Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. 23 ÞÁTTUR í TILEFNIVETRARKOMU ~ útvarp í kvöld kl. 20,50: Ollu betri er vetur- inn en Tyrkinn Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir í kvöld frá veturnáttafögnuðum, eins og þeir tíðkuðust í heiðnum sið. Hann fær ennfremur Brynju Bene- diktsdóttur til að lesa ýmis kvæði um veturinn, eitt eftir Bjarna Thorarensen og annað eldra frá 17. öld, þar sem veturinn er borinn saman við Tyrkjann og hefur betur. Margt annað skemmtilegt hefur Árni tínt til. Má þar nefna ýkjukvæði um bónda, sem fór um alla veröld að heyja fyrir kúna sína og er viðlagið „Ósköp þarf fyrir eina kú um vetur.” Þá er gripið niður í Þórberg og loks lesið brot úr einni af hugvekjum Péturs Péturssonar biskups. Síðustu 70 árin eða svo áður en útvarpið kom var hún lesin á flestum bæjum landsins í vetrarbyrjun, að sögn Árna. Á sunnudaginn fá áhugamenn um stjórnmál ýmislegt við sitt hæfi. Meðal annars flytur Gylfi Þ. Gislason erindi um verðbólguna á íslandi kl. 16.20. Þá má minna á að fyrr um daginn, kl. 16.20, er endurtekinn tiu áragamall þáttur Jökuls Jakobssonar um tíma- reikning: Tikk-takk, tikk-takk . . . Hann tengist ekki vetrarkomu beint, en Jökull ræðir um efnið við fjóra menn: úrsmið, stjörnufræðing, biskup og heimspeking, og verður það áreiðanlega ekki leiðinlegt. Útvarpsefni sunnudagsins höfum við því miður ekki tök á að gera sóma- samleg skil að þessu sinni, en bendum áhugamönnum um stjórnmál á, að ýmislegt er þar við þeirra hæfi. Dr. Gylfi Þ. Gíslason flytur erindi um verðbólguna kl. 16.20, dr. Arnór Hannibalsson talar um atburðina í Ungverjalandi kl. 19.25 og loks heldur Hannes H. Gissurarson áfram með þætti sína um „Raddir frelsisins” kl. 20.30. -ihh. Árni Björnsson hefur tint til ýmislegt sem tengist vetrarkomu. I sumar sem leið var i fyrsta sinn haldið svokallað Reykjadalsmót i íþróttum og hér er Óttar Kjartansson, form. SLF, að heiðra sigurvegara i 25 m baksundi. Börnin heita (f.v.) Vignir Pálsson, Sigvaldi Búi, Valgeir Ölafsson og Kristrún Guð- mundsdóttir. Mynd: Bjarnleifur. DAGUR í REYKJADAL—sjónvarp annað kvöld kl. 20,50: Fötluð börn í sumardvöl Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur mörg undanfarin ár rekið sumardvalarheimili fyrir fötluð börn að Reykjadal í Mosfellssveit. Börnin eigakost á styrkjandi útiveru, því að þarna er ágæt sundlaug og önnur aðstaða til útiveru. Þau fá að fara á hestbak og fleira er gert þeim til skemmtunar. í fyrrasumar lét félagið gera kvik- mynd. sem lýsir einum degi barnanna á þessum stað. Hún sýnir ýmsar hliðar á lífi þeirra. Það er erfitt fyrir þau að komast í föt og spelkur á morgnana, sum geta ekki matast hjálparlaust og öll þurfa þau mikla aðstoð og umönnun. En það er reynt aðgleðja þau eftir föngum og fylgjast náið með heilsufari þeirra. Hjálmtýr Heiðdal, hjá kvik- myndagerðinni Sýn, samdi handrit og stjórnaði upptöku og vinnslu. Guðmundur Bjartmarsson kvik- myndaði en Sigurður Snæberg Jónsson klippti. Magnús Bjarnfreðsson er höfundur og lesari texta en öll var myndin unnin í samráði við Andreu Þórðardóttur, forstöðukonu í Reykjadal. -ihh. 14.00 „Þú spyrö mig um haustiö”. Njörður P. Njarðvík tekur saman dagskrá um haustljóð islenskra nú- tímaskálda. Lesarar með honum eru: Halla Guðmundsdóttir, Helga Jónsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. 15.00 Regnboginn. Örn Petersen kynnir ný dægurlög af vinsælda- listum frá ýmsum löndum. 15.35 Kaffitíminn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Veröbólgan á Islandi. Dr. Gylfi Þ. Gíslason flytur sunnu- dagserindi. 17.00 Tónskáldakynning: Jón Þór- arinsson. Guðmundur Emilsson ræðir við Jón Þórarinsson og kynnir verk hans. Fyrsti þáttur af fjórum. I þættinum segir Jón frá námsárum sinum hér heima og erlendis og flutt verða sönglögeftir hann. 18.00 Klaus Wunderlich leikur vin- sæl lög á Hohner-rafmagnsorgel. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Um atburði 1 Ungverjalandi i oklóber 1956. Dr. Arnór Hanni- balsson flytur siðara erindi sitt. 20.00 Harmonikuþáttur. Kynnir: Högni Jónsson. 