Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. Fyrsta ópera Atla Heimis Sveinssonar vœntanleg. — músík er ávani, segir tónskáldiö — músík þarf ekki endilega að vera falleg Við fréttum að um þessar mundir væri mikið að gerast hjá Atla Heimi Sveinssyni, tónskáldi, og ákváðum því að taka hann tali og leita nánari fregna. „Það er alltaf mikið um að vera hjá mér,” sagði Atli og hló. „Það eru að koma fram stór verk, sem ég hef unnið á undanförnum árum, og svo er ég með önnur stór verk í takinu sem ég verð að skila bráðlega.” Hvað er það helzta? „í byrjun næsta mánaðar frum- flytur Manuela Wiesler stórt verk, fyrir einleiksflautu, sem ég skrifaði í fyrrasumar. Verkið verður frumflutt í Lundi og síðan spilar hún það á 15 tónleikum víða um Svíþjóð. Þetta eru 20 stuttir þættir og hver þáttur er ein mínútaað lengd.” Ertu rtokkuð að hugsa um að segja okkur hvað verkið heitir? „Það heitir Tuttugu músíkmínútur og er bara stemmningaþættir, sem hver um sig hefur sitt nafn, eins og t.d. Fjallamúsík, Fuglamúsík, Barna- músík, Þjóðleg músík o.s.frv. Ég hugsa þetta eins og litlar, aðskildar perlur á bandi. Þær eru allar ólíkar en bandið tengir þær saman ... tíminn.” Trobar Clus Síðan er eitthvað á döfinni í Noregi. er það ekki? „Jú. Næsta vor kemur þar stór fag- ottkonsert, sem ég kalla Trobar Clus. Það merkir leit í myrkri. Konsertinn verður frumfluttur af Fílharmóníu- hljómsveitinni í Oslo. Það er ungur, norskur einleikari,' ungur snillingur, Per Hannisdal, sem flytur það, og einhver franskur hljómsveitarstjóri. Ég man ekki hvað hann heitir.” Hvers vegna freistaði þetta hljóð- fœri þín sérstaklega? „Fagottkonsertar eru mjög óvana- legir. Ég hef alltaf samið konserta fyrir svolítið óvanaleg hljóðfæri; fyrst fyrir flautu, síðan fyrir lágfiðlu. Þetta eru öll svolítið óvanaleg einleikshljóðfæri , með hljómsveit. Ég reyndi að nota fagottinn sem lýr- ískt hljóðfæri og ekki þannig að hann skili þessu hefðbundna Andrésar And- ar kvaki, en þannig hafa vissir höfund- ar einmitt notað hann, eins og t.d. Prokoffief, í Pétri og Úlfinum, Hinde- mith og fleiri. Ba, ba, ba, þú veizt.” Fyrsta óperan Ætlarðu að segja frá aðal Jeyndar- málinu ’’? „Já ég skal gera það. Á næstu Lista- hátið, nánar tiltekið þann 6. júní ’82, verður fyrsta óperan mín, Silkitrumb- an, frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Örn- ólfur Árnason samdi textana. Síðan er ég að skrifa verk fyrir St. Paul Chamber Orchestra í Minnesota í Bandaríkjunum. Það er í tveim þátt- um, fyrir klassíska sinfóníuhljómsveit sem hljómsveitin er, þrátt fyrir nafn- ið.” Eitthvað geturðu sagt meira um óperuna, er það ekki? Hvert er efni hennar? „Þetta er gömul, japönsk saga, gamalt No-leikrit, en þau eru sérstök leiklistarhefð í Japan. Sagan getur gerzt hvar sem er og hvenær sem er, eins og á við um allar góðar sögur. Líkt og sagan af Ódysseifi gæti gerzt hvar sem er; sagan af manninum sem er á leiðinni heim.” Hvernig rak þessa sögu á þinar fjörur? „Það var svolítið einkennilegt, því það var fyrir hreina tilviljun. Ég hafði lengi verið að leita að einhverju efni í óperu en ekki fundið neitt sérstakt, og þá gerðist ein af þessum skrýtnu tilvilj- unum. Ég hafði verið í Boston á tónlistar- hátíð og var í þann veginn að taka flugvél til Californíu. Þar átti ég að kenna á námskeiði Cal. Art, eða Cali- fornia Institute of Fine Arts — og af þvi að Walt Disney gaf þetta, þá er það ýmist kallað Mickey Mouse Insti- tute eða Donald Duck Academy, því þeir standa auðvitað undir þessu, þeir tveir. Jæja, ég var að flýta mér um borð í flugvélina á síðustu stundu, þegar ég mundi eftir að ég hafði ekkert að lesa. j Á hlaupunum greip ég fyrstu bók, sem ‘ég sá í bóksölunni, og þegar í vélina kom, sá ég að ég hafði'gpipið fjársjóð, því þar fann ég Silkitrumbuna.” Óperan gerist f tízkuheiminum „Óperuna læt ég gerast í tízkuheim-1 inum í dag. Tízkan er eitt af því fáa sem er alþjóðlegt í dag. 1 sambandi við I það átti sér stað önnur tilviljun. Égj rakst á franskt tízkublað og