heim, er við höfum tamið okkur að
lifaí.
Vogabúa finnst að eigendur hunda ættu að þrífa upp eftir þá. 1 þvl sambandi má
minna á að vfða erlendis hafa hundaeigendur smáskóflu og plastpoka meðferðis,
þegar þeir viðra þessa ferfættu vini sfna.
Ólafur Guðmundsson skrifar:
Ég get ekki orða bundizt eftír að
hafa lesið bréf Jóhanns Guðmunds-
sonar um Samhygð (DB 12. okt. sl.).
Ég hef starfað í Samhygð í tæpt ár
og er þvf vel kunnugt um það starf
sem þar er unnið. Reynsla min af
þessu starfi er sú, að það hefur bætt
mitt daglega líf og samskiptí min við
fjölskyldu mína og umhverfí yfirleitt.
Það, sem kemur fram i skrifum
Jóhanns Guðmundssonar, er algjör-
Iega út i bláinn. Hann reynir að láta
líta svo út, að við, sem störfum í
Samhygð, séum andstæð þjóð okkar,
fjölskyldu og trú.
Mér þykir enn vænna um að vera
íslendingur eftír að ég byrjaði að
starfa í þessum félagsskap, samband
/
Vinylhúðuðu lyftingasettin
HANDLÓÐ J
ÍÖLLUM +IÁ
STÆRÐUM [y
OG ÞYNGDUM
FYRIR L
KONUR j
OG KARLA
w /Kr. 1.180,-
Með hverju setti fylglr afingakerfi Joe Weiders í fsl. þýðingu, á-
samt 6 veggspjöldum, sem skapa þór möguleika á að eafa rétt frá
byrjun og þyngja aafingamar rátt þegar getan eykst.
Reiri hundmð íslendingar, bæði karlar og
konur, æfa nú reglulega með WEIDER
lyftingasettum heima hjá sér og fylgja
æfingakerfi WEIDERS með góðum
árapgri. Fjölskyldur, vinahópar, vinnu-
félagar og hjón safa saman lyftingar eftir
WEIDER kerfinu. Gerðu Ifka Ifkamsrækt
að frístundaiðju þinni og allrar
fjölskyldunnar. Aðeins þú getur sýnt
Ifkama þínum ræktarsemi. Ekki bregðast
sjálfum þór — hringdu strax (dag ogfáðu
nánari upplýsingar um WEIDER lyftinga-
tækin.
svafnherberginu,
baðherberginu, á
Kr. 780,- *
Áhugi fólks á likamsrœkt eykst meðhverjumdegi.
Þú ættir að byrja sem fyrst
að eyða bumbunni eða safna haldgóðu holdi á
beinagrindina.
Mittisbekkurinn og
pressubekkurinn auka
að mun möguleika þina
til að ná góðum árangri.
Margvfsleg önnur
Ifkamsrœktartœki og
prótein frá Weider ávallt
fyririiggjandi.
SENDU MÉR:
NAFN:
I ' , Póstverziunln
5
UPPLÝSINGAR OG
PÖNTUNARSÍMI
AAAAíí Heimawal
it1f1fBfU Box 39,202 Kópavogi
í.-J
Spurning
dagsins
Hvaða starff heldur þú
að sé skemmtilegast?
Ingibjörg Gfsladóttir: Það veit ég ekki.
Ég er enn í skóla og hef ekkert ákveðið
mig hvað ég vil gera i framtíðinni.
Kolbrún Anna Jónsdóttir: Ég er i
Verzlunarskólanum og ég held aö það
sé skemmtilegast að vera bara i skóla.
Brynhildur Pétursdóttir nemi: Ég held
að skemmtilegasta starfíð sé starf leið-
sögumanna og þá bæði i útlöndum og
hér heima. Þeir eru frjálsir og ferðast
mikið.
Kári Haraldsson nemi: Ætli þaö sé ekki
starf öskukarlsins. Ég er í Menntaskól-
anum í Reykjavík og hef ekki ákveðið
mig hvað ég geri. öskukarl? Nei, ætli
það.
EgUl Bragason nemi: Verkfræðingur.
Það held ég að sé skemmtilegast. Ég er i
Háskólanum og stúdera sálfræði en ég
efast um að starf sálfræðings sé
skemmtilegt.
Sigurgelr Jónsson stöðumælavörflur:
Helzt viidi ég vera Jackie Onassis. Ég
held aö það sé mikill munur að vera
frægur og geta vaðið í peningum.
Annars er mitt starf ágætt ef maður er
kurteis og tekur tillit til þarfa fólks, þá
erþetta allt ílagi.