Dagblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
Erlent
Erlent
Erfent
Erlent
I
Enn átök milli verkamanna og lögregiu:
Fundahöld bönn-
uð í Wroclaw hér
aði í Póllandi
Allir opinberir fundir hafa verið
bannaðir í héraðinu Wroclaw í suð-
vesturhluta Póllands, eftir róstur sem
urðu þar i gaer milli lögreglu og með-
lima Einingar, sambands óháðu
verkalýðsfélaganna í Póllandi.
Bannið er hið fyrsta sinnar tegund-
ar síðan Eining hóf starfsemi sina
fyrir rúmu ári og virðist vera upphaf-
ið að harðari lögregluaðgerðum
gagnvart hreyfingunni. Lögreglan
stöðvaði félaga Einingar sem voru
að dreifa flugritum á götum úti þar
sem pólskir hermenn voru hvattir til
að beita ekki vopnum gegn verka-
mönnum í landinu. Einn þeirra var
handtekinn og fjórir aðrir sem köll-
uðu til mannfjöldans á götunni í
gegnum gjallarhorn. Eftir að þeir
voru handteknir safnaðist 1500
manna hópur fyrir framan lögreglu-
stöðina í Wroclaw og voru ellefu
þeirra handteknir fyrir að hindra lög-
regluna í starfi. Lögreglan handtók
einnig nokkra félaga Einingar í fyrra-
dag í bænum Katowice og gerði
upptækt útgáfuefni samtakanna sem
hún sagði vera andsósíalísk og and-
sovézkt.
Ríkisstjórnin hefur sagt að að-
gerðir verkamanna í Wroclaw séu í
andstöðu við hagsmuni ríkisins, með
tilvísun til hvatningar þeirra til
pólskra hermanna. Verkamennirnir
segja hins vegar að þeir hafi
einungis verið að dreifa venjulegu
fréttabréfi samtakanna og að að-
gerðir lögreglunnar væru tilefnislaus
ögrun. Málgagn Einingar í Varsjá
sagði frá því í fyrradag að hermenn í
Lublin í Austur-Póllandi hefðu gefið
þá yfirlýsingu að þeir myndu ekki
taka þátt í hernaðaraðgerðum sem
beint væri gegn póskum verka-
mönnum.
Stjórn Einingar mun koma saman í
dag til að ræða ástandið í landinu
eftir kjör Jaruzelskis i embætti
flokksformanns. Eining hefur neitað
að taka til greina ályktun miðstjórnar
kommúnistaflokksins um að banna
verkföll. í borginni Zyradow í grennd
við Varsjá hafa 12 þúsund iðnverka-
menn verið i verkfalli á aðra viku, til
að mótmæla matvælaskortinum i
landinu. í héraðinu Zielona í vestur-
hluta Póllands hafa 180 þúsund Ein-
ingarfélagar hótað verkfalli, til að
fylgja fram þeirri kröfu sinni að af-
greiðslustúlka sem rekin var úr starfi
verði endurráðin en yfirmaður
hennar settur af.
Verkföll og mótmæli gegn matarskortinum halda enn áfram í Póllandi, þrátt fyrir
ályktun mióstjórnar kommúnistaflokksins um að banna eigi vcrkföll.
M00N MÆTIR FYRIR RÉTTI
Trúboðinn Sun Myung Moon, sem
ákærður hefur verið fyrir skattsvik í
Bandaríkjunum, er nú kominn til
landsins frá Kóreu og mun mæta fyrir
rétti næstkomandi sunnudag.
Talsmenn Einingarkirkjunnar, eða
„moonista” eins og þeir eru oftast
nefndir, hafa sagt að Moon væri sak-
laus af þeim ákærum sem á hann hafa
verið bornar. Moon var sakaður um að
hafa átt bankareikning á eigin nafni
sem hann notaði til eigin þarfa, en hafi
ekki gefið upp til skatts. Bankareikn-
ingarnir hljóðuðu upp á 1,6 milljónir
dollara. Talsmenn trúarhreyfingarinn-
ar segja að þeir hafi þurft að skrifa ein-
hvern fyrir reikningunum, en þeir hafi
verið í eigu hreyfingarinnar. Þeir segja
ákærumar vera alvarlegt brot á trú-
frelsi í Bandaríkjunum og að þær væru
settar fram til að eyðileggja söfnuðinn,
sem væri í örum vexti. Þeir neituðu
einnig ásökunum um að heilaþvo með-
limi sína.
