Dagblaðið - 29.10.1981, Page 14

Dagblaðið - 29.10.1981, Page 14
14 $ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. 15 Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I HM íknattspymu: ISRAEL MALAÐIPORTUGAL! —og Norður-írar nánast öruggir með sæti á Spáni ísraelsmenn komu heldur betur vifl sögu 1 undankeppni HM 1 knattspyrnu í gaer þegar þeir sigruðu Portúgal mjög óvænt í Tel Aviv. Þafl var heldur eng- inn smásigur þvi lokatölurnar urðu 4— 1 og Portúgal er þvi úr leik. Öll mörkin voru skoruð i fyrri hálfleik og bæði liö leyfðu sér þann munað að misnota víta- spyrnu í siðari hálfleiknum. Avi Cohen, fyrrum leikmaður með Liverpool, átti stóran þátt í óförum Portúgala. Hann, Malmillian og Moshe Gariani, sem leikur með Bright- on, réðu gangi mála á miðju vallarins og lögðu upp marktækifæri. Tabak skoraði fyrir ísrael eftir 6 mínútur en Jordao jafnaði tveimur mínútum síðar. Á 15. mín. skoraði Damte 2—1 eftir sendingu frá Cohen og Tabak bætti tveimur mörkum við fyrir hálfleik, eftir sendingar frá Cohen og Gariani. Heppnin var ekki með Portúgölum. Jordao átti þrjú stangarskot og kórón- aði svo allt saman með þvi að láta verja frá sér vítaspyrnu. Skömmu síðar skaut Malmillian framhjá portúgalska mark- inu úr vítaspyrnu en 20.000 áhorfendur gátu auðveldlega fyrirgefið honum það því ísrael skoraði i þessum leik helm- ingi fleiri mörk en í hinum sex leikjum liðsins í undankeppni til samans. Norður-írar standa nú með pálmann í höndunum. Þeir þurfa „aðeins” að ná jafntefli gegn ísrael á heimavelli til að komast í úrslitin. Sigri ísraelsmenn hins vegar í Belfast fara Svíar til Spán- ar. Staðan í 6. riðli: Skotland Svíþjóð Norður-írland ísrael Portúgal 7 4 3 0 8—2 11 8 3 2 3 7—8 8 7 2 3 2 5—3* 7 7 1 3 3 6—9 5 7 2 1 4 6—10 5 Portúgal, sem á tímabili stóð bezt að vígi í riðlinum, hefur nú tapað 4 leikjum í röð. Leikir sem eftir eru: 18. nóvember: Portúgal-Skotland, Norður-írland- ísrael. ____________________ -VS. Valur-ÍS íkvöld Einn leikur verður í úrvalsdeildinni f körfuknattleik í kvöld. ÍS og Valur leika í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst leikurinn kl. 20. Strax á eftir mætast ÍS og ÍR í 1. deild kvenna. pmgar skólum VÍÐIR SIGURÐSSON Enski landsliðsmarkvörðurínn Ray Oemence átti frábæran leik á Old Trafford í gærkvöld. Heimsmet í lyftingum Sovétmaðurinn Oksen Mirzoyan setti í gærkvöldi heims- met í jafnhöttun i bantamvigt (56 kilóa flokki) á móti þar eystra. Hann jafnhattaði 180 kg, hálfu kílói þyngra en met landa hans, Yurik Sarkisian, sem sett var á ólympfuleikunum i Moskvu i fyrra. Mirzoyan jafnaði einnig heimsmetið i saman- lögðu, 277,5 kg en það met átti fyrir Austur-Þjóðverjinn Andreas Letz. Handbolti íkvöld Tveir leikir verða á íslandsmótinu f handknattleik i kvöld, báðir f Laugardalshöll. Kl. 20 leika Fylkir og ÍR f 2. deild karia og kl. 21.30 Ármann og Grótta i 3. deild. HM íknattspymu: Sovétmenn unnu Tékka Sovétmenn hafa nánast tryggt sér sæti f lokakeppni HM með sigri yfir Tékkum i Moskvu f gær, 2—0. Sigurinn var sanngjam og nú era það Sovétmenn sem hafa örlög Tékka og Walesbúa f hendi sér, eiga eftir að leika við báðar þjóðir. Ramas Shengelia skoraði bæði mörk Sovétmanna í gær. Á 28. mín. fengu þeir vitaspyrnu. Semen, tékkneski mark- vörðurinn, varði spyrnu Buryak en Shengelia var fyrstur inn í teiginn og skallaði knöttinn í netið. Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks kom svo rothöggið. Bakvörðurinn Sulakvelidze skaut þá að marki Tékka af svo miklum fitonskrafti að við lá að markstöngin, sem fyrir skotinu varð, brotnaði. Knötturinn hrökk til Shengelia sem sendi hann viðstöðulaust í netið. Staðan í 3. riðli: Sovétrikin 6 5 1 0 16-1 11 Wales 7 4 2 1 12-4 10 Tékkóslóvakía 7 4 12 14—5 9 tsland 8 2 2 4 10—21 6 Tyrkland 8 0 0 8 1—22 0 Leikir sem eftir eru: 18. nóvember: Sovétrikin-Wales. 30. nóvember:Tékkóslóvakía-Sovétríkin. -VS. 25. mín. með fremur ódýru marki sem reyndist vera sigur- mark leiksins. tslenzku strákarnir sóttu mun meira í síðari hálfleiknum og síðustu 15 mínúturnar léku Belgarnir varnar- leik, greinilega ánægðir með 2—1 og tókst að halda því. Þátttaka íslands í Evrópukeppni unglingalandsliða er því á enda í bili en ekki verður annaö sagt en árangurinn sé góður, samanlagt tap 3—4 fyrir þjóð sem á A-landslið 1 lokakeppni heimsmeistarakeppninnar 1982. -VS. Enski deildabikarinn í gærkvöld: Nýtt markamet hjá Liverpool Það var mikið fjör víða í enska deildabikarnum í knattspyrnunni f gær- kvöldi. Framlenging og sfðan vfta- spyrnukeppnl í Stoke, þar sem Joe Corrigan, markvörður Man. City, varði elleftu vftaspyrnuna hjá Stoke, sem Paul Griffiths tók. Þar með sigraði Man. City 11—10!! — og komst í þriflju umferfl. Liverpool setti nýtt markamet f deildabikarnum. Vann Exeter samanlagt 11—0 og í Notting- ham voru tveir leikmenn reknir af velli f viðureign Forest og Birmingham, Kevin Broadhurst, Birmingham, og Ian Wallace. Forest. Tottenham gerði sér lítið fyrir og sigraði Man. Utd., efsta liðið í 1. deild, öðru sinni í keppninni, 0—1, á Old Trafford, þar sem rúmlega 55 þúsund áhorfendur sáu snilldarleik Ray Clem- ence í marki Tottenham. Enski lands- liðsmarkvörðurinn átti þar einn af sínum beztu leikjum. Tottenham sigr- aði í fyrri leik liðanna í Lundúnum 1— 0 og þar réð mark Steve Archibald úr- "slitum, mikið klaufamark Gary Bailey, markvarðar United. Og hann var mikill klaufi að koma ekki í veg fyrir mark Tottenham í gærkvöld. Það kom á sjö- undu mín. og nægði Tottenham til sigurs. Tony Galvin tók hornspyrnu. Ardiles náði knettinum og gaf á hinn tvítuga Mike Hazard, sem spyrnti á markið nokkru utan vitateigs. Knöttur- inn snerti rennblautan völlinn — mikil rigning í Manchester — og hafnaði í markinu hjá Bailey. Ódýrt mark og furðulegt hvað Bailey hefur brugðizt í deildabikarnum eins vel og hann ver mark United í deildakeppninni. Þar með hafði Tottenham náð tveggja marka forustu. Liðið lék mjög vel í fyrri hálfleiknum