Dagblaðið - 22.10.1981, Side 17

Dagblaðið - 22.10.1981, Side 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 17 Gífurleg upp stokkuní verzlunar- málum Keflvíkinga: Tónlistarunnendur ættu ekki að vera í vandræðum með að kaupa sér hljómplötur i Keflavikinni. Við sömu gatnamótin eru þrjár verzlanir, sem selja slíkan varning og sú fjórða bætist sennilega við innan tíðar. Skorti menn tæki og tól til að spila plöturnar eða snældurnar, er gnótt gerða á boðstólum, fyrir gott verð með ennþá betri skilmálum, að því er hermt er. Elzta hljómplötuverzlunin, Víkur- bær, hefur fengið nýja eigendur. Sig- urður Gunnarsson, bifreiðastjóri keypti bæði hús og verzlun af Guðnýju Björnsdóttur og Árna Samúelssyni. Hinn góðkunni söngv- ari og hljómlistamaður Einar Júlíus- son tekur þar við verzlunarstjóra- störfum, en hann er öllum hnútum þar kunnugur sem starfsmaður í fjöldaára. En það eru meiri hræringar í verzl- unar- og viðskiptamálum 1 Keflavík, ekki sízt við Hafnargötuna. Guðný og Árni eru búin að selja Ómari í Kosti, vörumarkað Víkurbæjar, eins og greint var frá í DB fyrir nokkru. Sjóvá mun vera að kaupa hús dánarbús Þóreyjar Þorsteinsdóttur. Tízkuverzlun verður opnuð bráðlega að Hafnargötu 16. Blómabúð Guðrúnar Valgeirsdóttur flytur sig um set, úr gömlu bókabúðinni, í eigið húsnæði, sem sagt í næsta hús. Hákon kenndur við Stapafell og Ragnar Skúlason rakari, hafa byggt sitt stórhýsið hvort, sem reyndar tengjast saman — að ofan. Til Nýjar verzlanir, nýir eig- endur, nýjar byggingar... götuna og víðar á Suðumesjum, þá eru hæg heimatökin. Rekstrartækni hefur opnað útibú, einmitt við Hafnargötuna, í húsi Hákonar og eru þeir reiðubúnir að veita bæði bókhalds- og rekstrar- þjónustu i gegnum sína starfskrafta og tölvur. Mörg önnur nöfn er hægt að nefna, Nautið með sínar pizzur, Lísa með lopann, sængurveraefnið, barnafötin, sokkana og sitt hvað fleira. Stapafellið, Traffic, Aþena (við erum enn í Keflavík) Róm, Lindina, Hábæ með alla lampana og rafmagnsvörurnar, Georg Hannah með skartgripi og klukkur og sá veit nú hvað klukkan slær. Barnið, Skóbúðin og Fataval með plötur, peysur og buxur. Poseidon og rit- fangaverzlun er í uppsiglingu hjá skákmanninum og ökumanninum Helga Jónatanssyni sem einnig hefur taflmenn og borð á boðstólum. En það eru fleiri götur í Keflavík en Hafnargatan. Hringbrautina prýða margar verzlanir, eins og Spar- kaup, Sportportið, Ragnarsbakarí, Kostur og síðast en ekki sízt Nonni og Bubbi, sem reyndar mun hverfa af sjónarsviðinu um næstu áramót. Þeir félagarnir hafa nú selt þessa rótgrónu verzlun ungum áhugasömum manni Jónasi Ragnarsyni, sem hyggst afklæðast lögreglueinkennisbúningn- um og bregða sér í búðarföt. -emm. Séð niður Hafnargötuna i Keflavík. Vörumarkaður Víkurbæjar er i baksýn til hægri. Á litlu innfelldu myndinni er verzlun Nonna og Bubba. DB-myndir emm. Hákonar flytja Draumalandið og Lipurtá, en ekki er enn ráðið hver leigir hjá Ragnari. Ofar við Hafnargötuna rekur Sig- urður Stéindórsson íþróttavöruverzl- un og Guðgeir Leifsson með Hjól og vagna er þar i sömu byggingu með Superia-hjólin sín og keppir þar við Henning, keflvíska