/ Aðspurðir um hvers vegna
Moon væri ákærður sögðu talsmenn
trúarhreyfingarinnar að það væri
vegna þess að aðrar trúarhreyfingar,
geðlæknar og foreldrar safnaðarfólks
væru hrædd við hinn öra vöxt hreyf-
ingarinnar, sem nú telur um 30 þúsund
manns i Bandaríkjunum.
Ö/l
BOSCH
verkfæri eru
a/einangruð
~em ermikið
öryggisatriði og
eingöngu
á kú/u/egum.
Fjö/breytt úrval
afBOSCH w
iðnaðarverkfærum,
Kaupið verkfæri
sem endast
Það borgar sig
BOSCH
heimifísborvólar
og fjöidi
fylgihluta
pjónustan erísérflokki
Umboðsmenn um landal/t
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200
BOSCH
verkfærin eru
ótrúlega sterk
og fjöihæf
BOSCH betri
Um það hafa hinir fjöimörgu eigendur
sannfært okkur. Og um það getið þér
einnig sannfærzt
Mótmæli gegn Nató-aðild 1 Madríd.
NÝTEGUND
AF VISKÍI
Eins og fram hefur komið í fréttum
eru Spánverjar nú alvarlega að hugsa
um aðild að Nató, eða Otan, eins og
það heitir á spænsku.
Heilmikið hefur borið á mótmælum
og var því ákveðið að gera nánari
könnun á málinu á meðal þjóðarinnar.
Kom þá í ljós að 47% höfðu alls enga
hugmynd um hvað Otan þýddi og tal-
aði söngkonan Annabel fyrir munn
margra er hún sagði: „Ég hélt að þetta
væri einhver ný tegund af viskíi.”
Þau 53% sem vissu hvað orðið þýddi
mynduðu þó varla önnur tengsl við það
en kjarnorkustyrjöld, nifteinda-
sprengja og aukið fjárframlag til víg-
búnaðar. Eða eins og hermaður nokkur
skrifaði yfirvöldum: Ég hafði hugsað
mér að kvænast unnustu minni bráð-
lega, en er það ekki alveg þýðingarlaust
ef við göngum í Otan ? Verð ég þá
ekki bara sendur í stríð?
Spánverjar vænta sér yfirleitt mikils
af inngöngu í EFTA og hefur það þess
vegna hlaupið fyrir brjóstið á mörgum
að stjórnvöld virðast leggja meiri
áherzlu á aðild Iandsins að hernaðar-
bandalagi.
VERZLIÐ
ÓDÝRT
Reykt rúllupylsa..............kg verð 26,00 kr.
Söltuð rúllupylsa.............kg verð 23,00 kr.
Hvalkjöt......................kg verð 26,00 kr.
Hrefnukjöt....................kg verð 27,00 kr.
Dilkalifur....................kg verð 40,30 kr.
Dilka hjörtu..................kg verð 26,70 kr.
Dilka nýru....................kg verð 26,70 kr.
Dilka mör.. ..................kg verð 6,40 kr.
Slagvefja með beikoni................ 21,00 kr.
Kjúklingar, 4 stk. í poka,....kg verð 54,00 kr.
Kjúklingar....................kg verð 61,00 kr.
Skankasteik...................kg veið 48,90 kr.
Slög..........................kg verð 10,50 kr.
Niðursagaðir lamba frampartar kg verð 31,80 kr.
Saltkjöt......................kgverð 38,95 kr.
Hangikjöt allt á gamla verðinu.
5 slátur í kassa úr Borgarnesi.
Verð á kassa 235,00
0PIÐ I ÖLLUM DEILDUM:
Mánud. — miðvikudag. kl. 9-
Fimmtudaga kl. 9—20.
Föstudaga kl. 9—22
laugardaga kl. 9—12.
18.
JÓN
LOFTSSON H/F
HRINGBRAUT 121
sirvn 10600
0P/0
TILKL.
bíkvöld