Dagblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 BIAÐIÐ Útgefandi: Dagbiaðið hf. --------- Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aðstoðarritstjórí: Haukur Helgason. FiSttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannas Reykdal. Iþróttir: Haliur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraidsson. Handrít: Ásgrimur Páisson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefóns- ' dóttir, EKn Aibertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hókonardóttir, Jóhanna Þráinsdóttir, Kristjón Mór Unnarsson, Lilja K. Möller, ólafur E. Friðriksson, Sigurður Sverrisson, Víöir Sigurðsson. Ljósmyndin Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Ingótfur P. Steins son. Dreifingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsia, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofun Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Knur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Myn<la- og plötugerð: Hilmir hf., Stðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10 Áskriftarverð ó mónuði kr. 85,00. Verð i lausasölu kr. 6,00. Akranes tekur forustuna Sameiginlegt prófkjör stjórnmála- /j flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar verður haldið á Akranesi í janúar. Þátttakendur fá afhenta kjörseðla með nöfnum frambjóðenda allra flokka, en mega aðeins merkja við hjá einum flokki. Þetta er mikil framför frá þeim prófkjörum, sem hingað til hafa verið haldin. Það auðveldar flokkunum að hafa þau opin almennum stuðningsmönnum, sem ekki vilja gerast formlegir félagsmenn með skírteini og stimpil. Með sameiginlegu prófkjöri er tryggt, að kjósendur taki aðeins þátt í prófkjöri eins flokks, hafi aðeins áhrif á skipun þess framboðslista, sem þeir hyggjast styðja. Þar með er úr sögunni veigamikil gagnrýni á opin prófkjör. Hingað til hafa opin prófkjör verið auðveldari hjá fjölmennum stjórnmálaflokkum eins og Sjálfstæðis- flokknum heldur en fámennum á borð við Alþýðu- flokkinn. Akranesfordæmið gerir öllum flokkum kleift að hafa opið prófkjör. Menn, sem fara milli flokka í prófkjöri, hafa ekki haft marktæk áhrif í Sjálfstæðisflokknum, af því að þeir hafa drukknað í fjöldanum. Hins vegar er hugsan- legt, að slíkir hlaupamenn hafi getað haft áhrif hjá Alþýðuflokknum. Samkomulag stjórnmálaflokkanna á Akranesi er því mjög til fyrirmyndar. Það sýnir, að til eru framámenn í stjórnmálum, sem eru reiðubúnir til samstarfs yfir flokksmörk til að efla forsendur lýðræðis í landinu. Næsta skref á þessari lýðræðisbraut er að fá alþingi til að sameina prófkjör og kosningar með því að lög- festa — eða lögleyfa að minnsta kosti óraðaða lista, svo að kjósendur lista geti sjálfir raðað frambjóðend- um hans. Hingað til hafa verið dæmi þess, að þeir, sem hafa orðið undir í prófkjöri, reynast linir í baráttu fyrir þann lista, sem þeir hafa tekið þátt í að velja. Þetta hefur verið notað gegn prófkjörum, bæði hinum opnu og lokuðu. Ef enginn veit niðurstöðu prófkjörs, fyrr en niður- staða sjálfra kosninganna er fengin, væri afnumin hin síðari af tveimur mótbárum, sem prófkjör hafa hingað til þurft að sæta. Og lýðræðið fengi byr undir báða vængi. Samkomulag stjórnmálaflokkanna á Akranesi er mikilvægur frelsiskyndill í skammdeginu, ánægjuleg andstæða auvirðilegs og fyrirlitins flótta Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavik frá áralangri og flekklausri hefð opinna prófkjara. Loks hugsað um aldraða Stofnun Öldrunarráðs íslands markar tímamót í til- raunum manna til að koma á endurbótum í mála: flokki, sem hingað til hefur verið sorglega vanræktur. í ráðinu hefur náðst samstarf allra aðila, sem þegar vinna að málum aldraðra. Jafnframt hafa þingmenn úr ýmsum flokkum tekið vel tillögu Péturs Sigurðssonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um, að alþingi skipi sjö manna nefnd til að sjá um aðgerðir á ári aldraðra, sem verði 1982. Þá hefur Helgi Seljan endurflutt tillögu sína um, að reynt verði að nýta bújarðir, sérstaklega ríkisjarðir, sem dvalarheimili fyrir aidraða. Og loks starfar um þessar mundir stjórnskipuð nefnd að frumvarpsbálki um öldrunarmál. Af öllu þessu má sjá, að senn má vona, að hin van- ræktu öldrunarmál komist í sviðsljósið. DEYJANDI REYKJA- VÍKURTJÖRN? Margt bendir til þess, að Reykja-, víkurtjörn sé deyjandi vatn. Tjörnin ber orðið merki þess, að vatn er í vax- andi mæli tekið frá henni með skolp- ræsum, sem lögð hafa verið á vatna- svæði hennar. Lítið nýtt vatn rennur nú í tjörnina, hún fyllist smátt og smátt af óhreinindum og fuglalífi hennar er hætta búin. Þarna þarf að snúahlutunum við. Breyttur svipur Af gömlum myndum af Reykjavík má sjá, að tjörnin er ólík því, sem áður var. Tjörnin var áður stærri. Hún náði langleiðina inn að Alþingis- húsi og Dómkirkju. Seinna var fyllt upp i hana að norðan.Næstu