en Man. Utd. náði aldrei þeim leik sem liðið sýndi á Anfield á laugardag. Galvin fékk gott færi á 2. mín. leiksins og á þeirri 25. var Steve Archibald, sem lék frábær- lega vel í liði Tottenham, klaufi að skora ekki. Bryan Robson og Ray Wilkins áttu skot á mark Tottenham, sem Clemence varði vel. Man. Utd. hóf s.h. með stórsókn, sem stóð nær látlaust í 15 mín. Fékk hornspyrnu eftir hornspyrnu. Clem- ence varði frábærlega frá Robson, tví- vegis, og Coppell og siðar í leiknum frá Wilkins. Góður leikur og leikmenn Tottenham stórhættulegir í skyndi- sóknum þó þeim tækist ekki að skora fleiri mörk. Hazard fékk opið færi en spyrnti framhjá. Leiknum var lýst beint í BBC og liðin voru þannig skipuð: Man. Utd.: Bailey, Gidman, Albiston, Buchan, Moran, Robson, Moses, Wilkins, Coppell, Stapleton og Birtles. Duxbury varamaður en kom ekki inn á. Gidman átti í miklum erfiðleikum með Galvin. Tottenham: Clemence Perry- man, Houghton, Roberts, Miller, Ardiles, Hoddle, Hazard, Galvin, Archibald, Crooks. Paul Price varamaður en kom ekki inn á. Úrslitin í gær urðu þessi. Innan sviga samanlagt úrbáðumleikjum: Charlton-Norwich 0—1 (0—2) Exeter-Liverpool 0—6 (0—11) Chelsea-Southampton 2—1 (3—2) Leicester-Preston 4—0 (4—1) Man.Utd.-Tottenham 0—1 (0—2) Nottm. For.-Birmingham 2—1 (5—3) Oxford-Millwall Stoke-Man. City Port Vale-Tranmere WBA-Shrewsbury 1—0 (4—3) 2—0 (10—11) 1- 2 (1-4 ) 2- 1 (5-4 ) 3. deildarlið Exeter fékk hroðalega útreið. lan Rush, tvö, Kenny Dalglish, Phil Neal og Kevin Sheedy skoruðu mörk Liverpool auk sjálfsmarks 16 ára pilts, Nick Markan. David Needham á 7. mín. og John Robertson á 75. mín. skoruðu mörk Forest en Tony Evans á 88. mín. fyrir Birmingham. Ian Wallace og Kevin Bradhurst lentu i slagsmálum á 47. mín. og voru báðir reknir af velli. Man. City virtist á góðri leið með að komast áfram gegn Stoke, sem fékk mörg tækifæri en fór illa með þau. Loks á 80. min. tókst Lee Chapman að skora hjá Corrigan. Ray Evans skoraði síðara mark Stoke á 87. mín. Þá varð að framlengja, ekkert mark skorað og siðan vítaspyrnukeppni. Lee Chapman og Asa Hartford, Man. City, tókst ekki að skora úr sínum spyrnum en Paul Power jafnaði í 4—4 úr fimmtu víta- spyrnu City. Síðan haldið áfram þar til Corrigan varði þá elleftu. Clive Walker náði forustu fyrir Chel- sea á 30. mín. og liðið lék lengi mun betur en Southampton. En á 80. mín. kom Steve Moran inn sem varamaður hjá Southampton og tveimur mín. síðar hafði hann jafnað. Framlengt og þá tókst Chelsea að skora eitt mark. Gary Owen og Ali Brown skoruðu mörk WBA, sem komst í 2—0. Ian Atkins minnkaði muninn í 2—1 en þar við sat. Keith Cassell skoraði mark Oxford og það fleytti liðinu í 3. umferð. I skozka deildabikarnum sigraði Dundee Utd. Aberdeen 0—3 á útivelli og leikur þriðja árið í röð í úrslitum. Paul Stark skoraði tvö af mörkum Dundee Utd. í hinum leiknum í undanúrslitum sigraöi Rangers St. Mirren 2—1, 4—3 saman- lagt. Dundee Utd. vann 3—1 saman- lagt. Scanlon