20.30 Raddir frelsisins — þriðji þáttur. Umsjónarmaður: Hannes H. Gissurarson. Lesari: Steinþór Á. Als. 21.00 Serenaöa í D-dúr KV 320, „Pósthorns-serenaða” eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins í Frankfurt leikur; Caspar Richter stj. 21.35 Að tafli. Guðmundur Arn- laugsson flytur síðari þátt sinn um Bronstein. 22.00 Hljómsveit Johns Warrens leikur létt iög. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvölds- ins. , 22.35 Eftirminnileg ltalíuferð. Sig- urður Gunnarsson fyrrverandi skólastjóri segir frá (5). 23.00 Danslög. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 26. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra Jón Dalbú Hróbjarts- son flyturfa.v.d.v.). 7.15 Leikfimi. Umsjónarmenn: Valdimar Örnólfsson leikfimi- kennari og Magnús Pétursson píanóleikari. 7.25 Morgunvaka. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Samstarfsmenn: Önundur Björnsson og Guðrún Birgisdóttir. (8.00 Fréttir. Dag- skrá. Morgunorð: Jóhanna Jó- hannesdóttir talar. 8.15 Veður- fregnir). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Kattafárið” eftir lngibjörgu Jónsdóttur. Gunnvör Braga les. Sögulok(5). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.45 Landbúnaðarmál. Umsjónar- maður: Óttar Geirsson. Bústörf i byrjun vetrar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Atriði úr þekktum óperum. Hljómsveit Metropolitan-óperunn- ar, Robert Shaw-kórinn o.fl. fiytja. 11.00 Forustugreinar landsmála- blaða (útdr.). 11.25 Létt tónlist. Flytjendur: Lenn- art Báckman og hljómsveit, „Sver- iges Hot Six” og Burl Ives. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Mánudagssyrpa. — Ólafur Þórð- arson... 15.10 „Örninn er sestur” eftir Jack Higgins. Ólafur Ólafsson þýddi. Jónína H. Jónsdóttir les (11). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Niður um strompinn" eftir Ár- mann Kr. Einarsson. Höfundur byrjarlesturinn (1). 16.40 Litli barnatiminn. Stjórnandi: Finnborg Scheving. Efni m.a.: Valgerður Hannesdóttir les „Segðu mér sögu” eftir Tiitus i þýðingu Þorsteins frá Hamri. Laugardagur 24. október 17.00 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Kreppuárin. Attundi þáttur. Þetta er annar þáttur af þremur frá danska sjónvarpinu. Hann fjallar um Rikke, tíu ára gamla stúlku. sem er nýflutt til borgarinnar. Þýöandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur: Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 19.00 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ættarsetrið. Breskur gaman- myndafiokkur. Þriðji þáttur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.05 Tónheimar. Tónlistarþáttur frá norska sjónvarpinu með hljóm- sveitinni Dizzie Tunes, Grethe Kausland og Benny Borg. Þýðandi: Björn Baldursson. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 21.35 Einn var góður, annar iilur og sá þriðji grimmur (The Good, The Bad and the Ugly). ítalskur vestri frá 1966. Leikstjóri: Sergio Leone. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Eli Walach og Lee Van Cleef. Þýðandi: Björn Baldursson. Myndin er ekki við hæfi ungra barna. 00.05 Dagskrárlok. - Sunnudagur 25. október 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Jón, Einarsson, sóknarprestur í Saurbæ áHvalfjarðarströnd, fiytur. 18.10 Stundin okkar. Umsjón: Bryndis Schram. Stjórn upptöku: Elin Þóra Friðfinnsdóttir. 19.00 Karpov gegn Kortsnoj. Skák- skýringaþáttur í tilefni af heims- meistaraeinvíginu i skák i Merano á ítaliu. 19.20 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 20.50 Dagur í Reykjadal. Styrktar- félag iamaðra og fatlaðra lét gera þessa mynd. Hún sýni'r dag i llfí fatlaðra barna i sumarbúðum styrktarfélagsins í Mosfellssveit. Framleiðandi: SÝN. Þuiur og höfundur handrits: Magnús Bjarnfreðsson. 21.15 Myndsjá (Moviola). Ljóska ársins. Bandarískur myndafiokkur um frægar Hollywood-stjörnur. Þessi þáttur er sá siðasti og fjallar um upphaf ferils Marilyn Monroe. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.50 Dagskrárlok. Inngangur: Restaurant HORNIÐ Hafnarstræti 15. HLILDSÖLUBIRGDIR: Júlíus Sveinbjörnsson, SNORRABRAUT6! -SÍMI 20480. „Privat”fyrir dömur!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.