Dagblaðið - 22.10.1981, Side 16

Dagblaðið - 22.10.1981, Side 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 íþróttir Iþróttir I 16 d Iþróttir Iþróttir Stórí lögregluþjónninn tryggði Víkingum sigur —Víkingur sigraði FH, 23-21, í 1. deild handknattleiksins í gærkvöld og Ellert Vigff ússon varði Víkings-markið með glæsibrag—FH-ingar misnotuðu 4 vítaspymur „Þetta var hörkuleikur og sigurinn mjög mikllvægur fyrir Vikingsliðið. Ég held það nil sér fljótt i strik aftur eftir tapið gegn Val um siðustu helgi. Það verður spenna i þessu móti. Liðin eru mun jafnari og mörg betri en iður,” sagði Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri Vikings, eftir að Vikingur sigraði FH, 23—21, i 1. delld handknattieiks karla i fjölum Laugardalshallarinnar. Það var spennandi viðureign en handknatt- leikur liðanna var ekki alltaf upp i það bezta. Talsvert um mistök — einkum var Vfkingsliðið langt fri sinu bezta. Of mikil taugaspenna og það var fyrst og fremst stórgóð markvarzla Ellerts Vigfússonar, stóra lögregluþjónsins sem kom til Vlkings f sumar úr Óðni, sem tryggði sigur Islandsmeistaranna. FH-ingar fóru þó illa að riði sinu. Mis- notuðu fjögur af fimm vftaköstum sem þeir fengu i leiknum eða öll vitaköstin sem liðið fékk eftir að Ellert kom i markið. Tvfvegis varði hann og það er dýrt að nýta ekki vftaköstin i jöfnum leik. FH náði fjögurra marka forustu um tíma í fyrri hálfleiknum og Víkingur komst yfir í fyrsta skipti í byrjun síðari hálfleiksins. Um tima náði Víkingur þriggja marka forustu en tæpum þrem- ur mín. fyrir leikslok tókst FH að minnka muninn niður í eitt mark, 21—20, og mikill darraðardans á fjölum hallarinnar. FH-ingar tóku tvo leikmenn Víkings úr umferð, Pál Björgvinsson og Þorberg Aðalsteins- son, lokakaflann. Það heppnaðist ekki. Þorbergur kom Víking í 22—20 en Hans Guðmundsson minnkaði muninn í 22—21 og ein og hálf minúta eftir. Sigurður Gunnarsson tryggði svo sigur Víkings 45 sek. fyrir leikslok. FH-ingar misstu knöttinn og Víkingur fékk víta- kast. Haraldur Ragnarsson varði frá Páli. FH byrjaði betur Hafnfirzka liðið byrjaði mun betur í leiknum. Eftir jafnt 1—1 og 2—2 komst FH i 6—2 á 12. mín. Víkings- liðið var seint í gang. Þorbergur fyrst tekinn úr umferð — siðan Páll allan leikinn. FH gat aukið muninn því Kristján hitti ekki mark úr vítakasti á niundu mín. Víkingar fóru að minnka muninn, 7—5 fyrir FH eftir 16. mín. og þá misnotaði Kristján Arason aftur víti. Ellert varði frá honum. Liðin skiptust á að skora lokakafla fyrri hálf- leiksins. Staðan 10—9 -fyrir FH í hálf- leik. Þorbergur jafnaði strax fyrir Víking i síðari hálfleiknum en Pálmi Jónsson svaraði með marki fyrir FH, 11—10. Það var í síðasta skipti sem FH var yfir. Víkingar skoruðu næstu fjögur mörk og lögðu þar grunn að sigri sínum. Komust í 14—11. Tveggja til þriggja marka munur hélzt lengi fyrir Víking og tvívegis á sömu minútunni fóru FH- ingar illa að ráði sinu. Fyrst varði Ellert víti Sveins Bragasonar og síðan sendi Kristján Arason knöttinn í þver- slá Víkingsmarksins úr vítakasti. Þegar sjö mín. voru eftir virtist Víkingur stefna í öruggan sigur, 20—17, en slæm mistök