það er þá með þessa stórkostlegu japönsku línu, svo þar voru búningarnir komnir í óperuna mína.” „Eg hef gaman af skrýtnum nöfnum, sem fáir þekkja, og lerta oftuppifá- sáö orO og hugtök." „Á næstu ListahátíO, nánar tHtekiO þenn 6. Júní '82, verOur fyrsta óperen mín, Siikitrumban, frumfíutt i ÞjóOleikhúsinu." „Einu sinni var ág spurOur aO þvi, hvaO músik væri — músík er ávani." Atíi Heimir kenndi viO The Calrfomia instítute of Fine Arts — „og afþvi aO Watt Disney gafþetta þá er þaO ýmist kallaó Mickey Mouse Instítute eOa Donald Duck Academy, því þeir standa auOvhaO undir þessu, þeir tveir, "sagOi tónskáldiO. DB-myndir Bj.Bj. Norðurlönd og í Berlín, Vestur-Þýzka- landi og víðar. Jæja, þetta voru for- stúdíur, nóg um þær. Þögult óperuhlutverk „1 óperunni eru sex sönghlutverk, eitt þögult, og miölungsstór hljóm- sveit.Töluvert af músíkinni er líka fiutt af tónbandi um leið og sungið er og leikið af hljómsveitinni. Auk þess eru myndvörpur notaðar og kvikmyndir. Þetta er saga um mannleg sam- skipti. Það má túlka hana á marga máta, eins og allar góðar sögur. Það er líka hægt að byggja í hana pólitíska merkingu, ef menn vilja.” Ertu pólitískur, Atli? „Já.” Hvernig? Þú ertnú vanur að svara i lengra máli. „Það er auðvitað pólitískt að kom- ponera músik sem hefur áhrif úti í samfélaginu.” Efhún hefur þá nokkur áhrif. Ertu viss um að þú ofmetir þetta ekki? Ef maður gerir ráð fyrir langtlma áhrif- um, á borð við stefnumótandi stíj þá það, en pólitísk áhrif? „Jæja, af hverju er þá verið að banna músík, nýja músík, nýjar stefnur? Það gerði Hitler, það gerði Stalin og þeirra hjálparkokkar — og Sovétríkin í dag. Áhrif af músík eru mjög margræð. Þetta er ákaflega abstrakt miðill.” Músík fremur en tónlist Af hverju notarðu helzt aldrei orðið tónlist, heldur alltaf „músík”? „Það er einfalt, ég vinn ekki ein- göngu með tóna, heldur alls konar önnur hljóð. Öll hljóð, sem til eru, eru efniviður í músík. Tónar eru bara lítill hluti af öllum þeim hljóðum sem hægt er að setja saman og kompónera úr. í Snorra Eddu talar Snorri einhvers staðar um kvæði sem eru „sett saman af skynsamlegu viti”. Kompónera merkir að setja saman. Að semja músík er að setja saman hljóð, ekki eingöngu tóna.” Nú eru margir þeirrar skoðunar að þú og aðrir framúrstefnumenn setji mest saman óhljóð, hvað segir þú við því? „Við setjum saman hljóð. Það, sem fólk kallar óhljóð, eru hljóð sem fólki finnst ljót, en ég er ekkert á þeirri skoðun að músík þurfi endilega að vera falleg. Mér finnst betra að hún sé áhrifamikil.” En ef hún er nú svo „Ijót” að enginn vill hlusta á hana, hvað verður þá um áhrifin? „Þá verður það bara að ráðast. Smekkur manna er misjafn og hlust- unarvenjur lika. Nútímatónlist er ekki nærri eins óvinsæl og margir halda. Hún verður afar vinsæl með tíman- um.” Af hverju ert þú alltaf með erlend orð og heiti Iþlnum verkum? „Eg hef gaman af skrýtnum nöfnum, sem fáir þekkja, og leita oft uppi fáséð orð og hugtök. Stundum sem ég verkið við nafnið og stundum gef ég verkinu nafn á eftir. Ég hef líka reynt að búa til ný orð á íslenzku.” Svo sem? „Hlými, til dæmis, það sem hljóm- ar. Svo hef ég gaman af að nota sjald- gæf orð og að setja saman sjaldgæf híjóð. Einu sinni var ég spurður að því hvað músík væri — músík er ávani.” -FG. Hversu löng var meðgangan? „Ég hafði aldrei tíma til þess að vinna samfleytt að þessu, svo þetta spannaði tvö ár. Tónlistarstíllinn er summa af ýmsum þeim stíltegundum sem ég hef verið að vinna að undan- farin ár. Til dæmis er verk, sem ég nefni Pólsk ljóð, forstúdía að þessari óperu. Pólsk ljóð verða frumflutt í Svíþjóð í næsta mánuði. Rut Magnússon og Kammersveit Reykjavíkur flytja þau i Konserthuset í Stokkhólmi. önnur forstúdía er Landet som ikke Sr, sem nýlega var útgefið á plötu í Sviþjóð. Ilona Maros syngur þar gull- fallega. Hún er ungversk og syngur mikið af nýrri músík. Þetta er annað verkið sem ég hef skrifað fyrir hana. Hún hefur flutt Landet um öil FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.