hjólhestasalann, hinum megin við götuna. Þar er einnig von á Tomma með sína hamborgara, en ekki má rugla honum saman við Tomma video- king, sem leigir út myndir nokkru neðar við götuna og kallar sig Video King. Við Vatnsnestorgið, eins og þar er kallað, eru Útvegsbankinn og Samvinnubankinn. Menn gætu því byrjað á að skipta ávísunni þar eða slegið lán. Eytt svo fyrstu aurunum í Tomma-borgara. Keypt sér síðan reiðhjól og íþróttaföt hjá Henning, Guðgeiri og Sigga Steindórs og hjólað til heilsubótar, — eða til að forðast að fitna af hamborgurunum. Síðan ætti mönnum að vera óhætt að fá sér eina spólu hjá Tomma kóngi og slappa af fyrir framan videoið. Lögfræðingarnir hafa einnig haslað sér völl við Hafnargötuna. Þeir Jón G. Briem og Garðar Garðarsson og þann síðarnefnda greindum við hátt uppi, þ.e.a.s. á vinnupöllum þar sem hann var í óða önn að fegra bygginguna með pensli og málningu ásamt tveimur aðstoðar- mönnum, þeim Einari Ásbirni knatt- spyrnumanni og Vigni Daðasyni, hljómlistarmanni. Verði menn í einhverjum vandræð- um með að reka þann urmul fyrir- tækja sem starfrækt eru við Hafnar- Bágborín aðstaða öryrkja við Austurgötuna íKeflavík: Þarf að ferðast yfir óvarinn háspennukapal — og eftir bröttum holóttum moldarstíg í hjólastólnum Frá Magnúsi Gíslasyni, blaöa- manni Dagblaðsins á Suðurnesjum: „Við höfum ekki komizt dögum saman til að ná í meðulin okkar vegna þess hve erfitt er að komast frá húsinu,” sagði Erla Stefánsdóttir, fötluð kona sem býr við Austurgöt- una í Keflavík,” ég kemst að vísu úr hjólastólnum út í Trabantinn, en vegurinn í gegnum húsasundið er svo grýttur og brattur að næstum ógern- ingur er að komast á bílnum upp á Hafnargötuna. Ég hef talað við ráðamenn bæjarins en fengið dræmar undirtektir.” íbúðin sem Erla og sambýlismaður hennar, Hilmar Ingjaldsson, hafa til umræðu er á bak við verzlunarhúsa- samstæðuna við Hafnargötuna, niður undir sjó. Síðan nýtt hús var byggt við Hafnargötuna þarna fyrir ofan, er aðeins um eina leið að fara, bratta húsasundið, en frá þvi er holóttur moldarstígur heim að dyrum Erlu. „Sjáðu,” sagði hún „þarna er háspennukapallinn út í þennan kassa og svo er líka, eins og sjá má síma- kapall, sem liggur ofanjarðar. Ég er dauðhrædd um að ég merji þá 1 sundur á bílnum eða hjólastólnum og þá er voðinn vís, sérstaklega hvað Jtáspennukapalinn varðar.” Erla sagðist hafa búið þ^rna í mánuð. íbúðin væri í sjálfu sér ekki svo slæm, en óöryggið sem stafaði af því sem að framan er talið hefði slæm áhrif á sálina. Hilmar bíður eftir sjúkrahúsplássi vegna skemmdra mjaðmar.liða svo hún á von á því að verða ein í íbúðinni og einangruð ásamt tíkinni Gottu, sem þau geta ekki skilið við sig. Fluttu úr fjölbýlis- húsi vegna hennar og þarna niður á Austurgötuna, þar sem þau fá að vera í friði með dýrið. „Aðeins einn maður hefur sýnt okkur tillitssemi — hann Konráð, æ, hann Hákon, Konni í Stapafellinu, sem byggði stóra húsið hér fyrir ofan. Hann hefur reynt eftir beztu getu að hafa húsasundið gang- og akfært en bæjarfélagið hefur ekki gengið frá þvi sem þvi ber, eins og vatnsleiðsl- um,” sagði Erla og bætti svo