fylgdu og FH minnkaði muninn í eitt mark eins og áður er lýst. Þrátt fyrir sigurinn fer ekki milli mála að talsvert er að hjá íslandsmeist- urunum um þessar mundir. Liðið reyndar óþekkjanlegt frá úrslitakeppni Reykjavikurmótsins. Mikil þreyta, sem á einhverjar rætur að rekja til þess, að æft er stift fyrir Evrópuleikina við Atletico Madrid, en það sem verra er fyrir liðið. Allt of mikil taugaspenna. Ellert markvörður var maður liðsins að þessu sinni. Þá átti Guðmundur Guð- mundsson ágætan leik. Þorbergur og Sigurður Gunnarsson atkvæðamestir í markaskoruninni. Það voru stórefnilegir ungir strákar í FH-liðinu og i þessum leik voru Jseir Pálmi Jónsson og Óttar Þorgils Mathiesen beztu menn. Kristján Ara- son náði sér ekki beint á strik enda í strangri gæzlu Páls Björgvinssonar nær allan leikinn. Hins vegar var Hans Guðmundsson mjög atkvæðamikill lokakafla leiksins. FH-liðið er vissulega lið framtíðarinnar. Mörk Víkings skoruðu Þorbergur 7, Sigurður 5, Guðmundur 4, Ólafur Jónsson 3, Árni Indriðason 2 og Páll 2/2. Mörk FH skoruðu Pálmi 5, Óttar Þorgils 4, Hans 4, Kristján 4/1, Sæmundur 3 og Valgarð Valgarðsson 1. Dómarar Árni Tómasson og Rögn- vald Erlings. Það var ekki þeirra dagur hafa oftast dæmt betur. Víkingur fékk 3 vítaköst. Nýtti 2. FH fékk 5 vítaköst og nýtti aðeins eitt. Þremur leikmönn- um Víkings, Ólafi, Árna og Þorbergi mm\ Ellert Vigfússon, glæsileg markvarzla. var vísað af leikvelli í 6 min. Þremur leikmönnum FH var vikið af velli í 8 mín. Sveini Bragasyni tvivegis, Sæmundi og Hans. -hsím. Tony Morley, skorafli bæði mörk Aslon Villa i Berlin. Viggó Sigurðsson símar f rá Leverkusen: Eina góða við leik Ben- fica og Bayem var veðrið Frá Viggó Sigurðssyni, Leverkusen: „Það eina gófla við leikinn er hitinn hér í Lissabon, 26 stig,” sagði þulur sá sem lýsti leik Benfica og Bayern Munchen i 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða i gærkvöldi. Hann sagðist vera i mestu vandræflum, leikurinn væri svo lélegur afl þafl væri engu að lýsa. Rætt var um i vestur-þýzkum blöðum fyrir leikinn að Ásgeir Sigur- vinsson yrði leynivopn Bayern, og vitn- A. Villa vann í Austur-Berlín! afl var i frammistöðu hans gegn Wales þar sem hann skoraði tvö mörk. En Ás- geir sat á bekknum allan timann og hefði þó getað komið inn á fyrir hvern sem var. Bayern liðifl virkaði áhuga- laust og lán þeirra var að Benfica, sem hefur 24 sinnum orðifl portúgalskur meistari, er i öldudal um þessar mundir. Ekkert mark var skorað. Ýmislegt virðist ganga á hjá Bayern. Eftir skellinn í Köln á dögunum var haldinn fundur meðal leikmanna liðs- ins. Þar risu upp deilur, Paul Breitner og Karl-Heinz Rummenigge kenndu vörninni um tapið en varnarmennirnir sögðu á móti að annaðhvort hefðu þeir félagar átt að koma og hjálpa til í vörn- inni eða nýta eitthvað af öllum þeim færum sem þeir fengu í leiknum. Hamburger tapaði 2—1 í Bordeaux. Þýzka liðið lék mun betur í byrjun og réð gangi leiksins framan af án þess að eiga hættuleg færi. Gemmerich skoraði óvænt fyrir Bordeaux á 20. mín. eftir varnarmistök. Franz Beckenbauer átti þrumuskot af 40 metra færi á 36. mín. sem Pattelic, markvörður