Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Erlent Erlent Erient Erlent r Fadh príns. VIII kaupa radarflugvélar og önnur bandarísk hergögn frá Bandarfkjunum fyrir 8,5 milljarða dollara á sama tíma og Bandarikja- menn eru að byggja fyrir hann fjórar herstöðvar. Olfuauðurínn er greinilega drjúgur. Fátt hefur valdið meiri deilum í bandaríska þinginu síðastliðna mánuði og sú ákvörðun Reagans forseta að selja Saudi-Aröbum hinar margumtöluðu AWACS radarflug- vélar. Eru jafnvel taldar líkur á að þingið komi í veg fyrir að af sölunni verði, en til þess þurfa báðar þing- deildirnar að greiða atkvæði á móti. Nú þegar hefur Fulltrúadeildin greitt atkvæði gegn sölunni og öldunga- deildin mun greiða atkvæði innan skamms. Leggur Reagan nú mikla áherzlu á að telja þingmenn á sitt Umdeildasta mál bandaríska þingsins: Hvaö liggur að baki sölu AWACS- véla tr/ Arabíu? —yrði áfall fyrir utanríkisstefnu Reagans ef þingið neitaði að samþykkja söluna þinginu, né heldur hvers konar vélar um er að ræða. Radarflugvélarnar eru ýmist taldar hin mestu tækni- undur og þróaðasti herbúnaður sem Bandaríkin hafa yfir að ráða, eða einfaldlega úreltar flugvélar með utanáliggjandi radarskermi. Stuðn- ingsmenn þess að vélarnar verði seldar til Sauði-Arabíu segja að þær þjóni því hlutverki að gera aröbum viðvart ef árás verður gerð á olíulind- irnar, en þeir sem andstæðir eru söl- unni, segja að vélarnar megi nota til árása á fsraelsríki. Sumir hers- höfðingjar segja jafnvel að AWACS geti ekki greint á milli fágfleygrar flugvélar og bíls á mikilli ferð. Hvort sem er réttara er auðsætt að Saudi- Arabar leggja mikla áherzlu á að þeir fái vélarnar keyptar og ísraelsmenn leggja ekki minni áherzlu á aö Banda- ríkjaþing komi í veg fyrir söluna. Hefur Begin forsætisráðherra ísraels stjórnkerfi. Þetta eru Boeing 707 flugvélar með sveppalaga radardisk á bakinu, sem er um 9 metrar í þver- mál. Hver vél er fljúgandi stjórnstöð, sem getur flogið f yfir 9 þúsund metra hæð. Radarinn dregur um 320 kíló- metra. Slík vél gæti því séð óvina- flugvél sem kæmi yfir Arabaíuflóann til árása á olíulindirnar og gert Saudi-Aröbum kleift að bregðast við í tæka tíð. En vegna þess að vélarnar eru tengdar fjarskiptakerfi banda- ríska hersins, gætu þær samtímis gert viðvart bandarískum herstöðvum og flugvélamóðurskipum f grenndinni. En flugvélarnar geta ekki greint á áreiðanlegan hátt hluti i litilli hæö. Að sögn hershöfðingja greindi ein vélin eitt sinn bíl á hraðbraut í Vestur-Þýzkalandi sem flugvél. En þeir bæta því við, að koma megi i veg fyrir þetta með þvi að hreyfing innan við 200 km hraða veröi þurrkuð út af radarnum. En ef um flugvélar í mik- illi hæð er að ræða eru radarflugvél- arnar nákvæmari. Þær geta greint litlar flugvélar í 280 km fjarlægð og ef radarnum er beint yfir sjóndeildar- hringinn getur hann greint stærri flugvélar í 570 km fjarlægð. Menachem Begin hefur lagzt hart gegn þvf að AWACS vélar verði seldar tíl Saudi-Arabfu og fullyrt að þær megi nota til árása á tsrael. Skopmynd úr Internatioanl Herald Tribune. ISÉPJ Mtm Þeir sem styðja sölu vélanna til Sauði-Arabíu segja, að þær komi að engu gagni til árása á ísrael. Ef vél- arnar ættu að fylgjast með flugum- ferð yfir ísrael, þyrftu þær að fljúga að landamærunum við Jórdaníu og þar með væru þær komnar í skotmál fyrir ísraelskar orrustuþotur. Af sömu ástæðu gætu þær eingöngu þjónað hlutverki radarstöðva en aldrei samhæft loftárásir