Dagblaðið - 22.10.1981, Side 9

Dagblaðið - 22.10.1981, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 I Erlent Erlent Erlent Erlent Umfangsmikiö smygl á fólki og eiturlyfjum D til Svíþjóðar — Bláfátœkir Indverjar fengu Ioforð um bjarta framtíö í sænskri velferð — og máttu greiða ferðina með því að smygla inn eiturlyfjum Í þossarí tösku, moð tvöföldwn botni, fénnst cannabis aö andviröi hundruð þúsunda sænskra króna. Nýlega hefur komizt upp um glæpa- samtök í Svíþjóð sem stundað hafa mannsmygl í stórum stíl. Hafa þau m.a. smyglað inn 60 Indverjum til Sví- þjóðar. Þeir sem ekki áttu fé til að greiða fyrir ferðina fengu að vinna sér inn peninga með því að smygla inn miklu magni af cannabis. Vel efnaður Indverji sem álitinn er vera „heilinn” á bak við þetta smygl á fólki og eiturlyfjum er nú horfinn til Moskvu. Glæpasamtökin hafa þénað milljónir á þessum viðskiptum sínum. Blaðið Dagens Nyheter, sem skrifað hefur um málið, segir að þeim hafi tekizt að múta bæði lögreglu og tollvörðum í Nýju Delhi og Bombay. Lögreglan i Svíþjóð leitar nú í sam- vinnu við tollverði þeirra Indverja er enn lifa í felum í landinu. Ferðamenn Snemma í sumar vöruðu brezkir toll- verðir Interpol í París við dularfullri aukningu á indverskum ferðamönnum sem síðan héldu áfram frá London til annarra V-Evrópulanda. Hjá mörgum fundust auk þess eiturlyf. Eftir þessa viðvörun hertu sænskir tollverðir eftir- lit með ferðamönnum. í september voru 20 indverskir „ferðamenn”'handteknir á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi með 30 kíló af cannabis er þeir höfðu falið í töskum með tvöföldum botni. Og brátt gat lögreglan slegið því föstu að þetta var liður í umfangsmiklu smygli á fólki og eiturlyfjum til Svíþjóðar. Nú þegar er búið að finna 60 Ind- verja sem komið hafa til Svíþjóðar á ólöglegan hátt. Rúmlega 30 sitja nú í gæzluvarðhaldi, 11 hafa verið hand- teknir vegna eiturlyfjasmygls, 10 hefur strax verið vísað úr landi. öruggast að barna eina sænska Samkvæmt fregnum frá sænska út- lendingaeftirlitinu hefur ferðaskrif- stofa nokkur í Nýju Delhi að undirlagi eiturlyfjasala sent fulltrúa til ind- verskra héraða, þar á meðal Punjap á landamærum Pakistan. Þar hefur blá- fátækum bændum og búendaliði verið lofað bjartri framtíð í velferðarlandinu Svíþjóð. Margir hafa látið blekkjast og selt allar eigur sínar til að kaupa flugmiða og greiða þá 500 dali sem krafizt var til tryggingar fyrir ferðalaginu til Sví- þjóðar. Þeim sem ekki áttu passa voru útvegaðir falsaðir passar og enskumæl- andi túlkur veitti nákvæmar upplýs- ingar um það hvernig fólkið ætti að snúa á sænsk yfirvöld eftir komuna til Svíþjóðar. Mörgum karlmönnum var ráðlagt að útvega sér sænska ástmey hið snarasta og barna hana til að fá landvistarleyfi. Löglegt hóruhús Meðal hinna handteknu eru þrjár konur sem greiddu rúmlega 15000 kr. fyrir bjarta framtíð í Svíþjóð. Ein af þeim hafði rekið hóruhús á Indlandi en túlkurinn lokkaði hana með því að hún gæti haft miklu meira upp úr slíku fyrirtæki í Svíþjóð. Segir hún að túlkurinn hafi fullyrt að slík starfsemi væri fullkomlega lögleg í Svíþjóð. 28. september kom hópur 20 Ind- verja til Arlanda og voru þeir allir frá Punjap. Flestir virtust hafa lögleg skil- riki en hjá tveimur fundust.eiturlyf í tösku með tvöföldum botni. Voru þeir því handteknir af fíkniefnalögreglunni. Þessi hópur kom með pólskri flugvél frá Varsjá. Síðar sama dag komu tveir Indverjar til Arlanda frá Kaupmannahöfn. Þeir voru með löglega passa og um 500 dali í ferðatékkum. Þeim var sleppt i gegnum tollinn, en eltir er þeir komu út til að sjá hvort einhver biði þeirra. Hjá öðrum fundust næstum tvö kíló af hassi. Viku áður höfðu tollverðir hirt 20 kíló af eiturlyfjum af sex manna hópi Indverja sem kom frá Varsjá. Hinir handteknu vilja ekki játa sekt sína. Flestir tala ekkert nema punjab- mállýzku og eru mjög örvæntingar- fullir þar sem þeim finnst að þeir hafi verið sviknir. Það hefur þó komið í ljós að með- fylgjandik túlkur sá um að „ferða- mennirnir” hefðu lögleg skilríki og peninga við komuna til Svíþjóðar. Er fólkið var komið út úr tollinum tók hann af þeim töskur með eiturlyfja- smygli, 500 dali sem ferðatryggingu og flugmiðann til baka