Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. 11 Tftó f heimsstyrjöldinni sfðarí: Stóð fyrir fjöldamorðum f króatiskum helli. madonnan fjarlægði þjóðina frá kommúnisma. Það bar þó ekki tilætlaðan árang- ur. — Auðvitað voru engar opinberar tilkynningar gefnar um þetta, skrifar blaðið Politika Expres í Belgrad. — En nokkrum dögum eftir opinberun þessa mátti sjá 8000 manns á bæn á hæðinni. 50.000 pílagrímar á dag Og nú streyma um 50.000 manns á dag til hæðarinnar — sjúkt fólk og fatlað sem býr í kaþólskum hluta Júgóslaviu. Fólk fer í þessa pílagrímsferð sína klætt króatískum þjóðbúningum undir króatískum fána — en á honum er enga rauða stjörnu að sjá eins og kommúnistar hafa fyrirskip- að. Það syngur gamla, króatíska söngva og málar á klettana: Heilög guðsmóðir, gef okkur aftur óháð, króatískt ríki. Fyrir tíu árum tókst kommúnista- flokknum að berja niður frelsishreyf- ingu í Króatíu. En nú virðast allir króatískir kaþólikkar sameinast um nýja uppvakningarhreyfingu, svipað og gerðist fyrir uppreisnina í Kosovo sem ógnaði júgóslavneska sambandsríkinu. Marko Veselica, fyrrverandi þing- fulltrúi króatísku höfuðborgarinnar Zagreb, hefur snúizt til kristinnar Vtd7 trúar og er vegna skrifa sinna um málið dæmdur í 11 ára fangelsi. Og verksmiðjuverkamenn í Karstland henda flokksskírteinum sínum, snúa sér til Maríu í staðinn og flykkjast daglega til altarisgöngu. Þjóðhetja Króata Eins og Pólverjar eiga kaþólskir Króatar sér líka sinn Wojtyla. En sá er að vísu látinn fyrir 21 ári. Það var Alojzije Stepinac, erkibiskup og síðar kardínáli, en hann var dæmdur og sendur í útlegð vegna ..samvinnu” sinnar við þá sem vilja óháða Króa- Stepinac kardináli: Veröur hann tekinn i heilagra manna tölu? tíu. Hann dó sem kristinn píslarvott- ur, en er nú á góðri leið með að verða þjóðhetja Króata. Eftirmaður hans, Kuharic, vill að hann sé tekinn í helgra manna tölu og nýtur i Páfagarði stuðnings króatiska kardínálans Seper: — Hinn saklausi erkibiskup okkar var hvorki svikari né glæpamaður, heldur sá hirðir er öll veröldin ætti að taka sér til fyrirmyndar. Hann var á óréttmætan hátt ákærður og dæmd- ur fyrir sannfæringu sína og hann leið fyrir hana. Stjórnin samþykkir ekki króatískan kardínála Seper er nú orðinn 75 ára gamall og vill segja af sér embætti kardínála, sakir aldurs. Belgradstjórnin lét ekki standa á sér með að vara Páfagarð við að útnefna Kuharic í hans.stað: — Við munum líta á það sem fjand- skap í okkar garð og aldrei samþykkja neinn króatískan kardin- ála. Þar með var áætlaðri páfaför til Júgóslavíu stefnt i hættu, en í þeirri för hafði Jóhannes Páll einmitt ætlað sér að heimsækja gröf Stepinacs og votta lionum virðingu sína. Málgagn kommúnistaflokksins ásakar Kuharic fyrir undirróðurs- starfsemi, náið samband við króa- tíska þjóðcrnissinna og jafnvel tengsl við erlenda „fasista skæruliða”. Fjöldamorð íhelli Flokkurinn reyndi að mynda gjá á milli presta og trúaðra og sagði kirkj- una ala á hjátrú i sambandi við opin- berum Maríu. Zanic, biskupinn af Mostar, ráðlagði fólki að vísu að fara varlega i trú sinni á kraftaverk en bætti því við að þau séu alls ekki úti- lokuð. Flokkurinn lét til skarar skríða. Þeir handtóku tvo presta, gerðu hús- leit í kirkjunni og klaustrinu í Dija- kovici og lögðu hald á ölmusufé. — Það er erfitt að skilja af hverju fólk þyrpist til bæna einmitt á þess- um stað, í grennd hellis þar sem 2500 menn, konur og börn, létu lif sitt í heimsstyrjöldinni síðári, skrifar Belg- radblaðið Vecernje Novosti. — Eins og það sé ekki nóg af prestum og kirkjum annars staðar. Blaðið gleymir þó að geta þess hvað olli dauða þessara 2500 manna, kvenna og barna: Þau voru myrt af liðsmönnum Títós. (DER SPIEGEL) w/ Æí WmM i. Jónas frá Brekknakoti segir okkur íslendinga yfirleitt lifa lúxusllfi, við ofát og eiturlyf. Hér er smáskammtur sem ætlaður var I fermingarveizlu en dagaði uppi frammi á gangi i fjölbýlishúsi. DB-mynd: Einar. inu. Reyndar segja stjórnarandstæð- ingar að þessi lækkun verðbólgunnar sé bara Reagan og hækkun dollarans hans að þakka. Þeir gera og mikið úr góðæri