hús við tjörnina standa i raun og veru á upp- fyllingu. Flugleiðir: Að sunnan var þrengt að tjörninni með öskuhaugum, sem þar voru. Það þarf ekki að grafa lengi í Hljómskála- garðinum til að koma niður á ryðgaðar dósir og annað rusl. Það hefur því verið misjafn skilningur á því gegnum árin að varðveita tjörnina og vernda hana. Stórt vatnasvæði í upphafi hefur vatnasvæði Reykjavíkurtjarnar verið nokkuð stórt. Allt vatn úr hæðunum fyrir vestan og austan rann í hana. Einnig kom rennsli úr Vatnsmýri norður í tjörnina. Eftir núverandi Lækjargötu ^ „Það er ekki ofmælt að í dag er Reykja- víkurtjörn deyjandi vatn. Tjörnin verður mengun að bráð, ef ekkert nýtt vatn rennur til hennar, þannig að hún geti hreinsað sig og endurnýjað.” S, F0RB0D0G FYRIRBÆNIR Eftir nokkurra vikna áróður for- stjóra Flugleiða hf. til þess að reyna að koma því inn hjá stjórnvöldum og almenningi, að nú hafi félagið losnað við spelkurnar og það geti nú hjálpað til viö að þrengja að athafnafrelsi í flugmálum, hefur nú aftur syrt i álinn. Áróðursherferð forstjórans hefur birzt í hinum ýmsu myndum. Allt frá myndbirtingum af honum sjálfum, þar sem hann leiðir fslenzk-Ameríska félagið til vegs og „virðingar” eða sem „heiðurs”-gesti á knattspyrnu- kappleik við hlið stjórnmála- og flug- ráðsmanns, — til fundahalda með ýmsum aðilum. Herferðin gegn Arnarflugi er þó liklega einn vafasamari þátturinn 1 þessari áróðursseríu. Fundurinn um „stefnumörkun i flugmálum” sem haldin var að undirlagi forstjóra Flugleiða mun vafalaust verða til þess, þegar fram líða stundir, aö styrkja stórlega þá skoðun, sem er ríkjandi, að það nauðsynlegasta af öllu nauðsynlegu í flugmálum sé, að koma í veg fyrir einokun og yfirgang Flugleiða i íslenzku áætlunarflugi. Karls þáttur Guðnasonar Áður nefndur fundur, sem boðað var til á Hótel Loftleiðum hinn 8. þ.m. endurspeglaði afar vel, hvernig nota má einstaklinga innan ýmissa verkalýðsfélaga til þess að taka þátt í klækjabrögðum, sem vandlega hafa verið undirbúin, svo vel, að starfs- fólk, sem á allt sitt undir því, að flug- starfsemi eflist og dafni, tekur þátt í aðför aðsjálfu sér. Starfsfólk, sem hefur verið kúgað til hlýðni, á þó oftast fárra kosta völ, allra sízt þegar yfir því hangir skilti með skýrt markaðri stefnu um upp- sagnir, gagni það ekki í herferðinni. í þessu tilfelli, herferðinni að Arnar- flugi. Á fundinum um „stefnumörkun í flugmálum” höfðu þó flestir starfs- menn og meðlimir hinna ýmsu verka- lýðsfélaga einurð til þess að sitja og þegja þunnu hljóði, frekar en að taka til máls og mæla með stefnumörkun Kjallarinn Geir Andersen Flugleiða. Enginn hyllti heldur for- stjórann eða samgönguráðherrann fyrrverandi, Hannibal Valdimarsson, sem leiddur hafði verið í vitnastúku, ef með þyrfti. Þáttur verkalýðsforingjans Karls Steinars Guðnasonar í þessum fundi kemur þó hvað sérkennilegast fyrir. Hann hlaut þann „heiður” að vera fundarstjóri umræðnanna um sam- drátt og sólsetur, sem virðist vera eina stefnumörkun Flugleiða í flug- málum. Hvernig getur verkalýðsforingi fjölmennra verkalýðsfélaga á Suður- nesjum verið þátttakandi í fundi, sem hefur það markmið að setja skorður við samkeppni í flugmálum? Með aðild annars eða annarra flugfélaga að áætlunarflugi eykst þjónusta og umsvif á Keflavíkurflugvelli, en minnkar ekki. Sé það skoðun verkalýðsfélaga á Suðurnesjum, að einokun og sam- dráttarstefna Flugleiða sé eina hald- reipið í atvinnulífi þeirra manna og kvenna, sem vinna að flugstarfsemi þar syðra, ber þeim auðvitað aðstyðja formann sinn í fundarsetu með forstjóra Flugleiða í því ráðs- lagi. Karl Steinar Guðnason hefur virzt fremur vaxandi sem . framgöngu- maður í verkalýðshreyfingunni. Það er þeim mun ógæfulegra, að Karl Steinar Guðnason, sem oft hefur sýnt tilburði til heilbrigðrar verkalýðs- forystu snýr við blaðinu og gengur til fylgis við þá aðila, sem beita illa reknu fyrirtæki gegn hagsmunum al- mennings í flugmálum. Vonandi hefur Karl Steinar nú þegar séð, að það var skyssa að tak- ast á hendur fundarstjórn um stefnu- mörkun i flugmálum. Það sæti hefði forstjóri Flugleiða sjálfur átt að skipa. En vítin eru til að varast. Gagnrýnin reynist róttmæt Það hafa löngum verið einkunnar- orð þeirra stjórnenda Flugleiða, sem nú eru orðnir einvaldir eftir sam- einingu flugfélaganna tveggja, að sér- hver andmæli og gagnrýni á rekstur félagsins táknaði „niðurrif”. Eftirmæli forstjóra Flugleiða um hina fyrrverandi starfsmenn, sem höfðu áratuga starfsreynslu að baki voru þau, að þeir hefðu að mörgu leyti verið hæfir starfsmenn, en þeir hefðu ekki unnið í takt! Nú væri val- „Hvernig getur verkalýðsforingi fjöl- mennra verkalýdsfélaga á Suðurnesjum veriö þátttakandi í fundi, sem hefur það mark- miö aö setja skorður við samkeppni í flugmál- um' 9”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.