Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. MSMBIABa Útgofandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjóffsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoóarritstjóri: Haukur Holgason. Fcáttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefáns- dóttir, Elín Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Þráinsdóttir, Kristján Már Unnarsson, Lilja K. Möller, Ólafur E. Friðriksson, Sigurður Sverrisson, Víðir Sigurðsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur BjarnleKsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn Þoríerfsson. Auglýsingastjóri: IngóHur P. Steins- son. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsími blaflsins er 27022 (10 línur). Sotning og umbrot Dagblaðifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10 Áskriftarverð á mánufli kr. 85,00. Verð í lausasölu kr. 6,00. Hvert stefnir stjómin? Hvert stefnir ríkisstjórnin? Hvað hyggst hún fyrir í baráttu gegn verðbólgu? Liggja svör við þeim spurningum nú fyrir eftir stefnuræðu forsætisráðherra og birtingu fjárlaga- frumvarps, lánsfjáráætlunar og þjóðhagsáætlunar? Fáir nenna lengur að hlusta á útvarpsumræður frá Alþingi. Oft er talað um, að þær umræður hafi verið athyglisverðari áður fyrr. Þá komu menn saman á vinnustöðunum morguninn eftir og deildu um, hver hefði verið „beztur” af landsfeðrunum. Þetta virðist liðin tið. Þeir, sem lögðu á sig að hlýða á umræðurnar í fyrradag, kunna samt að hafagert sér eitthvað gleggri grein fyrir hvað skilur málflutning stjórnar og stjórnar- andstöðu. Ríkisstjórnin stærir sig auðvitað af að hafa komið verðbólgunni úr 60 prósentum niður í 40. Ráðherrar minna á, að það stefndi í 70—80 prósent verðbólgu á yfirstandandi ári, áður en gripið var til efnahags- aðgerðanna um síðustu áramót. Hitt má einnig vera ljóst, að mikið af þessum árangri er vegna hækkunar Bandaríkjadollars, eða „Reagan Bandarikjaforseta að þakka”, eins og stjórnarandstæðingar segja. Ríkisstjórnin fékk þar búhnykk, sem um munaði. Kannski skiptir mestu, hvað ríkisstjórnin hyggst gera á næstunni til að stemma stigu við verðbólgunni. Verðbólgan er enn margfalt meiri en í viðskiptalöndum okkar, og stjórnmálamenn í orði kveðnu sammála um, að hún sé alltof mikil. En af máli ráðherra er ekki ljóst, hvert stefnir. Ágreiningur virðist vera í ríkisstjórninni um það meginatriði, hvort vinna skuli ötullega að því að koma verðbólgunni niður í 25—27 prósent á næsta ári eða látagott heita. Það mundi kosta fórnir að koma verðbólgunni niður. Vafamál er, að ráðherrar Alþýðubandalagsins séu reiðubúnir til þeirra átaka. Þess vegna var tals- verður munur á málflutningi Steingríms Hermanns- sonar og Tómasar Árnasonar annars vegar og Svavars Gestssonar hins vegar. Framsóknarmennirnir telja ekki svigrúm til „umtalsverðra” grunnkaupshækkana. Alþýðubanda- lagsmennirnir lýsa yfir stuðningi við kröfur sjötíu og tveggja manna nefndar Alþýðusambandsins. Stefnan í þessu efni er því óráðin. Deilt hefur verið í ríkisstjórninni um erlendar lántökur. Ráðherrar Framsóknarflokksins lýsa áhyggjum sínum vegna mikils sláttar, eins og Tómas Árnason gerði í umræðunum. Hlutfall afborgana og vaxta af erlendum lánum af tekjum af útflutningi, svonefnd greiðslubyrði, verður nú meira en nokkru sinni fyrr. Útgjöldum ríkisins á fjárlögum er haldið í horfinu, tiltölulega, en stofnað til stórra lántaka, sem auka ríkisútgjöldin á komandi árum. Tómas Árnason varaði réttilega við því, að lifskjörum og sparnaði væri haldið uppi með slætti erlendis. Fiskveiðar eru í stór- auknum mæli reknar með bráðabirgðalántökum