skoraði mark St. Mirren úr vítaspyrnu. James Bett jafnaði í 1 — 1 úr víti fyrir Rangers og MacDonald skoraði sigurmarkið. -hsfm. Atletico féllst á breytta leikdaga —fyrri leikur Víkings og Atletico Madrid í Laugardalshöll 15. nóvember—Ekkert nú til fyrirstöðu að Víkingar geti tekið þátt íTékkóslévakíuförinni „Að beiðni handknattleiksdeildar Víkings hafa forráðamenn spænska liðsins Athletico Madrid fallist á að breyta leikdögum Vikings og Athletico í Evrópukeppni félagsliða. Verður fyrri leikur félaganna i Laugardalshöll 15. nóvember nk., en seinni leikurinn fer fram í Madrid laugardaginn 21. nóvember. Með þessari breytingu vildi handknattleiksdeild Víkings forða frá leiðindum vegna keppnisferðar ís- lenzka landsliðsins til Tékkóslóvakiu dagana 2.—8. nóvember, en þátttaka 5 leikmanna Víkings í þeirri för hefði raskað stórlega undirbúningi Vikings fyrir Evrópuleikinn, ef hann hefði verið leikinn í Madrid 14. nóvember eins og til stóð. Eftir þessar málalyktir er ekkert því ul fyrirstöðu, að mati stjórnar handknattleiksdeildar Víkings, að leikmenn geti tekið þátt í keppnis- ferðinni til Tékkóslóvakíu. Þrátt fyrir að þessi lausn hafi fengizt á þessu máli vill handknattleiksdeild Víkings rökstyðja með nokkrum orðum upphaflega ósk sína, að leik- menn Víkings tækju ekki þátt í Tékkó- slóvakíuferðinni. Þessari eðlilegu ósk hafnaði stjórn HSÍ og Hilmar Björns- son landsliðsþjálfari alfarið. Einnig höfnuðu sömu aðilar málamiðlunartil- lögu um að leikmenn Víkings léku 3 fyrstu landsleiki ferðarinnar og kæmu heim á föstudegi 6. nóvember í stað sunnudagsins 8. nóvember. Að matí stjórnar handknattleiks- deildar Víkings eru helztu rökin fyrir ósk deildarinnar þessi: 1. Allur undirbúningur vegna Evrópu- leiks Vikings í Madrid 14. nóvember hefði farið úr skorðum ef 5 af fasta- mönnum liðsins hefðu verið fjarver- andi á meðan aðalundirbúningur vegna leiksins færi fram. Sam- kvæmt ferðaáætlun landsliðsins verður farið frá íslandi til Tékkósló- vakíu 2. nóvember og komið til baka 8. nóvember. Víkingar hefðu þurft að leggja upp í ferðalag sitt til Madrid 11. nóvember þannig að aðeins yrðu 2—3 dagar til sameigin- legs undirbúnings fyrir Víkingsliðið vegna Evrópuleiksins. þessir dagar hefðu auk þess nýtzt illa, þar sem landsliðsmennirnir koma væntan- lega dauðþreyttir úr keppnisferð- inni, þar sem 5 leikir verða leiknir á 5 dögum. Nú er hins vegar ljóst að liðið getur æft saman í eina viku fyrir Evrópuleikinn og þarf ekki að leggja á sig erfitt ferðalag til Madrid í fyrri leikinn. 