Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. MUNIÐ AÐ AURAR ERU LÍKA PENINGAR * Ótrúlega margir „skjótasérábakvið” myntbreytinguna með verðhækkanir - „Mig langar aðbiðja ykkur um að koma með áskorun lil fólks að halda vöku sinni vegna myntbreytingarinn- ar, það er hvert verðgildi smáaura er,” segir m.a. i bréfi frá konu í Kópavogi. „Lítið dæmi um hvernig kaupmenn notfæra sér mynt- breytinguna. Nýlega keypti ég pylsubrauð i bakaríi (Nýja kökuhúsið, Hamraborg) og kostaði það 2 kr. stykkið. í flestum mat- vörubúðum kostar pylsubrauð 1,25—1,40 kr.stykkið. Þetta virðist ekki skipta máli í fljótu bragði, en annað kemur í ljós ef breytt er í gamlar krónur. Þá er munurinn 60—75 kr. á hvert stykki af pylsubrauðinu!” Ríkið gengur alltaf á undan Þetta er rétt og tímabær áskorun hjá E. B. Það er sannarlega ástæða til þess að biðja fólk að staldra aðeins við og athuga hvert verðgildi peningannaer. Annarserekkertskrítiðþótt allur almenningur i þessu landi sýni smá- aurunum lítilsvirðingu. Ríkið sjálft gengur á undan þegnum sinum og af- nemur með lagasetningu aurana í „ríkis búskapnum”. Ríkið þarf ekki að reikna með aurunum í sinum út- reikningum. Hins vegar var öllum kaupmönnum og öðrum fyrirtækjum í landinu gert að breyta tölvu- stillingum og peningakössum til þess hluta. Bréfritari nefnir pylsubrauð sem verðlagt er á 2 kr. Hægt er að fá heilt 500 gramma brauð fyrir rúml. 7 kr. Víkingabrauðin, og ýmis önnur „góð” brauð, kosta 12 kr., sem mörgum þykir óskaplegt verð. — Ég er nefnilega búin að elda tómatsúpu úr pakka og kostaði hún 3,50 (að vísu var hún keypt fyrir nokkru)! — í gær sá ég lítinn poka með súkkulaðihúðuðum rúsínum. Pokinn kostaði 8 kr.!!!! Eða 800 gamlar krónur. Rúsínurnar í pokanum voru ekki fleiri en svo að vel væri hægt að telja þær, varla meira en 5—10 Raddir neytenda E,B. nefnir pylsubrauð sérstaklega 1 grein sinni. Við fengum að taka mynd af pylsubrauðum hjá Bridde á Háaleitisbrautinni. Þar kosta pylsubrauðin 2 kr., og bakarínn sagði okkur að það væri alls ekki of hátt verðlag, þvi vel værí boríð i deigið Pylsubrauð væru ekki öli bökuð úr sama deiginu og misjafnlega mikið i þau boríð,” sagði bakarinn. Við höfum einnig tekið eftir þvf að ekki aðeins pylsubrauð eru mismunandi frá einu bakaríi til annars, heldur yfirleitt allt bakkelsi sem boðið er upp DB-mynd Krístján Örn. æri að reikna með Fimm skrokkar og þrjátíu sviðahausar — kosta sannarlega sitt, segir húsmóðir á tíu manna heimili Elskulegu umsjónarkonur neytenda- síðu! Ástæðan til þess að ég sezt og sting niður penna er sú að mig langar til að vita hvort þið hafið séð ljótari útkomu á einum mánaðarseðli en Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagnl á undan okkur við aðstæður sem þessar *l3SEno“ þennan lestur, sem ég er nú að byrja að setja niður á blað fyrir ykkur,” segir í bréfi frá konu sem kýs að skrifa undir nafnnúmeri sínu. Þá er fyrst til að taka það sem mér telst til að farið hafl í fatakaup á fjölskylduna, það er samanlagt 2480 kr. 1 þessari tölu eru skólaföt á þrjú börn, skólataska handa einu þeirra, tvennar gallabuxur á húsbóndann og fjögur pör af stígvélum, en bara þau kostuðu samanlagt yfir þúsund krónur. Hitt og þetta, sem flokkast undir liðinn annað, eins og t.d. endurnýjun á ökuskírteini, kistuskreyting, bækur, litir, pennar og fleira til skólans.leirtau í staðinn fyrir það sem búið er að mölva á stóru heimili yfir heilt sumar og sitthvað fleira, kr. 1680. í heild er liðurinn annað upp á 4160 kr. Þá eru það næst matarkaupin, en þau eru í tvennu lagi hjá mér. Dagleg matarkaup kostuðu mig 5890 kr. Samt voru frystigeymslur heimilisins orðnar því sem næst tómar í byrjun september. Það var ekki fyrr en 25. september, sem ég fer að kaupa inn haustmat, en þar bætast við 3.467 kr. í þeirri tölu eru fimm kjötskrokkar, þrjátíu sviðahausar og annar innmatur. Samanlögð