þessa tíma til lands og sjávar, markaðsmál i beztu lagi, — og því sannarlega auðveld stjórn „skútunnar” nú. En stjórnarsinnar telja sundurlyndis- kólgu byrgja þeim hinum rétta sýn. En hvað virðist þér? Sjávarútvegur- inn er ekki björgulegur, rekstur frystihúsanna með miklum halla. Markaðshorfurnar vafasamar og slæmar (loðnan, frysti fiskurinn, síldin). Innlendur tilkostnaður alltof hár (kaupið, hráefnið, eða hvað?). Verðbólgan að verki alls staðar! Margt er í óvissu um hráefnið, t.d. stærð og ending fiskistofnanna, stærð veiðiflotans og möguleikar á hagkvæmri nýtingu og skiptingu afl- ans milli vinnslustöðva. TiIIögur Kristjáns heitins Friðrikssonar um þessi vandamál hefðu gjarnan mátt fá itarlegri umfjöllun ráðamanna á þessu sviði á sínum tíma. — Nú eru víðtækir kjarasamningar á næsta leiti og strax farnar að heyrast raddir úr ólíklegustu áttum með kröfur um verulega hækkun grunnlauna, og jafnvel farið að nefna verkfall í þvi sambandi! — Enn virðast sumir svo skyni skroppnir, að álita öllu borgið, ef þeir bara geri nógu háar launa- kröfur og heimti leiðréttingu á kaup- mætti í samræmi við það bezta hér áður! Ríkisstjórnin eigi svo að bera ábyrgð á framhaldinu, hverjir, sem möguleikarnir eru. Fjötur um fót „Eitt er nauðsynlegt”, var einu sinni sagt, var sannleikur þá, er enn og á svo að vera, líka hér i okkar landi. En á íslandi er fleira nauðsyn- legt. Hafið þið heyrt nefnda verð- bóiguna? Já, meir en það.Og nú eru æ fleiri sammála um jrað, að hún sé sá fjötur um fót, sem þjóðin verði að losa um og losna við. Þar mega engir stundarhagsmunir eða sundurlyndis- fjandar spilla fyrir æskilegum árangri. Láglaunahópunum er þetta jafnvel öðrum fremur mikil nauðsyn. — Hallarekstur höfuðatvinnuvega þjóðarinnar má ekki verða nema stundarfyrirbrigði. Hættan er marg- þætt og augljós. Atvinnuleysið er flestum þrautum þyngri að bera. Al- mennt myndi okkur betra að draga úr kröfum í lifnaðarháttum og kaupi en að kynnast í raun örvæntingu jress at- vinnulausa. Nú er það svo, að sumir vinna allt- of langan vinnudag, sumir aðeins til að „ná endum saman”. Úr slíku þarf að bæta, svo og launamisréttinu. Vel- sæld er hér þó með ólíkindum — hjá fjöldanum. Sjá t.d. sparifjármynd- unina á árinu, sætindakaup barna, utanfarir á öllum tímum árs, video- viðbrögðin! Og fleiri tóra hér við ofát og aðra ofneyzlu en hinir, sem verða að sætta sig við skorinn skammt, og engir þurfa að svelta. Framleiðsluhöft í sveltandi heimi Á sama tíma, sem milljónir barna og vaxinna hungra til bana í heimi okkar, er svo íslenzkum bændum meinað að framleiða nema mjög tak- markað af sínum úrvalsfæðutegund- um, kjö.ti og mjólkurvörum. ör- smátt, og þó vangoldið, framlag sitt til bjargar í sveltandi heimi, ættu ís- lendingar að geta inm betur af hendi í þeini ágætu vörum. — Það væri skárra en að greiða með þeim í út- l'lutningi stórfé, til sölu í grannlönd- um fyrir spottpris! — En tæknin — þó bráðum almáttug — virðist enn ekki sú, að við þetta verði ráðið. En lítum þá okkur nær: Væri það ekki heppileg aðferð til að jafna dá- lítið aðstöðu launþeganna í landinu, að hver sá, er við framtal sannanlega ekki nær tilskildum tekjum af vel unnu starfi, fengi vissan skammt (ávísun) af kjöti og mjólkurvörum — á sama verði og fyrir þær fæst í markaði í grannlöndum, — verja út- flutningsbótum til leiðréttingar á þvi sviði í þjóðfélaginu? 1 stað hærri tölu króna í „umslaginu” kæmi seðiil, ávísun, að skammti á kjarnafæðu nauðsynlegri öllu vinnandi fólki, svo og börnum og öldruðum! Þetta gæti dregið úr launamisrétti, gráðug verð- bólgan fengi minna en ella, og kostn- aður við geymslu og útflutning bú- vöru yrði minni því að eitthvað mundi þetta auka heildarsöluna inn- anlands. Er ekki ástæða til að hugsa og ræða málið fyrir samningana? En gleymið ekki: Allir sameinaðir gegn verðbólgunni. Brekknakoti, 12. okt. 1981 Jónas Jónsson. A „Velsæld er hér þó með ólíkindum — hjá fjöldanum. Sjá til dæmis sparifjármynd- unina á árinu, sætindakaup bárna, utanfarir á öllum tímum árs, videoviðbrögðin!”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.