til Nýju Delhi. Lögreglan veit einnig að einhverjir tóku við smygltöskunum í nágrenni Arlanda og að 10 af þeim Indverjum sem komu ólöglega til Svíþjóðar gistu siðar á far- fuglaheimilinu Columbus við Tjár- hovsgatan í Stokkhólmi. Er lögreglan kom þangað urðu Ind- verjarnir skelfingu lostnir, enda gátu þeir á engan hátt tjáð sig. Mikið magn af cannabis Lögreglan kom þó á alveg rétta augnablikinu og tókst að handtaka tvo velklædda Indverja sem sögðust bara vera þarna staddir af tilviljun. Eru þeir álitnir standa í sambandi við eiturlyfja- smygl. Tollgæzlan i Stokkhólmi álítur að um 100 Indverjum hafi tekizt að komast ólöglega til Svfþjóðar áður en brezkir tollverðir aðvöruðu Interpol um máUð. Flestir þeirra voru með mikið magn eiturly fja i farangri sinum. Fttsskir Indvorjar Uta bktkkjast at gyHiboöum gimpamanna og ieggja ott I sölumar tii aö komast tii Svi- þjööor. Leyfist móður að fórna dóttur sinni? 12 ára telpa í Oklahoma City í Bandaríkjunum hefur nú leitað til dómsyfirvalda til að bjarga lífi sínu. Telpunni var fyrir þremur mánuðum síðan nauðgað og misþyrmt af tveimur ungum mönnum. Síðar kom í ljós að telpan var þunguð og hafði auk þess fengið kynsjúkdóm sem mun leiða hana til dauða ef hún fær ekki fóstur- eyðingu sem fyrst. En móðir hennar er strangtrúuð og hefur neitað að leyfa fóstureyðingu. Telpan tók þá til ráðs að strjúka að heiman. Er hún fannst reyndu læknar í samráði við yfirvöid að svipta móðurina forræði. Það misheppnaðist en læknarnir hafa nú í samvinnu við barnaverndarnefnd ráðið lögfræðing handa telpunni og biðja dómstólana að hraða úrskurði sínum um það hvort móðurinni eigi að leyfast að fórna dóttur sinni eða hvort eyða megi fóstrinu án levfis hennar. óvænta hátt að hann skaut yfirmann sinn, hinn 37 ára gamla sölustjóra fyrirtækisins. Þetta vildi til með þeim hætti að hann bauð sölustjóranum og yfirmanni markaðsdeildar upp á „fordrykk” af viskíflösku sem hann hafði komið með í tilefni kveðjuhófsins síðasta daginn. Einnig bað hann um að fá að mynda þessa tvo fyrrverandi yfirmenn sína. Hann gekk að stólum þar sem hann hafði skilið eftir tösku sína og frakka, en þegar hann sneri sér við aftur hafði hann ekki myndavél í hendinni heldur byssu. Sölustjórinn lézt af skotsári en yfir- maður markaðsdeildar slapp með á- verka á höfði eftir að hinn bitri sölumaður hafði rotað hann með viskíflöskunni. Við yfirheyrslur lögreglunnar fullyrðir sölumaðurinn þó að hann hafi alls ekki ætlað sér að skjóta sölustjórann heldur hafi áætlunin verið að fremja sjálfsmorð í viðurvist yfirmannanna til að mótmæla uppsögninni. Það getur verið hœttulegt að segja upp fólki: Óvœnt endalok á kveðjuhófi Honum hafði verið sagt upp vegna I sölumaður hjá lyfjafyrirtækinu Astra i samdráttar í fyrirtækinu og ákvað að Kaupmannahöfn og var orðinn 49 ára halda smákveðjuhóf. Hann hafði verið I gamall, Kveðjuhófið endaði á þann Viö þekkjum það Jrá tslendingasögunum að landið hefitr fœtt af sér marga merkilega menn. Einn af þeim nútlma lslendingum, sem heldur merkinu á lofii er Erro, segir I grein t blaðinu Politiken, sem birtist í tilefni af þvl að þessi þekkti list- málari heldur nú sýningu I Kaupmannahöfit. Erro býr að mestu I Paris, en deilir tima sínum einnig milli italíu og New York. Listasöfn vlða um heim sœkjast nú mjög eftir myndum hans, t.d. á Randers listasafhið I Danmörku rúmlega 50 myndir. Myndin sýnir listamanninn við opnun sýningar sinnar I Kaupmannahöfn, en hún hefur hlotið afargóða dóma. Jack Lemmon, 56 ára, hélt nýlega upp á 30 ára árangursrikan starfsferil sinn I Beverly Wilshire hótelinu I Hollywood. Söfhuðust að honum 1000 gestir og borgaði hver þeirra 125 dalifyrir að hylla kvikmyndastjörnuna. Ágóðanum, eða um 60.000 dölum, ákvað Lemmon að verja til styrktar Harvard háskólanum, en þaðan út- skrifaðist hann árið. J947 og er hann einn qffáum frœgum Hollywoodstjörnum með háskólamenntun að bftki sér. Á myndinni sjáum við Lemmon skémmta t hófinu áamt góðum vini slnum, kvikmyndaleikaranum Walter Matthau, en þeir léku einmitt saman í gamanmyndinni Odd Couple, eða Eurðulegt par, sem á sínum tíma naut mikillarhylli kvikmyndahússgesta viða um heim.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.