matarinnkaup í september eru því 9357 kr. Dáfalleg upptalning þetta. Og ég er ekki búin að kaupa allan haustmat ennþá. Ég er búin að margfara yfír alla reikninga og bókhaldið mitt þennan mánuð, en þessi útkoma stendur. Ég er alveg viss um að ekki einu sinni desembermánuður verður verri hjá mér. í september vorum við tíu í heimili, að jafnaði. Þar við bættist gestagangur sem er að öllum jafnaði ærinn á sveitaheimilum yfir réttirnar. Heimilið hér var víst engin undan- tek-ning þar á. Mér finnst það mikið aðhald með eyðsluna að fylgjast með í hvað peningarnir fara. Ég er fullviss um að þó eyðslan í september sé mikil,1 finn ég ekkert sem má kalla hreinan óþarfa. Kannski eitthvað sem hefði mátt fresta fram í þennan mánuð en ekkilengur. Ég ætla að halda áfram að senda inn seðla núna, það er hreinn trassaskapur hjá mér að hafa ekki gert það að staðaldri fyrr. Ég hef sent inn einn og einn seðil á löngum tíma. Beztu þakkir fyrir gott framlag ykkar í neytendamálum, þar eru mörg göt og stór sem þyrfti að stoppa í.” 7996—6320. Umsjónarmenn neytendasíðunnar þakka kærlega fyrir þetta skemmtilega bréf. Við fullvissum bréfritara um, að við höfum oft áður séð hrikalegri tölur heldur en voru á hennar seðli. Okkur þykir bréfritari hafa gert heldur en ekki góð innkaup á fatnaði fyrir fjölskylduna. Við bendum á grein annars staðar hér á síðunni, þar sem rætt er um verðlag á kven- fatnaði í höfuðborginni, svona rétt til að bera saman verðlag! Heimilisbókhald veitir á- reiðanlega heilmikið aðhald. Það eru allir á einu máli um það. Við hvetjum sem allra flesta til þess að vera með og senda okkur mánaðar- legan upplýsingaseðil. -A.Bj. að hægt v aurunum. Það er eins og þeir sem ráða ferðinni hjá ríkinu geri sér ekki grein fyrir því að aurarnir mynda krónuna. Hægterað nefna mýmörg dæmi um verðhækkanir, þar sem gríðarleg verðhækkun hefur verið fram- kvæmd, ef svo má segja, i skjóli við myntbreytinguna. Er þar gott dæmi sem stöðumælagjaldið er. Á einu bretti hækkaði það úr tíu gömlum krónum í eina nýja krónu, var sem sé tífaldað svona rétt eins og ekkert væri. Enginn maður sagði eitt einasta orð! Annars virðist vera mikið ósamræmi í verðlagningu ýmissa grömm. Lakkrísrúlla kostar (stór) 2,50 eða 250 gamlar krónur. Ein samloka, sem er illa til vandað í alla staði, kostar 15 kr., eða hálft annað þúsund gamlar krónur. Þó gekk alveg fram af mér þegar ég ætlaði að kaupa næstminnsta baukinn af bernaisósu (i Aski) til að hafa með heimaelduðum kjúklingi. Dollan átti að kosta 22 kr. (þetta var I sumar) og varla nema eins og upp í nösáketti! Gallinn er bara sá að erfítt er að fá uppgefið hvað þessir hlutir kostuðu fyrir áramótin. Þá er líka erfitt að reikna út „eðlilega” verðhækkun á þeim. Ég er hins vegar hjartanlega sammála bréfritara og öðrum, sem um þetta mál hafa ritað, að fjölmargir hafa skotið sér á bak við myntbreytinguna — fyrir utan að allir skjóta sér á bak við gengisfellingar, jafnvel á tímabílum sem gengið er stöðugt og hreyflst ekki nokkurn skapaðan hlut. Og svona í lokum á þessari umræðu, í bili, sakar ekki að geta þess að fyrir nokkrum dögum mátti sjá í kvenfataverzlun í miðbænum pils og jakka, sem kostuðu 2.600 kr. Ég hef einnig frétt af kvenkjólum á markaðinum hér og kosta þeir 3.500 kr., en hef hins vegar ekki séð það með eigin augum. -A.Bj. lUpplýsingaseðill ! til samanbitóar á heimiliskostnaði | Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið nkkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar ' fjðiskyldu af sðmu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- '1 tæki. | Nafn áskrifanda___________________________________________ I i Heimili Sími I Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í septembermánuði 1981 i Matur og hreinlætisvörur kr. i Annað Alls kr. kr. JBB vinw

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.