erlendis. Með því má vafalaust til skamms tíma draga á langinn óumflýjanlegar gengisfellingar. Þegar grannt er skoðað, er Ijóst, að ráðherrar eru ekki sammála um þessa stefnu. í meginatriðum efnahagsmála er stefna ríkis- stjórnarinnar í nánustu framtíð því óráðin. Engin leið er að byggja á því, sem fram hefur komið, neina skynsamlega spá um verðbólguna á næsta ári eða líklegar kjarabætur launþegum til handa. Eftirað María guðsmóðir birtist nokkrum börnum á hæð einni í Króatíu flykkjast pflagrímar á staðinn: Hjátrú eða kraftaverk? — Þeir bera króatíska þjóðf ánann án rauðu stjörnunnar og kommÚDÍstaf lokkurinn óttast uppreisn 24. júní, á Jóhannesardaginn, sá bóndasonur í Herzegowinu í Júgó- slavíu, Jakov Coco, 8 ára gamall, sýn á hæð einni sem hann áleit vera Maríu guðsmóður. Hann var ekki einn um þessa full- yrðingu, því 5 leikfélagar hans lýstu því sama: Glitrandi súlu og í bjarma hennar unga konu með barn í fang- inu. A höfðinu bar hún stjörnukrans. Hún kynnti sig fyrir drengjunum sem guðsmóður og boðaði frið og yfirbót. Jakov flýtti sér að spyrja hana um framtíðarhorfur vinar föður síns, Jozo, sem nú var nær blindur. María tilkynnti að hann yrði alheill eftir tvö ár ef hann brysti ekki trú. Alla næstu viku birtist konumynd þessi kl. hálfsjö að kveldi og kom meira að segja við í kirkju í þorpinu Dijakovici. En enginn sá hana nema börnin. Hinn sjúki Jozo rauð augu sín jurtum sem uxu á hæðinni þar sem María mey hafði birzt börnunum. En þá lét kommúnistaflokkur landsins ryðja hæðina með þeirri skýringu að Jakov Coco (í miðið): Maria opinberaðist honum og félögum hans. r Hvað vilt þú, íslendingur? \ Skömmu eftir síðustu áramót skrifaði undirritaður smágrein (Dagbl. 23. febr.) með fyrirsögninni „Skammastu þín ekki, íslending- ur?”. Sem slíkur var svar mitt hik- laust ,,jú”! Og fyrir hvað? Lífshætti þjóðar minnar, kröfur hennar á mörgum sviðum og viðbrögð Alþingis og stjórnvalda. Við lifum hér — yfirleitt — lúxus- lífi, m.a. við ofát og eiturlyf, fljót- andi og föst af ýmsu tagi, bæði hér heima á norðurhjara og í flottflokk- um út og suður um allan heim. Jafn- framt söfnum við skuldum (handa niðjunum að leika við) — og skiptum með okkur hálfri annarri „köku”, þar sem við eigum þó varla eina. Ári fyrr höfðum við hér nyrðra áætlað (m.a. í heita „Pottinum”) að réttast væri að taka fyrir alla launa- hækkun eitt ár (hjálpa þeim launalægstu á annan hátt). En hjá ráðamönnum þar syðra virtist slíkt ekki koma til greina. Enn skyldu þeir með hæstu launin geta bætt við sig m.a. með kúgun og ofbeldi. Og ekki Kjallarinn JónasJónsson stóð á afrekunum, og aðrir reyndu að feta i fengna slóð, náðu og nokkru, og misréttið óx enn — og verðbólgan með. Gjaldþrot lúxusþjóðfé- lagsins Og þrátt fyrir ákvörðun rikis- stjórnarinnar að festa gengið og stöðva hækkanir á öllu — nema einu — þá er allt á „uppleið” enn, leiðinni á brún hengiflugsins: gjaldþrots lúxusþjóðfélagsins! Þetta „eina”, sem ekki virtist ástæða til að stöðva, var okkar eigið kaup, launin, eigin- lega eina haldreipið sem við höfðum til umráða í eigin hendi. Flestar hækkanir aðrar ráðum við illa við, sizt ef „haldreipinu” er sleppt. Og lögum samkvæmt hækkar svo kaup- ið lika, ekki sizt hjá þeim, sem höfðu komið þessum lögum á. Og auðvitað fá þeir fyrstu sneiðarnar af „kök- unni”, og þær oft vel „smurðar”. En hvernig horfir nú? Jú, vissulega hefur „niðurtalningarstefna” ríkis- stjórnarinnar borið allgóðan árang- ur, svo að til þessa hefur verið í sjón- máli verðbólga „aðeins” 40% á ár-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.