Bordeaux, sló í horn. Upp úr því var Manfred Kaltz brugðið innan teigs og hann skor- aði sjálfur úr vítaspyrnunni. Bordeaux náði undirtökunum í síðari hálfleik og á 79. mín. skoraði Soler sigurmarkið eftir slæm varnarmistök Kaltz. Ernst Happel, þjálfari Hamburger, sagði eftir leikinn að lið hans kæmist örugg- lega áfram. Kaiserslautern og Frankfurt flugu með sömu vél til Sovétríkjanna til að minnka tafir við tollskoðun. Norbert Nachtweih hjá Frankfurt, sem flúði frá Austur-Þýzkalandi 1975, vildi ekki fara með af ótta við að eiga ekki afturkvænt en forseti vestur-þýzka knattspyrnu- sambandsins gekk í málið og tryggði að allt yrði í lagi. Frankfurt lék stífan varnarleik í Rostov en Kóreumaðurinn Cha-Bum var þó rétt búinn að skora með skalla fyrir þá á 4. mín. Yashin skoraði eina mark leiksins á50. mín., fékk þáknött- inn rétt utan vítateigs og sendi hann með lausu skoti í netið. Markvörður Frankfurt sá knöttinn ekki fyrr en of seint. Kaiserslautern lék sóknarleik á ólympíuleikvanginum í Moskvu og Rússarnir voru heppnir að sigra. Búast má við að sovézku liðin eigi í erfiðleik- um í seinni leikjunum. -Viggó/VS. Allison-strákamir Southampton Ensku liðin Aston Villa og Liverpool náflu góðum árangri i Evrópukeppn- inni, keppni meistaraliða i gær. Eng- Haustmót íblaki Haustmót karla i umsjón blakdeild- ar Þróttar, Neskaupstað, verflur haldifl i Neskaupstafl laugardaginn 24. október. Þar munu mæta til leiks meflal annarra tvö beztu blaklifl landsins, Þróttur R. og ÍS. Allar upplýsingar um mótifl og þátttöku i þvi veita Ólafur s. 97-7285, Grlmur s. 97- 7562 eða skrifstofa BLÍ, sem opin er kl. 15—17 mánudaga til fimmtudaga. Frestur til afl tilkynna þátttöku rennur útikvöld. Haustmót i mfl. kvenna og 3. flokki pilta fer fram i Reykjavik 31. október til 1. nóvember. Þátttaka tilkynnist BLÍ fyrir 26. október. Nú er útrunninn frestur til að tilkynna þátttöku í íslandsmótinu í blaki 1981—82. í I. deild karla leika 5 lið fjórfalda umferð og í 1. deild kvenna fjögur lið, að öllum líkindum fjórfalda umferð. Þar leikur nú í fyrsa skipti lið KA, Akureyri, ásamt Þrótti R., ÍSog Breiðabliki. í 2. deild karla hafa 8 lið tilkynnt þátttöku, en lokafrestur um hana rennur út 26. október. Keppnin í 1. deild karla hefst 31. október. landsmeistarar Villa sigruðu Dynamo i Berlin og þafl var útherjinn Tony Mor- ley, sem var roaðurinn bakvið sigurinn. Skorafli bæði mörldn en Jimmy Rimmer kom skammt á efthv Hann varfli vitaspyrnu i leiknum. Hans-Jurg- en Riediger, sá kunni austur-þýzki landsliflsmaflur, skorafli elna mark Dynamo f leiknum. Liverpool, sem sigrað hefur þrívegis i Evrópubikarnum, náði tveggja marka forustu með mörkum Sammy Lee og David Johnson í Almaark í Hollandi gegn hollenzka meistaraliðinu AZ’67. En AZ’67 tókst að jafna i síðari hálf- leiknum með mörkum hollenzku lands- liðsmannanna Kees Kist og Pier Tol. Þá var árangur Anderlecht mjög at- hyglisverður. Belgiska liðið, sem Pétur Pétursson leikur með, sigraði ítalska meistaraliðið Juventus í Brússel 3—1. Staðan var 1—1 í hálfleik en í þeim síðari tókst Anderlecht tvívegis að skora. Willy Geurts skoraði tvö af mörkum Anderlecht og