arabaríkj- anna á ísrael. Þótt það sé tilgangur AWACS vélanna að samhæfa slíkar árásir. Og að venjan sé að þær hafi ávallt innanborðs yfirmann úr hernum sem stjórnað geti slíkum samhæfðum árásum, þá verði sá út- búnaður ekki i vélunum sem til þess þarf. Þeir segja að vélarnar sem fyrir- hugað er að selja verði ekki útbúnar senditækjum til að koma skUaboðum til annarra arabaríkja á öruggan hátt og ísraelsmenn gætu auðveldlega truflað sendingar vélanna. Þær vélar gætu ekki truflað sendingar annarra radarstöðva og gætu ekki komið í veg fyrir utanaðkomandi truflanir á eigin sendingum. Þá hafa þeir sem Reagan Bandaríkjaforseti. Það yrði áfall fyrír hann ef honum tækist ekki að tengja saman herstyrk Bandarfkj- anna og Saudi-Arabfu til varnar olfulindunum. hlynntir eru sölunni sagt, að hættan á að vélarnar Iendi í höndum óvina Bandaríkjanna sé ekki svo mikil, þar sem vélarnar verði orðnar 20 ára gamlar þegar afhending þeirra fer fram árið 1985. Þeir sem haldið hafa uppi gagnrýni, hafa þá spurt á móti, hvers vegna svo mikil áherzla sé lögð á að selja vélar með úreltri tækni. Hver einstök AWACS radarflug- vél mun kosta rúman milljarð dollara auk þess sem arabar verða að leggja út kostnað fyrir flugskýli, viðgerðar- verkstæði og þjálfun flug- og tækni- manna. En auk fimm radarflugvéla hafa Saudi-Arabar farið fram á önnur hergögn, að samanlagðri upp- hæð 8.5 milljarða dollara. Frá sjónarmiði bandariska hergagna- iðnaðarins ætti þessi upphæð ein að nægja sem röksemd fyrir sölu vél- anna. En aðalástæðan fyrir því hve Bandaríkjastjórn leggur hart að þing- mönnum að veita sölunni brautar- gengi, er mikilvægi þeirra fyrir varnir olíulindanna i landinu, en án þeirra gætu Bandaríkin ekki verið án ef til stríðs kæmi. Vélarnar myndu tengja saman herstyrk Bandarfkj- anna og Saudi-Arabíu og gætu komið i veg fyrir að bandarískar her- sveitir þyrftu að vera í landinu. Á þessu ári hafa 615 bandarískir hern- aðarráðgjafar dvalizt í Saudi-Arabíu og hafa umsjón með byggingu fjög- urra herstöðva þar. Hins vegar er talið að bandarískar hersveitir myndu verða vatn á myllu islamskra strang- trúarmanna, marxista, herskárra palestínumanna og annarra and- stæðinga Bandarikjanna. Með því að selja Saudi-Aröbum AWACS radar- flugvélar ætlar Bandaríkjastjórn þvi að tryggja sér yfirráöin yfir olíulind- unum, án þess þó að þurfa að taka beinan þátt í vörnum þeirra. band. Er talið að neitun þingsins muni veikja mjög stöðu Reagan innanlands og ekki síður minnka áhrif Bandarfkjamanna í Saudi- Arabíu. Ekki ber öllum saman um hvers vegna sala radarflugvélanna mætir svo mikilli mótspyrnu á bandaríska lagt sig svo fram íþví máli, að Reagan hefur séö sig tilneyddan til að benda honum á, aö það sé ekki hlutverk annarra rikja að móta utanríkis- stefnu Bandaríkjanna. AWACS er skammstöfun fyrir Airborn Warning and Control System, eða fljúgandi viðvörunar- og Fiskmatsmaður óskast nú þegar. Upplýsingar hjá Fiskohf. Smiöjuvagi 56 Kópavogi — Simi44630 og 77100 Iðnverkafólk! Handlagnir iðnverkamenn óskast í glerhúðunardeild vora. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 50022. H.F. Raftækjaverksmiðjan. Hafnarfíröi. AWACS radarflugvél i flugi yfir Riyadh i Saudi-Arabfu. Arabar vilja eignast sfnar eigin radarflugvélar og hafa neitað þvf tílboði Bandarfkjastjórnar að vélarnar sem þeim yrðu seldar, væru mannaðar bandarfskum áhöfnum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.