2. Það er alkunna, að ef nást á árang- ur í mikilvægum leikjum eins og Evrópuleikjum þarf að haga undir- búningi liðsins þannig að allt miðist við að það sé í beztu formi ákveðinn dag, þ.e. sjálfan leikdaginn. Á þann hátt hafa Víkingar hagað undirbún- ingi sínum fyrir Evrópuleiki undan- farin ár með góðum árangri, en þjálf- arinn Bogdan Kowalzcyk er sér- fræðingur á þessu sviði. Forsenda þess að þetta sé hægt er sú, að allir leikmenn liðsins taki þátt í undir- búningnum í 2—3 vikur minnst en ekki 2—3 daga eins og yrði í þessu tilfelli. Mótherjar Víkings í Evrópukeppni meistaraliða, Athletico Madrid, eru í hópi beztu handknattleiksliða heims. Fyrirfram teljum við mögu- leika okkar 40 á móti 60 gegn þessu sterka liði. Það er því Ijóst, að lið Víkings verður að sýna sitt bezta í báðum leikjunum gegn Athletico Madrid ef það á að eiga raunhæfa möguleika á því að komast áfram í keppninni. Slíkt er aðeins mögulegt með nákvæmum og sameiginlegum undirbúningi allra leikmanna Vík- ings. í skýrslu stjórnar HSÍ fyrir tíma- bilið 1980—1981 segir Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari m.a.: „Félögin og landsliðið verða að ná algjörri samstöðu um mótafyrir- komulagið og forgangsverkefni á hverjum tíma. Þá á ég við Evrópu- keppnina og landsleiki.” Stjórn handknattleiksdeildar Víkings er þessu algjörlega sammála og telur að komandi Evrópuleikur Víkings verði að vera algjört forgangsverk- efni fyrir leikmenn liðsins. Keppn- isferðin tíl Tékkóslóvakíu er fyrsta skrefið í undirbúningi landsliðsins fyrir B-keppnina árið 1983: Leik- menn Víkings hafa allir mikla keppnisreynslu og geta því misst af förinni til Tékkóslóvakíu án þess að tapa neinu úr. Fyrir Víking og ís- • tapa neinu úr. Fyrir Víking og ís- lenzkan handknattleik hlýtur það að teljast mikilvægt nú að leikmenn Vikings búi sig af kostgæfni undir Evrópukeppnina, í von um að þar náist sá árangur sem stefnt er að. 5. Stjórn handknattleiksdeildar Vík- ings telur viðtöl við þjálfara FH og Þróttar sem birtust i dagblaðinu Vísi 28. október ekki raunhæft innlegg í þetta mál. FH og Þróttur eiga 2 menn i landsliðinu, hvort félag, Vík- ingur 5 menn. Þar að auki mæta FH og Þróttur léttum andstæðingum í 2. umferð, að því er ætla má, ítölsku og hollenzku liðum. Andstæðingar Víkings eru hins vegar eitt bezta fé- lagslið í heimi, með 7 landsliðsmenn úr spænska landsliðinu. Með beztu kveðjum, Handknattleiksdeild Víkings” (Fréttatilkynning þessi barst DB í gær- kvöld frá stjórn handknattleiksdeildar Víkings). NaumttapíBelgíu íslenzka unglingalandsliðið f knattspyrnu tapaði mjög naumlega fyrir Belgfu í gærkvöldi, 2—1, i Evrópukeppni ung- lingalandsliða. Leikið var í Leuven í Belgfu. Fyrri leik þjóð- anna á Laugardalsvellinum lauk með jafntefli, 2—2, og Belgar komast þvi áfram i keppninni en íslenzku piltarnir eru úr leik. Belgar fengu óskabyrjun í leiknum í gærkvöldi er þeir náðu forystu strax á 3. mínútu. Hún var þó skammvinn. Á 6. mín. tók Ingvar Guðmundsson hornspyrnu og Halldór Áskelsson sneiddi knöttinn í netið, 1—1. Belgar náðu forystunni á ný á ' *: é - geriö verösamanburö Versliö tímanlega fyrirjolin Ég óska eftir að fá sendan Kays pöntunarlista I póstkröfu á kr. 49.— Nafn.............................................. Heimilisfang ..................................... Staóur............................ Póstnr.........

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.