tengiliðurinn Frankie Vercauteren eitt. Þá virðist sovézka meistaraliðið Dynamo Kiev hafa alla möguleika á að komast í átta- liða úrslit eftir sigur í Vínarborg 0—1. Sjúkraþjálfari írska liðsins Glentor- an, Bobby McGregor, lézt i sjúkrahjúsi í Sofia í gær meðan á leik CSKA og Glentoran stóð. Hann fékk hjartaáfall á vellinum, þegar hann var að aðstoða meiddan írskan leikmann. Var strax fluttur í sjúkrahús en var dáinn þegar þangað kom. Þafl hefur áreiflanlega hlakkað i Malcolm Allison, fyrrum stjóra Manch. City og Crystal Palace, eftir 4—2 sigur strákanna hans frá Sporting Lissabon i Southampton i gærkvöldi. Sporting komst i 3—0 fyrir hálfleik og mörk Kevin Keegan úr vitaspyrnu og Mike Channon gegn einu marki Portú- galanna i siðari hálfleik bættu stöflu „dýrlinganna” fyrir seinni leikinn litið. Allar líkur á að Sporting leiki i 3. umf- erfl UEFA-bikarsins en Southampton falli úr keppninni. Sigur Aberdeen gegn rúmenska liflinu Arges Piesti var mjög öruggur. Rúmenamir skiptu um mark- vörð eftir afl hafa fengifl þrjú mörk á sig f fyrri hálfleiknum og það gafst vel, skozka liðið náði ekki að bæta vifl mörkum. Inter Milano náfli aðeins jöfnu á heimavelll gegn rúmensku liði og staða ítalanna og annars stórlifls, Real Madrid, sem vann 3—2 heima, er ekki góð fyrir seinni leikina. Úrslit i UEFA bikarnum f gærkvöldi urðu sem hér segir: í Malmö: — Malmö FF, Svíþjófl — Neuchatel Xamax, Sviss 0—1 (0—1). Pellegrini. Áhorfendur 6.404. í Moskvu: — Spartak Moscow, Sovét. — Kaiserslautern, V-Þýzkal. 2—1 (1—0). Spartak: Rodionov, Gavrilov. Khiserslautern: Friedhelm Funkel. I Saloniki: — Aris Saloniki, Grikk- landi — Lokeren, Belgiu 1—1 (0—0). Aris: Kouis. Lokeren: Preben Elkjær- Larsen. Áhorfendur 10.000. Í Aberdeen: — Aberdeen, Skotlandi — Arges Piesti, Rúmeniu 3—0 (3—0). Gordon Strachan, Peter Weir, John Hewitt. Áhorfendur 20.000. í Southampton: — Southampton, Englandi — Sporting Lisbon, Portúgal 2—4 (0—3). Southampton: Kevin Keegan, Mike Channon. Sporting: Jordao, Holmes (sjálfsmark), Fernand- es 2. Áhorfendur 18.573. Í Rotterdam: — Feyenoord, Hollandi — Dynamo Dresden, A- Þýzkal. 2—1 (0—1). Feyenoord: Kaczor, Vermeulen. Dynamo: Heidler. Áhorfendur 18.000. Í Ziirich: — Grasshoppers, Sviss- Radnickl Nis, Júgóslavfu 2—0 (1—0). Jara, Sulser. Áhorfendur 9.200. Í Wien: Rapid Wien, Austurrfki — PSV Eindhoven, Hollandi 1—0 (0—0). Panenka. Áhorfendur 30.000. í Brussel: — Beveren, Belglu — Hadjuk Split, Júgóslaviu 2—3 (0—2). Beveren: Theunis, Van Moer. Split: Gudelz, Zlacko Vujovic, Sliskovic. Áhorfendur 30.000. í Bordeaux: — Bordeaux, Frakk- landi — Hamburger, V-Þýzkal. 2—1 (1—1). Bordeaux: Albert Gemmerich, Gerald Soler. Hamburger: Manfred Kaltz. Áhorfendur 22.000. Í Madrid: — Real Madr.J, Spáni — CZ Jena, A-Þýzkal. 3—2 (0—1). Real: Cortes, Gallego, Diaz. Jena: Bielau, Kurbjuweit. Áhorfendur 70.000. Í Milano: Inter Milano, ítaliu — Dynamo Bucharest, Rúmenfu 1—1 (1—1). Inter: Pasinato. Dynamo: Custov. Áhorfendur 25.000. í Valencia: Valencia, Spáni — Boavista Porto, Portúgal 2—0 (0—0). Fernandes, Welzl. Áhorfendur 40.000. -VS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.