við, og þaðáárifatlaðra.” Heilsa Erlu er heldur bágborin. Hún er ný stigin upp úr lungnabólgu. Fyrir tæpum tveimur árum fór hún í hjólastól vegna vaxandi lömunar, sem stafar af meiðslum í baki sem hún hlaut í bifreiðaslysi. Núna er hún jafnframt í spelkum frá hnjám upp að bringu, en getur þó hreyft fæturna nóg til að geta ekið bifreið. í Keflavik hefur hún búið 1 12 ár, en er Skag- firðingur að ætt, 9 barna móðir, en sex eru á lífi. Hús öryrkjanna, sem um ræðir i greininni. Eins og sjá má er ekki hlaupið að því að komast að þvi, fýrir fólk f hjólastól. DB-mynd emm. Árni Þór Þormarsson er hér i hinum nýju húsakynnum Rekstrartækni i Keflavík. Á myndinni má sjá einn stjórnskermanna svo og útskriftartæki. DB-mynd emm. Rekstrartækn i opnar í Kef lavík: Aukin hagkvæmni að hafa þjónustu á heimaslóðum Frá Magnúsi Gislasyni, blaða- manni DB á Suðurnesjum: „Með opnun þessarar skrifstofu, hér að Hafnargötu 37 í Keflavík, er brotið blað í 10 ára sögu Rekstrar- tækni sf.,” sagði Kristján Sigurgeirs- son, einn af eigendum fyrirtækisins, þegar þeir buðu fréttamönnum að skoða hin vistlegu húskynni sem þeir voru að taka í notkun,” við erum nú að flytja til heimabyggðar megnið af þeirri vinnu sem unnin er fyrir fyrir- tækið á Suðurnesjum, auk þess að opna fleiri fyrirtækjum möguleika á að nýta sér þjónustu Rekstrartækni sf. Telja verður verulegt hagræði fyrir viðskiptavinina að geta snúið sér beint til skrifstofu á svæðinu, frekar en að sækja hana til Reykjavikur. Á þetta sérstaklega við rekstrarráðgjöf og tækniþjónustu,” bætti Kristj^án við. Á undanförnum árum hefur starf- semi Rekstrartækni sf. á Suðurnesj- um einkum beinzt að fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Má þar nefna að fyrirtækið hefur gegnt þýðingar miklu hlutverki við hönnun, viðhald og þróun afkastahvetjandi launa- kerfa í frystiiðnaðinum. Auk þess hefur Rekstrartækni sf. beitt sér fyrir ákveðnu samstarfi þeirra frystihúsa sem njóta þjónustu fyrirtækisins í formi mánaðarlegra funda, þar sem stjórnendur frystihúsanna bera saman bækur sínar og skiptast á samanburðarhæfum upplýsingum. Á sama tíma hafa nokkur iðnaðar- og verzlunarfyrirtæki á svæðinu notið þjónustu fyrirtækisins, m.a. hefur eitt fyrirtæki verið tengt tölvubúnaði Rekstrartækni í Reykjavík, að Síðu- múla 37. Undanfarin 10 ár hefur Rekstrar- tækni veitt þjónustu á sviði rekstrar- ráðgjafar og skýrslugerðar og rekur nú stærstu reiknistofu landsins í einkaeign. Hjá fyrirtækinu starfa 40 manns, þar af 16 sérfræðingar á sviði rekstrarviðskipta, verk- og kerfis- fræði. Um 170 fyrirtæki fá tölvu- þjónustu hjá Rekstrartækni, þar af eru 7 í fjarvinnslu. „Jú, margir eru að íhuga að fá hjá okkur þjónustu,” sagði Már Svein- björnssort, sem veitir skriftofunni í Keflavík forstöðu, svo starfsemin á eftir að aukast. Annars hefur áhug- inn verið mismunandi frá einum stað til annars. T.d. voru Keflvíkingar í mikilli þjónustu varðandi skreiðina, en Grindvíkingar litið.” Rekstrartækni rekur nú þrjár tölvur af gerðinni IBM S/34 en í næsta mánuði mun ný vél leysa þær af hólmi, IBM S/38.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.